Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 1
Átökin um stemullarverksmiðjuna UÚWIUINN Þriðjudagur 3. mars 1981 —51. tbl. 46. árg. Farmenn sömdu sl. sunnudag Farmenn undirrituðu nýjan kjarasamning með venjulegum fyrirvara sl. sunnudag og lauk þar með verkfalli þeirra, sem staðið hafði siðan 24. febrúarsl.. t desember undirritaði samninga- nefnd farmanna nýjan kjara- samning, sem síðan var felldur I allsherjar atkvæðagreiðslu. Og nú hefst atkvæðagreiðsla far- manna um þennan nýja samning. Helstu atriði samningsins, sem undirritaður var á sunnudaginn, eru þau, að almenn kauphækkun er 11,5%, en siðan fá farmenn 12 aukafrídaga, sem þeir geta bætt við orlof sitt eða tekið á hvaða tima árs sem þeir kjósa sér. Einnig var samþykkt, að samn- ingsaðilar, ásamt Erni Bjarna- syni lækni, vinni sameiginlega að þvi, að bæta heilbrigðisþjónustu farmanna, en hún hefur verið litil til þessa. Loks má minna á breyt- ingu sem gerð var á matar- og kaffitimum á nóttunni, þegar far- menn vinna við lestun eða losun. —S. dór Bollur, bollur — voru gleyptar i tugþúsundatali i gær. Þessar fóru sem leið liggur ofan i maga nemenda i öskjuhliðarskóla (ljósm. Ella) Sjóprófin í Vestmannaeyjum: Sauðkræklingar keyptu vélar! Skutust fram úr staðarvalsnefnd „Viðerum mjög bjartsýnirá að fá verksmiðjuna hingað, annars værum við ekki að eyða miljónum vegna þessa atvinnutækifæris, sem er mjög stórt á okkar mæli- kvarða”, sagði Arni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Stein- ullarfélagsins h/f á Sauðárkróki, i samtali við Þjóðviljann i gær. Eins og kunnugt er af fréttum hafa bæði Sauðárkrókur og Þor- lákshöfn komið til greina sem staðir fyrir Steinullarverksmiðju, og skipaði iðnaðarráðuneytið á siðasta ári nefnd til að úrskurða á hvorum staðnum verksmiöjan skuli risa. Forsvarsmenn Steinullar- félagsins á Sauðarkróki hafa nú, þrátt fyrir að nefndin hefur ekki skilað áliti, samið um kaup á tækjum til steinullarframleiðslu. Arni Guðmundsson sagði, að nokkur slagur hefði staðið og stæði enn um staðsetningu verk- smiðjunnar. — Við höf- um verið nokkuð bjartsýnir á að verksmiðjan risi hér, þvi að þetta er eina jarðefnið sem við höfum tök á að vinna hér, en sunnan- menn geta valið úr ýmsum mögu- leikum i jarðefnaiðnaði. Hins vegar vil ég sem minnst um þetta mál segja að sinni, eða þar til staðarvalsnefndin gefur endanlega upp álit sitt, en ég tel að það verði eftir 1—2 vikur i mesta lagi. —ig- Þór Hagalín sveitarstjóri á Eyrarbakka Þetta er hreinn skrípaleikur — Mér finnst þetta mál vera einn skripaleikurinn enn, sagði Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrarbakka, um þátt Sauðkrækl- inga i steinullarverksmiðjumál- inu, en Þór á sæti i stjórn Jarð- efnaiðnaðar á Suðurlandi sem hefur undirbúið byggingu og rekstur steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn. skila störl'um fyrir löngu siðan, sagði Þór að lokum. _jg. Rúgbrauðsgerðarmálið Enn ekkert Bönnuð aðstoð varðskipsíns að áliti skipherrans á varðskipinu Þór Sjópróf um vegna Heimaeyjar-slyssins var haldið áfram í Vestmanna- eyjum i gær. Þá kom fyrir réttinn skipherrann á varðskipinu Þór, Kristinn Árnason, og kom fram i máli hans, að hann telur, eins og skipstjórinn á öldu- Ijóninu, að sá, er talaöi við skipstjórann á Heimaey i talstöö úr landi, hafi bannað að leitað yrði að- stoöar varðskips. Fyrst var skipherrann spurður um allar timasetningar og beiðn- ina um aðstoð. Hann greindi frá þvi sem komið hefur fram áður, að varðskipið hefði verið beðið um aðstoð, en hún siðan aftur- kölluð og varðskipið þá snúið við. Enda er það álit allra skipstjóra, sem þarna komu nálægt, að Heimaey hafi þá ekki verið i hættu. Þessu næst greindi skipherrann frá þeim björgunarútbúnaði sem varðskipin hafa, og taldi hann varðskipið mjög vel búið til björgunarstarfa. Hann var þá inntur álits á þvi, hvort varð- skipið væri betur útbúið til björg- unarstarfa en togarinn sem reyndi að bjarga Heimaey. Sagðist hann ekki geta metið það, þar sem hann vissi ekki hvaða útbúnað togarinn hefur til björg- unar. Loks var svo komið að tal- stöðvarmálinu, og þar lagði skip- herrann fram skýrslu sem hann hafði gefið Landhelgisgæslunni um það mál. Og þar kemur fram að varðskipið var beðið um að- stoð, en þá var kallað i Heimaey úr landi og skipstjórinn beðinn um að biða með þetta meðan rætt væri við fulltrúa tryggingar- félagsins. Nokkru seinna, innan 10 minútna, kom sá i landi aftur i talstöðina, og að sögn ,skip- herrans heyrðu þeir varðákips- menn þá i talstöðinni að hann sagði, að ekki mætti leita aðstoðar varðskipsins. Það kom ekki beint fram, að tryggingar- félagið hefði bannað að leitað yrði aðstoðar varðskips, heldur hefði sá, er talaði i talstöðina i landi, sagst ætla að leita til tryggingar- félagsins, en siðan komið aftur og bannað að leitað yrði til varð- skipsins, án þess að tiltaka hver það bannaði. Og þá var aðstoð varðskipsins afturkölluð. Það skal tekið fram, að þetta er sami skilningur og skipstjórinn á ölduljóninu, sem fyrst reyndi að bjarga Heimaey, lagði i þetta tal- stöðvasamtal, að bann við aðstoð varðskips hefði komið úr landi. —ÓHS/S.dór — Það var markaður ákveðinn farvegur i þessum málum meðan óákveðið væri um staðsetningu verksmiðjunnar. Við þá skilmála höfum við haldið okkur, og það kemur mér sannast sagna mjög á óvart ef gagnaðilinn hefur brugðið þar útaf. Þór sagðist ekki geta imyndað sér, að Sauðkræklingar hefðu nú sterkari stöðu i málinu þar sem þeir væru búnir að tryggja sér tæki i verksmiðjuna. —Þessi ráð- stöfun þeirra getur ekki stafað af öðru en þeir hafi álitið sina stöðu veikari en okkar. Þetta er einn skripaleikur. Ef þetta er sú að- ferð sem fara á eftir við uppbygg- ingu innlends iðnaöar, þá tel ég réttast að hætta öllum slikum til- burðum strax. Þá finnst mér staðarvalsnefnd ver-a' komin út á miklar villigötur og störf hennar hafa dregist allt um of á langinn við að elta ólar við einhver óraun- hæf flutningstilboð Skipaútgerðar rikisins til þeirra norðanmanna. Nefndin hefði getað verið búin að uppgjör „Það hefur enn ekkert svar borist frá Benedikt Blöndal, en það verður sjálfsagt fróðlegt að sjá þetta uppgjör”, sagði Þor- steinn Þorsteinsson, einn af fyrr- verandi hlutafjáreigendum Rúg- brauðsgerðarinnar, i samtali við Þjóðviljann i gær. Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i siðustu viku, hafa fyrrum hlutafjáreigendur Rúgbrauðs- gerðarinnar samþykkt að kæra til Rannsóknarlögreglunnar hæsta- réttarlögmennina Benedikt Blön- dal og Pál S. Pálsson, vegna nærri 6 ára dráttar á þvi, að fyrr- nefndir aðilar skili af sér loka- uppgjöri vegna kaupa ATVR á Rúgbrauðsgerðinni árið 1965. Benedikt Blöndal sagði i sam- tali við Þjóðviljann i siðustu viku, að hann hygðist senda lokaupp- gjörið út til viðkomandi fyrir lok vikunnar. 1 gær haföi hinsvegar ekkert uppgjör borist. —rg Norðurlandaráðsþing sett í gœr Vona aö Nordsat veröi ekki Concorde okkar — sagði Matthías A. Mathíesen við setninguna 29. þing Norðurlandaráðs var sett i gær i Kaupmannahöfn með ræðu forseta þess Matt- hiasar A. Mathiesen. Fyrir ráð- inu iiggja 25 þingmannatillögur um fjölmörg málefni og 5 stjórnartillögur. t gær og i dag standa almennar umræður og er fjöldi ræðumanna á mælenda- skrá. i dag tala meðal annarra ráðherrarnir Gunnar Thor- oddsen, Hjörlcifur Guttormsson og Svavar Gestsson. Meðal mála sem liggja fyrir til afgreiðslu er tillaga ráð- herranefndarinnar,um að lagður verði grundvöllur að ákvörðun um aukið samstarf Norðurlanda um útsendingar útvarps- og sjónvarpsefnis. Þar er Nordsat-máliö enn á ferð. Matthias A. Mathiesen sagði i ræðu sinni á þinginu i dag, að hann vonaði að Nordsat yrði að veruleika og bar einnig fram aðra fróma ósk: „Ég vona að Nordsat veröi ekki Concorde Norðurlanda”, en eins og menn muna þótti samvinna Breta og Frakka um smiöi hljóðfrárrar farþegaþotu með þessu nafni bæði dýr og mislukkuð. Til umfjöllunar hefur verið á vegum Norðurlandaráðs aðild Grænlendinga að Norðurlanda- ráði og samtimis er ihuguð á ný aðild Færeyinga og Grænlend- inga. Forsætisnefndin og fimm ráðherrar fjalla um þessi mál og er vonast til þess að „jákvæð lausn” verði fundin sem unnt reynist að leggja fram á næsta þingi Norðurlandaráðs i Helsingfors. Fyrir fundi Norðurlandaráðs nú liggur tillaga um nýjan samningum þróunaraðstoð, þar sem norræntsamstarf verði sett i fastari skorður. Umræða um þetta hefur verið á dagskrá Norðurlandaráðs i 10 ár. Ýmsir aðrir samningar eru til umfjöll- unar, svo sem nýr samnorrænn tollasamningur, og rikis- stjórnarsamningur til að komast hjá tvisköttun skatta og eigna, nýr málasamningur, norrænn samningur um tryggingamál og samningur um samstarf norrænna verktaka utan Norðurlanda. Efnahagsnefnd Norðurlanda- ráðs segir i skýrslu sinni til fundarins að i þeirri viðleitni að auka hagvöxtinn á Norður- löndum þurfi að gæta þess að hafa i heiöri grundvallarhug- myndir velferðarrikisins, það er að segja réttinn til vinnu, réttláta skiptingu þjóðartekna og vernd fyrir þá hópa sem eiga undir högg að sækja. Með þessum hætti er þvi siegið föstu að Norðurlöndin sætti sig ekki við að nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki. 1 skýrslu efnahagsnefndar- innar skin i gegn óþolinmæði yfir þvi hve hægt gengur að auka og bæta samstarf Norður- landanna á orku- og iðnaðar- sviöinu. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.