Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 iþrottir / iþrottir ^ ■ Umsjön: Ingólfur Hannesson. íþróttir Ingólfur Hannesson skrifar frá Frakklandi Staðan Staöan í riðlunum tveimur eftir leiki miðvikudagsins er nú þessi: A-riöill: Pólland..4 4 0 0 105:69 8 Sviþjóð ...4 3 0 1 76:74 6 Island........4 2 0 2 80:69 4 Frakkland ... 4 2 0 2 81:80 4 HoIIand.......4 1 0 3 67:81 2 Austurr...... 4 0 0 4 51:87 4 B-riðill: Tékkóslv......4 4 0 0 80:55 8 Sviss.........4 3 0 1 71:69 6 Danmörk.......4 2 0 2 83:70 4 Búlgaría......4 2 0 2 80:80 4 israel........4 1 0 3 75:96 2 Noregur ......4 0 0 j 61:80 0 i kvöld leika islendingar við Pólverja. Það eru einungis fræðilegir niögu- leikar á þvi að við komumst áfram. Sigur gegn Pólverj- um dugir ekki einn til. Frakkar þurfa að tapa eða gera jafntefli við Austur- rikismenn. Markatala er ekki látin ráða, ef tvö eða fleiri lið verða jöfn, heldur innbyrðis úrslit og okkar menn hafa tapað bæði fyrir Frökkum og Svium. Frakkar með mútu- starfsemi? Dómgæslan hér I B-keppn- inni i Frakklandi hefur verið með ýmsu móti og er þá vægt til orða tekið. Hefur mörgum sýnst að lið Frakka hafi I a.m.k. einum leikja sinna fengið að njóta sannkallaðra heimadómara. Blaðamaður Þjóðviljans hafði tal af markverði hollenska liðsins, en Hollendingar töpuðu með eins marks mun fyrir Frökk- um i æsispennandi leik. Gef- um honum, þ.e.JacquesJost- en orðið: ..Það er alveg 100% öruggt að i leik okkar við Frakka var búið að múta dómurun- um. Við töpuðum þessum leik, en þegar staðan var jöfn og aðeins 20 sekúndum fyrir leikslok var einn leikmanna okkar keyrður i gólfið. Þarna var greinilega um brot að ræða, en dómararnir létu leikinn halda áfram. Frakkarnir brunuðu upp og skoruðu.” • Á villígötiim Eftir landsleik íslands og Frakkland á miðvikudags- kvöldið var það alls ekki tck- ið út með sældinni að komast til næsta áfangastaðar, sem var i Dijon. Ferðalag sem raunar átti ekki að taka meira en 1 1/2 klst. framlcngdist um helming. Bilstjórinn sem er lágvaxinn maður og knár villtist heldur betur af leiö og voru örþreyttir og niðurbrotnir landsliðsmenn islands á þvælingi um úthverfi Dijon meira en góðu hófi gegndi. IEr út af fyrir sig fróðlegt að vita hvort skapiö hafi ekki farið i taugarnar á sumum landsliðsmannanna. ,,Á morgun spila ég minn siöasta leik með islenska landsliðinu”, sagði Ólafur H. Jónsson i viötali við blm. Þjóðviljans i gær. « -ljósm.-eik- Ólafur H. Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik „Leik minn síðasta landsleik á laue- ardaginn” //Á laugardaginn leik ég minn siðasta leik með islenska landsliðinu i hand- knattleik/" sagði ólafur H. Jónsson/ fyrirliði íslands hér i B-keppninni stuttu eftir komuna til Dijon í gærkvöldi. Ólafur hefur verið einn litríkasti leik- maður íslensks handknatt- leiks úm árabil, leikíð 140 landsleiki. Hann hefur einatt verið kjölfestan i leik liðsins/ ódrepandi baráttujaxl sem drifið hef- ur leikmenn áfram með ósérhlifni og yfirvegun. Auk þess að hafa unnið flest þau verðlaun sem handknattleiksmaður á islandi getur unnið hefur ólafur orðið v-þýskur meistari með G.W. Dankersen, en með þvi liði lék hann um þriggja ára skeið ásamt félaga sinum úr iandliðinu, Axeli Axels- syni. Það er sjónarsviptir að Ólafi úr handknattleiks- landsliðinu og ekki vist að hans skarð verði fyllt svo glatt. Atli með vettlinga! t V-Evrópu rikja nú miklar vetrarhörkur. Hefur þetta komið niður á ýmsum atriðum hins mannlega lifs, ekki sist knatt- spyrnunni, þar eð vellir eru alla jafnan undirlagðir fannfergi. Leikmenn atvinnumannaliðanna mæta dúðaðir á æfingar og dugar bó skammt til. Þrátt fyrir þessi ósköp vakti það ekki litlá eftirtekt þegar Atli Eðvaldsson, leikmaður Borussia Dortmund, mætti á eina æfinguna með vettlinga sem unn- usta hans ku hafa prjónað. V-Þjóðverjar sem aðrir útlend- ingar halda eins og kunnugt er að tslendingar séu komnir af bæði Eskimóum og isbjörnum. Var gerður maður út af örkinni frá stórblaöinu „Bild” þar sem Atli var myndaður bak og fyrir með vettlingana á höndunum. Er þaö mál manna að sjaldan eða aldrei hafi vettlingar snortið þýska knattspyrnuunnendur jafn djúpt. Atli Eðvaldsson Afmælishátíð Vals Knattspyrnufélagið Valur á 70 ára af mæli í ár. Verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu, en fyrsta hátiðin verður nk. mánudags- kvöld kl. 20.00. Þar verður margt til skemmtunar og má til nefna að formaður félagsins flytur ávarp, þvi næst verður sér- kennileg handknattleiks- keppni, þar sem iyftinga- menn og glimumenn keppa. Þá verður innanhúss knatt- spyrna, þar sem eigast við lið Vals og Fram i mfl. karla og verður notast við mark- verði i leiknum. Baldur Brjánsson töfra- maður mun koma fram og skemmta fólki, en rúsinan i pylsuendanum verður leikur i körfuknattlcik milli mfl. Vals og úrvalsliðs, sem Jón Sigurðsson KR-ingur mun velja. Verða útlendu leikmennirnir sennilega allir i þvi liöi. Skíðamót í Hveradölum Reykjavikurmeistaramót i skiðagöngu verður haldið i Hveradölum, laugardaginn 28. febrúar n.k. og hefst það með nafnakalli kl. 13.00. Keppt verður i 15 km. göngu karla 20 ára og eldri og i flokkum unglinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.