Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Þriöjudagur 3. mars 1981. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiðslu blaösins isima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og erublaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Urskurður Sakadóms: Prófsteinn á prentfrelsið í gærmorgun var i Sakadómi Reykjavfkur kveðinn upp sá úr- skuröur að tveir blaðamenn verði látnir hlita vitnaskyldu og svara spurningum Rannsóknarlögreglu ríkisins um hverjir eru heim- ildarmenn þeirra að tilteknum fréttum. Orskurðinum hefur ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar sem tekur málið væntanlega fyrir i vikunni. Hér er um að ræða fréttaflutn- ing Dagblaðsins af svonefndu Kötlufellsmáli, en þann 31. janúar s.l. var frá þvi greint i blaðinu að Björg Benjamfnsdóttir hefði ját- að fyrir forstöðumanni trúarsafn- aðar sem hún tilheyrir að hafa orðið manni sinum að bana sunnudaginn 26. janúar. 1 kjölfar þessarar fréttar óskaði Árni Guð- jónsson, hrl. f.h. Einars J. Gisla- sonar forstöðumanns Filadelfiu- safnaðarins eftir rannsókn á þvi hvernig þessi frétt hefði borist til blaðsins, en formenn trúarsafn- aða, eins og prestar þjóðkirkj- unnar, eru bundnir þagnarheiti gagnvart safnaðarbörnum sin- um. Hallvarður Einarsson, rann- sóknarlögreglustjóri sagði i gær að málið snerist eingöngu um þessa kröfu lögmannsins, og hann hefði talið rétt að leita eftir úr- skurði um vitnaskyldu blaða- mannanna Atla Steinarssonar og ómars Valdimarssonar eftir að þeir hefðu neitað i lögreglurann- sókn og fyrir dómi að segja til heimildarmanna sinna. Hjörtur Aðalsteinsson, saka- dómari, sem kvað upp úrskurðinn i gær, sagði að hér væru ákveðnir hagsmunir sem rækjust á, þ.e. annars vegar þeir hagsmunir blaðamannanna að halda heim- ildarmönnum sinum leyndum og hins vegar hagsmunir ákæru- valdsins að upplýsa brot, en grunur léki á að heimildarmenn blaðamannanna hafi rofið þagnarskyldu sina en það er refsivert og getur varðað fangelsi allt aö einu til þremur árum eftir tilgangi og afleiðingum brotsins. Sagðist Hjörtur telja að þeir hagsmunir ákæruvaldsins að upplýsa brot af þessu tagi væru rikari en hagsmunir blaðamann- anna og þvi eðlilegt að þeim væri gert skylt að bera vitni i málinu. Neiti blaðamennirnir enn að bera vitni ef úrskurðurinn verður stað- festur, varðar það fangelsi allt að sex mánuðum. Hallvarður Einvarðsson var spurður að þvi i gær hvort hann teldi ekki nauðsynlegt að blaða- menn héldu trúnaði við heim- ildarmenn sina og sagði hann að það hlyti aö fara eftir mati hverju sinni. Rifjaði hann upp úrskurð i Sakadómi Reykjavikur þar sem ritstjóra var ekki gert skylt að hlita vitnaskyldu, en i þvi tilviki var fjallað um sakarefni sem að- eins varðaði sektum. Hér væri um þyngri viðurlög og þvi alvarlegra sakarefni að ræða, þ.e. brot á trúnaði i opinberu starfi, og þvi hefði mat sitt verið að óska eftir úrskurði um vitnaskyldu blaða- mannanna. —AI Atli Steinarsson, blaðamaður: Gætum eins pakkað saman! Við munum ekki gefa upp nöfn heimildarmanna okkar. Við gæt- um alveg eins pakkað saman og reyndar fleiri blaðamenn en við sagði Atli Steinarsson, blaðamað- ur i samtali við Þjóðviljann i gær. Við munum þvi halda fast við neitun okkar cnda skaðar þaf ekki rannsókn Kötlufellsmálsins Atli sagði að fréttin um játning- una hefði komið deginum fyrr i Dagblaðinu en öðrum blöðum og þegar lögmaður Einars J. Gisla- sonar heföi kært, hefði hann og Ómar Valdimarsson fréttastjóri, (en fréttin var merkt þeim), verið kallaðir til yfirheyrslu. Ég var þá strax spurður um aðrar fréttir, sagði Atli, m.a. frétt frá 29. janú- ar þar sem fjallað var um bensin- brúsa og getum að þvi leitt að um bensinbruna hefði verið að ræða. Skýrt var tekið fram i fréttinni að hún væri óstaðfest. Hallvarður óskar eftir að ég svari þvi við hvaða ibúa ég hafi talað i Kötlufelli 11 og við hvaða slökkviliðsmenn ég hafi talað, en ég hafði svarað spurningum um bensinið á þann veg að ég hafi tal- ið við sérfróða menn um bruna, m.a. slökkviliðsmenn. Hér er um tvö mál að ræða, sagði Atli, og ég sé ekki betur en kæra Einars J. Gislasonar sé not- uð sem átylla til þess að koma höggi á einhvern éða ná fram hefndum. Við erum ekki að leyna einu eða öðru sem hindrar að Kötlufellsmálið verðiupplýst og þvi munum við halda fast við neitun okkar, sagði hann að lok- um. —Al Formaður blaðamannafélagsins: Mikflvægt að reglan um trúnað sé virt Ég á von á að stjórn Blaöamannafélags tslands taki þetta mál upp mjög fljótlega, sagði Kári Jónas- son, formaður Bt i gær, en þarna er um að ræða kröfu um að blaðamenn brjóti gegn siöareglum félagsins. Kári sagði mikilvægt að 2. grein siöareglna B1 sé virt, ;n i henni segir m.a. að álaðamanni beri að virða nauösynlegan trúnað viö neimildarmenn sina. Þaö varðar prentfrelsið og lýð- ræðið miklu aö þessi regla sé haldin, sagði Kári. Islenskir dómstólar hafa heldur ekki, svo ég viti til, gengið hart á blaðamenn að segja til heim- ildarmanna sinna og reynd- ar er hið sama að segja um nálæg lönd. Þá sagði Kári að ólafur Jóhannesson, ráðherra og lagaprófessor hefði fyrir nokkrum árum fjallað um þessa reglu i grein sem birtist i Úlfljóti, timariti laganema en þar segir Ólaf- ur: „Sérstaklega er nauð- synlegt aö blaöamenn hafi rétt til að neita að segja til heimildarmanna sinna.” Ég tel þvi mikilvægt að blaða- mennirnir standi við yfirlýs- ingar sinar og neiti þessari kröfu, sagöi formaður Blaðamannafélags Islands., —AI Gunnar G. Schram, dómsforseti Lifs og lands kynnir fundarmönnum niðurstöðu kviðdóms sem situr honum á vinstri hönd. Hann skipuðu: Sigurrós Þorgeirsdóttir, Arni Björn Guðjónsson, Ragnheiður Brynjolfsdóttir, Erlingur B. Thoroddsen, Þórir Einarsson, Guðrún Hllðar, Asa Anderssen, Gunnar M. Hansson, Anna Rist, Þór Sigþórsson, Bjarni Halldórsson og Bogi Arnar Finnbogason. Ljósm —A1 Kviðdómur Lífs og lands: 1 Reykjavfloirflugvöll ber aö leggja niður „Kviödómur liefur komist að niðurstööu og svarað spurning- unni: Ber að leggja Reykja- víkurflugvöll niður?, þannig að 7 hafa sagt já og 5 nei.” Þannig íauk „réttarhöldum” Lifs og lands um framtið Reykjavikurflugvallar s.l. sunnudag en húsfyllir var við málflutninginn sem stóð i tæpa fjóra tima. Gunnar G. Schram, prófessor stýrði „dómþinginu”, lögmennirnir Ragnar Aðal- steinssonog Jón E. Ragnarsson önnuðust málflutning og leiddu vitni máli sinu til stuðnings. Mælti Ragnar i móti og Jón E. með flutningi vallarins frá höfuðborginni. Tylftardómur borgara, valinn af handahófi eftir þjóðskrá lagði siðan mat á það sem fram kom i málinu. Jón E. Ragnarson lagði áherslu á að Reykjavikurflug- völlur uppfyllti ekki i núverandi ástandi þær öryggiskröfur sem gera yrði og stórfé þyrfti að leggja i endurbætur hans, m.a. að lengja og styrkja brautir, byggja ný flugskýli og flugstöð. Skynsamlegra væri að eyða þvi fé i miölungsstóran innanlands- flugvöll i Kapelluhrauni eða á Alftanesi. Þá sagði Jón það óforsvaranlegt að hafa flugvöll- inn i miðri byggð. Af honum stafaði stórhætta ef eitthvað brygði útaf, auk efna- og hljóð- mengunar. Leiddi Jón fjögur vitni: Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóra, Bjarka Jóhannsson, arkitekt og skipulagsfræðing, Ólaf Haraldsson, flugumferðar- stjóra i Keflavik og Skúla Johnsen borgarlækni. Ragnar Aðalsteinsson lagði áherslu á hagkvæmni þess að hafa flugvöllinn einmitt þar sem hann er og taldi hann það mesta glapræði fjárhagslega séð að leggja hann niður, þó ekki mætti eingöngu lita á fjárhagshlið þessa máls. Flugvöllurinn væri ekki eingöngu fyrir Reykvik- inga: fólk úti á landsbyggðinni hefði meiri þörf fyrir hann, — það þyrfti að geta komist i stjórnsýslustofnanir borgar- innar á sem allra skemmstum tima. Hætta væri á að höfuð- borgin glataði stöðu sinni sem slik og draga myndi úr innan- landsflugi ef af flutningnum yrði. Taldi Ragnar að ekki staf- aði óeðlilega mikil hætta af vell- inum og tækniþróun i öryggis- búnaði væri núverandi staðsetn- ingu hans i hag. Ragnar leiddi einnig fjögur vitni: Agnar Kofoed Hansen.flugmálastjóra, Þorgeir Pálsson, dósent i verk- fræði Hl, Einar Helgason, deildarstjóra innanlandsflugs Flugleiða,og Bjarna Einarsson, ! frkvstj. byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar. Gott fundarform Þetta mun vera i annað sinn sem Lif og land gengst fyrir fundi með þessu sniði um flókið og fjölþætt deilumál en hið fyrra var hvalveiðar tslendinga. • Þetta fundarform er mjög vel til þess fallið að upplýsa menn um með- og mótrök i viðkomandi máli og bæði skemmtilegra og ■ aðgengilegra en t.d. lestur langra skýrslna eða kappræöu- I fundir svo eitthvað sé nefnt Það tók kviðdóminn ekki ■ nema 15 minútur að komast að I fyrrgreindri niðurstöðu en tekið skal fram að Lif og land hefur I ekki markað neina stefnu i þess- ■ um málum og er ekki bundið af niðurstöðu fundarins. Sem fyrr segir var salurinn þéttsetinn en það vakti furðu ■ margra hversu fátt var þar um áhrifamenn borgar og rikis. Einungis einn borgarfulltrúi, I Sigurjón Pétursson.sat fundinn, 1 en sem kunnugt er eru borgar- fulltrúar fimmtán talsins og þingmennirnir eru vist ennþá ■ sextiu. ' ____________________________“"J Verður öryggismálaumræða leyfð á þingum Norðurlandaráðs? Látum ekki herfrœðinga gegnsýra hugsanagang — sagdi Anker Jörgensen forsætisráðherra Það fréttnæmasta við Norður- landaráösþing eru oft á tiðum umræður uin öryggis- og utan- ríkismál vegna þess aö EKKI er til þess ætlast að þau séu tii um- fjöllunar á þessum vettvangi. I.ars Werner formaður VPK i Svi- þjóð bryddaði á þessum málum i ræðu í gær, og ræddi um mögu- leikana á þvi að Noröurlandaráð fjallaði um öryggis- og utanrikis- mál. Ekki i þvi skyni að gera ályktanir, heldur til þess að skipt- ast á skoðunum og samræma vissa þætti á þessum sviðum. Lars Werner nefndi meðal ann- ars að i Noregi, Sviþjóö og Finn- landi væru starfandi óháðar Friðarrannsóknarstofnanir sem könnuðu öryggismál, og varpaði fram þeirri hugmynd að Norður- landaráð gæti faliö þeim að at- huga mál meö skipulögðum hætti. Þá f jallaði Werner um hina miklu umræðu sem nú á sér stað á Norðurlöndum um kjarnorku- vopn og tók undir áskorun ráð- stefnu fulltrúa æskulýðssamtak- anna til Norðurlandaráös um aö ráðið lýsi þvi yfir aö Norðurlönd séu kjarnorkuvopnalaust svæði. K.B. Andersen, fyrrum utan- rikisráðherra Dana, kvaðst i um- ræðunum ekki hafa neitt á móti þvi að rætt væri um öryggis- og alþjóðamál á þingum Norður- landaráðs, en hann væri á móti þvi að fella slíkar umræður i fastan farveg, og kvaöst ekki skilja hvers vegna Werner vildi byrja á þvi að þau lönd, þar sem engin kjarnorkuvopn væru, lýstu þvi yfir að þau væru án kjarn- orkuvopna. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Dana tók i sama streng, og kvað þaö standa stórveldunum nær aö gefa slikar yfirlýsingar. Norðurlönd væru laus við kjarn- orkuvopn, það væri raunveru- leiki, og þau væru enginn þrösk- uldur i vegi fyrir þvi aö dregið yrði Ur atómkapphlaupinu. Hinsvegar lagði Anker Jörgen- sen þunga áherslu á aö Norður- lönd þyrftu að leggjast gegn þvi að herfræðihugsunarháttur gegn- sýrði hugsunargang ráðamanna i kjölfar versnandi heimsástands, innrásar Sovétmanna i Afghan- istan og „kerfisbreytingar” i Bandarikjunum. Ljóst var af ræðu Ankers, að hann hafði þung- aráhyggjuraf „hernaðarstefnu” i Bandarikjunum og afleiðingum þess á sambúð risaveldanna. Hann kvað öryggismálastefnu vissulega vera hernaðarlega öðr- um þræði, en þó mættu menn ekki gleyma viljanum til þess að vinna saman og leysa mál meö friði. ---ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.