Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 4
4 SIPA — Jélablað Þjóftviljans Hallmundur Kristinsson: Einn lítill * . (Má syngja viö eitt ágætt lag, alþekkt á meöal hernámsand- stæöinga, ef Böðvar lcyfir). Illt er i heiminum ástand um jólin. Já, allir i frii og lokaður skóiinn. Þótt uppi á himninum hækki þá sólin og hempuklædd mannvera stigi i stólinn. Helgast allt heims um bólin. Við prédikun sina er presturinn natinn, Og prangarinn iðinn að seljá okkur matinn. En verkalýðsbaráttuverðbólguhvatinn i vestræna hagkerfið alltaf mun ratá inn. Hverfur efnahagsbatinn. í búðunum okkar er vandi að velja úr vamingi þeim sem oss þörf er að selja. Við kassana langdvölum kúnnamir dvelja og kaupmannagreyjunum aurana telja. Þvilikt ótrúleg elja. Og úti i heimi þeir enn enfað striða. Þar enn þurfa f jölmargir brauðskort að liða. Við ótta og þjáning og angist og kviða og ömurleg lifskjör menn búa svo viða. Hægan bana svo biða. Það segja svo margir að frelsarans fæðing hún friðinn oss gefi og sáranna græðing. Ó, helgaðu drottinn vorn hátiðarsnæðing með hernaðarbúnað og vigvélavæðing, nýjan stjórnmálafræðing. Við hengjum i stofurnar grænustu greinar. Það grenja yfir krökkunum rauðklæddir sveinar. En veit nokkur lengur hvað maðurinn rpeinar sem mæddur á krossinum hangir og veinar? Trú, von, stokkar og steinar. Gleðileg j ól Páll horfir á 23ja desember brenna upp á jtíladagatals- kertinu. Hann situr i stól meö kisu slna i fanginu. Hann strýkur Mjásu og talar viö hana i hálfum hljóöum: „Sjáöu, Mjása min, dagurinn i dag, þorláksmessu- dagur er aö veröa búinn og á morgun kveikjum viö i siðasta sinn á þessu kerti, þvi þá er aöfangadagur jóla”. Mjása malar ánægjulega i fanginu á Páli. HUn veit ekkert um hvaöhann er aö tala, enhenni llöur vel þvl Páli liöur vel. Veik flöktandi birtan frá kertinu er hlý og notaleg. Úti er snjókoma en logn. Fannhvit l'ogndrifan situr á trjánum og gluggarúöunum. Mamma tekur undir jölalögin, sem hljóma Ur útvarpinu. Hún er aö ljUka viö jólabaksturinn og smákökuilmurinn leikur um allt. Pabbi er ókominn heim, en von er á honum úr vinnunni á hverri stundu. Páll er einkabarn og nýorðinn 10 ára. Honum finnst þessi stund vera hámark ánægjunnar fyrir jólin. Bráðum kemur pabbi og þeir fara saman að kaupa jólatré. Þannig hefur það veriö frá þvi hann man eftir sér og þá finnst honum jólin vera byrjuð- Allt er svo friðsælt, hlýtt og ilmandi á heimilinu og um Pál liður hamingjukennd öryggis og friðar. Hann strýkur Mjásu, en talar ekki lengur við hana. Orð eru óþörf, en augu Páls glampa af hamingjurikri gleði. Nú hringir siminn. Páll heyrir að mamma svarar glaðlega : Halló —siðan löng þögn ogloks hár skellureins og simtól- inu hafi verið skellt á i reiði. Mamma kemur aftur inn i eldhús. Hún slekkur á útvarpinu, tekur plötu úr bakarofninum og skellir ofnhuröinni aftur með miklum lát- um. Páll fer meö hálfum huga til hennar og spyr: „Mamma, fer ekki pabbi bráöum að koma?” Mamma horfir á hann hálf æöisgengnu augnaráði og segir kaldri, nistandi röddu: „Viltu ekki fara að koma þér inn i herbergið þitt og taka þar svolitiö til. Þúveistkannskiekki að jólin eru á morgun.” Þetta siðasta segir hún brostinni röddu. Páll svarar engu, hann starir á mömmu sina, sem æðir fram og aftur i eldhúsinu. Hún skeUir saman kökukössum og lokar eldhússkápunum meö svo mikl- um látum aö aUt leikur á reiöi- skjálfi. Hvaö allt hefur breyst. Rétt áöan var mamma glöö og ánægö og hlý og góö viö drenginn sinn, en núna er hún reiö og örg og nistandi köld við hann. Páli finnst ekki lengur hlýtt og notalegt inni. Honum verður flökurt af köku- lyktinni oghannslekkur á kertinu sinu. Hann gengur hægt og þyngslalega inn i herbergið sitt. Gönguiagið minnir á gamlan, lifsþreyttan mann. Hann er djúpt særður. Hann litur áhugalaust i kringum sig I herberginu sinu. Þar er allt fint og fágað. Mamma og hann höfðu hjálpast aö við að taka tiliþviogskreyta fyrirjólin. Þá voru bæði glöð og ánægð. En nú er mamma svo voðalega reiö. Hann veit ekki hversvegna og áræðir ekki að spyrja hana. Hann er bara svo öryggislaus og óumræöUega hryggur. Eitthvað mjUkt .strýkst við fætur hans. Það er Mjása. Hún Mjása virðist alltaf skynja þegar illa liggur á Páli og nú er hún komin til að hugga hann eins og svo oft áður. Páll er alltaf góður viðMjásu sina ogelskar hana, en núna kemureinhver vonska upp i honum og hann gerir nokkuö, sem hann hefur ekki gert áður. Hann stígur ofan á skottið á Mjásu, sem mjálmar af sársauka. Hún horfir særð og hissa á Pál, en hann þrífur hana upp og hendir henni fram fyrir og skellirsiöan hurðinni aftur. Siðan byrjar hann að rifa jólaskrautiö niður, en þá byrjar eitthvað að losna um innra með honum. Sársaukinn brýst út með ofsa- legum gráti. Hann fleygir sér á rúmið og grætur eins og hann ætli að springa. Hann heyrir ekki þegar mamma kemur inn. „Elsku Páll minn, fyrirgefðu mér, elsku Smásaga eftir Sigríöi Eyþórsdóttur barnið mitt”. „Farðu út, ég tala aldrei framar viö þig”. Mamma leggst útaf hjá Páli og tekur utan um hann. Hann ætlar að ýta henni frá sér, þótt hann langi mest af öllu 1 faöminn hennar og að gráta við brjóst hennar. En þá sér hann að mamma er grátandi og and- litiö er afmyndaö af sársauka. Þegar þau hafa grátið út segir mamma: „Mér þykir þetta svo leiöinlegt, Páll minn að ég veit ekki hvað ég get sagt til aö útskýra þetta fyrir þér. Þaö er svo undarlegt aö þegar maöur er særður, þá skuli maður særa aðra og oft þá sem sist skyldi.” Þetta siðasta viröist mamma segja viö sjálfa sig. Páll vill ekki gripa fram i, en hugsar til Mjásu. Hann kinkar bara kolli til samþykkis. Hann skilur þetta. Mamma þegir smástund og segir siöan: „Pabbi þinn hringdi áðan.” Páll sem var orðinn rólegur fær hjartslátt. „Mamma, er hann?”- Páll þagn- ar. „Já, hann er dottinn i það, sagðist hafa oröið aö fá sér glas með vinnufélögunum”. Mamma og Páll eru sest upp. Þau þegja og stara vonleysislega út i bláinn. Páll veit meö sjálfúm sér aö jólin koma ekki til þeirra I ár. Þegar pabbi byrjar að drekka getur hann ekki hætt og drekkur þá oft dögum og jafnvel vikum saman. Páli finnst hann þá ekki vera pabbi, heldur einhver annar maður. Hann verður einhvern- veginn allt ööru visi en hann á að sér aö vera. Fyrst er hann raupsamur og montinn. Grobbar af mörgu sem hann hefur gert og ööru sem hann á eftir aö gera. Siöan verður hann reiður, talar illa um aðra. Það sé þeim aö kennahve illa honum hafi gengiö, svo verður hann vondur viö mömmu, alltsé henni að kenna og stundum slær hann hana og hendir ýmsu lauslegu I hana. Og loks kemur gráturinn, svefnleysið og eftirsjáin. Þá hjúkrar mamma honum og stundum kallar hún i lækni. Læknirinn gefur honum sprautu eöa pillur og loks verður pabbi aftur friskur og þá er hann besti pabbi i heimi. Páll þorir einhvernveginn aldrei að tala um þetta við pabba og mömmu. En hann er oft hræddur. Hann þorir aldrei að koma heim með vini sina, nema athuga fyrst hvort allt sé í lagi. Hann skammast sin fyrir þetta og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.