Þjóðviljinn - 26.02.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 26. febrúar 1981 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskra Kristján Pétur Sigurðsson Fjandinn hafi það, allavega fær undirritaður ekki lesið annað en gallsúra mannvonsku út úr þessari bannfæringu á kannabisneytendum. Fordómar og fáviska „Unga fólkift sem taldi sig svo róttækt fyrir tlu árum er aft skila sér inn á geftsjúkrahúsin, róttæknin virftist alveg fyrir bi, enda fylgir reyk- ingum aftgerftarleysi og sljótt hugarfar, sem aidrei getur orftift aö lifti I baráttunni fyrir betri heimi.” (KA Þjóftviljinn 23.1.1981). Einsog gengur er maöur ekki alltaf sammála greinum þeim og pistlum, sem birtast i málgagni sósialisma, verkalýöshreyfingar, og þjóöfrelsis á lslandi, en sjald- an hefur undirritaður lesið ógeðs- legri grein i þvi málgagninu en þá sem blaðakonan KÁ skrifar um kannabisefni og neyslu 23.1. siöastliðinn. En það er huggun harmi gegn hve Þjóðviljinn er lipur við að birta svargreinar fólks, sem er ósammála innihald- inu. Ekki þyrfti maöur að vera kannabisneytandi sjálfur til aö þykja nóg um svivirðuna og for- dómana, sem KÁ eys úr fávisku- brunni sinum. Sænsk grein i læknatimariti, ónefnd bandarisk véfrétt og skýrsla iandlæknis um hættur af völdum kannabisefna leggja KÁ lið og vit. ,,Nú liggja fyrir niðurstöður rannsókna á neytendum á Vesturlöndum og þær sanna það sem löngum var vitað”, segir KA og fullyrðir hvergi smeyk, að flestir ef ekki allir, sem hafa reyktkannabis i 10 ár eða meira.séu geðklofa aum- ingjar, sem standi grenjandi i röðum við geðsjúkrahúsin. (Ef satt væri eru þetta ánægjulegar fréttir fyrir nýútskrifaða geð- lækna og sálfræðinga, nú fá þeir næga atvinnu). Og ekki reiknar KÁ með kannabisneytendum i baráttunni fyrir betri heimi. Hvernig skyldi annars útópia KA vera? Við lestur greinarinnar fær maður það á tilfinninguna, að hinn vest- ræni heimur (um aðra heims- hluta er varla rætt) sé reyndar harla góður, hinsvegar rói vont fólk að þvi öllum árum að eyði- leggja sæluna með bölvuðu kannabisinu. Enn á ný er þeim hampaöhátt gömlu fordómunum, aö kannabisneysla leiði óhjá- kvæmilega til heróinneyslu. Sam- kvæmt slikum röksemdaflutningi ber að banna móðurmjólkina. Þvi er ennfremur slegið föstu sem al- gildri staðreynd, að heróinneyt- endur fjármagni neyslu sina með kannabissölu og engu öðru. Fáviska og slúður. Ef sannleiks- ást hefði ráðið einhverju i skrif- um KA mundi hafa verið sagt frá hvernig heróinsjúklingar selja sjálfa sig og annarra eigur á Hálmtorgum heimsins. Það er hárrétt aö margir kannabisneyt- endur freistast til að prófa sterkari efni. Ástæðurnar eru margar, ein sú mikilvægasta er, að þar sem kannabisneysla er glæpur virðist sumum i fásinninu að það geti varla verið meiri glæpur að prófa sprautuna. Þessir vesalings bjálfar komast hinsvegar fljótt að þvi, að stigs- munur mikill er á glæpnum. Heróinið heltekur; hinsvegar er flestum minna mál að hætta að reykja kannabis en nikótin. Það er virkilega „lási” að halda þvi fram að heróin og kannabis séu greinar af sama tré. En KA vill sem minnst um málið hugsa, fordómar á pappir nægja. Auðvitað ætti KÁ að vera ljóst að á siðustu árum hafa verið skrifaðar fjölmargar lærðar skýrslur og bækur, sem eiga að sanna að kannabis sé allra meina bót. En það er úti hött að rifast Opið bréf til Þjóðviljakon- unnar KÁ barameð lærðum pappirum. Þeir eruallir jafnheimskirm.a. vegna þess, að ekkert marktækt úrtak er hægt að gera á kannabisneyt- endum, sérstaklega ekki á vesturlöndunum okkar. Þeir eru nefnilega neytendur á svo mörgu öðru eitrinu. Nikótin, alkóhól, allskyns læknapillur, eiturefni i matvælum ogmargt fleira bland- ast svo um munar við kannabis- svæluna. Þaö er KA áhyggjuefni hversu kyngeta kannabisneytenda minnkar og dvin. En hvorki greinin frá Sviþjóð né hin banda- riska véfrétt landlæknis virðist hafa hugmynd um það, að einmitt i þeim löndum, sem kanabis- neysla er almennust, er offjölgun mannskepnunnar vandamál. KA er lika á þvi að kannabisneyt- endum gangi illa i skóla og margt annað ku vera slæmt við reykinn. Hamrað er á þvi að geðsjúkra- húsin biði kannabisneytenda, meðan ,,að fá sér i glas” er barasta menningarviðburður fyrir óspillt fólk. Skyldi KA ekki hafa séð neina skýrslu um áfengissýki? Það eru nefnilega ófáir áfengissjúklingarnir, sem leita til geðheilsusérfræðinga um þessar mundir. Reyndar þarf fólk ekki að hafa verið neinir eitur- eða fikniefnaneytendur til að finnast það ráðlegast að leita sér geðlækninga. Hraðinn og streitan i samfélagi okkar er slik, aö þaö er ofur eðlilegt. Þaö sem meira er, ég hélt aö fólk væri hætt að ybbast uppá þá samborgara sina meö þjósti, sem leitað hafa sér lækninga við lélegri geðheilsu. Erum við ekki svo vel upplýst, að við skiljum að það sé siður en svo hetjuskapur, að gera það ekki? t okkar þjóðfélagi er sálfræðingur jafn sjálfsagður og skurðlæknir. Enginn amast við þvi þótt fólk láti skera úr sér botnlangatotuna. Þaö er erfitt að sjá fyrir hverja KA skrifar þessa makalausu grein. Skyldi hún eiga að vera viti til varnaðar óhörðnuðum ung- lingum? Skyldi KÁ aumkast yfir þá, sem leiðst hafa út á spiliingar- brautina? Eða er þetta bara það nöldur, sem það kemur manni fyrir sjónir? Fjandinn hafi það, allavega fær undirritaöur ekki lesið annað en gallsúra mann- vonsku útúr þessari bannfæringu á kannabisneytendum. Hvaðan kemur KÁ vald til aö setja allt þetta fólk útaf byltingarsakra- mentinu? Einhvern ofboölitínn áhuga hefur KÁ þó á þvi að setja kannabisneyslu i þjóðfélagslegt samhengi og er siðasta klausan i greininni aumkunarverð tilraun til að koma þvi fram, að þrátt fyrir allt riki kapítalismi og kreppan pini einsog númeri of þröngir skór. En það rennur ekki uppfyrir KÁ neitt ljós. Með nefið limt viö sænsk-bandariska siðasta hálmstráið grefur KA upp striðsöxina og hefur heilagt strið gegn helvitis kannabisvið- bjóðnum. Gagnrýnislaust lepur KA það upp að herða beri refsingar gegn kannabishyskinu. Snúa verði vörn i sókn, „tugt- húsum, tugthúsum”. Gott og vel, þetta eru hennar skoðanir, en skyldi KÁ, sem ég reikna með að kalli sig sósialista, ekki vera hrædd um að i þeim hildarleik fljóti með fleiri en „sök” eiga. Spyr sá sem ekkert botnar i þessu. Með þykkju og þjósti en þó stuökveðjum. Kristján Pétur Sigurftsson, Vestcrbrogade 60, Kaupmannahöfn. PS. Reyndar er grein KA svo tætingsleg, að engu er likara en hún hafi fengiö sér „of feita pipu” áður en hún settist niður við rit- vélina. erlendar bækur Lexikon der antiken Mythen und Gestalten. Michael Grant und John Hazel. Aus dem Englischen von Holger ■ Fliessbach. Deutsche Redaktion: J Caroline Creutzer. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. Þessi bók kom i fyrstu út hjá Weidenfeld snemma á áttunda áratugnum undir heitinu „Who is Who in Classical Mythology”. Hér eru skráðar goðsögur, mýtur og frásagnir af persónum sem þar koma við sögu. Þekking á goðsögum Grikkja og Rómverja þótti nauösynleg, jafn nauðsynleg og þekking á norrænni goðafræði, þótti hér á landi. 011 list Evrópu og allar bókmenntir voru að meira eða minna leyti tengdar eða sprottnar upp úr þessum fornusögnum og urðu ekki skildar nema þekking á þeim væri fyrir hendis það taldist sjálfsagt að vita einhver deili á þessu eins og að kannast viö hitt og annað úr Bibli- unni. Eftir að tekiö var að miða skólakerfið að „nauðsyn nútima lýðræðis-samfélags” þá var við- ast horfið frá fyrri kerfum, sem krafðist þekkingar á þjóðtungum og menningu. Fyrirmynd nútima fræðslukerfa er bandarisk og virðist henta ýmsum aðilum á þeim slóöum einkar vel og svo þeirra sporgöngumönnum annars staðar. Af þessum ástæöum henta bækur sem þessi vel þeim sem notið hafa nútimafræðslukerfis og getur komift i góðar þarf.ir við viss tækifæri. t fyrirtækinu. Starfsfólkift I efnaverksmiftjunni dan.sar meftgrlmur fyrir andlitinu. Hvlldarstund. Eske Holm spjallar vift tvo dansara en aft baki honum situr Anette, aOstoftarmaftur hans. þetta væri auövitaö stuttur tlmi og allt of fár sýningar sem yrftu á verkinu. íslenski dansflokkurinn ynni viö mjög erfiðar aðstæður, hann væri neðst í leikhúspíramid- anum, en hefði á að skipa góðum dönsurum. Hann þyrfti á stuðn- ingi og skilningi að halda. Hvað tekur svo viö hjá Eske Holm, þegar hann hverfur héðan? „Það verftur spennandi verk- efni”, svaraði hann. „Við erum þrir sem höfum fengið styrk til að setja upp stóran dans- og söng- leik. Það eru rithöfundarnir Klaus Rifbjerg og Jesper Jensen sem sjá um textann, ég sé um dansana og uppsetninguna. Vift ætlum aö frumsýna í vor og sýna I sttíru tjaldi í Fælledparken I Kaupmannahöfn. Leikararnir og dansararnir verður fólk úr þess- um htípum sem nú gengur at- vinnulaust, en það var einmitt vegna þess sem við fengum styrkinn. Leikurinn heitir Sigur- vegarinn og segir sögu heims- valdastefnunnar gegnum ald- irnar.” Nú tekur Eske Holm viðbragð, stekkur upp og segist þurfa aö koma æfingunni af stað aftur. Allan timann meðan við rædd- umst við var hann öðru hverju að teygja sig og beygja, liðka fæt- urna og bolinn, enda sagöist hann verða að hita sig upp fyrir æfing- una á Vorblótinu. Þar dansar hann sjálfur hlutverk karlmanns- ins. Dansflokkurinn tók sér stööu á sviðinu, fyrstu tónarnir heyrðust og dansinn hófst. Konurnar svifu um, en allt f einu sást eitthvað óvenjulegt, karlmaður stökk inn á sviöið, sjálfur ballettmeistarinn og það fór ekkert á milli mála að hér var þrautþjálfaður dansari á ferð. Erotikin náði yfirhöndinni á sviðinu, en áður en dauðann bar aö urðum við útsendarar dag- blaös alþýðurmar aö koma okkur á braut til annarra starfa, kveðja magnaða ttínlist Stravinskis og dansarana á sviði Þjóðleikhúss- ins. —ká Hvaft sjá þær? Eitthvaft er að raska jafnvæginu. Lögreglan og ibúarnir eigast vift i einu atrifta Hjartaknúsarans. Eske Holm leggur á ráðin. Vorblótift vift tónlist Stravinskis. Konan og mafturinn dragast hvort aft öðru, cn aftrir horfa á meft tortryggni. Þaft er skammt stórra höggva i milli hjá islenska dansflokkn- um. Sýningum á ballettinum Btindisleik er nýlega lokift og nií eftirhelgina verfta frumsýndir tveir ballettar. Hinn fyrri nefnist Hjartakndsarinn og er eftir Dan- ann Eske Holm; hinn slftari er Vorblótiftvift tónlist Stravinskis I dtsetningu Holms. 1 Þjöftleikhdsinu var verift aft æfa af krafti þegar blaftamann og ljósmyndara bar aft garfti. Á svift- inu var ballettflokkurinn aft taka sporin og I kringum þær sveif dansarinn og dansahöfundurinn Eske Holm meft fyrirskipanir og leiftbeiningar. Eske Holm er mjög vel þekktur í Danmörku. Hann var dansari við konunglega danska ballettinn en var afar ósáttur viö þann gamaldags anda sem þar réði rikjum. Hann sagði skilið við hið konunglega og ákvað að reyna sig á eigin vegum. Hann hefur æft með eigin flokki og sett upp sýn- ingar, en han er ekki slður þekktur fyrir það sem hann hefur skrifað. Hann hefur gefið út bækur sem fjalla um hlutverk kynjanna, karlahlutverkið, kyn- lifiðogþær kröfur sem gerðar eru til fólks i daglega lifinu. Hann hefur einnig fjallað um likamann, hvernig fólk getur beitt honum meö aukna velliðan fyrir augum og notað likamann til að öðlast sjálfsöryggi. En fyrst og fremst er Eske Holm koreograf — hann semur og setur upp ballett, hann vill segja eittaö og sýna með dansinum og nota hann til að fjalla um mál sem skipta okkur einhverju. Hjartaknúsarinn var frum- sýndur i Kaupmannahöfn sl. sumar og sýndur þar fram á haust. Hann er byggður upp af nokkrum myndum sem allar sýna einhver form kúgunar. Eske Holm sagöi okkur að hann hugs- aði ballettinn alltaf myndrænt. Hann hugsaði sér t.d. einhverjar tvær tílikar persónur og léti þær svo dansa saman, það væri svo spennandi að blanda saman ólik- um myndum og leika sér með þær i dansinum. Hjartaknúsarinn hefur tviræða merkingu á dönsku, orðið getur bæöi þýtt einhver sem kremur hjartað og lika karl- maður sem konur falla fyrir unn- vörpum. Atriðin eru sex og eru byggð upp þannig að þeim er gefið ákveðið heiti, en þegar til kemur sýna þau eitthvað allt annað. Sviðið er fjölleikahús og tónlistin er úr ýmsum áttum. Fyrsta atriðiðheitir Upp og niftur og sýnir annars vegar konu sem stendur uppi i stiga á leið niður og hins vegar hjón sem vilja komast upp þann sama stiga. Annað at- riöið nefnist Grand Pas de deux og segir frá stdlku sem liggur i spennitreyju og lætur sig dreyma um prins sem muni frelsa hana, hann birtist en þegar til kemur stendur hann ekki undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Þriðja atriðið er Strip Tease, kona er aö afklæðast og biöur dauöa sins. Hún deyr en vorður sem er þar hjá lætur sig það litlu skipta. Eske Holm sagði okkur að þetta atriði hefði orðiö til fyrir áhrif frá sjónvarpsmyndunum Holocaust, þar sem fangavöröur sást fá sér sigarettu innan um allan dauðann og skelfingarnar. Fjórða myndin heitir Jean og Julie — stéttabar- átta og grin. Þar eigast við yfir- stéttarkona og vélamaður. Fimmta atriöið er eins og fram- hald af hinu fjórða; þar er yfir- stéttarkonan aftur mætt, að þessu sinni með forstjóra sér við hlið. Þau drekka kampavin og horfa á dans starfsfólksins. Sjötta og síð- asta atriði Hjartaknúsarans heitir Davift og Goliat, þar er efniviðurinn átök þau sem uröu i Kaupmannahöfn sl. vor þegar börn og ibúar hverfisins á Nörre- bro reyndu að verja stóran leik- ýmsum myndum Dansarinn Eske Holm með íslenska dansflokknum Dansflokkurinn á fullum dampi. völl fyrir lögreglunni sem gekk erinda borgap'firvalda og bygg- ingarfyrirtækis sem ætlaði að reisa hds þar sem börnin léku sér \ áður. Þar var barist og götuvigi voru reist, Davið átti við Goliat að etja og hinn siöarnefndi sigraði að þessu sinni. Vorbltítift viö tónlist Stravinskis er vel þekktur ballett, en Eske Holm fer sinar eigin leiðir. Vor- bltítið var frjósemisblót og þar var stúlku ftírnað. I uppsetningu Holms er karlmanni fórnað. Dansinn er byggður umhverfis karlmanninn sem birtist og veldur tírtía og konuna sem tekur sig Ut Ur hópnum til aö forvitnast og kanna þessa mannveru sem kemur öllu Ur skorðum. I lokin deyr karlmaðurinn, stUlkan stendur ein eftir og hefur verið út- skUfað úr hópnum. Æfingar á ballettunum hafa staðiö frá þvi i lok janúar. Ég spurði Eske Holm hvort það væri yf ir höfuð mögulegt að ná góöum árangri á svo stuttum tima meö dansflokki sem hann þekkti ekki neitt. Hann brosti við og sagði að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.