Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJóbviLJINrSl Þríöjudagur 3. mars 1981. Auglýsing um aðalskoðun biireiða i lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í febrúar 1981 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lög- sagnarumdæmi Reykjavikur i marzmán- uði 1981. Mánudagur 2. mars R-5001 til R-5500 Þriðjudagur 3. mars R-5501 til R-6000 Miðv.ikudagur 4. mars R-6001 til R-6500 Fimmtudagur 5. mars R-6501 til R-7000 Föstudagur 6. mars R-7001 til R-7500 Mánudagur 9. mars R-7501 til R-8000 Þriðjudagur 10. mars R-8001 til R-8500 Miðvikudagur 11. mars R-8501 til R-9000 Fimmtudagur 12. mars R-9001 til R-9500 Föstudagur 13. mars R-9501 til R-10000 Mánudagur 16. mars R-10001 til R-10500 Þriðjudagur 17. mars R-10501 tii R-11000 Miðvikudagur 18. mars R-11001 til R-11500 Fimmtudagur 19. mars R-11501 til R-12000 Föstudagur 20. mars R-12001 til R-12500 Mánudagur 23. mars R-12501 til R-13000 Þriðjudagur 24. mars R-13001 til R-13500 Miðvikudagur 25. mars R-13501 til R-14000 Fimmtudagur 26. mars R-14001 til R-14500 Föstudagur 27. mars R-14501 til R-15000 Mánudagur 30. mars R-15001 til R-15500 Þriðjudagur 31. mars R-15501 til R-16000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal verða gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 27. febrúar 1981. Sigurjón Sigurðsson Hans Frederík Dahl, menningarmálaritstjóri viðDagbladet i Oslo heldur tvo fyrirlestra: Þriðjudaginn 3.3. 1981 kl. 20:30. Massmediedebatten i Norge föstudaginn6.3.1981 kl. 17:15 Nye tendenser i norsk historieskrivning. Verið velkomin NORRÆNA HUSID Nýr umboðsmaður á Sauðárkróki Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki. Hann heitir Dóra Helgadóttir, Freyjugötu 5, s. 5654. DiOÐVIUINN Siðumúla 6, s. 81333. Ævar Jóhannesson fimmtugur Mig langar til að taka ofan fyrir Ævari Jóhannessyni i tilefni fimmtugsafmælis hans 3. marz. Bæði vegna þess, að Ævar er ein- mitt imynd þess, sem visinda- og tæknideildir háskóla allra landa eru að reyna að skapa úr nem- endum sinum, oftast með litlum árangri — sumir segja jafnvel neikvæðum — en einnig til að þakka honum samvinnu og vin- áttu undangenginna ára. Sagt er, að þegar Dalvikurjarð- skjálftinn 1936 reið yfir Akureyri, hafi Sigurður Guðmundsson. skólameistari hrópað „hvar er Gunnbjörn?”, þvi hann taidi, að við svo voðalegum atburðum gæti enginn gert nema Gunnbjörn Egilsson. Og svipaðan sess skipar Ævar Jóhannessori i hugum margra þeirra.sem þekkja hann: ef illa gengur, ef vantar ráð eða hugmynd, er auðveldast að slá á þráðinn til Ævars. Fyrst eftir að Ævarfór að vinna á Raunvisinda- stofnun Háskólans höfðum við sama sima, og þá þótti mér ekki linna hringingum utan úr bæ; ljósmyndarar spurðu um filmur, filtra og framköllunarefni; upp- vakningamenn um ráð til að vekja upp draug, og siðan aftur hvernig kveða skyldi hann niður-, fátækir menn með vonda bila um hjálp til að komast gegnum skoð- un*, rafeindamenn, spiritistar, nálastungumenn, fólk með sér- stök vandamál i ljósmyndun. Og yfirleitt stóð ekki á svörum hjá Ævari, þvi hann er hafsjór af þekkingu á fjölmörgum sviðum, bæði við- og djflplesinn, auk þess að búa yfir mikilli eigin tilrauna- reynslu. Ljósmyndarar segja mér, að þau 10 ár eða svo, sem Ævar var ljósmyndari að aðalstarfi — þá rak hann m.a. fyrirtækið Mynd- iðn ásamt Leifi Þorsteinssyni — hafi hann náð undraverðum og óvenjulegum skilningi á hinum innri tæknilegu rökum ljósmynd- unar, einkum efnafræðinni, og m.a. gert umtalsverðar endur- bætur á framköllun litmynda, sem Agfa mun hafa tekið upp. Þetta er einkennandi fyrir öll störf Ævars og áhugamái: hann kryfur þau til mergjar, les sér til og gruflar i hinni fræðilegu hlið, þannig að fyrr en varir er hann orðinn jafn faginu, og getur farið að gera endurbætur, skapa nýj- ungar. Svona ættu auðvitað allir visindamenn að vera: sispyrj- andi, forvitnir, leitandi að grund- vallarskilningi, og jafnframt óbundnir þeirri skólatrú, að allt það, sem þeir eitt sinn lærðu, hljóti að vera rétt. Ævar veiktist raunar af berklum á unglings- aldri, eins og margir sveitungar hans i Eyjafirði, og varð þess vegna af miklu þvi formlega skólanámi sem ég efast ekki um að hann hefði ella aflað sér. Hann hefur þvi að vissu leyti haft þá sérstöðu, sem skorti á langskóla- námi getur fylgt, að geta stund- um gert hluti, sem allir vissu að ekki var hægt að gera — höfðu lært það i skóla. Þannig var það t.d. með fluxgate-segulmæli, sem hann fann upp og smiðaði, og byggður var á hugmynd sem menn höfðu vitað i 40 ár að ekki gekk. Ævar var nýr á þessu sviði, og ótruflaður af þeim fordómum, sem raunar byggðust á þvi, að hinir fyrstu útvarpslampar voru of óstöðugir til að hægt væri að út- færa hugmyndina i raun. En með nútima rafeindaþáttum dugir segulmælirinn vel. Sem háskóla- manni finnst mér leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það, en lik- lega er ekki hægt að kaupa vit i skrokkinn á fólki nema að litlu leyti með skólagöngu — vit er af æðri toga en svo. Rafeindafræðingar og raf- Markús Ö. Antonsson: Athugasemd 1 Þjóðviljanum 26.2. sakar Adda Bára Sigfúsdóttir undir- ritaðan um rangfærslur i viðtali um hiísnæðismál aldraðra i Reykjavik, sem Morgunblaðið birti fyrir nokkru. Tilefni viötals- ins voru upplýsingar um fjölda umsókna ellilifeyrisþega um leiguhúsnæði hjá Reykjavikur- borg, en samkvæmt yfirliti starfsmanna Félagsmálastofnun- ar voru þær um 600 i desember sl. Adda Bára geturþess ekki, að i viðtalinu flokkaði ég fram- kvæmdir borgarinnar vegna aldraðra i þrjá meginþætti. t fyrsta lagi byggingu leiguibúða.i S5ru lagi vistheimili og i þriðja lagi hjiikrunardeildir. 1 þessari flokkun felst sá munur á umönn- un og aðstöðu, sem veitt er með tilliti til skiptingar hinna öldruðu út frá heilsufarsástæöum. Leiguíbúðir aldraðra hljóta fýrst og fremst að vera fyrir þá, sem eru nokkuð vel sjálfbjarga en þurfa fýrst og fremst að fá hentuga húsnæöislausn. Úrlausn- ir af þessu tagi, sem borgar- stjörnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins beitti sér fyrir, má sjá m.a. iFurugerði 1, Lönguhlið 3 og Dalbraut 27. Vistheimili er fyrir fólk, sem þarfnast meira eftirlits og um- önnunar en svo að það geti með góðu móti veriö i húsnæði af þvi tagi, sem taliö var upp hér á und- an. 1 framkvæmdanefnd vegna stofnana i þágu aldraðra, sem við Adda Bára eigum bæöi sæti i, var skýrt fram tekiö i upphafi, að sú bygging, sem nú ris við Snorra- braut skyldi heita vistheimili, þannig að ekki færi á milli mála hvers konar starfsemi þar skyldi rekin. A fundi, sem fram- kvæmdanefndin hélt i gær, var ákveðið að 30 herbergjum á þriðju hæð þess húss skyldi ráð- stafað fyrir verulega ellihruma vistmenn vegna hins slæma ástands i málefnum þess hóps. Teikningum og innréttingum á að breyta i samræmi við þessa notk- un. Húsið á Snorrabraut vil ég þess vegna ekki fella undir venju- legt leiguhúsnæði fyrir gamalt fölk. Það verður fyrst og fremst stofnun. Um þriðja flokkinn, hjúkrunar- deildir.þarf ekki að fjölyrða. Þar átti ég að sjálfsögöu við sjúkrastofnanir eins og B-álmu Borgarspitalans. FulltrUar magnsverkfræöingar, sem unnið hafa með Ævari Jóhannessyni, segja mér, að hugmyndir hans séu þvi likastar sem „þær séu ekki af þessum heimi”, svo snjallar, óvæntar og fuliburða séu þær. Ævar hefur eitthvert furðulegt sjötta skilningarvit i sambandi við rafeindatækni, þannig að svo virðist sem hann finni á sér hvernig hinar flókn- ustu rásir vinna. Hvort þessi „til- finning” kemur að handan, sem út af fyrir sig kæmi Ævari sjálf- um ekkert á óvart trúi ég, eða hvort hún byggist á langri reynslu i viðskiptum við rafmagn, allt frá frumdögum Utvarpstækja og vindrafstöðva norður i Eyjafirði, til „lógiskra rása” þessara miss- era, veit ég ekki. Enda skiptir það ekki máli i sjálfu sér. Siðan Ævar fór að vinna á Raunvisinda- stofnun hefur hann i æ rikara mæli fengizt við tækjahönnun og smiði, þótt viða leggi hann gjörva hönd að verki. Tæki hans eru að sjálfsögðu mismunandi frumleg, eftir þörfum og fyrri kunnáttu á hverju sviði, en meðal nýstárlegri verkahansmun teljast „issjá” sú eða jökla-þykktarmælir, sem Ævar átti mikinn þátt i að þróa i samvinnu við Helga Björnsson jöklafræðing og Martein Sverris- son verkfræðing. Þykir sendirinn, sem er verk Ævars, mjög frumleg smið, og hefur vakið mikla eftir- tekt sérfræðinga beggja vegna Atlantshafsins. Rafeindatæknin er sóknar- brandur nútima tækniframfara og það hefur verið mikil heppni Jarðvisindastofu Raunvisinda- stofnunar að njóta starfskrafta Ævars. Hanner raunar ósérhlifn- ari starfsmaður en góðu hófi gegnir, og virðist sjaldan vinna skemur en 25 tima 8 daga vik- unnar. Eða hvernig væri hægt að sinna svo fjölbreyttu starfi og margbreyttum áhugamálum öðru visi? Þó er enn ótaliö það sem mest er um vert: Eins og ílestir vitrir menn er Ævar Jóhannesson drengur góður og mannbætir þeim sem hann þekkja. Fyrir hönd starfsmanna Jarðfræðahúss Háskólans óska ég Ævari og fjöl- skyldu hans heilla á þessum timamótum, og þakka samvinn- una og samveruna á liðnum ár- um. Megi framhaldið verða engu siðra. Sigurður Steinþórsson borgarstjórnar, þar á meðal Adda Bára, eru einmitt þessa dagana að hvetja heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra tildáða, þannig að hann tryggi fjármögn- un þeirrar framkvæmdar. Það stendur óhaggað, sem ég sagði i nefndu viðtalivið Morgun- blaðið, að ekkert hefur gerzt varðandi fýrsta þátt þessa máls, leiguibUðir aldraðra, i tið vinstri meirihlutans i borgarstjórn. Að visu hefur verið ákveöið i fram- kvæmdanefndinni að næsta verk- efni á eftir SnorrabrautarhUsinu, verði bygging leiguibúða I Selja- hverfi, væntanlega i tengslum við fyrirhugaða heilsugæzlustöð. Ekki hefur verið teiknuö ein ein- asta lina i þeirri byggingu og ekki er ein einasta króna ætluð til byggingarframkvæmda á þessu ári. Ef Adda Bára telur þetta meðal stórræða i framkvæmd vinstri stefnu, þá hlýtur maöur að lita æ bjartari augum til vordag- anna 1982, þegar við Sjálfstæöis- menn sækjum fram til lokasigurs i kosningabaráttu og fellum nú- verandi borgarstjórnarmeiri- hluta. MarkUs örn Antonsson. Nýr umboðsmaður á Blönduósi Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður blaðsins á Blönduósi. Hann heitir Olga Bjarnadóttir, Árbraut 10, s. 4178. uúamiiNN Siðumúla 6, s. 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.