Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 5
Þriðjudagur 3. mars 1981. ÞJÓÐVILJlNN — SIÐA 5 HJÁLMAR ÓLAFSSON; ,,Ráðstefnan á dansgólfinu” Þríþætt störf Rúmur aldarfjórðungur er lið- inn siðan Norðurlandaráði var komið á fót. Hefur árangur af starfi þess og efling norrænnar samvinnu á þessum tæpum þremur áratugum brotið blað i samstarfi norrænna bræðra- þjóða. Samvinnan hefur ekki sést borið árangur að þvi er varðar einstaka ibúa á Norðurlöndum. Það er fyrst og fremst þvi að þakka að viðhorf margra þjóð- félagshópa innan Norðurlanda hafa verið mjög jákvæð. Ljóst er að norrænar hugsjónir og norræn samvinna eiga bjarta framtið og muni eflast og dafna sé unnt að viðhalda þeim jákvæðu viðhorf- um til þeirra mála sem eiga sér djúpar rætur i erfð og sameigin- legri sögu norrænna þjóða. Norræn samvinna hefur allt frá þvi á 7. áratugnum tekið nokkr- um breytingum a.m.k. i tvennu tilliti. Stöðugt fleiri þjóðfélagshópar hafa átt tækifæri á raunhæfu samstarfi. A sama tima hefur skrifstofuhald og stofnanafjöldi opinberra aðila i norrænu sam- starfi vaxið allverulega. Þeir sem fylgst hafa með þeim umræðum er fram hafa farið á liðnum árum um framtið og inn- tak norrænnar samvinnu hafa greinilega orðið þess áskynja að gagnrýnin beinist einkum að auknu skrifstofuveldi og vaxandi stofnanafjölda. Þriðji þátturinn sem menn hafa rekið hornin i er hin árlegu þing Norðurlandaráðs, sem m.a. hafa verið nefnd pappirskvörn eða ráðstefnan á dansgólfinu. Margt bendir til þess að þessir þrir þættir kynnu að eiga veiga- mestan þátt i að veikja hin já- kvæðu viðhorf sem erfðir, saga og góður árangur hafa skapað til norrænnar samvinnu. Hægri hönd viti um þá vinstri Allan 7. áratuginn þróaðist norrænt samstarf hröðum skref- um. Þar af leiddi að eðlilegt var að efla skrifstofuhaldið og skipu- lagsstörfin. A öndverðum 8. ára- tugnum var norrænu ráðherra- nefndinni komið á fót og öðrum samstarfsstof nunum. í tengslum við þær risu nýjar skrifstofur og starfsmannafjöld- inn óx með jöfnum hraða. Aður höfðu menn unnið meira að norrænni samvinnu af hugsjón og þvi var þetta aukna skrifstofu- vald gömlum áhugamönnum nokkur þyrnir i augum. Sam- vinnustofnanirnar hefðu átt að geta, eftir þvi sem leið á áttunda tuginn, gert nákvæma grein fyrir og rökstutt hvað umræddar breytingar hefðu til sins ágætis með vaxandi embættismanna- fjölda i þjónustu sinni. En upplýsingastreymið var ekki nógu stritt, og þvi mistókst að rökstyðja nauðsyn breyting- anna fyrir öllum almenningi svo að fullu gagni kæmi. Ekki var það raunar ætlunin að á skrifstofum ráðherranefndarinnar yrði heill her embættismanna. Vegna skorts á upplýsingum og frétta- flutningi komust menn á þá skoð- un að hér væri eingöngu um að ræða aukningu á skrifstofuhaldi án þess að raunveruleg þörf væri á þvi. Það er fyrst á miðjum siðasta áratug að upplýsingaþjónusta norrænu samstarfsstofnananna lætur til sin taka fyrir alvöru. Þó nær sú þjónusta enn i dag langt- um of skammt, þegar horft er til þess hve umfangsmikil og viðtæk norræn samvinna er. Það eru t.d. bara Norðurlandaráðsdeildirnar i Sviþjóð og Finnlandi sem hafa i þjónustu sinni sérstakan blaða- fulltrúa i fullu starfi. Rétt er að minnast þess að hér- lendis er enginn, segi og skrifa enginn, starfsmaður i þjónustu islensku Norðurlandaráðsdeild- arinnar, hvorki til upplýsinga- þjónustu né annarra bráðnauð- synlegra starfa. Vonandi verður þvi kippt i lag innan tiðar. Raunar er mjög þörf á þvi að islensk stjórnvöld og aðrir aðilar sem hlut eiga að norrænni sam- vinnu hérlendis móti sér ákveðna stefnu i samstarfi sinu við hin Norðurlöndin. Nauðsynlegt er að samræma störf þeirra Islendinga sem aðild eiga að hinum opinberu stofnunum Norðurlandaráðs svo að hægri höndin viti, hvað sú vinstri aðhefst og gagnkvæmt, þannig að ekki séu uppi mis- munandi sjónarmið islenskum málstað til óþurftar. Um norrænu félögin Norrænu félögin hafa um lang- an aldur unnið að framgangi norrænna hugsjóna með veruleg- um árangri. Þau voru brautryðj- endur Norðurlandaráðs. Mörg baráttumál þeirra hafa náð fram að ganga á vettvangi Norður- landaráðs. Enn er stefnuskrá Norrænu félaganna vegvisir Norðurlandaráðs með nokkrum hætti. Petta Poutanen fyrrum blaða- fulltrúi finnsku Norðurlandadeild- arinnar kveður upp úr um það að starfsemi Norrænu félaganna gefi þessu alþjóðlega samstarfi þá hlýju sem geri norræna sam- vinnu á þeirra vegum skemmti- lega og árangursrika — óbundna ströngum reglum og kreddum og svifaseinu skrifstofu veldi. Norrænu félögin hafi vegna starfsreynslu sinnar alla mögu- leika á að geta leiðrétt og fært til betri vegar misskilning sem upp hefur komið i norrænu samstarfi og skrifstofumennsku. Forsendur Norrænu félaganna eru mun betri en blaðafulltrúa hinna opinberu samstarfsstofn- ana, sem raunar eru hlekkir i hinu svokallaða embættismanna- kerfi. Opinberu samstarfsstofn- anirnar ættu að viðurkenna þess- ar staðreyndir og auka verulega stuðning sinn við Norrænu félög- in, segirPekka Poutanen. Norðurlandaráð og aðrar opin- berar höfuðstofnanir norrænnar samvinnu hafa annað slagið verið nefndar pappirskvarnir eins og ég minntist á áðan. Sjaldan er þó spurt hves vegna þessi nafngift hefur skotið upp kollinum. Ég trúi að orsakarina sé enn að leita i Hjálmar Ólafsson: Gagnrýnin hefur einkum beinst að auknu stofnanaveldi og árlegum þingum Norðurlandaráðs, sem nefnd hafa verið pappirskvörnin og ráð- stefnan á dansgólfinu. Villandi nafngift á merku starfi Nordur- landaráðs alltof takmarkaðri upplýsinga- og fréttaþjónustu. Samstarfskerfið óx hratt og mikið efni sem frá þvi kom, álits- gerðir og skýrslur, hlóðust upp e.t.v. ennþá hraðar. A árlegum þingum sinum gerir Norður- landaráð ályktanir, sem fjallað geta um öll hugsanleg svið þjóð- lifsins. Tillögur eru fram bornar af einstökum þingmönnum. Þeim ervisað til þingnefnda sem starfa allt árið meira og minna, til ráð- herranefndarinnar og rikis- stjórna allra norrænu landanna. Þá koma venjulega fram álits- gerðir um tillögurnar. Umsagna um þær er leitað mjög viða. Aðrar samstarfsstofnanir senda og frá sér skýrslur og álitsgerðir. 1 þess- um skýrslum er að jafnaði gerð rækileg grein fyrir sérsviði eða sérvanda allra hinna norrænu rikja og þannig áfram utan enda. Að sjálfsögðu er hér farið að reglum lýðræðisins. Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort ekki megi með einhverjum hætti gera málsmeðferðina auðveldari og greiðari. Ekki hefur tekist að skapa enn sem komið er hentugan farveg til upplýsinga og fréttamiðlunar á öllum þessum álitsgerðum. Skýrslum er dreift i ýmsar áttir. Það er svo að sjá að ekki sé um samræmdar aðgerðir að ræða. A stundum fær maður sama efnið frá mismunandi aðilum. Litur út fyrir oft á tiðum að skipu- lag skorti á dreifingunni. Þannig ber það við að sami móttakandi fái allt frá álitsgerðum um öxul- þunga vörubila til tillagna um há- tiðarhöld á barnaári. Þetta ómarkvissa dreifingar- kerfi gefur þó hugmyndir um rikuleg fjárráð; þegar starfshóp- ar sem málin varðar hreint ekki neitt fá allt að þvi hálft hundrað álitsgerða á ári hverju, sem betur væru komnar á öðrum stöðum. Þörf er á að gera athugun á þvi, hvort samstarfsstofnanirnar gætu ekki dregið úr útgáfukostn- aði. Það kynni þó kannski að vera hentugast að byrja á þvi að koma lagi á dreifinguna á þvi efni sem skrifstofur norrænu samstarfs- stofnananna láta frá sér fara. Endurskoðun á hlutverki Námskeið og ráðstefnur eru rikir þættir i norrænu samstarfi. Að þeim standa samstarfsstofn- Framhald á bls. 13 1891-1981 Málefni aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 7. marz klukkan 14.00. Fundurinn er öllum opinn. Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun. Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu? Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld? Frummælendur verða: Skúli Johnsen borgarlæknir. Adda Bára Sigíúsdóttir, formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Albert Guðmundsson alþingismaður. Ásthildur Pétursdóttir húsmóðir. Pétur Sigurðsson alþingismaður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.