Þjóðviljinn - 04.02.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 04.02.1981, Page 10
10 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 4. febrúar 1981_ Mmningarorð Ólafur Pálsson sundkennari Fæddur 16.10 1898 — Dáinn 23.1 1981 Ólafur Pálsson, sundkennari, lést að heimili sinu, Safamýri 36, á 82 aldursári. Hann var sonur hjónanna Páis Erlingssonar, sundkennara, og konu hans Ól- afar Steingrimsdóttur. Páll var sonur Erlings Pálssonar, bónda á Sámsstöðum i Fljótshlið og konu hans Þuríðar Jónsdóttur. Páll var bróðir Þorsteins Erlingssonar skálds. Ólöf vardóttir Steingrims Jónssonar, silfursmiðs á Fossi á Siðu, og konu hans Þórunnar sem var dóttir Eiriks Jónssonar i Hlið i Skaptártungu og konu hans Sig- riðar Sveinsdóttur. Sigriður var dóttir Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings i Vik, en Þórunn kona Sveins var dóttir Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis þjóðarinnar. Bjarni var kvæntur Rannveigu dóttir Skúla Magnús- sonar landfógeta. Yfirvöld fyrri tima báðu Pál heitinn að taka að sér að kenna piltunum úr Latinuskólanum að synda, og siðan almenningi. Hann fluttist til Reykjavikur með konu sina og fjóra syni, Steingrim, Er- ling, Ólaf og Jón, og hófst strax handa með þvi að stifla volga lækinn með torfi og grjóti sem rann frá þvottalaugunum. Siðar meir fékk hann þvi til leiðar komið með hjálp góðra manna að byggðar voru gömlu laugarnar. Allir synir Páls kenndu sund með föður sinum, en siðar meir var Erlingur beðinn að taka að sér yfirlögregluþjónsstarfið i R.vik og var sendur á lögregluskóla i Danmörku og Þýskalandi, en Steingri'mur var siðar m.a. bú- stjóri á Elliðavatni um margra ára skeið. En ólafur og Jón festu rætur i sundfræðslunni. Er Jón þeirra yngstur og lifir bræður sina. Þegar Sigriður dóttir ólafs hringdi tilmin og sagði að ólafur væri dáinn, þá kom mér i hug orð Ritn. þegar Guö talaði við Abra- ham og sagði: Gakk þú fyrir aug- liti minu og ver grandvar. Ólafur slapp i lifanda lifi við hégóma- stapp og upphefðar hoss heims- hyggjunnar. Hann vann kyrrlát- lega með höndum sinum og var grandvar maður. og gætinn maður. Hann sló ekki um sig eða var hávaðamaður, og reisti sig ekki gegn hroka eöa ósanngirni. Þegar fyrr á árum iskraði i mér eins og gömlum hjörum vegna slettireku sem aldrei haföi kennt sund, eða hvað þá haft þekkingu á aðstöðu til sundiðkana, þá sagði Ólafur við mig: Vist getur litil þúfa velt stóru hlassi, en sjáðu til, þetta skýrist allt, sannaðu til. Og við það sat. Hann vissi að spill- ingin kemur ofan frá, og alþýða manna er varnarlaus ef heimsk- an situr i' hásæti. En Ólafur var löghlýðinn maður. Lögin að hans mati voru ekki til að brjóta þau, heldur að breyta þeim ef um ólög , var að ræða. Ólafur var 23 ára gamall þegar hann byrjaði að kenna að stað- aldri við gömlu laugarnar. Hann sigldi til Þýskalands á yngri ár- um til að kynna sér nýjungar i kennslu og sundtadíni, og kostaöi sig sjálfur af litlum efnum. Ég saknaði Ólafs mjög þegar hann hætti, en hann var prófdómari i sundi um margra ára skeið. Hann var fljótur að taka mið af sund- lagi og getu nemenda, enda sér- fræðingur i þessari grein. ólafur var persóna sem maöur bar virö- ingu fyrir. Hann var mjög vel skynsamur, greinagóður i við- ræðum, hjartahlýr og ljúfur i við- móti. Það var eitthvað i fari hans og návist sem var traustvekjandi og vakti öryggiskennd. Eitt sinn ávarpaöi mig maður á vinnustað og sagði: Ég man eftir Páli heit. Erlingssyni, sund- kennara i gömlu laugunum. Það var á góðviðrisdegi og margt um manninn og ég hlustaði á orða- skipti Páls þegar hann var að kenna og sinnti um leið sund- gestum. Páll heit. sagði: Kreppa fætur, „komdu sæll”, fætur i sundur, „vertu sæll”, fætur saman, „kostar 25 aura”. I skjóli þessara brautryðjenda sundiþróttarinnar minnist ég æskuára og góðra stunda i gömlu laugunum. Þessir ágætu karak- terar voru hjálpsamir og höfðu gott viðmót i samskiptum við bæjarbúa. Jafnframt sundkennsl- unni gættu þeir laugarinnar, að enginn drukknaði, og á hverjum föstudegi var hleypt úr lauginni og hún hreinsuð og opnuð á laugardagsmorgni. Og hver man ekki eftir heita vatnskassanum með útisturtunum sem var einkar vinsæll og sælustaður margra, m.a. gigtveikra sundgesta. Ólafur Pálsson var gæfumaður þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Jústu Sigurðardóttur. Hún er dóttir Sigurðar heit. Péturssonar landspósts og bónda á Arnanesi, Hornafirði, og konu hans Sigríðar Steingrimsdóttur frá Fossi á Siðu. Hjá Óla og Jústu blómstraði ástin i skini og skúr- um og þau umgengust hvort annað með gagnkvæmri virðingu. Þau eignuðust þrjú börn. Sigríði, starfsstúlku á Hrafnistu, og er hún gift Einari Sigvaldasyni eftirlitsmanni og eiga þau þrjá syni og eina dóttur, Pál verkfræð- ing, kvæntur Þuriði Guðjóns- döttur ritara og eiga þau tvo syni og eina dóttur og Helgu hjúkr- unarfræðing, gift Jóni Þór Karls- syni skipstjóra og eiga þau tvo syni og eina dóttur. JUsta og Óli voru sérlega gest- risin og góð heim að sækja. Það var létt yfir öllu i návist þeirra, frúingreind og skemmtileg og ól- afur, listhneigður og ljóðelskur, víðlesinn og fróður mjög. Það var ekki komið að tómum kofanum, t.d. í sögur forn-Grikkja, Róm- verja eða forn-Egypta og fl. Frá- sagnarhæfileiki hans var snilld og atburðir gerðir sem ljóslifandi. Hjá honum var engin ónytju- mælgi. Ólafur tók lifið alvarlega. Hjarta hans var hjá Jústu og bömunum. „Hann Ólafur var að flýta sér heim úr vinnunni”. Óli og Jústa höfðu sérstaklega gott lag á börnum og við systurnar sjö vorum þar heimagangar framan af árum. óli átti það til að kalla á Jústu sina og segja: Júst! Júst! Komdu með eitthvað handa okkur. Siðan kom: Settu þig niður hérna rétt á meðan. Þó að efnin hafi oft verið litil þá var veitt af rausn. Það var eins og að koma i höll til óla og Jústu. Barnabörnin missa mikið/enda voru þau um- vafin ástúð þeirra og kærleika. En ágæti ólafs heit. og hans einstæöa persónuleika mætti likja við dagdraum ef hann hefði ekki átt i hjarta sinu Guð i Kristi Jesú, þ.e.a.s. réttlætissólina sem skin i hjörtu sinna barna með græðslu undir vængjum sinum. Sú rétt- lætissól gengur ekki til viðar og dauðinn bindur ekki enda á rétt- lætisgjafir hennar til handa þeim sem i lifanda lifi vilja þær gjafir þiggja. En við þau umskipti að skiljast við verður ekkert tekið af, og engu bætt við. Við förum með það sem við höfum. H.P: Ó, JesU, það er játning min. ég mun um siðir njóta þin. þegar þú, dýrðar Drottinn minn. dómstól i skýjum setur þinn. Asdís Erlingsdóttir. Lausar stöður Heilsugæslulæknar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. Önnur staöa læknis á Siglufirði (H2) frá og með 1. april 1981. 2. Tvær stöður lækna á ísafirði (H2) frá og með 1. júli 1981. 3. Staða læknis á Ðjúpavogi (Hl) frá og með 1. júni 1981. 4. Staða læknis á Óiafsfirði (Hl) frá og með 1. júni 1981. 5. Staða læknis á Seyðisfirði (Hl) frá og með 1. júni 1981. 6. Staða læknis i Bolungarvik (Hl) frá og með 1. ágúst 1981. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu eða sérfræðiviðurkenningu i heimilislækn- ingum. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyr- ir 10. mars 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 3. febrúar 1981. Jan tekinn við Hár-Húsið Nýlega tók Jan við rekstri Hár-Húss, Skólavörðustig 42. Jan er íslendingur i aðra ætt, en tók meistarapróf i hárskurði og hárgreiðslu erlendis. A tslandi hefur hann starfað s.l. þrjú ár. SATT-kvöld i Klúbbnum Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna gangast fyrir S.A.T.T. kvöldi í veitingahúsinu Klúbbnum i Borgartúni i kvöld. Verður þar margt skemmtikrafta að venju og skal fyrsta telja hljómsvcitina PÓNIK, sem vakti á sér athygli nú fyrir jólin með vandaðri dægurlagaplötu, og flytur valin lög af henni. Þá mun unga nýbyigjuhljómsveitin ÞEYR flytja lög af nýút- kominni hljómplötu sinni „Þagað I hel”, en hún hefur þótt kraft- mikil og frumleg i tónlistarflutningi sinum. Tvær hljómsveitir austan af landi kveða sér hljóðs, þær eru AMON RA frá Neskaupstað, sem er sveitaballagestum austanlands að góðu kunn, og LÓLA frá Seyöisfirði, en hún er tiltölulega óþekkt enn sem komið er. SATT kvöldin hafa unnið sér sess i tónlistarlifi borgarinnar, en tilgangur þeirra er tviþættur: annars vegar að stuðla að framgangi lifandi tónlistar, og hins vegar að afla fjár til húsa- kaupa S.A.T.T., en félagið festi nýlega kaup á hluta húseignar- innarað Vitastig 3 iReykjavik,og þar er ætlunin að SATT-kvöld- in verði haldin þegar fram liða stundir. * Rœdd stefna jafnréttishóps H.L Sendihcrraskipti veröa hjá Bretum hér á landi i mars nk. er W.R. McQuillan tekur við af K.A. East, sem nú hættir störfum i utanrikisþjónustunni, en hann hefur verið sendiherra á islandi i sex ár. McQuillan hefur starfað sem deildarstjóri upplýsingadeildar utanrikisráðuneytisins i London að undanförnu. Hann hefur áður verið i bresku utanrikisþjónustunni i Lusaka, Santiago og Guate- mala, er fimmtugur að aldri, giftur og á tvær dætur. Sendiherraskipti hjá Bretum i kvöld, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 20.30 koma karlar og kon- ur saman til fundar i Jafnréttishópi H.i. Fundurinn er haldinn i Kélagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Meðal annars verður byrjað á að ræða um framtiðarstefnu hópsins, markmið hans og starfsaðferðir. Hónurinn hefur starfað frá bvi i haust. Meein starfið fer fram i 4—6 manna grunnhópum, sem yfirleitt hittast vikulega. Sameig- inlegir fundir þessara hópa eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og þá eru bækurnar bornar saman og skipst á skoðun- um um ýmis málefni. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér og taka þátt i umræðum um jafnrétti kynjanna. Allir eru velkomnir, karlar og konur, hvar i hópi sem þeir standa. Fyrsta sœlkerakvöld ársins A fimmtudag, 5. febrúar n.k. verður fyrsta sælkera- kvöld ársins i Blómasal Itótcls Loftleiöa. Gestgjafinn verður hinn þjóðkunni ferðamála- frömuður og tónlistarmaður Ingólfur Guðbrandsson, en liann er með viðförlustu islendingum og þvi kunnur matargerð margra þjóða. liann mun stjórna matseldinni að hætti Pekingbúa og veröa nokkrir af kinverskum eftir- lætisréttum hans á matseðlum kvöldsins. Kinversk matargerðarlist er viðfræg og kinverskir veit- ingastaðir vel sóttir viða um lönd. Meðal þess sem Ingólfur hefur á matseðlinum verða kinverskar rækjubolluri hæsnakjötsseyði, austur- lenskur kjúklingaréttur, „sweet and sour pork” og kinverskt te. Þetta fyrsta sælkerakvöld ársins verður með austurlensku ivafi. Linda Meehan frá Korean Airlines sem kemur sérstaklega til sælkerakvöldsins mun færa austurlenskar smágjafir og kinverski gitarsnillingurinn Jósef K. Cheung Fung frá Jósef Ka Cheung Fung leikur japanska og spænska tónlist á gitar. Hong Kong mun leika japanska og spænska gitar- tónlist og sópransöngkonan Margrét Pálmadóttir syngur lög eftir John Dowland og J. R.odriques við undirleik Jóseps. Margrét er nýkomin til landsins að loknu fjögurra ára námi við tónlistarháskól- ann i Vinarborg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.