Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 11
Þriðjudagur 3. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir íþróttir (■? ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. íþróttir (f Pólverjar slgruðu Hið þrautreynda lið Pólverja sigraði i B-keppninni sem lauk i Frakklandi um helgina. í úrslita- leik um 1. sætið gersigruðu þeir lið Tékkóslóvakiu með 23 mörk- um gegn 16. Fór ekki á milli mála að Pólverjar voru með jafnbesta liðið i keppninni, i liði þeirra var hvergi veikur hlekkur. I keppninni um 3. sætið mættu Sviar erkifjendum sinum, Dönum og lauk leiknum með sigri Svia, 23:21 eftir hörkuspennandi leik. Bæði liðin komust i aðalkeppnina sem haldin verður næsta ár. Úrslitaleikurinn um 5. sæti var á milli Frakka og Svisslendinga og mmmummmmm Þorbereur skoraði mest Islenska landsiiðið skoraði alls 115 mörk i B-keppninni á Spáni. Markaskorunin skiptist þannig Þorb. Aðalsteinss. Viking, 37 Sig. Sveinsson, Þrótti, 14 Páll Björgvinss., Viking, 12 Bjarni Guðmundss., Val, 11 Axel Axelsson, Fram 10 Óláfur H. Jónss., Þrótti, 9 Steindór Gunnarss., Val, 8 Stefán Halldórss., Val, 6 Guðm. Guðm., Viking 4 Steinar Birgisson, Viking 2 Páll ólafsson, Þrótti, 1 Þorbjörn Guðm., Val, 1 sigruðu Svisslendingar með þriggja marka mun, 18:21. Úrslitin ollu Frökkum skiljanlega miklum vonbrigðum en þeir töldu sig eiga allskostar við Svisslend- ingana eftir sigur yfir tslandi. tslendingar töpuðu svo fyrir tsra- elsmönnum i leiknum um 7. sætið og Búlgarar náðu 9. sætinu með þvi að sigra Hollendinga, 25:20. öllum á óvart unnu Austur- rikismenn afspyrnulélegt norskt liö með 22 mörkum gegn 17. Virðist svo sem norskur hand- knattleikur sé i jafnmikilli lægð og sá islenski. Þau fimm lið sem komust áfram i aðalkeppninni eru: Pólverjar, Tékkar, Svíar, Danirog Svisslendingar. Það var mál manna að frammistaða Svisslendinganna hafi komið mest á óvart i keppni þessari. tslenski landsliðshópurinn á æfingu. Eins og sjá má vantar nokkra góða menn á æfinguna. Einungis sjö sinnum tókst aö ná öllum hópnum saman I einu. / / / Urslitaleikur um 7. sætið: Island — Israel 19:25: Úrsiitin komu ekki á óvart Ingólfur Hannesson skrlfar frá Frakklandi Það er áreiðanlega ekki ofsög- um sagt að ferð islenska hand- knattleikslandsliðsins til Frakk- lands var engin frægðarför. Sjaldan eða aldrei hefur islenskur handbolti komist á jafn lágt plan. Eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina virtist sem allt púð- ur færi úr leikmönnum. Tapið fyrir Svium var það sem gerði út- slagið á árangurinn. Það var ekki nóg með að leikmenn brotnuðu, heldur einnig allir aðrir i hópn- um, þjálfari, fararstjórar og aðr- ir. Tapið fyrir Frökkum var siðan slikt stóráfall að eftir það var engin von um endurreisn. Það sem við tók var einfaldlega hrun og örvænting. Siðasti leikur islenska liðsins gegn tsraels- mönnum, sem aldrei hafa verið hátt skrifaöir á handknattleiks- sviðinu, var talandi dæmi um hvernig málum var komið innan hópsins. tsraelsmenn hreinlega gerðu grin að islenska liðinu og höfðu i frammi leikbrögð af einfaldari gerðinni sem engu að siður hittu i mark. Það var aðeins i byrjun sem einhver glæta var i leik liðs- ins. Þegar staðan var 5:4 kom hörmungarleikkafli og tsraels- menn náðu að skora 6 mörk i röö! Eftir það var einungis formsat- riði að ljúka leiknum. í hálfleik var staðan 12:8 og i seinni hálfleik tók ekki betra við. tsraelsmenn röðuðu inn mörkunum og á tima- bili var staðan 25:15. Undir lokin tókst landanum að laga stöðuna þannig að lokatölur urðu, 25:19. Mörkin: Þorbergur 9, Páll 4, Sigurður 2, Bjarni 2, Guðmundur og Steindór skoruðu sitt markið hvor. t þessum dapra landsleik lék ólafur H. Jónsson sinn siðasta leik. Páll Björgvinsson Páll Björgvinsson: ,£kld nógu snið- ugt að splla fót bolta á æfingu fyrir HM „Það var margt sem hjálpað- ist að til þess að gera þessa för Islenska landsliðsins I hand- knattleik að sannkallaðri hrak- fallaferð,” sagði Páll Björg- vinsson þegar blaðamaður Þjóðviljans hafði tal af honum að lokinni B-keppninni i Frakk- landi. Menn hafa reynt að finna skyringar á hinni slöku frammi- stöðu íslenska liðsins og ýmsu verið flaggað. „Ég tel ástæðu númer eitt, vera agaleysið inn- an islenska landsliðshópsins og stjórnleysið á öðrum stööum. Það er t.d. ekki nógu sniðugt að spila knattspyrnu á æfingu fyrir heimsmeistarakeppnina i handknattleik. Þá má einnig nefna aö þegar til æfinga var komið þá lá alls ekki fyrir hvernig æfingatimanum yrði varið. Enn fremur að einungis i 7 æfingum mættu allir þeir sem valdir voru i landsliðshópinn. Undirbúningur hér heima fyrir var þvi afspyrnu lélegur. Ég held að við höfum átt allgóða möguleika á að komast i aðalkeppnina þegar komið var til Frakklands. En þegar dæmið er skoðað kemur i ljós að bók- staflega allir hlutir voru látnir reka á reiðanum. Ekki einn ein- asti leikmaður islenska liðsins náði að sýna sitt rétta andlit, mestmegnis vegna þess að alla liðsheildina vantaði. Undirbún- ingur fyrir hvern leik var einnig af skornum skammti, við notuð- um t.a.m. video-tækin alls ekki sem skyldi. Kæruleysið skein allsstaðar f gegn. Þá mæla eðli- legar samskiptareglur á sam- bærilegum keppnisferðalögum fyrir um aö leikmenn séu ekki að þvælast úti á kvöldin eins og raun ber vitni. Fararstjórn og liðsstjórn var ekki heldur uppá marga fiska og virtist ferðin ekki ýkja vel skipulögð, þannig mynduðust oft dauðir tfmar, menn voru látnir sofa langt fram eftir degi og þar fram eftir götunum. Þeg- ar út i leikinn var komið var skipulagsleysið hjá bekkstjórn- inni algjört. Iðulega voru menn farnir aö leika stöður sem þeir aldrei hafa leikið áður eða a.m.k. ekki i' mjög langan tima. t einum leiknum kom upp sú staða að enginn linuspilari var inná. Þannig mætti lengi telja. Menn voru endalaust látnir komast upp meðsömu mistökin. Af þessari keppni má ýmis- legt læra. Við gerum okkur auð- vitað grein fyrir að neðar verð- ur ekki komist. Það verður löngu fyrir svona keppnir að taka út ákveðinn kjarna leik- manna svona 10—12 menn sem siðar verður byggt á. Það verð- ur að fá sliku liði verkefni á borö við leiki gegn félagsliðum ýms- um sem og úrvalsliðum. Þetta gera allar þjóöir. Litum t.d. á lið Pólverja, sigurliðið i keppninni. Þeir voru með nokkurn veginn sama lið og 1973. Lið sem var byggt upp eftir heimsmeistara- keppnina i Munchen 1972. Sjálf- ur hef ég komið með ýmsar til- lögur um endurbætur en timinn var stuttur og þó maður hafi gert sér grein fyrir að ýmislegt hafi ekki verið eins og best verð- ur á kosið þá gat maður ekki skorast undan.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.