Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 2
2 SÉÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. mars 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Þetta er flott, mamma, en afhverju eru allir fuglarnir á hvolfi? - ^ K [ ^ ^__________ W&t j* -Hvað á petta aöþyöa? Hvaöer hinn parturinn aö starfa? Vitið þið Okkar eina vörn? foktaom RFSU-kondomer. ■K'át'.*** íi-x.pc'tr-tf*, r- tftti !?x. Smokkurinn er okkar eina örugga vörn, segir landlæknir i áhyggjum sinum yfir sivaxandi tiöni kvnsiúkdóma einsog lek- anda og fleiri hér á landi. Má þá kannski búast við áróðursher- ferð svipaðri þeirri og verið hefur i Sviþjóð i nokkur ár fyrir notkun þessarar tegundar getn- aðarvarna, en til að auka að- dráttaraflið hafa smokkarnir verið seldir alla vega litir, hruf- óttirogdoppóttirosfrv. Dreifing er á vegum heilbrigðisyfirvalda og sölustaðir ma. bensinstöðvar og aðrir aðgengilegir. Aö ofan: Auglýsingaplakat um smokka i Sviþjóð. Málshátturinn: Róm var ekki byggö á hverjum degi Það er ekki að spyrja að þessu karlmannaþjóöfélagi. Þegar það er búið með alla fiskistofna, þá fer þaö að flytja út forsetann okkar.... Sagnfræði Sagnfræðingurinn er spá- maður sem litur til baka. Schlegel 011 sagnfræði er lygi! Robert Walpole vidtalið Rætt við Kristján Júlíusson íslenskunema, fyrrum skipstjóra og stýrimann Af Halanum í Háskóla Að ljiíka stúdentsprófi, drifa 'sig síðan i Stýrimannaskólann og ljúka þar fullu fiskimanns- prófi a' einum vetri, starfa sem yfirmaður á skuttogara og á rækjubát á þriðja ár, áður en sest er á skólabekk I Háskóla Is- lands, er óvenjulegt lifshlaup ungs manns. Hann er þó til og heitir Kristján Júliusson fæddur og uppalinn á Dalvik, en stund- ar nú nám í islenskum fræðum við Háskólann. Við náðum tali af honum eitt hádegisbil fyrir skömmu þar sem hann sat að snæðingi i Nor- ræna húsinu með nokkrum skólafélögum. Af hverju af Halanum i Há- skólann? — Ég hef alltaf haft áhuga á bókmenntum og langaði að læra eitthvaö frekar um þær. Eftir að hafa stundað sjóinn á þriðja ár þá höguðu atvikin þvi þannig aö ég gat vel hugsað mér að hætta þaríbili og dreif mig þvi suöur i islenskudeildina. Hvað fannst skipsfélögum þinum um þetta? — Þeim hefur sjálfsagt fund- ist eg stórskrýtinn og hafa ef- laust ekki veriö einir um það. Við vitum að oft er sagt um námsfólk að það sé iðjuleysingj- ar sem nenni ekki aö vinna og þar með óþurftargemlingar sem leggi ekkert af mörkum til þjóöarbúsins. Ég hef viða orðið var viö þvilikan hugsunarhátt. ekkert frekar hjá sjómönnum en öðrum, og tel hann eiga við i einstaka tilfelli en langt frá þvi aö vera algildur sannleikur. Menn gera sér oft ekki grein fyrir þvi hvernig þjóðfélagið á seinna meir eftir að njóta góðs af þessum „letingjum” þegar þeir hafa lokið sínu námi. Aftur aö sjómennskunni. Hvaöa veiöar stundaðir þú? — Eftir Stýrimannaskólann réðst ég sem annar stýrimaður á skuttogarann Björgúlf frá Dalvik og var á honum þar til i fyrrasumar að ég réö mig sem 1. stýrimann og siðar sem skip- stjóra á Fagranesið, 50 tonna rækjubát frá Þórshöfn. Við vor- um á djúprækjuveiðum fyrir noröurlandi og lögöum upp á Dalvík. Veiðin var sæmileg framan af sumri en léleg seinni partinn. Ég var að fram i miöj- an september, en fór þá suður i skólann. Hvernig lfkar svo skólinn? — Þokkalega. Það má viða finna, ef leitað er vel, eitthvað sem betur mætti fara. Hins veg- ar er oft litið framhjá þvi sem vel er gert. Þaö er ágætur andi meðal nemenda islensku- deildarinnar en litil sem engin tengsl við nemendur annarra deilda og það er ekki nógu gott. ilendist þú i borginni eða á að snúa heim að námi loknu? — Ég hef nú ekki hugsað svo langt ennþá, en æskilegt hlýtur aö vera að fólk snúi heim að loknu námi og nýti sina mennt- un þar ef þess er nokkur kostur. Þó verður að segja eins og er að fáir heimamenn sem hafa farið suður i'langskólanám hafa skil- að sér aftur heim. Hvernig likar i Reykjavik? — Það getur verið djöfullegt að búa hér. Ekki bara stressið og hraðinn, heldur veðráttan, hún er engu lik hérna á malbik- inu. 1 raun þyrfti maður að Ut- bUa sig á hverjum degi með allt frá einni sundskýlu upp i heim- skautabUnað. Hins vegar er hér lika margt gott að finna. Menn- ingunni er stýrt frá Reykjavik, það kom t.d. berlega i ljós nú á nýliðinni kvikmyndahátið. Þá er munur að eiga heima i Reykjavik þvi fólk úti á landi átti þess engan kost að sjá myndirnar. Að lokum, hvernig gengur með harðmælið hér syðra? — Já, þU segir nokkuö. Um daginn brá ég mér niður i mið- bæ á bilnum minum sem að sjálfsögöu er með A-númeri. Þegar ég er að setja aur i stöðumælinn kemur litill gutti aðvifandi, litur fyrst á bilinn, siöan á mig og segir svo „SEGÐU MJÓLK”. -lg- Hvað verður um skógana: 11 kg. af auglýsinga- blöðum á f j ölskyldu Það er stundum verið að kvarta yfir illri meðferð á skóg- um heimsins. Þeir eru höggnir niður — meðal annars til þess aö hægt sé að gefa út firnastór blöð, sem að verulegum hluta eru auglýsingar. Og svo koma þar fyrir utan öll auglýsingablöðin og auglýs- ingabæklingarnir. Maðurinn á myndinni heitir Sven Hanson og er náttúrlega Svii. Hann lagöi það á sig að halda saman öllum auglýs- ingapésum og blöðum, sem hann fékk inn um póstlúguna hjá sér i fyrra. Hann hefur fengið alls 355 auglýsingablöð, stærri og smærri. Þau vega samtals tæp ellefu kiló. Það er liklegt, að hver fjölskylda i Sviþjóð fái svipað magn. Flest auglýsingablöð eru um mat og hagkvæm kaup á mat- vælum eða 94 stykki. 58 auglýsa bækur, timarit og ýmsa hluti sem menn safna, 40 auglýsa húsbúnað, viöhaldsvörur, málningu og þessháttar. 36 auglýsa iþróttir og fristundaiðkun ýmislega. Það kemur á daginn, að i flestum tilvikum getur enginn sloppiö viðþetta auglýsingaflóö, jafnvel þótt hann vildi. Flest fyrirtæki borga fyrir dreifingu „i hvert hús” á tilteknu svæði, tiltölulega fá blöð eru beinlinis stiluö á viðkomandi heimilis- fang. — áb. < Q h-i O Ph ftiíw >3 iíeb '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.