Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 7
Arni Valdimarsson leikur
Þórð í leikritinu Stalin er
ekki hér. Myndin var tekin á
æfingu.
Stalín er
ekki á
Selfossi
t dag frumisýnir Leikfélag
Selfoss leikritið „Stalin er
ekki hér” eftir Véstein Lúð-
víksson. Æfingar hafa staðið
yfir undanfarnar vikur og
hefur leikurunum ætið tekist
að brjótast gegnum skafla og
ófærð á æfingar i Selfossbíó,
en sem kunnugt er hafa
veðurguðir ekki verið Sel-
fyssingum jafnóbliðir svo
langt sem elstu menn muna.
Leikstjóri er Asdis Skúla-
dóttir, leikmynd gerir Hildi-
gunnur Daviðsdóttir, og leik-
enúr eru: Árni Valdimars-
son, Heiðdis Gunnarsdóttir,
Katrin Karlsdóttir, Ketill
Högnason, Björk Mýrdal og
Arni Pétursson.
Leikfélagið mun aö lokn-
um sýningum i Selfossbió
sækja nokkrar nágranna-
byggöir heim með verkið og
einnig verður skotist til
Reykjavikur mánudaginn 9.
mars og sýnd ein sýning i
Hafnarbiói, leikhúsi Alþýöu-
leikhússins. A Selfossi biða
menn þess með mikilli eftir-
væntingu að fá úr þvi skorið
hvort Stalin sé staddur i
bænum og hvort Kremlbónd-
inn er yfirleitt nokkursstaðar
finnanlegur á meðal okkar
enn þann dag i dag. En úr þvi
fæst skoriö i Selfossbiói i
kvöld.
Borgarráð vegna
óveðursins:
Tjónið
metið
Borgarráð samþykkti i gær að
óska eftir þvi við yfirborgar-
dómarann í Reykjavik að hann
skipi tvo matsmenn til að kanna
og meta tjón á fasteignum i
óveðrinu 16.—17. febrúar sl. Var
þessi samþykkt gerö i fram-
haldi af ákvörðun borgar-
stjórnar frá þvi á fimmtudaginn
var um að tjón Reykvikinga
yröi kannað. — AI
Gjafir til
krabba-
meins-
félagsins
Krabbameinsfélagi tslands
'hafa borist tvær rausnarlegar
gjafir.önnui frá Kvenfélaginu
Hringnum að fjárhæð 30.000,00
kr og hin frá Vina-
hjálp — Handavinnuklúbbnum
að fjárhæð 20.000.00 kr. til
tækjakaupa.
Undanfarið hefur félagið haft
i hyggju að kaupa tæki „diap-
hanography” sem auðvelda
greiningu á brjóstkrabbameini.
Hefur nú eitt slikt tæki verið
pantaö frá Sviþjóð. Er það von
lækna að með komu tækisins
verði bæði auðveldari og örugg-
ari greining á þessum sjúkdómi,
en sem kunnugt er ferð tiðni
brjóstakrabbameins stöðugt
vaxandi bæöi hér á landi sem
annars staðar.
Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Landssmiöjan og Stál h/f á Seyðisfirði taka upp samvinnu:
Orkusparnaðar- og mengunar-
varnartæki
Stöndum nágrannaþjóðum ekkert að
baki varðandi hönnun, smíði og
ráðgjöf í þessum iðnaði
Forsvarsmenn Nýtis h/f, frá v.: Theódór Blöndal tæknifr. Agúst Þor-
steinsson framkvst. Landsmiðjunnar, Jón Levi Hilmarsson vélavcrk-
fræðingur og framkvst. Nýtis og Pétur Blöndat framkvst. vélsmiðj-
unnar Stál á Seyðisfiröi.
Mynd-eik.
„Erlendir aðilar hafa keppst
um að leggja undir sig markaðinn
hér á landi, varðandi nýsmiðar
fyrir fiskimjölsiönaöinn, en við
teljum að islensk járniðnaðar-
fyrirtæki get vel framleitt öll þau
tæki, sem þessar verksmiðjur
þurfa á að halda á næstu árum, og
boðið uppá ekki iakari kjör og af-
greiðslufrest en hinir erlendu
aðilar”, sagði Jón Levi Hiimars-
son, framkvstj. Nýtis h/f á fundi
með fréttamönnum i gær.
Nýtir h/f var stofnað i nóvem-
ber á siðasta ári af Landssmiðj-
unni i Reykjavik, Vélsmiðiunni
Stál á Seyðisfirði og Jóni Levi
Hilmarssyni vélaverkfræðingi.
Markmið félagsins er að hanna og
selja orkusparnandi tæki og
búnað til mengunarvarna fyrir
fiskimjölsiðnaðinn auk þess sem
fyrirtækið hyggst framleiða véla-
samstæður fyrir frystihús til
fiskimjölsframleiðslu.
Landssmiðjan og Stál á Seyðis-
firði hafa yfir að ráða um 100
starfsmönnum alls og er sam-
starf sem þetta áður óþekkt hér-
lendis. A blaðamannafundinum
kom fram að lega fyrirtækjanna i
sitt hvorum landsfjórðungnum
muni auka og bæta þá þjónustu
sem þau geta veitt.
Gott samstarf hefur verið haft
við Iðntæknistofnun og iðnaðar-
ráðuneytið, sem hafa fylgst vel
með þróun þessa samstarfs og
verið fyrirtækinu innan handar.
Iðnaðarráðuneytið er nú að kanna
með hvaða hætti fyrirtækið getur
veitt ámóta lánskjör til fiski-
mjölsverksmiðjanna og hinir er-
lendu aðilar hafa getað boðið upp
á.
Nýtir h/f hefur þegar lokið
hönnun á sérstökum hráefnisfor-
hitara fyrir fiskim jölsverk-
smiðjur, sem mun svo nýta þann
afgangsvarma, sem annars er
hleypt beint út i loftið frá verk-
smiðjunum i dag. Er talið að með
þessum nýja útbúnaði megi stór-
minnka oliueyðslu verksmiðj-
anna.
Stjórnarmenn Nýtis h/f sögðu,
að allt of stór hluti af orku fiski-
mjölsverksmiðjanna i landinu
færi aftur ónotaður út um stromp-
ana. Ljóst væri að á næstu árum
yrði að gera stórátak i að endur-
nýja og bæta búnað þessara verk-
smiðja, auk þess að bæta allar
mengunarvarnir.
tslendingar væru i raun langt á
eftir timanum i þessum efnum,
hefðu ekki tekið við sér fyrr en
áhrifa oliukreppunnar fór veru-
lega að gæta.
Meðal-oliueyðslan i fiskimjöls-
verksmiðjunum i landinu hefur
minnkað úr 80 tonnum á sólar-
hring i 60 tonn nú á siðustu árum
eingöngu vegna aðhaldssemi og
stórbættrar einangrunar á brenn-
urum. Hins vegar væri hægt að
minnka oliueyðsluna enn meira
jafnvel niður i 30 tonn á sólar-
hring meö þeim tækjabúnaði,
sem Nýtir hefði þegar hannað og
væri með i hönnun.
„Það, sem skiptir kannski
mestu máli i þessu sambandi, er,
að við tslendingar verðum okkur
nógir i þessum efnum. Með þessu
samstarfi erum viö að reyna að
tryggja stöðu islensks iðnaöar og
sýna fram á að við stöndum ná-
grannaþjóðunum sist að baki i
hönnun, smiði og ráðgjöf i
þessum þætti járnsmiða-
iðnaðar”, sagði Pétur Blöndal,
framkvstj. Vélsmiðjunnar Stáls á
Seyðisfirði.
Agúst Þorsteinsson, framkvstj.
Landssmiöjunnar, benti á að fjár-
festing i þeim tækjabúnaði, sem
fyrirtækið hefði uppá að bjóða og
gæti þýtt allt að 45% sparnað i
oliueyðslu myndi borga sig upp á
3—4 árum miðaö viö að viðkom-
andi verksmiðja bræddi að
meðaltali 30 þúsund. tonn af loðnu
á ári.
— »g
Guðbergur Rúnarsson:
Hvenær á að virkja?
Grein þessi er skrifuð sem bréf
til iðnaðarráðherra. Hvenær á aö
virkja?
Þetta er spurning sem brennur
á vörum flestra landsmanna i
dag. En fá þeir einhver svör? Nei,
málið er enn i athugun, þó búið sé
að frumhanna 3 virkjanir með
samt. 2.995 GWh/ári. að orku-
getu. Til samanburðar framleiða
allar virkjanir Landsvirkjunar
samt. 3000 GWh/ári, að Hraun-
eyjarfossi undanskildum.
Staðan er þvi sú, að við sitjum
uppi með 3 pappirsvirkjanir og
almennan orkuskort i landinu.
Töluvert af húsnæði sem enn er
kynt með oliu og styrkt með
fáránlegu millifærslukerfi, þ.e.
oliustyrkurinn frá árinu 1974. Þá
er Járnblendið stopp og Alverið 1
orkumegrun, ásamt Aburöar-
verksmiðjunni.
Orkuverin —
Landvirkjun
Ekki er staöa orkuveranna
betri. Sigölduvirkjun er spöruð
eins og hægt er til að halda uppi
vatnshæð i Krókslóni og Þóris-
vatni. Greinilegt er að miðlunar-
lón þurfa að vera stærri og mun
þéttari.
Við Búrfell má búast við alls-
konar ævintýrum vegna Istrufl-
ananna og tapast þar nokkuð dýrt
vatn vegna isskolunar. Astandið
viö Búrfell lagast ekki fyrr en
reistur hefur verið 1. áfangi aö 124
MW virkjun viö Sultartanga, sem
nýtir 35,5m fallhæð, en nú er um
50 m óvirkjuð fallhæð milli
Bjarnarlóns og Hrauneyjarfoss,
sem er mjög ismyndandi.
Orkuverin —
RARIK
A Austurlandi eru 3 smávirkj-
anir eins og þér er kunnugt um.
Stærð þeirra er i engu hlutfalli við
þörf markaöarins hér, en eru þó
mjög nauðsynlegar kerfiseining-
ar, allavega á timum orkuskorts.
Þrátt fyrir vatnsleysið framleiddi
Lagarfljótsvirkjun 54GWh á sið-
asta ári. Þaö jafngildir 7214 nýt-
ingarstundum á ári. Ekkert hefur
verið gert til að auka orkuvinnslu-
getu virkjana hér. T.d. hefur há-
markshæð Lagarins verið
20,50mys„ en æskileg vetrarhæö
er á timum orkuskorts um 21,10
mys. 60 sm vatnshækkun gefur
50G1 aukavatnsmiðlun, sem i
orkuvinnslu gefur 2GWh. Hefur
RARIK efni á að nota sér ekki
þessa orku?
/
A að vlrkja vlð
Sultartanga?
Þessa dagana velta menn þvi
fyrir sér hver næsta stórvirkjun
verður. Ljóst er, að 3 virkjanir
koma tilgreina. Þráttfyrir þaö er
Sultartangavirkjun haldið utan
við allar umræöur. Engum hugs-
andi manni dettur annað I hug, en
það þurfi aö gera ráðstafanir
vegna istruflana við Búrfell.
Stiflan sem reist verður við
Sultartanga getur sparað vatn við
isskolun við Búrfell, auk þess að
vera miðlunarlón. Talið er að
orkuvinnslan við Búrfell geti auk-
ist um allt að 150GWh/ári. Þ.e. 3
Lagarfljótsvirkjanir. Aætlaöur
nýtingartimi Sultartangavirkj-
unar er um 5850 h/ári. Af ofanrit-
uðu er séð að kosturinn er góður,
aöeins þarf að pota Sultartanga-
virkjun út af eldvirku svæði.
Talið er, að orkuvinnsla geti
hafist haustið 1986.
Eða Blöndu?
Blönduvirkjun hefur oft verið
talin besti nærtækasti virkj-
unarkostur okkar. En vegna þess
að öll fallhæöin 314m er ekki not-
uð I núverandi áætlun, heldur að-
eins 277,5m fallhæð og sparast við
það inntaksskurður og jöfnunar-
þró, er hægt að sýna fram á lægri
stofnkostnað á hverja kWh, en
með virkjun hámarks hæðar.
Enn fremur er allt tal um miðl-
unarlón á heiðinni mjög við-
kvæmt mál, og sýnist sitt hverj-
um.
Framleiösla virkjaös vatna-
svæðis er um 1226,4Gil/ári, en við
100% orkuvinnslu þarf 2290Gl/ári.
Uppsett afl er áætlaö 177MW
sem er með 100% orkuvinnslu
1533GWh/ári. Orkuvinnslan er
áætluð 835GWh/ári.
Orkuvinnslunýtnin veröur þá
835/1533 = 0,544 eöa 54,4%.
Athyglisvert er aö inntakslónið
dugir aðeins 1 6 daga á fullri
keyrslu. Fallhæðin frá miölunar-
lóni að inntakslóni er 60m og gæti
þvi komið upp Isvandamál, sem
yröi að taka á, á þann hátt að
stifla meira upp á heiöi og reyna
að virkja eitthvað af 60m fallhæð-
inni eins og ráðgert er við sultar-
tanga. Hafa isvandamálin sem
hugsanlega gætu komið upp við
virkjun Blöndu, verið könnuð? Er
hugsanlegt aö miðla til Blöndu-
virkjunar meira vatni t.d. úr
Vatnsdalsá?
Ellegar Fljóts-
dalsvirkjun?
Fljótsdalsvirkjun er eflaust
besti kosturinn af þessum 3
pappirsvirkjunum. Nú er svo
komið að ekki má opna útvarpið
án þess að heyra samþykktir úr
Austurlandskjördæmi, þar sem
skorað er á þig að ákveða strax
virkjun i Fljótsdal. Þaö er þvi
ekki ósamkomulag innan fjórð-
ungsins um þessa virkjun. Virkj-
unin er lika eitt stórkostlegasta
mannvirki sem hannaö hefur ver-
ið hér á landi og fyrsta stórvirkj-
unin á Austurlandi. Ef helstu
tölur eru skoöaðar eru áætlaö að
uppsett afl verði 328MW i 4 áföng-
um, og með miðlunarlónum upp á
745G;1. Þar af eru um 120G1 i inn-
takslónum.
Hægt er aö keyra vélarnar á
fullum afköstum á inntakslðn-
unum i 20 daga eða 1 vél i 90 daga.
1 vél er 82 MW. Vatnsvegir frá
Eyjabakkalóni eru um 25,8km og
fallhæðin i skurðinum er tiltölu-
lega litil. Vatnsvegurinn fylgir
nokkurveginn 650m hæðarlinunni.
Isvandamál ættu þvi að vera litil
eða engin. Orkuvinnslugetan er
sögð vera 1470GWh/ári. Orku-
vinnslunýtnin veröur þá 1470/
2873= 0,51, eða 51%, litlu lægri en
við Blöndu. Hugsanlegt er að
bæta nýtnina með enn aukinni
miðlun t.d. með Jökulsá á Brú,
sem yrði þá 5. áfangi Fljótsdals-
virkjunar. Samanber Austur-
landsvirkjun. Fyrir Austfirðinga-
fjórðung mundi þessi virkjun
vera mikil lyftistöng ásamt stór-
iðju við Reyðarfjörö. Eflaust
munu bæir halda áfram að fara i
eyði, sérstaklega á viðkvæmustu
stöðunum. Hinvegar munu
byggðirnar við Reyðarfjörð,
Seyði' fjörð og Upphérað styrkj-
ast mjög mikið. Flóðhætta i
Lagarfljóti mun að sama skapi
minnka. Fyrir fiskræktendur má
geta þess að hitastigiö i Leginum
mun að öllum likindum hækka ör-
litið.
Að lokum má gera ráð fyrir þvi
að orkuvinnslunýtni við Lagar-
fljótsvirkjun muni nálgast 100%
ef af virkjunaráformum verður i
Fljótsdal. Þetta stórvirki er nú i
þinum höndum. Ætlar þú að láta
hendur standa fram úr ermum og
vinna kjördæmi þinu það gagn
sem verður myndarlegasta
atvinnuuppbyggingin á næstu
10—15 árum?
Með kveöju.