Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. febrúar 1981. Föstudagur 20. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Tvöfaldur Fo Alþýðuleikhúsið sýnir Konu I eftir Dario Fo og Franca Rame Leikstjóri: Guðrún Asmundsdóttir Leikmynd: Ivan Török og Stjórnleysingi ferst „af slysförum" eftir Dario Fo Leikstjóri: Lárus Vmir Óskarsson Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrimsdóttir Nýlega hóf Alþýðuleikhúsið starfsemi sina i nýju húsnæði meö sýningum á tveimur leikritum eftir Dario Fo. Húsnæðisvanda- mál hafa lengi hrjáö sunnandeild Alþýðuleikhússins og staðið eðli- legum viögangi þess fyrir þrifum. Hið nýja húsnæði i Hafnarbiói virðist allvel fallið til að leysa þennan vanda, að minnsta kosti til bráðabirgða. Bióið reynist ali- sæmilegt leikhús eftir að breyt- ingar hafa verið gerðar á þvi: sviðiðernokkuð stórt (stærra en i Iðnó), sætaraðir hækka vel þannig að gott er að sjá til sviðs- ins hvaðanæva úr salnum og hljómburður virðist góður, en óneitanlega virðast öftustu sæta- raðirnar ansi fjarri sviöinu. Einnig skilst mér að aðstaða að tjaldabaki sé ekki eins og gerist I hinum fullkomnari leikhúsum, en þó ekki óbærileg. En mest er um vert að leikhúsið hefur fengið fastan og nothæfan samastað sem ekki þarf að deila með öðrum, og er þá ekki annað eftir en að sigrast á fjárhags- vandanum, sem er ærinn, og svo náttúrlega hinum listræna vanda, sem er eilifur. I Um kúgun kvenna Einþáttungarnir sem Dario Fo og kona hans Franca Rame sömdu og Franca hefur flutt við mikla hrifningu um allar jarðir eru til þess gerðir að bregða ljósi yfir stöðu kvenna i samfélaginu og afhjúpa kúgun hennar. Þetta er auðvitað ekki nýtt viðfangs- efni, en það var sett fram á fersk- an og skemmtilegan hátt og möguleikar leikhússins til að skapa heilan heim úr næstum þvi engu eru feiknavel nýttir, auk þess sem verkið býr yfir geysi- rikulegri kimni. 1 uppsetningu Guðrúnar Asmundsdóttur og leik- mynd Töröks er horfið nokkuð frá þeim algera einfaldleik i svið- setningu sem virðist samkvæmt leikskrá hafa einkennt uppruna- Sólveig Hauksdóttir i Konu. legu uppsetninguna. Þó að leik- myndin sé stilfærð mjög er hún afar fyrirferðarmikil og glanna- leg og dreifir athyglinni óþarflega frá þvi sem öllu máli skiptir, leik- aranum og athöfnum hans. Þessi aðferð, svo og það að þrjár leikkonur fara með hlut- verkin þrjú, hygg ég að dragi úr styrk sýningarinnar og dreifi heildaráhrifum hennar. Verkið er hugsað sem eins manns sýning sem lif hennar kviknar viö sam- spilið milli hreyfinga leikarans og imyndunarafls áhorfandans. Sömuleiðis er ljóst að samstaða kvenna er undirstrikuð með þvi að láta sömu konuna leika mis- munandi kvenhlutverk. En þrátt fyrir þessar hæpnu leiðir i uppsetningunni á þessi sýning verulega góða spretti. Fyrsti þátturinn, Fótaferð, lýsir áþján útivinnandi húsmóður sem stendur i raun uppi með tvöfalda ábyrgð i lifinu og skilur ekkert i þvi að hún skuli vera dálitið rugl- uð og útkeyrð. Sólveig Hauks- dóttir lagði mikið skap og ein- lægni i hlutverkið, en skorti ögun i túlkun sinni, en kannski var það að einhverju leyti frumsýningar- taugar og gæti lagast. Annar þáttur er mun tilþrifa- meiri af hendi höfunda og dregur upp hrollvekjandi mynd’ af kon- unni sem gernýttri kynferðis- veru, sem fanga og fórnardýri lambsins. Þátturinn byrjar ró- lega en smám saman æsist leikurinn atburðir verða hraðari og tryllingslegri og álagið vex þar til stiflan brestur og konan gerir uppreisn. Hér þarf mjög mikla nákvæmni i hægfara aukningu á hraða og krafti til þess að ná full- um áhrifum, og Edda Hólm réði ekki yfir þvi tæknilega öryggi sem til þess þarf, þó að hún færi annars mjög þekkilega með hlut- verkið. Þriðji þátturinn er að ég held snjallast skrifaður af hendi höf- unda, bráðfyndin og skáldleg út- tekt á kynferðislegri stöðu kon- unnar og þvi hlutverki sem henni er ætlað i okkar samfélagi. Hér er imyndunaraflinu gefinn laus taumurinn i makalausri blöndu af erótik, skopi, draumórum og raunsæju háði. Hér þarf leikarinn að geta slegið á marga strengi misjafna og það næstum sam- ' timis, en það tókst Guðrúnu Gisladóttur að gera á mjög eftir- minnilegan hátt og þessi þáttur varð heilsteyptasti hluti og há- punktur sýningarinnar. i skítnum upp í háls Leikrit Dario Fos um stjórleys- ingjann og „slysalegan” dauða hans er samið eftir frægum eftir- málum sprengjutilræðis i Milanó 1969, þegar italska lögreglan handtók stjórnleysingjann Pin- elli, ásakaði hann fyrir hlutdeild i tilræðinu, tókst ekki að finna haldbærar sannanir og og henti manninum þess vegna út um msmsm. lokin, einkum eftir að Þráinn er kominn i prestsgervið. Aðrir leikarar eru allir með ágætum og tekst að skapa vel skýrgreindar týpur og mjög geggjaðar. Anægjulegt var að sjá Arnar Jónsson leika sig loks al- gerlega upp úr þvi fari sem hann hefur hjakkað dálitið i undan- farið. Það er eins og innra með honum hafi lengi búið þessi feiti maður sem brýst nú loksins út. Gervið var stórkostlegt. Viðar Eggertsson og Bjarni Ingvarsson eru báðir traustir gamanleikarar og búa til kostulegar týpur og lög- regluþjónar Björns Karlssonar eru hreinræktaðir þursar eins og þeir voru i þöglu myndunum. Elisabet Þórisdóttir er eins og dá- litið utanveltu i hlutverki blaða- manns, en það hlutverk er tæp- lega nógu vel gert af höfundar hálfu. Þórunn Sigriður hefur gert sýn- ingunni umgerð við hæfi og akk- úrat i þessum sjúklega græna lit sem kerfið hefur yndi af að kvelja mann með. Þýðing Silju Aðalsteinsdóttur er lipur og lifandi og texti Dario Fos er reyndar viða verulega smellinn og eftirminnilegur. At- hyglisverðer kenning hans um að borgaralegt lýðræði lifi á þvi að afhjúpa hneykslismál þvi að þau sýni styrk þess (þegar þau sýna auðvitaö hið gagnstæða). Varð manni ósjálfrátt hugsað til þess er ýmsir aðilar vildu halda Watergatemálinu á loft sem dásamlegri sönnun fyrir styrk hins bandariska lýðræðis. Og þessa kenningu orðar dárinn i þessu ágæta spakmæli: „Að sönnu vöðum við skitinn upp i háls — en þess vegna berum við höfuðið hátt”. Sverrir Hólmarssor Stjórnleysingi ferst.... glugga, en hélt þvi fram að hann hefði farið sjálfviljugur út um þann hinn sama glugga. Dario Fo samdi verkið ári eftir að atburðir þessir gerðust, meðan þeir voru enn brennandi i hugum manna, og vitanlega hefur það haft miklu sterkari og beinni skirskotun á ítaliu þá en það hefur hér og nú. En Stjórnleysinginn er vissu- lega nógu gott verk til að hefja sig uppyfirsitt beina tilefni og fyrsta tilgang. Eins og höfundar er von og visa gleymir hann aldrei að láta kimni, andriki og fjör sitja i fyrirrúmi — tilgangurinn gleypir aldrei meðalið eins og vill bregða viðhjá hinum minni spámönnum. Dario Fo stillir upp annars vegar Dáranum (sem er raunar sannur anarkisti) og hins vegar dóms- málakerfi hins borgaralega lýð- ræðis. Dárinn er stimpláöur geð- veikur og hefur pappir uppá það. Fulltrúar kerfisins eru að nafninu til með fullum sönsum, en i raun eru það þeir sem eru geðveikir, þvi að þeir starfa i kerfi sem þyk- ist framkvæma réttlæti en getur það aldrei i raun, og árangurinn er auðvitað geðklofi. Dárinn hefur hins vegar hafið sig yfir öll kerfi og gétur skoðað þau utan frá án þess að vera flæktur i net þeirra. Hann er i rauninni eini geðheilbrigði maðurinn á sviðinu. Þetta kemur mætavel fram i túlkun Lárusar Ýmis, sem dregur mjög fram og afskræmir afkára- hátt kerfisþjónanna, þar sem aftur á móti Þráinn Karlsson i hlutverki Dárans er ævinlega fullkomlega rólegur og yfirveg- aður og hefur algera stjórn á þvi sem er að gerast. Þráinn fer á kostum i þessu hlutverki og sjaldan eða aldrei hefur likams- mýkt hans og eðlislæg kimnigáfa notið sin betur, einkum og sér- llagi i fyrsta þætti, sem er hreint það skemmtilegasta sprelliverk sem ég man eftir að hafa séð hér- lendis siðan Gisli Halldórsson klifraði upp á pianóið i Þjófar, lik og falar konur (eftir Dario Fo auðvitað) hérna um árið. Lárus Ýmir er býsna hugvits- samur i kostulegum uppstilling- um og slungnum hreyfingum og mestallur leikurinn gengur fyrir góðum dampi. Um miðbikið var þó eins og hægði á honum, kannski voru menn farnir að hugsa einum of mikið um að koma boðskapnum til skila, en allavega linkuðust tökin og sam- spilið i hreyfingunum varð ekki nógu markvisst. Sem betur fer næst stemmningin upp aftur fyrir Dario Fo Einar Hannesson: Fiskirœkt er fjölþœtt Hér á iandi hefur um áratuga skeiö verið lagt af mörkum mikið og fjöl- breytt fiskiræktarstarf í ám og vötnum. Vist er, að f iskrækt er víðtækara hug- tak en margir ætla í fljótu bragði að það sé, því að til fiskiræktar telst friðun fisks, umbætur á lífsskil- yrðum hans, flutningur fisks í veiðivatn, auð- veldun á gönguleiðum hans, eftirlit með veiði og annað, er lýtur að aukn- ingu fiskstofns og viðhaldi hans. Ein skemmtilegasta framkvæmd i fiskrækt er fólgin í þvi að ryöja úr vegi hindrun fyrir fisk i ám og auka þannig landnám fisksins. Sliku verkefni hefur töluvert ver- ið sinnt þvi að siðustu 30—40 ár hefur að jafnaði verið byggður einn fiskvegur (laxastigi) á ári. Þannig hafa bæst við mörg hundruö kilómetra ársvæði fyrir lax og annan göngufisk. Þessir fiskvegir hafa flestir opnað áður iokaða leið upp árnar, en um hitt eru einnig dæmi, að timabundinni hindrun á gönguleið fisks hafi verið rutt úr vegi og þar með gert kleift að veiða fisk á efri hluta vatnasvæðis, bæði fyrr á veiði- tima og meira, en áður hafði ver- ið unnt að gera. Einn nýjasti fiskvegurinn er i Setbergsá á Skógarströnd á Snæ- fellsnesi og er hann hjá Illafossi og var tekinn i notkun sl. sumar. Það er Veiöideild Setbergsár sem stóð fyrir þessari góðu og nauð- synlegu framkvæmd. Fyrr hafði leigutaki árinnar eytt töluveröu fé til að gera laxastiga hjá þess- um þverhnipta og háa fossi en það ekki tekist, enda brösulega að þvi verki staðið. Siðar höfðu eigendur árinnar gripið til þess ráðs, að taka laxinn neðan við fossinn og flytja hann upp fyrir hann og sleppa honum lifandi i ána. Þannig höfðu verið fluttir hundr- uð laxa, sem veiöimenn fengu að glima við um alla á ofan Illafoss. Setbergsá er góðum kostum búin bæði sem hrygningar- og uppeldissvæði fyrir laxfiska og i henni eru margir góðir veiðistað- ir. Með fiskvegagerðinni hjá Ula- fossi getur laxastofn árinnar fært út kviarnar i verulega ríkum mæli og er þess að vænta aö áin muni skila góðri laxveiði á næst- Fiskvegur f Setbergsá á Skógarströnd hjá Illafossi, tekinn I notkun 1980. —Mynd: Einar Hannesson. um árum þvi um vaxandi la’xa- göngur i ána veröur tvimælalaust að ræða vegna fiskræktarfram- kvæmdanna. Setbergsá samein- ast Stóru-Langadalsá og heitir eftir það Ósá, en hún fellur i sjó i mynni Hvammsfjarðar. A Fellsströnd, handan Hvammsfjarðar, er Kjarlaks- staðaá, ein besta laxveiðiáin i Dalasýslu. A vatnasvæði hennar er hafin gerð laxastiga i Gull- brárfoss, sem er i Flekkudalsá. Stefnt er að þvi að ljúka þessari framkvæmd á þessu ári. Það er Veiðifélag Fellsstrandar sem stendur fyrir fiskvegagerðinni, en með tilkomu þessa mannvirkis á lax og göngusilungur hindrunar- lausa leið inn á 16 km ársvæði, ofan fossins. Þá er ekki úr vegi, fyrst fariö er að tiunda fiskvegaframkvæmdir i ánum við Hvammsfjörð, að geta um nýja fiskvegi á þessum slóð- um. Þar er um að ræða laxastiga i ánum á Skarðsströndinni, Búðar- dalsá og Fagradalsá, en þar hefur nýlega verið lokiö við fiskvegi á neðstu hlutum beggja ánna. Þá hefur einnig verið unnið að laxa- stiga i Laxá i Hvammssveit sem vonandi verður lokið við á næstu árum. Ennfremur hafa verið framkvæmdar ýmsar umbætur á ánum i Dalasýslu til að bæta gönguleið laxins. Þannig hafa veriðgerðar lagfæringar á neðsta hluta Laxár i Dölum og unnið er að fiskvegagerð i Skraumu i Hörðudal og fleira hefur verið gert af svipuðu tagi. Þá hefur verið gerður fiskvegur i Vals- hamarsá á Skógarströnd og i undirbúningier vatnsmiðlun fyrir Laxá á Skógarströnd. Liklegt má telja að margvisleg starfsemi tengd laxi og silungi i Dalasýslu og á Skógarströnd eigi eftir að fara vaxandi vegna fisk- ræktunar og bætt aðstaða fyrir veiðimenn, til að komast i veiði i ám og vötnum og að dvelja við veiðivötnin, að skila meiri arði til veiðibænda. Þá verður að ætla, að fiskeldi muni verða tekið upp i Dalasýslu á næstum árum. Væn- legust aðstaða til fiskeldis mun vera i Sælingsdal. Með fiskeldi i Dalasýslu ætti hagur veiðimála i sýslunni að vænkast enn til muna, þyi slik starfsemi gæti veitt bestu þjónustu veiðám og vötnum á svæðinu, auk beinnar hafbeitar á laxi. > Einar Iiannesson. á dagskrá Nýlega samþykkt lög um aðbúnað og hollustuhætti ýta enn frekar á þessi atriði og tryggja vonandi viðunandi aðbúnað á vinnustöðum Um aðbúnað á vinnu- stöðum byggingarnianna Hvers vegna þurfa trésmiðir og aðrir byggingamenn að drekka kaffið í bflunum sinum? Af hverju hafa þeir ekki salerni á vinnustað eða vask svo þeir geti þvegið sér um hendur áöur en matast er? Eru byggingamenn dómadags- sóðar almennt? Stundum er ekki vinnuskdr til staðar og ef svo er, þá er hann oft á tiðum ókyntur, óvistlegur, i þrengra lagi, að ógleymdum músaganginum. Þar fyrirfinnst hvorki vaskur né sal- erni. Ef tekin eru dæmi, þá má t.d. benda á skipsgáma sem hafa verið notaðir sem vinnuskúrar. Hvernig vikur þessu við? Þeir sem búa við þennan að- búnað á vinnustað hafa verið alltof linir við að krefjast þess- arar sjálfsögðu aðstöðu þar sem m.a. hefur verið samið um þessi atriði í kjarasamningum. Verka- lýðsfélögineiga jafnframt nokkra sök i þessu máli. Þau hafa ein- hverra hluta vegna ekki staðið fast á þessum ákvæðum kjara- samningsins. Til eru sögur um það að menn hafi þurft að aka heim, til að komast á salerni, tekið i þessa ferð tvær klukkustundir á kostnað byggjenda. Þá fyrst hafi verið sett upp salerni á vinnustaðnum. Einnig gerðist það að manni sem fór fram á salernisaðstöðu, var hótað brottrekstri og honum tjáð að hann væri of dýr starfskraftur ef fara æti eftir kröfum hans. En á staðnum var verið að byggja hús fyrir mörg hundruð milljónir. Skilningsleysi sem þetta þarf að uppræta hjá öllum þeim sem hlut eiga að máli. Ef málið er skoðað i viðara samhengi og litið yfir lög, reglu- gerðir, kjarasamninga og kjara- kröfur um aðbúnað og hollustu- hætti i byggingariðnaði, kemur eftirfarandi i ljós: I reglugerð um húsnæði vinnu- staða frá árinu 1975 stendur um salernisfjölda i 22. grein: „I. Þar sem að venju starfa ekki færri en 5 karlar og 5 konur skulu salerni og snyrting fyrir hvort kyniö að- greind”. Annar liður sömu greinar: „Að jafnaði skal vera minnst 1 salerni fyri allt að 15 manns, en miða skal þó við eftirfarandi meginreglu um salerni og þvagstæði: Ef fjöldi starfsfólks er á bilinu 1 til 15 skal fjöldi salerna vera 1”. Salerni skulu, sem sagt vera til staðar hvað sem tautar og raular. Onnur grein þessarar reglu- gerðar hefst með þessum orðum/: „öryggismálastjóri annast eftir- lit með framkvæmd reglugerðar þessarar”. Skyldi sá góði maður aldrei hafa komið á bygginga- vinnustað siðastliðin 5 ár? 34. grein reglugerðarinnar sem fjallar almennt um kaffi-eða mat- stofur hljóðar svo: „1 matstofu slfkra skúra, og ákveða hvenær þeir skulu fjarlægöir. Viö minni háttar byggingaframkvæmdir og þar sem sérstaklega stendur á, getur byggingafulltrúi veitt undanþágu frá þessu ákvæði. Sé óskað eftir vinnuheimtaug i slikan skúr þarf viðkomandi raf- veita að samþykkja staösetningu hans.”. Þannig er umhorfs við flesta byggingavinnustaði enn I dag. skal verkamaður bæði geta mat- ast og hvflst frá vinnu sinni. Mat- stofa skal þvi bæði vera björt, þægilega skipulögð og bjóða góðan þokka, bæöi að litavali, þrifum og þægindum. Þvotta- skálar skulu vera á aðgengilegum stað framan við matstofu. Sé langt á milli vinnurýmis og mat- stofu, skal fatahengi komið fyrir fyrir framan hana, svo og salerni, samanber ákvæði um snyrtiher- bergi”. Orð eru til alls fyrst, en orðin ein eru ekki nóg; fram- kvæmdir eiga að koma á eftir og gera merkingu orðanna að veruleika,ekki sist ef til eru opin- berar reglugerðir um viðkomandi mál. Ný staðfest byggingarreglu- gerð frá 16 mai 1979 kemur einnig inná aðbúnaö á bygginga- vinnustöðum. Grein 4.24 „Skylt er að setja upp vinnuskúr ásamt sal- erni fyrir verkamenn á vinnustaÖL Byggingafulltrúi skal segja fyrir um staðsetningu og frágang Grein4.24: „Verði misbrestur á að fylgt sé reglum samkvæmt þessum káfla getur byggingafull- trúi, ef aðvörunum hans er ekki sinnt, stöðvaö framkvæmdir uns úr hefur verið bætt”. Siðan byggingareglugerðin var staðfest hefur eftirfarandi gerst: I september ’79 samþykkti Heilbrigðisráð Reykjavikur- borgar að beina þvi til bygginga- fulltrUa að hann fylgdi eftir ákvæðum um hreinlætisaðstöðu á byggingavinnustöðum; þessa samþykkt itrekaði Heilbrigðisráð I mai á fyrra ári. A fundi borgarstjórnar 5. júni s.l. var samþykkt svohljóöandi tillaga: „Borgarstjórn leggur áherslu á, að fylgt verði eftir ákvæðum byggingareglugerðar um skyldu til uppsetninga vinnu- skúra með viðeigandi aðstöðu á byggingavinnustöðum i borg- inni”. Samþykktinni hefur verið komið á framfæri við þá aðila sem um framkvæmdina eiga að sjá. Byggingafulltrúar ættu nú að uppfylla þær skyldur sem starfið leggur þeim á herðar. Nýlega samþykkt lög um að- búnað og hollustuhætti ýta enn frekar á þessi atriði og tryggja vonandi viðunandi aðbúnað á byggingavinnustöðum. Bráða- birgðaákvæði laganna er taka til fjármögnunar þessara fram- kvæmda kveða á um að Seðla- bankinn eigi að tryggja lánsfé, þrjúhundruð milljónir árlega næstu 5 ár miöað við verðlag 1. janUar 1979. Orðrétt stendur i lög- unnum m.a.: „ til endurbóta á vinnuaðstöðu starfsfólks eða til þess að bæta aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað”. Ef byggingaraðilar sem byggja hús fyrir nokkur hundruð millj- ónir á éinum stað eiga ekki fé fyrir viðunandi verkfæra-, hrein- lætis-, kaffi- og mataraðstöðu fyrir starfsmenn sina, þá getur Seðlabankinn hlaupið undir bagga með þeim á næstu fimm árum, við framkvæmdir i holl- ustu-og aöbUnaðarmálum. Bygg- ingaaðilar ættuað leggja stolt sitt og metnað i, að hafa aðbúnað eins og best verður á kosið, óumbeðið og án þvingunar af þriðja aðila. I heildar kjarasamningi Sam- bands byggingamanna frá 22. júni'1977 er mjög ýtarlegt sam- komulag um aðbúnað á vinnu- stöðum. Þar segir m.a.i,,öllum vinnuveitendum er skylt að sjá um að á hverjum vinnustað sé ætið til staðar matstofa, salerni (vatnssalerni), fatageymsla, verkfærageymsla. hreinlætisað- staða og sjúkragögn samkvæmt eftirfarandi samkomulagi” o.s.frv., en i umræddu sam- komulagi eru mjög nákvæm ákvæði um nánast öll atriði. Enda var sameiginleg krafa Sambands byggingamanna i yfirstandandi kjarasamningum, að samið yrði um ákveöndr leiðir til fram- kvæmda á Urbótum i aðbúnaðar- málum. Játa ber hinsvegar að nýlega hefur Fræðslumiðstöð Sambands byggingamanna gengist fyrir öfl- ugri kynningu um þessi mál, til þess að vekja athygli félags- manna sinna á þeim. Ef vikið er aðeins að hlut þolendanna i þessu dæmi, þá má ekki það sjónarmið ráða rikjum, að menn frábiðji sér góðan að- búnað hvort sem um hollustu eða öryggi er að ræða, og þykjast með þvi vera að drýgja einhverja hetjudáð,slikt er fjarri lagi. Hér að framan hefur litillega verið tiundaður réttur bygginga- manna til að krefjast mannsæm- andi aðstööu á vinnustað. Kjara- samningar, reglugerðir og lög virðast vera sammála um rétt starfsfólksins. Máltaakið sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér á alls ekki illa við sem upphaf að niður- lagi þessarar greinar, þvi bygg- ingarfulltrUar, stéttarfélög, full- trUar væntanlegs vinnueftirlits rikisins, launafólk og siðast en ekki sist byggingaraðilar verða að sameinast um að koma að- búnaðarmálum verkafólks i byggingariðnaði I það horf, sem kveðið er á um i kjarasamning- um, lögum og reglugerðum, Þannig að þeir, sem starfa i byggingariðnaði, búi ekki við lakari aðstöðu i aðbúnaði, holl- ustu og öryggismálum á vinnu- stað en aðrar starfsstéttir þjóð- félagsins. (Ofanrituð grein hefur áður birst I Iðnaöarblaðinu) Verkalýðsfélagið Rangæingur Óvissuástand að lokinni virkjun A almennum félagsfundi I Verkalýðsfélaginu Rangæingi sl. sunudag var gerð samþykkt þar sem skorað cr á þingmenn Suður- landskjördæmis að vekja með til- tækuin ráðum alhygli á þvi óvissuástandi sem rikir i atvinnu- málum Rangæinga og leita ailra leiða til þess að ekki skapist ófremdarástand i atvinnumálum héraðsins þegar virkjunarfram- kvæmdum á hálendinu lýkur næsta haust. Fundurinn samþykkti einnig ályktun þar sem ákvörðun stjórn- valda að skerða með bráða- birgðalögum visitölubætur á laun 1. mars n.k. er mótmælt. „Þá harmar fundurinn þá litils- virðingu sem rikisstjórnin sýnir samtökum launþega og gildandi lögum með þvi að virða að vettugi allt samráð um slikar aðgerðir”, segir i ályktun félagsfundarins. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.