Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1981 Ævintýrið um „Lífið í litum” Bókarastarf Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða mann til bókhaldsstarfa sem fyrst. Leitað er að töluglöggum manni með góða bókhaldsreynslu. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannastjóra, er veitir nánari upp- lýsingar. SAMBAND ISL.SAMVINNUFEIAGA STARFSMANNAHALD Húseigendur í Reykjavík Borgarráð hefur ákveðið að láta kanna þær skemmdir, er urðu á fasteignum i Reykjavik af völdum óveðurs hinn 16. febrúar s.l. Hefur verið óskað eftir útnefn- ingu dómkvaddra matsmanna til þess að meta tjónið, en niðurstaða þeirra verður væntanlega grundvöliur frekari aðgerða i málinu af hálfu hins opinbera. Þvi er hér með óskað eftir þvi, að þeir hús- eigendur i Reykjavik, sem fyrir tjóni urðu á fasteignum, geri aðvart um það i sima 18000, til lóðarskrárritara fyrir 10. mars n.k., en hann mun þá skrá niður þær fast- eignir, sem matsmenn þurfa að kanna. 26. febrúar 1981 Borgarstjórinn i Reykjavik. Egill Skúli Ingibergsson. Íslensk-Pólska menningarfélagið Aðalfundur félagsins verður haldinn i Norræna húsinu laugardaginn 28.febrúar 1981 kl. 14. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ambassador Póllands, hr. Henryk Wendrowski flytur ávarp. 3) önnur mál. Stjórnin ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i smiði á dyrabúnaði og hurðum i dælustöð Vatnsveitu Reykjavikur á Hraunbrún. Otboðsgögn eru af- hent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, Reykjavik Tilboðin veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 12. mars 1981 kl. 11 f. hád.. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 A Blaðbera- oaA^-œobíó! Trafic, hin heimsfræga gamanmynd með Tati. Sýnd i Regnboganum kl. 1 i Sal—A, nk. laugardag. Góða skemmtun. Þjóðviljinn Siðumúla 6. UOBmnNN Baðaðar í blöndu af þvottalegi og kexi Hljómplata Diabolus in Musica loks komin Jóhanna Þórhallsdóttir og Aagot óskarsdóttir með eintak af plötunni „Lifið i iitum” sem eyðilagðist um borð i Selánni. — Ljósm.: Ella. Einu sinni var hljómplata sem hét „Lífið i litum.” Hún átti að lita dagsins ljós i október árið 1980, eftir að foreldrarnir Diabolus in Musica höfðu sungið, spilað og mixað hana. En áður en kom að fæðingunni hófu örlaga- nornirnar að vefa sinn vef, þær ætluðu að hrekkja foreldrana meira en litið áður en afkvæmið fengi að láta i sér heyra á fónum landsmanna. Fyrst var platan sett i pressun til Ungverjalands, þar sem unnið var af mikilli nostursemi við hana. Siðan tók póstþjónustan við henni og átti aö koma henni á leiðarenda alla leið til Islands, en þar komust nornirnar i spilið. Platan týndist og enginn sá tang- ur eða tetur af henni meir. Enn á ny var farið að pressa og aftur var platan send af stað. Hún komst nú alla leið til Kaup- mannahafnar þar sem óþréyju- fullir landar tóku við henni, seldu nokkur eintök og sendu afgang- inn, 950 stykki, um borð i Selána sem atti að flytja varninginn heim.Enhvaðhaldiðþið. Skall þá ekki á óveöur svo slæmt að elstu Samvinnuferðir-Landsýn verða með ýmsar nýjungar á næstunni og m.a. er nú stóraukin samvinna við Dansk Folke Ferie sem er ferðaskrifstofa verkalýðshreyf ingarinnar I Danmörku. Verður boðið upp á ódýrt leiguflug meö Sterling til Danmerkur og gisting i sumarhúsum á þremur stöðum i Danmörku. Þessar ferðir eru sér- staklega sniðnar fyrir barnafjöl- skyldur og boðið upp á afslætti fyrir þær. Meðal helstu annarra áfanga- staða Samvinnuferöa-Landsýnar i sumar eru Rimini á ttaliu, Port- oroz i Júgóslaviu og Malta og er það i fyrsta sinn sem efnt er til hópferða á siöastnefnda staðinn. Þar er dvalist i sumarhúsum á vegum Dansk Folke Ferie sem að sögn eru mjög glæsileg. Þá má nefna að i sumar verður i fyrsta sinn efnt til reglubundins leigu- flugs vestur um haf til Toronto i Kanda á þriggja vikna fresti. Að þvi er þeir Eysteinn Helga- son forstjóri og Helgi Jóhannsson sölustjóri ferðaskrifstofunnar sögðu á blaðamannafundi er stöðugt auknara og nánara sam- band á milli hennar og þeirra samtaka launafólks sem að baki hennar standa (ASI, BSRB, Stéttarsamband bænda, Lands- samband isl. samvinnustarfs- manna, Samband isl. banka- manna o.fl.). Er nú boðinn aðildarafsláttur fyrir félaga i þessum samtökum, maka þeirra og börn I allar leiguflugsferðir tii sólarstranda og Danmerkur. Nemur hann 500 kr. fyrir full- orðinn og 250 kr. fyrir börn. Er hann veittur aö þvi tilskildu að pantað sé fyrir 1. mai. Þá eru greiöslukjör sem miða að þvi aö verötryggja farþega gegn gengis- breytingum. Sumarbæklingar Samvinnu ferða-Landsýnar eru að þessu sinni nokkur nýjung þvi að i þeim er forðast að birta glansmyndir af beru fólki en þess i stað lögð áhersla á hlutlægar upplýsingar sem ferðamanninum eiga að koma að notum, t.d. um sögu staöanna, banka, strætisvagna, verslanir, leigubila o.s.frv... Fyrrgreind sumarhús I Dan- menn mundu ekki annað eins. Rennibekkur tók sig til i lestinni, rann á farm af þvottalegi, sem flæddi út um allt, siðan á gáminn, þar sem blessaðar saklausu plöt- urnar voru geymdar i kössum. Gámurinn sprakk, einn plötu- Sumarbæklingar Samvinnuferöa- Landsýnar eru nokkur nýjung aö þessu sinni, þvl að I þeim er mest áhersla lögð á hagnýtar upplýs- ingar, en minni á bert kvenfólk. i þeim er fjallaö um sögu staðanna, möguleika á skoðunarferðum I allar áttir, hvaða þjónustu er hægt aö fá t.d. i verslunum og bönkum, um strætisvagna, leigu- bila, bllaleigur o.s.frv. mörku eru á þremur stööum.þ.e. i Karlslunde, 25 km fyrir sunnan Kaupmannahöfn, við Helsingör og á sumarleyfiseyjunni Enö. Sem dæmi um verð er að ferð- irnar ásamt tveggja vikna dvöl i 65 ferm. húsi i Karlslunde fyrir 4 manna fjölskyldu kostar 3580 kr. á mann. Ef börnin eru á aldrinum 2—12 ára fá þau 1250 kr. afslátt og ef annað foreldrið er i aðildar- félagi fæst 500 kr. afsláttur fyrir þau bæði og 250 kr. fyrir hvert barn. í ibúðinni eru 2 svefnher- bergi með tveimur rúmum hvort, setustofa, eldhúskrókur, borð- krókur og baðherbergi. Nýtisku- leg dönsk húsgögn prýða ibúð- irnar, nauðsynleg eldunaráhöld og fullkominn borðbúnaður. Húsin i Karlslunde standa við sameiginlega þjónustumiðstöö þar sem ma. er þvottaaðstaöa, biljardsalur, borðtennissaiur, saunabaö, veitingasala, kaffi- teria, sjónvarpsstofa o.fl.. Hinum megin götunnar er stór matvöru- verslun auk næturklúbbs og disk- óteks. Aukagjald fyrir sængur fatnað er 30 kr. danskar á mann og einnig er hægt að leigja lita- sjónvarp fyrir 100 kr. danskar á viku. —GF' kassinn fór i sundur, plöturnar fóru út um allt gólf, ötuðust i þvottalegi og kexmylsnu, brotn- uðu og eyðilögðust, en slettur af þvottalegi og öðrum ófögnuði komust inn i aðra kassa. Þegar félagar Diabolus in Musica fóru til að ná i plöturnar sinar blasti við þeim ófögur sjón. Þau létu sér þó hvorki bregða við sár né bana, enda orðin ýmsu vön. Þegar athugun lauk reynd- ust 250 plötur ónýtar, en 700 sölu- hæfar. Ekki er enn vitað um bæt- ur. Lifiö i litum er þvi loksins komin á markað eftir langa úti- víst og hrakfarir. Steinar Berg mun sjá um dreifinguna. I Diabolus in Musica eru þau Aagot óskarsdóttir, Jóna Dóra óskarsdóttir, Jóhanna Þórhalls- dóttir, Tómas Einarsson, Guðmundur Thoroddsen og Sveinbjörn Baldvinsson, en ýmsir snillingar aðrir koma við sögu á plötunni. 1 haust efndu Diabólusar (tónskrattar) til uppákomu i miðborg Reykjavikur til að kynna plötuna, en það er nú fyrst sem aðdáendum þeirra gefst kostur á að hlýða á afkvæmið: Lifið I lit- um. Þær Aagot og Jóhanna sýndu okkur eitt þeirra eintaka sem skemmdist um borð i Selánni, platan i molum og umslagið lúið, velkt og angandi af þvottaefni. Þær sögðu það þó huggun harmi gegn að pressunin hefði tekist mjög vel og „sándið" væri með afbrigðum gott. — ká. Nýja byggingarsvœð- ið i Öskjuhlið: Suðurhlíð- ar skal það heita Fallið hefur verið frá þvl að skíra götur I nýja öskjuhliðar- hverlinu krika, en tillaga um það var kynnt I bygginganefnd eins og skýrt hefur verið frá I Þjóðviljan- um. Bygginganefnd samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að sam- heiti hverfisins skyldi vera Suður- hlíðar og götunöfnin taka for- skeyti af trjátegundum eins og á Melunum: Viðihlið, Grenihllð o.s.frv. Magnús Skúlason, formaður bygginganefndar. sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að enginn i nefndinni hefði haft áhuga á krik- unum, en sumar tillögurnar voru óvenjulega öþjáiar eins og Slakkakriki og Kapellukriki. Eðlilegt væri að halda i hliðanöfn- in, þarna væri öskjuhliðarskóli og hverfið nátengt nuverandi Hliðahverfi. —Ai Meðal nýjunga hjá Samvinnuferðum- Landsýn: Dvöl í sumarhúsum verkalýðshreyfingar- innar 1 Danmörku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.