Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. febrúar 1981. Ráðstafanir ríkisstj órnarinnar vegna tjóns af völdum ofveðursins: Bætur viðlagatryggíngar nál einnig til tjónsins af völdum fárviðrisins Tryggt verði fé vegna endurbóta á mannvirkjum Á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun var gerö sér- stök samþykkt vegna þess tjóns sem varö í of- viðrinu aðfaranótt s.l. þriðjudags. Samþykktin var byggðá tillögum sem Svavar Gestsson félags- málaráðherra lagði fram í ríkisstjórninni og er í eftirfarandi fjórum lið- um: 1) Fram fari nú þegar könnun á þvi tjóni sem varð i ofviðrinu og verði þess farið á leit við sveitarfélögin að þau taki nú þegar saman yfirlit yfir tjón i hverju byggðarlagi. 2) Undirbúin verði breyting á lögum um Viðlagatryggingu tslands þar sem m.a. verði gert ráð fyrir þvi, að tryggingin nái til tjóns af völdum fárviðris, eft- ir þvi sem unnt er. I þessu sam- bandi verði einnig endurskoðuð lög um Bjargráðasjóð og athug- að á hvern hátt sé rétt að skipta verkefnum milli hans og Við- lagatryggingar tslands. 3) Þess verði óskað sérsatak- lega við tryggingarfélögin að þau einfaldi skilmála sina þann- ig, að ljósari verði sá réttur og þeir möguleikar, sem viðskipta- menn trygginganna hafi. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra 4) Við afgreiðslu lánsfjárlaga verði tekið til athugunar að hve miklu leyti þarf að gera ráð fyr- ir sérstakri lánsfjárheimild til að auðvelda endurbætur mann- virkja, er tjónamat liggur fyrir. Svavar Gestsson og Gunnar Thoroddsen gerðu grein fyrir þessum ráðstöfunum utan dag- skrár á Alþingi i gær. Félags- málaráðherra sagði að hann hefði þegar á þriðjudagsmorgun óskað eftir skýrslu frá Bjarg- ráðasjóði, Viðlagatryggingu og Tryggingaeftirlitinu og á grund- velli þeirra skýrslna hefði hann lagt fram ofangreindar tillögur. I máli félagsmálaráðherra kom fram að Bjargráðasjóð vantar 70 miljónir g.króna til að standa við skuldbindingar sinar á þessu ári. Á árinu 1982 er gert ráð fyrir fjárvöntun upp á 310 miljónir g.króna og 450 miljónir g.króna 1983. Það væri þvi sýni- lega brýnt að endurskoða lög um sjóðinn, sagði ráðherra. Félagsmálaráðherra sagði ■ einnig að samkvæmt gildandi I lögum um Viðlagatryggingu Islands bætti hún tjón af völdum _ eldgosa, jarðskjálfta, skriðu- I falla, snjóflóða og vatnsflóða. ■ Ljóst væri að breyta þyrfti lög- § unum þannig að þau gætu einnig ■ náð til tjóns af völdum fárviðris. ■ I árslok 1980 mun eigið fé Við- j lagatryggingar hafa numið 3 ■ miljörðum gamalla króna. Þá gat félagsmálaráðherra ■ þess að á vegum Trygginga- | eftirlits rikisins færi nú fram ■ heildarendurskoðun á vátrygg- I ingarskilmálum vátryggingar- J félaganna. Svavar gat þess að ■ þrátt fyrir þær ráðstafanir sem I rikisstjórnin hefði i undirbún- ■ ingi væri ljóst að ekki yrði hægt J að bæta tjón hvers og eins 100%, j enda væri hér lika um mjög ■ margvislegt tjón að ræða. —Þ ■ Er rétt að einangra hús að utanverðu? Helgi Seljan og jleiri, flytja tillögu um könnun málsins Helgi Seljan mælti fyrir nokkru fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt 3 öðrum þingmönnum þess efnis að rikisst jórninni verði falið að láta fara fram rækilega könn- un varðandi einangrun útveggja húsa. Gcrt er ráð fyrir að Húsnæðisstofnun og Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins annist könnunina. 1 framsögu Helga kom fram að megintilgangur tillögunnar sé að kanna þá fullyrðinu sem komið hefur fram að það sé betra að láta einangra utan á veggjum steinsteyptra húsa, en ekki innan á svo sem nú tiðkast. Tillögu sina byggja flutningsmenn á tilraun- um sem Sturla H. Einarsson byggingarmeistari hefur gert en hann telur sig hafa sannað að hönnun einangrunar i húsum sé röng. Sturla segir að vegna þess að einangrun hefðbundinna steyptra útveggja hafi ver'ið og sé sett innan á veggina, en ekki uian á, verði veggimir fyrir togspenn- um vegna hitamismunar veður- fars og springa þar af leiðandi. Sturla segir að með þvi að færa einangrunina út fyrir burðar- veggi húsa haldist þeir þurrir og verði þá ekki fyrir alkalivirkni. Helgi Seljan gerði itarlega grein fyrir rannsóknum Sturlu og gat þess að auk þess að koma i veg fyrir sprungumyndanir og Helgi Seljan pingsjá aörar skemmdir i útveggjum húsa þá mætti með byggingar- aðferð Sturlu lækka byggingar- kostnað með aðferð sem fellur að mismunandi gerðum húsa án notkunar byggingarkrana, stálmóta eða annars kostnaðar- mikils útbúnaðar. Meðflutningsmenn Helga Seljan eru Steinþór Gestsson, Alexander Stefánsson og Magnús H. Magnússon. — Þ Riftun samnings um togarakaupin til Þórshafnar: Hefði þýtt 3-400 miljónir gamalla króna í skaðabætur Iðnaðarráðherra telur að endurmetaþurfi togarakaupin Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi aö endurmeta þyrfti tog- arakaupin til Þórshafnar og læra af þeim mistökum sem i því máli hafi orðið. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sagði að þó hann hefði talið æskilegt að endurskoða togarakaupin þá væri slíkt ekki hægt nú þvi riftun samnings um kaupin myndi þýða 300—400 miljóna gamalla króna tap í skaðabætur# til seljenda. Iðnaðarráðherra sagöi að nauð- synlegt væri að fá upplýst hvort gengiö yrði á fjárframlög til innlends skipasmiðaiðnaðar vegna þessara togarakaupa. Fjármálaráðherra lagði áherslu á að samþykkt stjórnar Fram- kvæmdastofnunar þýddi ekki að gengið yrði á fjárframlög til inn- lends skipasmiðaiðnaðar. Fjármálaráðherra sagðist vilja mótmæla ummælum sem komið hefðu fram að ríkissjóður þurfi að leggja fram 80% af kaupverði togarans. Aöeins væri um það að ræða að rikissjóður ábyrgðist erlent lán sem tekiö væri vegna skipakaupanna. Eggert Haukdal stjórnarfor- maður Framkvæmdastofnunar rikisins sem andvigur hefur verið afgreiðslu meirihluta stjórnar- innar á togaramálinu sagði i gær að hann teldi þessu máii ekki lok- ið. Eggert sagði að hann myndi ekki samþykkja framlag til tog- arans i lánsfjárlögum en stjórn Framkvæmdastofnunar byggði samþykkt sina á þvi að slikt frarnlag fengist. Telur Eggert að slikt framlag til togarans muni bitna á framlögum til innlends skipasmiðaiðnaðar. Umræðum um Þórshafnartog- arans var fram haldiö i báðum deildum Alþingis i gær og stóöu þær i nær þrjá tima. — Þ- Kjararannsóknanefnd um athugun á tekjuskiptingu og launakjörum: Kostnaðar- söm og tíma- frek könnun Félagsmálaráherra hyggst fela ýmsum aðilum framkvæmd könnunarinnar Kjararannsóknarnefnd hefur ritað Svavari Gestssyni félags- málaráðherra bréf þar sem ncfndin gerir grein fyrir þvi að hvaða leyti hún getur veitt aðstoð vegna ályktunar Alþingis um könnun á tekjuskiptingu og launakjörum. Nefndin telur þó að hér sé um umfangsmikil, kostn- aðarsöm og sein unnin verkefni að ræða. Félagsmálaráðherra hyggst óska eftir þvi við nefndina að hún útfæri svör sin við þeim þáttum sem hún telur sig geta veitt upplýsingar um. Þá mun ráðherra fara þess á leit við Jafnréttisráð og Þjóðhagsstofnun að þessir aðilar taki ýmsa þætti i ályktuninni til athugunar. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi er félagsmálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Jóhönnnu Sigurðardóttur um hvað liði framkvæmd a ályktun Alþingis frá s.l. vori um athugun á tekju- skiptingu og launakerfum en sú ályktun var i 15 liðum og felur i sér viðamikla könnun á þessum málum. Alþingi hefur hins vegar ekki veitt neitt sérstakt fjármagn til að standa straum af kostnaði við framkvæmd þessarar könnunar. I svari raðherra kom jafnframt fram að á vegum hans ráðuneyta eru í framkvæmd kannanir sem tengjast markmiðum áður- greindrar ályktunar. A vegum heilbrigðisráðuneytis, félags- málaráðuneytis og Vinnueftirlits rikisins fer nú fram könnun á heilsufarslegum áhrifum af- kastah vetjandi launakerfa (bónus-kerfi). Og á vegum Norðurlandaráðs verður fram- kvæmd sérstök könnun á áhrifum bónus-kerfa á heilsufar kvenna. Þá hefur verið i gangi könnun á högum aldraðra og öryrkja á vegum heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins og Tryggigastofn- unnar. Félagsmálaráðherra lagði áherslu á að hér væri um svo viðamikið mál að ræða að það væri frekar st jórnkerfisins i heild að sinna þessu verkefni en félags- málaráðuneytisins eins. — Þ- I Opinberar stofnanir: ! Veiti ; I ókeypis ! j síma- | j þjónustu j I Lögð hefur verið fram til- • ‘ laga um ókeypis simaþjón- I ustu opinberra stjórnsýslu- I stofnana. Tillagan er flutt af | I Arna Gunnarssyni og fleiri ■ • þinginönnum Alþýðuflokks- I I ins og hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora | I á rikisstjórnina að láta þegar • ■ i stað gera þær breytingar á I I simakerfum helstu stórn- I I sýslustofnana rikisins, að | I þar verði notuð svokölluð ■ ■ „frinúmer”. Aimenningi I I verði gert kleift, að hringja i | I þessi „frinúmer” hvaðan | I sem er af landinu án kostn- ■ ■ aðar eða þannig, að hver I I hringing telji, aðeins eitt I I skref.” I í greinargerð með tillög- ■ • unni nefna flutningsmenn I I eftirtaldar stofnanir sem I dæmi um stofnanir sem ættu | I að hafa „frinúmer”: • • Stjórnarráð Islands, Fram- I I kvæmdastofnun rikisins, I I Tryggingastofnun rikisins og | I Húsnæðisstofnun rikisins. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.