Þjóðviljinn - 03.03.1981, Side 13

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Side 13
Þriðjudagur 3. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Starfslaun rithöfunda Ruglingur leidréttur í fréttinni um úthlutun starfs- launa til rithöfunda, sem birtist i Sunnudagsblaðinu, varð leiðin- legur ruglingur á nafnalistanum. Rétt var sagt frá þeim sem hlutu starfslaun i 7 og 5 mánuði, en til þess að ekkert fari milli mála birtum við hér aftur listana yfir þá sem fengu laun i 4, 3 og 2 mánuði: 4ra mánaöa laun hlutu: Ármann Kr. Einarsson, Birgir Svan Simonarson, Einar Bragi Geir Kristjánsson, Gréta (Lára Margrét) Sigfúsd., Guðbergur Bergsson, Guðmundur Halldörs- son, Gunnar M. Magnúss. Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, Jónas Arnason, ólafur Haukur Sim- onarson, Pétur Gunnarsson.Vald- ís óskarsdóttir, Vésteinn Lúð- viksson, Þórarinn Eldjárn. 3ja mánaða laun hlutu: Anna Kristin Brynjulfsd., Auð- ur Haralds, Bjarni Bernharður, Björn Bjarman, Böðvar Guð- mundsson, Egill Egilsson, Elísa- bet Þorgeirsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, GuðmundurL. Frið- finnsson, Guðmundur Gislason ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Húsavik Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldinn þriðjudag- inn 10. mars i Snælandi og hefst kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi Fclagsfundurinn sem halda átti i Rein 16.2. en féll niður vegna óveðurs, verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30, Málefni: Staða verkalýðshreyfingar- innar á Akranesi Framsögumenn:Bjarnfriður Leósdóttir, Guðmundur M. Jónsson og Sigrún Clausen. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Félagsfundinum sem átti að vera 25. febrúar er frestað, Nánar auglýst siðar. — Stjórnin. VIÐT ALSTÍM AR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettis- götu 3: Ólafur Ragnar Grímsson Sigurjón Pétursson Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Ólafur Ragnar Sigurjón Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundur um borgarmál að Freyjugötu 27 í kvöld Alþýðubandalagið i Reykjavik Fundurað Freyjugötu 27 i kvöid um borgarmál. Fundaröð Alþýðubandalagsins i Reykjavik um starf og stefnu Alþýðubandalagsins heldur áfram i kvöld, 3. mars kl. 20.30. A fundinum munu Gunnar H. Gunnarsson og Sigurjón Péturs- son fjalla um meirihlutasam- starfið og borgarstjórn Reykja- vikur, starfið og árangur þess. Fjölmennum og tökum þátt i umræðu um borgarmálin. Sigurjón Gunnar Féiagar fjölmennið og takið þátt i umræðum um borgar- málin. ABR Alþýðubandalagið i Suðurlandskiördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn laugardag- inn 7. mars kl. 14 i barnaskólan- um á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er- lingsson. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Húsnæðismál framhaldsskólans. 2. Framkvæmdaáform bæjarins 1981. 3. önnur mál. Allir félagar i ABK eru velkomnir. Stjórn bæjarmálaráðs ABK Hagalin, Helgi Sæmundsson, Jón Óskar, Jón úr Vör, Kári Tryggva- son, Liney Jóhannesdóttir Norma E. Samúelsdóttir Oddur Björns- son, Olafur Ormsson, Páll Helgi Jónsson, Stefán Hörður Grims- son, Steinar Sigurjónsson, Þóra Jónsdóttir, ÞórirS. Guðbergsson, Þorsteinn Marelsson, örn Bjarnason. 2ja mánaða laun hlutu: Aðalsteinn Asberg Sigurðsson Asgeir Jakobsson, Aslaug Ragn- ars, Dagur Sigurðarson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kristjánsson, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Frimann, Gunnar Gunnarsson, Gylfi Gröndal, Hreiðar Stefánsson, Indriði Olfs- son, Ingólfur Jónsson, Jón Bjarnason, Jón frá Pálmholti, Kristinn Reyr, Kristján frá Djúpalæk, Lúðvik Kristjánsson. Magnea Magnúsdóttir, Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi, Ólafur Gunnarsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Snjólaug Bragadóttir, Sólrún B. Jensdóttir, Stefán Unnsteinsson, Steingerður Guðmundsdóttir, Þóroddur Guðmundsson, Þorsteinn Antons- son. Ráðstefna Framhald af bls. 5 anirnar og norræni menningar- málasjóðurinn. Þaö má ljóst vera að beint persónulegt samband al- mennings á Norðurlöndum eins og til er stofnað meö námsskeiö- um er einn happadrýgsti grund- völlur að norrænni samvinnu. Það er þó aö sjálfsögðu ekki eina ástæða þess að efnt er til námsskeiða. Meðal þeirra norrænna nám- skeiða sem efnt er til um þessar mundir eru of mörg, sem ekki leiða til frekari aðgerða. Námskeiðshald verður að fela i sér verkefni og möguleika á, að efna til enn nýrra persónulegra kynna og þannig eiga námskeiöin beinlinis að verða grundvöllur að auknum þátttakendafjölda — auknum kynnum. Nú ber helst á þvi aö sama fólkið sé um of þaul- sætiö á námskeiðsbekkjunum —■ einn þáttur I stofnanamennsk- unni. Jafnvel má merkja að íarið sé að bera á skorti á ákjósanlegu umræðuefni á námskeiöum þeim sem stofnanir Norðurlandaráðs beita sér fyrir. Það er ef til vill ekki rétt aö skella skuldinni á samstarfsstofnanirnar og norræna menningarmálasjðöinn, þegar námskeiðin verða léleg. Fulltrúar menningarmálasjóðs- ins telja sig geta fullyrt að skort- ur sé á nýjum hugmyndum — en nóg sé af peningum til nýjunga. Ég er hreint ekki sannfærður um að hin opinbera samstarfsvél detti alltaf ofaná nýjar hugmynd- ir sem brjóta i blaö. Alla jafnan stinga mikilvægar hugmyndir upp kollinum hjá stofnunum lægra i stiganum og hjá samtök- um almennings. Það er lika sjálf- sagt hollt fyrir Norrænu félögin að taka til fordómalausrar endur- skoðunar hlutverk sitt og starfshætti alla. Stöðugt eru timarnir að breytast og félaga- samtökum ber að laga sig að nýj- um aðstæðum til þess að efla og auka bein tengsl sin við allan almenning á öllum þjóðfélags- stéttum á Norðurlöndum. Nauðsynlegur þáttur þing- haldsins A seinni árum hafa hin árlegu þing Noröurlandaráös veriö nefnd annað slagið i fréttablöð- um ráðstefnurnar á dansgólfinu. Nafngiftin er villandi. Auk hinna tveggja þátta þingstarfanna, almennu umræðn- anna og umfjöllunar um sérstök mál þingsins er efnt til hádegis- verða, kvöldverða og móttöku- halda. Það hefur tiðkast frá upp- hafi og er mikilvægt. Almennu umræöurnar, með- ferð mála og önnur samskipti er allt þrennt jafnþýðingarmiklir þættir þinghaldsins. Það verður að vera mat hvers einstaks hvað hann telur mikilvægast. Það er einsdæmi að fremstu stjórnmálamenn fimm þjóð- landa, smærri þjóða og þjóðar- brota skuli geta óþvingað borið saman bækur sinar án umtals- verðra tungumálaörðugleika. Sá tungumálavandi sem oft má finna i ööru alþjóðasamstarfi þekkist vart meöal Norðurlandaþjóða. Þessi staðreynd veldur þvi, að samskipti utan reglulegra funda veröa mikilvægur og nauösynleg- ur þáttur þinghaldsins. Vilji menn draga upp mynd af frosnum frammámönnum i norrænu samstarfi er sist aö finna þá meöal þingmanna á Norður- landaráðsþingi. Lokaorð Skoðanir almennings á norrænu samstarfi endurspegla stefnu hverrar þjóðar um sig. Ef hin al- mennu viðhorf til norrænnar samvinnu eru jákvæð, koma þau fram i vali og athafnasemi þjóð- fulltrúa þeirra sem kjörnir eru til setu á þingum Norðurlandaráðs. Norræn samvinna er að hluta þjóðfélagsstörf, sem kostuð er af opinberu fé. Þvi hærra sem þegn- arnir meta norrænt samstarf þvi meira fjármagn fáum við til þess. Við skyldum þó hafa i huga aö samvinnan byggir ekki einvörö- ungu á opinberum samstarfsaðil- um eða starfsemi sem rikisvaldiö eitt annast og ræður. I umræðum um norræna sam- vinnu er á stundum á það bent að ekki hafi alltaf tekist að koma á þvi samstarfi, sem stefnt var að. Minnt er á Nordek (Efnahags- bandalag Noröurlanda), Volvo- fyrirtækið og Norðmenn, já og nú þessa stundina nefna menn Nord- sat (Norræna sjón-og hljóðvarps- hnöttinn). Opinberum samstarfs- aðilum er engin launung á þessu, en lögö er áhersla á það, að tekist hefur t.d. að ná svipuðum árangri og ætlaö var með stofnun Efna- hagsbandalags Norðurlanda, i nokkrum áföngum. Vist mundi það draga úr von manna og trú á norræna sam- vinnu, ef stórmál eins og sam- starfið um Nordsat næði ekki fram að ganga. Mjög er mikil- vægt að skapa jákvæö viðhorf meöal almennings með þvi að efla þá starfsemi sem til hans höfðar. Ekkert er meira virði en bein persónuleg tengsl I þessum efnum sem öörum. Væri ekki ráð að efla þátt Norrænu félaganna i norrænni samvinnu? A 25 ára afmæli Noröurlanda- ráðs var Norrænu félögunum fal- ið það verkefni að kynna starf- semi þess og stofnana þess meðal allra samstarfsþjóðanna. Talið er að þessi kynning hafi tekist vel i hvivetna. Okkur er nauösyn á þvi að kynna hin merku störf Noröur- landaráðs og stofnana þess betur öllum almenningi. Ég tel vist aö þá muni áhugi vaxa á Norðurlöndum öllum á þvi einstæða starfi sem unnið er. Ennfremur mundi þá geta skap- ast aukin tækifæri alls almenn- ings til þess að hafa áhrif á störf fyrrgreindra aðila norrænni sam- vinnu til aukinna heilla. ■ < Undrandi F'ramhald af 6. siðu. grasleysi i sumar af þeim sökum. — Er eitthvað um það að jarðir falli úr byggð hjá ykkur? — Nei, ef jörð losnar þá er.u fleiri um hana en geta fengið. Unga fólkið virðist una sér vel og þótt sumt af þvi hverfi á braut þá kemur fleira af þvi aftur en við áttum von á. Ég get ekki, i þessu sambandi, stillt mig um að minnast á hana Höllu leikkonu Guðmundsdóttur og hennar mann, sem er prest- lærður. Og sveitin hefur stækkað með tilkomu Búrfellsvirkjunarinnar. Þar er ágætis fólk og samskipti þess viö þá, sem hér voru fyrir, alveg prýöileg. Þeir vélamenn þarna við virkjunina eru nú búnir að verða sér úti um jarö- næði niöri i sveitinni. Félagslif hér er ágætt og á félagsheimiliö i Arnesi sinn góða þátt i þvi. — Olli ekki Heklugosið ykkur búsifjum? — Jú, mikiö afréttarland fór undir vikur og verður með ein- hverjum hætti að bæta það. Gosið lék graslendið miklu verr en sauðkindin hefur gert gegnum árin. Ljóst er, að tak- marka verður beit á afréttinum i sumar. Við vorum búnir að rækta mikið upp i Þjórsár- dalnum og höfum verið að sá þar i félagi við Landgræðsluna. Sumt . af þessu eyðilagðist i sumar. í það land þarf að sá á ný og munum við ræða um það við Landgræðsluna. —mhg Örþrifarád Framhald af bls. 3 fyrirmæli útvarpslaga um hlut- verk hennar. Nú blasir við annað tveggja varðandi sjónvarpið: 1. Að lengja lokunartima að sumrinu um viku, binda siðdegis- sjónvarp á sunnudögum við 3 mánuði i skammdeginu, stytta daglegan útsendingartima um 30 minútur fjóra daga vikunnar og stytta timabil vetrardagskrár, sem er viðameiri en sumardag- skrá, um 1 1/2 mánuð. 2. tJtsendingar sjónvarps verði aðeins 5 daga i viku i stað 6. Ljóst er að samdráttur, sem annað hvort lýsir sér i styttri eða þá veigaminni dagskrá mun einn- ig bitna á hljóðvarpi. Hvaða kostur sem valinn yrði þýöir i raun að Rikisútvarpinu mun reynast erfiðara að halda uppi eðlilegri og vandaðri dag- skrárgerð. Tilgangur Rikisútvarpsins er lögum samkvæmt, að stuðla að almennri menningarþróun þjóðarinnar. Til þess að þau orð verði ekki dauður bókstafur verður að halda uppi fjölbreyttri dagskrárgerð i hljóðvarpi og sjónvarpi. Otvarpsráð telur að afnotagjöld Rikisútvarpsins séu óeðlilega lág, en þau eru nú sem svarar áskrift- arverði dagblaðs fyrir hljóðvarp og litasjónvarp samanlagt. Otvarpsráð vill ekki hverfa að þvi ráði að skerða stórlega dag- skrárgerð án þess aö gera rikis- stjórninnisérstaka grein fyrir þvi sem framundan er. Fjársveltistefna sú sem stjórn- völd hafa lengi fylgt gagnvart þessari menningarstofnun sem er sameign Islensku þjóöarinnar, gerir Rikisútvarpinu ókleift að rækja lögbundið hlutverk sitt. Otvarpsráð lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum, sem nú hafa i hendi sér hvort dagskrá verður stytt.” ............... ......................................< Eiginmaður minn Brynjólfur önfjörð Steinsson járnsmiður Löngubrekku 26, Kópavogi, lést 1. mars. Hulda Steinþórsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Reynis Snjólfssonar Njarðargötu 37 Reykjavik Jónina Guðjónsdóttir Elinborg Reynisdóttir Skarphéðinn Árnason Guðjón Reynisson Laufey Magnúsdóttir Guðrún Reynisdóttir Ragnar Þorsteinsson Sigurður Reynisson Kristjana Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.