Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 3
Þriöjudagur 3. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Örþrifaráð vegna hallarekstrar útvarps: Styttra sjónvarp og skert dagskrárgerð? i ályktun útvarpsráös um fjár- hagsstöðu rikisútvarpsins kcmur frant, aö ráöiö telur samdrátt óhjákvæmilegan, bæði hvaö varöar dagskrárgerö hljóðvarps og útscndingar sjónvarps og veröi annaðhvort aö takmarka þær viö 5 daga eöa lengja lokunartima á sumrin og stytta daglegan útsendingartima. Alyktunin sem samþykkt var samhljóöa á fundi útvarpsráðs sl. föstudag er svohljóðandi: „Undanfarin tvö ár hefur Rikis- útvarpiö verið rekið með halla, sem nemur samtals 16,5 miljón- um króna. Það er mat yfirstjórnar Rikis- útvarpsins að til þess að ná jafn- vægi i rekstri á yfirstandandi ári miðað við tekjulikur nú, þurfi að draga saman kostnað við dag- skrárgerð i hljóövarpi um 14% og i sjónvarpi um 9%. Útvarpsráð telur þetta óvið- unandi, enda hlýtur slikur sam- dráttur að skeröa þjónustu Rikis- útvarpsins við hlustendur og tor- velda stofnuninni að framkvæma Framhald á bls. 13 Fyrirlestur í Nor- rœna húsinu: Norskir fjölmiðlar og sagnritun Norræna húsið hefur boðið hingað Hans Frederik Dahl frá Noregi, menningarmálaritstjóra við Dagbladet i Osló, og mun hann halda hér tvo fyrirlestra. Sá fyrri er i kvöld, kl. 20:30 og nefn- ist hann „Massmediedebatten i Norge”, hinn siðari fjallar um stefnur i sagnritun i Noregi i dag eða „Nye tendenser i norsk historieskrivning” og verður föstudaginn 6. mars kl. 17:15. Frederik Dahl er sagn- fræðingur að mennt. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, þar á meðal bókina „Kringkastningens historie i Noreg”. Umræður um gjörninga Nú er lokið gjörningum á vegum Nýlistasafnsins og verður á morgun, miðvikudag, kl. 16.00, umræðufundur i húsakynnum safnsins við Vatnsstig um af- rakstur þessara uppákoma. Allir eru velkomnir, jafnt þátttakend- ur, áhorfendur sem aðrir áhuga- menn. Verðlaunamyndirnar í Berlúi sýndar í Regnboganum Sömdu um þær bestu Myndir Saura og Imhoovs frum- sýndar á kvikmyndahátíð að ári „Deprisa, deprisa” heitir mynd Saura og fjallar um afbrotaæsku á Spáni. Samningarnir um „Fljótt, fljótt”, og „Báturinn er fuliur” voru gerðir áður en tilkynnt var um hvaða myndir hefðu orðið hlutskarpastar, enda þeir Jón og örnólfur farnir af hátiðinni áður en henni lauk. Berlinarhátiðin stóð frá 13. til 24. febrúar. bess skal getið að lokum að myndir Saura og Imhoovs eu báöar nýjar af nálinni og var um heimsfrum- sýningu að ræða i Berin. —ekh Tilmœlum um allsherjaratkvœðagreiðslu hafnaö: Viðaukinn í samræmi við stefnu BSRB segir í einróma samþykkt stjórnar Stjórn BSRB fjallaði á fundi sinum í gær um áskorun rúmlega 600 félagsmanna um aö efnt veröi til allsherjaratkvæðagreiöslu um viðaukasamning BSRB viö rikið. Stjórnin samþykkti einróma yfir- lýsingu vegna þessara tilmæla og fer hún hér á eftir: „Með aðaikjarasamningi BSRB á s.l. hausti var mörkuð sú stefna og samþykkt i allsherjarat- kvæðagreiðslu að samræma launastiga BHM og BSRB á sa mningstimabilinu. Með úrskurði kjaradóms 5. jan s.l. skapaðist nýtt ósamræmi sem þurfti að leiðrétta. Með viðauka- samningnum frá 11. febr. s.l. er það gert i fullu samræmi við áður markaða stefnu. Jafnhliða þessari samræmingu fékkst nokkur hækkun fyrir þá sem ekki hafa beina viðmiðun við launastiga BHM og lægst laun hafa. Það var mat stjórnar og samn- inganefndar BSRB að rétt væri að gera þennan viðaukasamning, enda þótt það hefði i för með sér lengingu samningstima. Þar sem samningar voru ekki lausir var samningsstaða BSRB með þeim hætti að annað hvort var aö taka þessum samningi og þeim kjarabótum sem hann færir öllum félagsmönnum bandalagsins, eða hafna honum. A sameiginlegum fundi stjórn- ar og samninganefndar var samningsviðaukinn samþykktur svo til einróma og jafnframt að ekki væri dstæða til að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu. Þeir félagsmenn sem nú vilja fá tækifæri til aö fella þetta sam- komulag í allsherjaratkvæða- greiðslu, eru f raun að óska eftir þvi að afsalað veröi 2.0-2.6% kauphækkun til um 85% félags- manna og meiri hækkun til ann- arra. Varðandi röskun kjarasamn- inga og skerðingu verðlagsbóta sem stjórnvöld hafa staðið fyrir vill stjórn bandalagsins taka undir gagnrýni undirskrifenda og itreka fyrri mótmælisin viö þeirri kjaraskerðingu ”, en i áskorun- inni er mótmælt röskun kjara- samninga, skerðingu verölags- bóta, uppstokkun launaflokka og lengingu samningstimabils. A kvikmyndahátiöinni i Berlin, sem er nýlokiö, sömdu Jón Ragnarsson forstjóri Regnbogans og örnólfur Arnason fram- kvæmdastjóri Listahátíðar um sýningarétt á þeim myndum sem hlutu Gullbjörninn og Silfurbjörn- inn, helstu verölaunin á hátiðinni. Verða þær væntanlega frum- sýndar meö islenskum texta á kvikmyndahátiö aö ári og siðan sýndar áfram i Regnboganum. Gullbjörninn á Berlinar- hátiðinni að þessu sinni hlaut myndin „Fljótt, fljótt” eftir Spánverjann Carlos Saura. Gull- björninn er veittur bestu mynd á hátiðinni og fjallar „Fljótt, fljótt” um afbrotaæsku á Spáni i dag. Silfurbjörninn, sem eru verð- laun gagnrýnenda fyrir besta handrit og bestu leikstjórn, fékk myndin „Báturinn er fullur”eftir Svisslendinginn Markus Imhoov, og er þar greint frá Gyðingum sem flúðu til Sviss i upphafi striðsins frá Þýskalandi og afdrifum þeirra. í tilefni bók- menntaverðlauna: Ljóðasafn Snorra og Haust- rökkrið áritað t tilefni af þvi, að Snorri Hjartarson tekur i dag við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs i Kaup- mannahöfn gefur Mál og menning út einhvern næstu daga ljóðasafn Snorra fram að verðlaunabókinni, og ber sú bók heitið KVÆÐI 1940—1966. Einnig hefur Snorri áritað 100 eintök af ljóðabókinni HAUSTRÖKKRIÐ YFIR MÉR. Aritunin er dagsett 3. mars 1981 og verða þessi ein- tök seld i Bókabúð Mals og menningar og e.t.v. öðrum bókabúðum. 22. mars næstkomandi verður siðan hátiðarsam- koma á vegum Máls og menningar og Norræna hússins þar sem fjallað verður um skáldskap Snorra og lesið úr verkum hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.