Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. mars 1981. UQBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstiórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldssorr, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsbiaðs: Guöjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnds H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Iteykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Ólíku saman aö jafna • Það var því miður ólæsilegt lúsaletur hjá Morgunblað- inu á sunnudaginn var á þeirri forystugrein Þjóðviljans frá febrúar 1978 sem Morgunblaðið endurprentaði þann dag.— Þetta var skaði, því svo sannarlega hefðu ýmsir lesendur Morgunblaðsins haft gott af að lesa þá grein, þó seint væri. • Fátt getur eymdarlegra í stjórnmálaumræðu síðustu vikna en það þegar Morgunblaðið og f leiri eru að reyna að leggja að jöfnu kaupránslög Geirs Hallgrímssonar og Co. frá febrúar 1978 og efnahagsráðstafanir núverandi ríkisstjórnar hins vegar. • Hver er munurinn? • í örstuttu máli þessi: • — Með kaupránslögunum 1978 var ákveðið að í f jögur verðbótatímabil, það er i heilt ár, skyldu aldrei greiddar nemá hálfar verðbætur á laun, og kaupmáttur launa þvi skertur æ meir ef tir því sem lengra liði á árið. Það þurfti engan speking til að reikna það einfalda dæmi hvaða kjaraskerðingu beiting slíkra lagaákvæða hefði haftí för með sér. Útkoman var augljós. Hefðu febrúarlögin náð að standa í gildií 12 mánuði, eins og ráð var f yrir gert við samþykkt þeirra, þá hefðu flestir launamenn í landinu unnið kauplaust á annan mánuð, það ár, miðað við að kaup hefði verið greitt samkvæmt samningum hina mánuði ársins. — Og hverjar voru bæturnar? — Nánast engar því þóttskerðingin ætti að naf ninu til að vera held- ur minni á allra lægsta kaupinu, þá var málum svo svi- virðilega fyrir komið í lagatextanum, að ef lægst laun- aða fólkið reyndi að bjarga sér með dálítilli yf irvinnu, þá skall kaupskerðingin um leið á því með fyllsta þunga! • — En hvað hefur svo hins vegar verið ákveðið nú? — Er það bótalaust kauprán á 5—6 vikna tekjum hjá öllum almenningi? • Ekki aldeilis. • Sjö vísitölustig hafa að vísu verið tekin út; En ekki f jórum sínnum sjö, eins og hefði verið samkvæmt kaup- ránslögum Geirs Hallgrímssonar. • Og þetta gerist ekki bótalaust nú. Bæturnar eru m.a. þessar. • Fyrsta: Öll hin verðbótatimibilin þrjú (frá 1.6. n.k.), sem ráðstafanirnar ná til,verða verðbætur á laun greidd- ar ekki aðeins samkvæmt áður gildandi samningum og lögum, — heldur samkvæmt mun hagstæðara verðbóta- kerfi f yrir. launafólk heldur en hér hefur áður þekkst nokkru sinni. Greiddar verða fullar verðbætur sam- kvæmt hækkun framfærsluvísitölu á almennar launa- tekjur og þar með afnumin öll skerðingarákvæði. Við vitum ekki nákvæmlega hvað þessi skerðingarákvæði, sem nú hafa verið felld niður, hefðu að óbreyttu leitt til mikillar kaupskerðingar á því níu mánaða tímabili framundan, sem þau hafa verið tekin úr sambandi. • Hitt vitum við, að á 18 mánaða tímabili frá 1. júni 1979 :— 1. desember 1980 náðu þessi ákvæði sem nú hafa verið afnumin að skerða kaup um 16,6%, — og þótt sleppt sé áhrifum af þróun viðskiptakjara, þá nam skerðingin samt um 10% á þessum mánuðum. Þetta segir ærna sögu. • Það hefði einhvern tíma þótt nokkurs virði að losna undan slíkri sjálfvirkri kaupskerðingu, og það hef ur ein- mitt gerst nú. • Annað: — í áramótaboðskap ríkisstjórnarinnar var kveðið á um lækkun skatta á miðlungstekjur og lægri sem svaraði 1,5% í kaupi, og nú hef ur verið kynnt nánar, hvernig aðþessu verði staðið, m.a. með því að fella niður sjúkratryggingargjald á lægri tekjur. • Þriðja: — Staðfest er af Þjóðhagsstof nun, að lækkun verðbólgustigs úr 70—80% á ári,sem fyrirsjáanlegt var án aðgerða og niður fyrir 50% eins og gert er ráð fyrir nú, — jafngildi ekki minna en 2% beinni hækkun kaup- máttar launa, vegna þess að í minni verðbólgu tapa menn minnu en ella á að bíða allt að þrjá mánuði eftir verðbótum á launin á móti hækkun vöruverðs. • Auðvelt væri aðtína hér sitthvað f leira til, en ætli þetta fari nú ekki að duga — sé árið skoðað í heild — til að mæta skerðingunni um 7 vfsitölustig nú þann 1. mars s.l. En sannarlega hefði ólíkt meira þurft að koma til ef skerðingin hefði ekki verið „bara" einu sinni sjö stig heldur f jórum sinnum sjö í samræmi við kaupránslögin. • Markmiðið er að tryggja kaupmáttinn en þoka verð- bólgunni jafnframt niður. Síglingaleíðin er vandrötuð, en þó fær. Hlippt 1 Teygjugrautur 'Tima-Tóta Nú er Þórarinn Þórarinsson I heldur betur farinn að teygja ■ kenningu sina um „nána menn- I inarsamvinnu” Morgunblaösins I og Þjóöviljans. Hann heldur þvi I sem sagt fram aö hún hafi átt „rikan þátt” i þvi aö Þjóðviljinn „tók undir” áróöursherferö þá hina miklu sem Morgunblaðið hóf i viðskiptaráðherratið Svav- ars Gestssonar gegn oliu- kaupum frá Sovétrikjunum. Timaritstjóranum er að sjálf- sögðu velkomið að striöa okkur hér á Þjóðviljanum, en siikan teygjugraut má gera úr sann- leikanum að honum verði með engu móti kyngt. Af mörgum ástæðum, m.a. vegna spádóma um að innan fárra ára muni Sovétrikin stórlega draga úr oliuútflutningi sinum og vegna óhagstæðs viðskiptajöfnuðar landanna, var þaö talið skyn- samlegt af öllum aðilum að taka upp sveigjanlegri oliukaupa- stefnu og leita hófanna um oliu- kaup frá öðrum rikjum en Sovétrikjunum. Þjóðviljinn lagði hinsvegar rika áherslu á það i umræðum um þessi mál að farið yrði með allri gát, og ekki hraðað að þvi aö semja við aðrar þjóöir upp á mun verri býti. Margoft greindi blaöið frá þvi að sú verðmiðun, sem gengið er út frá i oliuvið- skiptum tslendinga við Sovét- menn, hafi lengst af veriö okkur mjög hagkvæm, og það reyndar regla að sé framboð i sæmilegu jafnvægi við eftirspurn þá er Rotterdamviðmiðun yfirleitt mun lægri en innanhúsverð oliu- hringanna. Þá var og margbent á það að olia frá Sovétrikjunum væri i háum gæðaflokki, fengist með betri greiðslukjörum en annarsstaðar, og flutningsgjöld væru lægri frá Svartahafi en frá höfnum i Vestur-Evrópu. eins og Þórarinn lætur liggja að I forystugrein 28. febrúar þá hefur hún reynst þjóðinni dýr- keypt eins og fleira úr þeirri áttinni: 2,5 milljaröar „Mikil eftirvænting var hjá Morgunblaðinu, þegar fyrsti farmurinn frá BNOC kom til landsins i september 1980. Ský dró þó fyrir sólu, þegar það spurðist, að hann var 1.063.990 dollurum dýrari en ef miðað hefði verið við Rotterdamverð. Það var þó nokkur huggun, að þetta kynni að breytast. Næsti farmur, sem kom hingað i nóv- ember siðastliðnum, var ekki nema 493.037 dollurum dýari en i ef miðað hefði verið við Rotter- damverð. Þessi huggun hélzt þó ekki lengi. Þriðji farmurinn frá BNOC, sem kom hingað um áramótin, var 701.358 dollurum dýrari en ef miðað hefði verið við Rotterdamverð. Fjórði farmurinn, sem kom hingað um siöustu mánaðamót, reyndist nokkur sárabót. Hann kostaði ekki nema 555,574 doll- urum meira en ef miðað hefði verið við Rotterdamverð. En þessi huggun mun illa haldast. Nú er von á fimmta farminum, sem samið hefur Albert Guómundsson svaraði fyrirspurnum um málefni Sjálfstæðis- flokksins á fundi. sem sjálfstæðismenn í Fella- og Hólahverfi efndu til (í fyrrakvöld. Þin>{mað- urinn sagði, að hugsjón- ir Sjálfstæðisflokksins væru hugsjónir. sem sameinuðu stærstan hluta þjóðarinnar, mik- ill mcirihluti þjóðarinn- ar væri í raun sjálfstæð- isfólk. Sjálfstæðisflokk- urinn hefði sjaldan fengið minna en 40% atkvæða og það hlasir við að með sameinuðu átaki gæti Sjálfstæðis- flokkurinn náð meiri- hluta á Alþingi, ef rétt væri á haldið. ^Albert Guðmundsson á fundi í Fella- og Hólahverfi: Dýr NATO aðstoð Það voru hinsvegar viðskipta- ráðherrarnir Kjartan krati Jóhannsson og siðan Tómas Arnason sem gengu frá samningum við breska rikis- oliufyrirtækið BNOC um gasoliukaup. Og vegna sam- banda sinna inn i oliufélögin hefur Þórarni Þórarinssyni, fyrstum islenskra blaðamanna, tekist að særa út nákvæmar tölurhverju það munar aö hafa byrjað að kaupa af BNOC i stað þess að halda sér viö oliukaup frá Sovétmönnum enn um hriö, þartil hagkvæmari kostir byöust. Sé um NATO-aðstoð að ræða verið um við BNOC. Hann mun verða um 750 þúsund dollurum dýrari en ef miöað hefði verið við Rotterdamverð. Alls mun olian frá BNOC verða orðin tveimur og hálfum milljarði gamalla króna dýrari en ef fylgt hefði verið Rotter- damverði. Af BNOC er það hins vegar að segja,aðgróðiþessá siðasta ári mun nema 250 milljónum sterlingspunda (Economist 21. febrúar).” Formúla Alberts Albert Guðmundsson hefur •9 gefið ótviræða yfirlýsingu um I .að hann sé ekki i framboði til * formanns eða varaformanns i I Sjálfstæðisflokknum á næsta I landsfundi. Þetta kom fram á I fundi i Fella- og Hólahverfi, þar ■ sem hann svaraði fyrirspurnum I flokksfélaga. Hinsvegar setur Albert upp I ákveðna formúlu fyrir for- 1 mannskjörið sem er athyglis- I verð: „Það þýðir heidur ekki i I tninum augum að bjóða upp á 1 það, að formennsku i sjáif- I stæðisflokknum, mesta póii- | tiska afli i islensku þjóðfélagi, I gegni unglingur sem er tiltölu- ■ lega nýkominn af skólabekk og I reynslulitill. Slikur frambjóð- I andi yrði að hafa sannað ágæti I sitt og hæfni til að stjórna og ■ leiða. Ég lit svoá að timinn sé of I 1 stuttur til þess að búa til for- I mann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki hlaupið að þvi að J búa til forystumenn fyrir Sjálf- I stæðisflokkinn.” Menn geta leikið sér að þvi að ' geta uppá hvert þessu skeyti er J beint: Er það Þorsteinn Pálsson I eða einhver annar? Prófkjörið j skeri úr \ Þessa formúlu útfærði Albert á fundinum einnig yfir borgar- stjórnarpólitikina. Þar er nú aldeilis ekki búið að útnefna nýtt borgarstjórnarefni. Birgir Isleifur Gunnarsson „var búinn til” á sinum tima sem borgar- stjóri volgur af skólabekknum. Ekki reyndist það betur en svo J að hann tapaði borginni, og hefur nú dregið sig i hlé. Um I þetta segir i Morgunblaðinu: „Albert Guðmundsson gerði ! forystu i borgarstjórnarflokki I sjálfstæðismanna að umtalsefni i tilefni fyrirspurnar þar um og sagði, að oddviti sjálfstæðis- . manna i borgarstjórn, Birgir islcifur Gunnarsson, hefði óskað eftir því aðdraga sig i hlé. J Þess vegna þurfti að kjósa nýjan mann til þess að gegna þessu starfi, það sem eftir var kjörtimabilsins, sagði þing- maðurinn. Það var gert. Spurn- ing um það, hvort ég styðji einn eða annan til þess að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins i næstu kosningum er . til þess eins fallin að koma mér i vanda og skapa óróa i kringum mig. Ég læt það ekki gerast. J Siðar á fundinum sagði Albert , Guðmundsson, að þótt hann I væri þeirrar skoðunar, að nýr borgarstjórnarflokkur ætti eftir næsta prófkjör að velja sér for- mann, þá væri Davið Oddsson oddviti sjálfstæðismanna fram að þeim tima. Reynist hann vel, 1 hefur hann ekki minni mögu- ! leika en aðrir og kannski meiri. Það veröur hver maður að fá tækifæri til aö sýna hvaö i ■ honum býr.” Allt opið I Þetta eru skýrar „meld- J ingar”. Allt er opið enn. Próf- kjörið skal skera úr um það hver hefur traust sjálfstæðis- manna til forystu i borginni. J Engar erföir eöa samningar fyrirfram. Lifið er keppni, drengir! A sama hátt er allt opið hvað varðar formannskjör, * nema aö eftir þvi ætlar Albert ekki að keppa. En vert er að minnast þess aö þótt hann tali um of skamman tima til þess að skapa flokksformann, þá eru margir aðrir en Geir i flokknum sem eru á miðjum aldri, löngu komnir af skólabekk og eru með mikla stjórnmálareynslu. sHorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.