Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Qupperneq 15
Þriðjudagur 3^ mars 1981. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum ffra lesendum Níðst á öldruðum og ör- yrkjum Ég er ábyggilega ekki sú eina sem hrökk óþægilega við að lieyra frétt i rikisútvarpinu fyrir stuttu um að i sumar yrði tekin upp skrefamæling á öíium sim- tölum hér á Reykjavikur svæðinu, þrátt fyrir mótmæli úi nánast öllum áttum. Að visu hefur sú breyting áunnist að nú er ráögert að skrefið verði 6—8 min. og muni ekki gilda á kvöldin, og er það nokkur bót. 1 haust sagði póst- og sima- málastjóri aðspurður að engin mótmæli viö þessa breytingu hefðu borist, en nú þvær hann hendur sinar og segir að þetta sé verk löggjafans og hann fái ekkert að gert. Mótmæli gegn þessu hafa máske ekki verið nógu hávær, en ástæðan er fyrst og fremst sú aö hér á að niðast á þeim hópi manna i þjóðfélaginu sem engan þrýstihóp getur myndað, öldruðum og öryrkjum. Hvað getum við gert annað en tekiö við þvi sem að okkur er rétt?— Ég fullyrði að fyrir mörgu öldruðu fólki sem býr eitt er siminn nánast eina sambandið við annað fólk og á ábyggilega stóran þátt i þvi að það haldi geðheilsu sinni. Og þeir sem dvalið hafa á heilsuhælinu i Hveragerði vita vel hvernig er að nota sima með skrefamæli á jafnvel þó skrefið yrði eitthvað lengt frá þeim 3 minutum er þar gilda. Frá Hveragerði þurfti ég einu sinni að hringja á skrifstofu hér i bænum og það tók aldrei minna en 5—10 skref i hvert skipti, alltaf varð meira og minna að biða. En tekjur okkar ellilifeyrisþega hrökkva skammt ef við verðum sektuð á þennan hátt i hvert skipti sem okkur langar til að heyra i vinum og kunningjum okkar. Ingibjörg Björnsson Kynnirinn er bestur Þið voruö að skrifa I blaðinu um daginn að lögin og textarnir i söngiagakeppni sjónvarpsins væru léleg. Ég held það sé oftast útsetn- ingunni að kenna hvaö lögin eru léleg. Það er einsog Magnús Ingimarsson haldi alltaf að hann sé að útsetja fyrir Silfur- kórinn, Eurovision eða skalla- poppara Hljómplötuútgáfunnar. Ég er viss um að sum lögin gætu orðiö flott ef t.d. Utangarðs- menn eða Þeyr fengju að flytja þau. Ekki vil ég trúa þvi að ykkur finnist textar Steins Steinars lé- legir, en það er satt að flestir textarnir eru ógurlega lélegir og skrýtið er að i sumum tilfellum eru sungnir aðrir textar við lögin en höfundarnir sendu inn. Það væri fróðlegt að fá skýringu á þvi hvernig á þessu stendur, og eins af hverju Bubbi eða ein- hver af þessum yngri strákum eru ekki látnir syngja i staðinn fyrir skallapoppara Hljóm- plötuútgáfunnar sem flestir eru búnir að fá nóg af. Það besta við sönglaga- keppnina er kynnirinn. Hann er frábær og mætti alveg syngja lögin i staðinn fyrir t.d. Bjögga. Reynir Sigurðsson Egill Ólafsson Staka A köldum morgni koniak kitlar sonu eins og að komast upp á lag hjá ungri konu. Óþarfi að fjölga þingmönnum sigrún A. hringdi: Mér finnst óþarfi að vera að :arpa útaf þessu kjördæma- náli. Það er enginn vandi fyrir landsbyggðaþingmennina að bæta bara hluta af Reykjavik á sig, þeir eru hvort sem er lang- flestir þaðan. Þá þarf ekki að fjölga liðinu við Austurvöll. Barnahornid Fíllinn trampandi „Takk fyrir," skrækti músin, „ég er að róla mér og næstum því farin að fljúga. Takk, fíll!" „Ég skal drekkja þér," æpti fíllinn. Hann trampaði niður að ánni og óð út í hana og dýfði endanum á rananum ofan í vatnið. „Takk," skrækti músin, „ég er bara að fá mér sundsprett og næst- um því farin að kafa. Takk, fIII." Fíllin stóð á bakkanum hugsandi. Hann gat ekki slitið laufin af trjánum til að borða. Hann gat ekki sprautað á sig vatni og fengið sér bað. Hann gat ekki lifað með mús í rananum. „Gerðu það litla mús, farðu úr rananum á mér, Þriðji hluti gerðu það," sagði hann. „Ef þú lofar að stappa aldrei aftur," sagði músin. „Nei," sagði fíllinn. „Þá geri ég þetta," sagði músin og kitlaði hann í ranann með skott- inu sínu. „Viltu núna lofa að stappa aldrei aftur?" „Nei." „Þá geri ég þetta," sagði músin og nartaði í ranann hans með litlu beittu tönnunum sínum. „Já," skældi fíilinn, „já, já, já". Músin hljóp að holunni sinni og beið. Labb labb labb, þarna kom fíllinn labbandi mjúklega á stóru gráu fótunum sínum. Hann sá pínulitlu dýrin og beið þangað til þau skokkuðu burt , hann sá skriðdýrin og steig mjög varlega yf- ir skottin á þeim. „Fillin stappar ekki meir, einhver hefur stoppað hann," sögðu dýrin. „Einhver stór hraustur og duglegur." Geitin sagði: „Ég held að músin hafi gert það." Þá sagði snákurinn: „Ójá, það er rétt, músin gerði það." Og ekki langt í burtu sat lítil ánægð mús undir tré og brosti með sjálfri sér. Sigþrúður Gunnarsdóttir og Dýrleif Örlygsdóttir þýddu. Á að byrgja ^ Sjónvarp Ty kl. 21-10 — i sjónvarpinu i gærkvöldi var sýnd bresk mynd um ástandið i heimsmálunum, sem er heldur nöturlegt, og m.a. fjallaö um það hvernig Bretar væru búnir undir strið. Þá vaknar sú spurning, hvern- ig við íslendingar séum búnir undir strið, — sagði Ómar Ragnarsson, sem i kvöld stýrir umræðuþætti um al- mannavarnir. — Almannavarnir hérlendis þurfa lika að sinna náttúru- hamförum — jarðskjálftum, eldgosum, skriðuföllum og brunninn? snjóflóðum. Umræðurnar i kvöld verða að mestu leyti faglegar -r pólitikin getur þá komiö seinna, en hún veröur ekki i þessum þætti. Ég ræöi við Guðjón Petersen, forstööu- mann Almannavarna, Svein- björn Björnsson prófessor i jarðeðlisfræði, óttar Halldórsson prófessor, sem hefur kynnt sér sérstaklega is- lenskar byggingar og mann- virki, og svo ræði ég við Agúst Valfells, sem samdi skýrsluna frægu hér um árið. Loks langar mig aö ræða viö Ragnar Sigbergsson, sem hefur kynnt sér vindálag og hvernig islenskar byggingar eru hannaðar með tilliti til þess. —ih Útvarp kl. 15.20 Sjónvarp kl. 20.40 i kvöld verður á sk^ánum fyrsti þátturinn af þrettan um upphaf ljósmyndunar. Þetta er breskur heimildamynda- flokkur, og fyrsti þátturinn heitir „Frumherjar”. Ljósmyndun er orðin nokkuð gömul, þvi talið er að fyrsta ljósmyndin hafi verið tekin 1826. Fyrsti maðurinn sem varð heimsfrægur fyrir upp- götvanir á sviði ljósmynda- tækni var Frakkinn Louis Daguerre. En i fleiri löndum voru menn að bisa við aö full- komna þessa nýju uppgötvun og þróa tæknina, og t.d. i Eng- landi komu þar margir við sögu. Þýðandi þáttanna er Guðni Kolbeinsson, en þulur er Hall- mar Sigurðsson. —ih Litla væna Lillí Gamlar ljósmyndir Guðrún Guðlaugsdóttir hef- ur i dag lestur nýrrar mið- degissögu: „Litlá væna Lillí”. Þetta eru æviminningar austurrisku leikkonunnar LiIIi Palmer, i þýðingu Vilborgar Bickel isleifsdóttur. — Þetta er mjög skemmti- leg frásögn, — sagði Guðrún, — einlæg og opinská, og tals- vert fyndin. Lilli Palmer rekur þarna sinn þjóðfélags- lega bakgrunn, hún er Gyðingur og varð fyrir barð- inu á nasismanum, en kom sér i burtu áður en það yrði mjög alvarlegt. Hún fór fyrst til Bretlands þar sem hún átti i miklum erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi, og fékk þaö loks. Hún segir litilsháttar frá ástarmálum sinum, einkum Guðrún Guðlaugsdóttir les æviminningar Lilli Palmer. sambandi sinu við Rex Harri- son sem var fyrri eiginmaður hennar. Lilli Palmer var lengi i Bandarfkjunum og lék þar i mörgum kvikmyndum, en á siðari árum hefur hún verið búsett i Þýskalandi. —ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.