Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. mars 1981. Rætt við Sigurð Líndai, bónda á Lækjamóti Áhugi á nýj- um búgreinum Vestur-Húna vatnssýsla er sérstakt búnaðarsamband og fulitrúi þess á Búnaðarþingi er Siguröur Lindal, bóndi á Lækja- móti Viðidal. Hefur hann setiö þingið siðan 1968. — Nú ert þú búinn að sitja á einum 12 eða 13 búnaðar- þingum, Sigurður, eru ekki þingin nokkuð hvert öðru lik og yfirleitt friðsöm. — Jú, það eru þau náttúrlega, þinghaldið sjálft má heita að sé i svipuðum skorðum frá ári til árs. Tala þeirra mála, sem fyrir þingunum liggja, breytist ekki stórvægilega frá einu þingi til annars og deilur eru yfirleitt ekki miklar. Hér áður fyrr henti það stundum að þingið skiptist skarpar eftir pólitiskum linum en nú orðið gætir þeirra sjónar- miða litið, enda mál yfirleitt ekki þess eðlis að þau höfði til pólitiskrar afstöðu. Ef ágrein- ingur kemur upp um einhver mál þá byggist hann yfirleitt á öðru. — Liggja mörg merk mál fyrir þinginu núna, að þinum dómi? — Ja, ég held nú, svona þegar á heildina er litið, þá hafi málin stundum verið öllu veigameiri. Ég er ekki frá þvi aö þau mál, sem hér eru merkust nú, lúti aö ýmsum nýjum framleiðslu- greinum. Það er ljóst að menn hafa áhuga á að koma upp nýjum búgreinum i sveitunum og auka fjölbreytni i atvinnu- lifinu þar, enda ber til þess rika nauðsyn. Fyrir þinginu liggja amk. tvö erindi um loðdýrarækt, annað frá stjórn Búnaðarfélagsins en hitt frá fulltrúum Skagfirðinga. Fjöldi umsókna liggur fyrir um stofnun loðdýrabúa svo þar virðist áhugann ekki vanta. Þá er feldfjárræktin nýmæli hjá okkur þótt hún hafi lengi verið stunduð erlendis, t.d. hjá Svium. Þeir hafa keypt okkar gráu gærur og verið milligöngu- menn með að koma þeim i verð, en það gæti breyst ef við færum sjálfir að huga að þessari fram- leiöslu. Vaxandi áhugi er á æðarrækt og þar eru ótæmandi möguleikar. Mun aukinn skriður og betra lag komast á það mál nú, þegar ráðinn hefur verið sérstakur hlunnindaráðu- nautur. Benda má á að útlit er fyrir nýja fjáröflunarmöguleika i sambandi við hrossin, þar sem er hryssublóð til meðalafram- leiðslu. Selt var blóð úr 800 hryssum á sl. ári og á þessu ári trúlega úr einum 1200. En þarna eigum við i samkeppni við Argentinumenn, sem einnig selja hryssublóð. Það er nú all- langt siðan tilraun var gerð með að selja blóð úr islenskum hryssum. Það mun hafa verið Sigurður Líndal — Mynd: eik 1953. En svo féll það niður þar til i hitteðfyrra. Þá seidu Skag- firðingar blóð úr allmörgum hryssum. Þvi var svo fram- haldiðá sl. ári og enn mun salan aukast i ár, enda gert ráð fyrir 10% hærra verði en i fyrra. Blóð úr einni hryssu mun 90—100 þús. gkr. að verðmæti og af þvi mun eigandinn fá um helming. Hér er þvi um hreint ekki svo litið að tefla. Það er danskt fyrirtæki, sem kaupir blóðið en fram- kvæmdir á öllum samningum við það eru i höndum G. Ólafs- son h.f.. Um Búnaðarþingið sagði Sig- urður Lindal: — Búnaðarþing hefur haft mjög mikil áhrif á landbúnaðar- löggjöfina og mótað hana i mörgum tilfellum. Og ég minnist þess ekki, að þýðingar- mikil löggjöf um landbúnaðar- mál hafi farið gegnum Alþingi án þess að um hana væri fjallað af Búnaðarþingi. —mhg Rætt við Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholtl „Undrandi á óvitaskrafi” Jón Ólafsson bóndi i Eystra Geldingaholti er einn af full- trúum Búnaðarsam bands Suöurlands á Búnaðarþingi. Búnaðarsamband Suðurlands nær yfir 3 sýslur: Árnes-, Rangárvaila- og Vestur-Skafta- fellssýslur og á 5 fulltrúa á Búnaðarþingi. Jón i Gekdinga- holti er tiltölulega nýr af nálinni á þingi bænda þvi þetta er hans þriðja þing. Við spurðum Jón hvaða mál hann teldi merkust þeirra, sem nú lægju fyrir Búnaðarþingi. — Ég á nú erfitt með að kveða upp úr með það svona umhugsunarlaust, sagði Jón. Ég get nefnt nokkur, sem mér koma i hug svona á stundinni, án þess að ég vilji gera þar upp á milli. Það má nefna erindi um feldfjárræktun, sem yrði nýr þáttur i sauðfjárræktinni, loð- dýraræktun, sem nú er mikið rætt um sem aukabúgrein. Erindi Gunnars Guðbjartssonar um viðlagatryggingu tel ég og merkt mál. Þar er gert ráð fyrir að viðlagatrygging verði mun viðtækari en hún er nú og taki m.a. til foktjóns. Höfum við óþyrmilega verið minntir á nauðsyn þess nú, en erindi Gunnars var komið framáður en fárviðriö geysaði á dögunum. Nefna má erindi um endur- skoðun á reglum um varnir gegn sauðf jársjúkdómum, erindi frá Hagsmunafélagi hrossabænda og þannig mætti halda áfram. — Hvað viltu segja um þýðingu Búnaðarþings? Nú er ekki laust við að margir vilji gera litið úr henni og telja jafn- vel best fariö að þetta yrði hið siðasta. — Búnaðarþing er aðalfundur Búnaðarfélagsins og æðsta stjórn. Það er búið að starfa i marga áratugi. Meðan þjóðin var enn litilsmegandi fjárhags- lega þótti sjálfsagt að halda Búnaðarþing og mun engum hafa dottið annað i hug. Til þess varefnti öndverðu af nauðsynog sú nauðsyn er engu minni nú en áður. Ýmsum merkustu málum landbúnaðarins hefur fyrst verið hreyft á Búnaðarþingi, enda hafa setiö þar gegnum árin margir dugandi menn og fram- sýnir. Ég er sannast að segja þessu Jón ólafsson — Mynd: eik undrandi á þessu óvitaskrafi. — Hvernig er hljóðið i bændum i þinni heimabyggð? — Menn eru náttúrlega ekkert hrifnir af þvi að mega ekki framleiða eins og þeir hafa aðstöðu til og framleiðslu- stjórnun er ekkert gamanmál, en stundum verður að gera fleira en gott þykir. Ýmsir ala lika ugg i brjósti vegna veðrátt- unnar. Svellalög eru orðin mjög mikil og menn óttast kal og Framhald á bls. 13 Búnaðarþingi lokið: 51 mál afgreitt Búnaðarþingi var slitið sl. sunnudag. Hafði það þá staðið i 14 daga, haldið 16 fundi og afgreitt 51 mál af 55, sem þvi bárust. Fjögur námu staðar i nefnd. Formaður stjórnar Búnaðar- félags Islands, Asgeir Bjarnason, bóndi i Ásgarði, sleit þinginu. Drap hann á einstök mál, sem þingið hefði haft til meðferðar að þessu sinni. Sum þeirra hefðu verið svipaðs eðlis en öll snertu þau hagsmuni bændastéttarinnar ,,á breiðum grunni”. Starfið hefði verið nokkuð strangt, sagði Asgeir, en bændur væru vanir löngum vinnudegi. Asgeir Bjarnason færði siðan þakkir öllum þeim, sem við þing- haldið hefðu komið með ein- hverjum hætti og óskaði full- trúum góðrar heimferðar og heimkomu. Teitur Björnsson, bóndi á Brún, færði Ásgeiri þakkir fyrir trausta og góða fundarstjórn. —mhg Sauðf jársjúkdómar: Riðuveiki nú skæðust Könnun, sem Búnaðarþing hefur gert á vörnum gegn næmum sauðf jársjúkdómum hefur leitt i ljós, að mæðiveiki verður nú ekki lengur vart á landi hér. Garnavciki verður vart hér og þar um landið en tjón af henn- ar völdum er óverulcgt siðan við henni fannst bóluefni. Kýlapest er og allviða en er auðlæknanleg. Aftur á móti hefur riðuveikin stööugt breiðst út og veldur vax- andi tjóni. Er vitað, að úr henni drapst eða var fargað um 600 fjár á sl. ári. Riðuveiki hefur reynst ólæknandi til þessa, smitandi en smifefni óþekkt og vanhöld geta verið mjög veruleg. Fyrir Búnaðarþingi lá erindi frá þeim Sveini Hallgrimssyni -sauðfjárræktarráðunaut og Sigurði J. Lindal bónda á Lækjar- móti um endurskoðun á reglum um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma. Búnaðarþing ályktaði að skora ,,á rikisstjórn og Alþingi að veita sauðfjárveiki- vörnum nægilegt fé til þess að geta framfylgt ströngum aðgerðum, sem kveðið er á um i Nefndakjör á Búnaðarþingi Siðustu störf þess Búnaðar- þings, sem nú er nýlokið, voru að kjósa menn i tvær nefndir og stjórn Bændahallarinnar. 1 milliþinganefnd til að endur- skoða þingsköp Búnaðarþu voru kosnir þeir Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka, Egill Bjarna- son, ráðunautur á Sauðárkróki og Július Jónsson, bóndi i Norður- hjáleigu. I nefnd til að endurskoða lög um grænfóðursverksmiðjur: Hjalti Gestsson, ráðunautur Selfossi, Teitur Björnsson, bóndi Brún og Páll Ölafsson, bóndi i Brautar- holti. 1 stjórn Bændahallarinnar til tveggja ára frá 1. janúar 1982 að telja: Ólafur E. Stefánsson ráðu- nautur og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn, aðalmenn. Gutt- ormur Þormar bóndi i Geitagerði og Hjalti Gestsson, ráðunautur á Selfossi, varamenn. —mhg reglugerð um varnir gegn riðu- veiki. Sauöfjárveikivarnir eru hvattar til þess að skera niður sýkta stofna, að svo miklu leyti sem unnt reynist, sérstaklega þar, sem veikinnar verður vart á áður ósýktu svæði. Annarsstaðar, þar sem niðurskurður er ekki framkvæmdur, þá verði skoðun á heilbrigði stofnsins framkvæmd minnst tvisvar á ári og allt s'7kt og grunað fé fjarlægt og sP ið þegar i stað.” —mhg Ný bók: Skóla- stofan Ot er komin Skólastofan. Um- hverfi til náms og þroska. Höfundur er Ingvar Sigurgeirs- son námsstjóri. Bókin hefur undirtitilinn Handbók fyrir kennara og kennaranema og er hin sjötta i Ritröð Kennarahá- skóla íslands og Iðunnar. 1 bókinni eru reifaðar gamlar og nýjar hugmyndir um skóla- starf og bent á leiðir til að gera kennslu að skapandi starfi. Er þar tekið mið af kennslufræöi- legum hugmyndum sem rutt hafa sér til rúms á siðustu árum og eru kenndar við opna skólann. Til- raunir með það form hafa verið gerðar i nokkrum skólum hér- lendis á siðustu árum. Höfundur bókarinnar mælir þó ekki með að slikt fyrirkomulag verði notað einvörðungu, heldur telur að rétt sé að fara milliveg milli opins skóla og hefðbundinnar kennslu. „Þessir kennsluhættir eru oft kenndir við opna skólastofu,” segir hann í formála. Síðan segir: Bókin Skólastofan greinist i fjóra aðalkafla sem skiptast svo hver um sig i allmarga undir- kafla. Margar myndir og upp- drættir til skýringar eru i bókinni, ennfremur ábendingar um náms- gögn, atriöisoröaskrá og heim- ildaskrá. Bókin er 128 blaðsiöur. Prentrún prentaði. Minningarorð: Óli Andrés Matthíasson 1898—1981 Sumir lifa viðburöariku lifi i þeim skilningi að rekja má i löngu máli framaferil ellegar sögur um afrek eða ævintýri. Margar leiöir má fara til þess að verða rómaöur i minningargreinum við ævilok. Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnum, sumur af verkum vel. Hætt er við að ekkert af þessu lyfti minningu Óla Matthias- sonar, — ekki einu sinni hiö siðasttalda ef haldið er hefð- bundnum skilningi. Óli var smávaxinn harðlegur og þreklegur, hrjúfur i fasi aHa jafna og seintekinn I kynningu. Þau ár sem ég þekkti Ola umgekkst hann fáa — en i viöræðum kom fram að hann þekkti til margra, var glöggskyggn á eiginleika fólks og lýsti tæpitungulaust kostum og annmörkum — eins og þeir komu honum fyrir sjónir. ÓIi var sjómaður eða verka- maður alla ævi, duglegur og skyldurækinn, stálharður sósial- isti og áhugasamur um baráttu- mál verkalýðshreyfingarinnar — ávallt reiðubúinn sem góður liðs- maður en ekki leiðtogi. Óli var gæddur rikri fróðleiks- fýsn, bókelskur og vel heima um þjóömál. Hann var i minum augum i senn sá dæmigerði al- þýöumaður sem við mærum i orö- ræöum gjarnan: sjálfmenntaður og sjálfbjarga — og höfðingi i lik- ineu við Brand inn örva. Mikill ávinningur finnst mér að hafa kynnst Óla og hans likum. Meðan þeir eru uppi er unnt að trúa á óstéttskipt menningarsamfélag þótt menn sinni ólikum störfum i atvinnulifinu. Siðustu vikurnar sem hann lifði las hann Island I skugga heimsvaldastefnunnar eftir Einar Olgeirsson. Mikill fengur þótti honum að þeirri bók — og ég veit aö honum hefur þótt gott að sofna frá þeim lestri. Jón Böðvarsson. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þeim mistökum að þessi minningargrein birtist ekki i helgarblaðinu eins og ráð haföi verið fyrir gert.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.