Þjóðviljinn - 06.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Blaðsíða 15
Barnahornið Sýnið bömunum virðingu! Móðir hringdi: — Mig langar til að beina þvi til þeirra sem ráða hjá Sjónvarpinu, að þeir sýni börn- unum svolitið meiri tillitssemi og virðingu en þeir gera oft á tiðum. 1 siðustu viku hafði verið auglýst mynd með Harold Lloyd, og átti aö taka við af Prúðu leikurunum. bessi mynd var tekin út fyrir fréttamynd af Danmerkurheimsókn forsetans, þótt ekki verði séð annað en að hægt heföi verið að sýna báðar myndirnar, þvi báðar voru stuttar. En látum það vera — maður hefði þá haldið að börnin væru ekki látin biða endalaust eftir Harold Lloyd. En nú er komið á daginn að hann kemst ekki á dagskrá fyrren hálfum mánuði eftir. Hálfur mánuður er langur timi fyrir krakka. Svo var sýnd á mánudaginn mynd sem hefði átt að sýna á tima sem er ætlaður börnum, „Bjöllurnar þrjár”, — en hún var sýnd um kvöldið, þegar börn eru yfirleitt háttuð. Mætti ekki endursýna hana? Föstudagur 6. mars, 'W81. ÞJóÐVILJÍNN — SIÐA 15 • Útvarp kl. 9.05 Eigin- gjarni risinn Sjónvarp kl. 22.30 Hann fór um Einn af fjöl- skyldunni Filsunginn sem þiö sjáið á myndinni á að verða sirkusfíll þegar hann stækkar. En þangað til á hann heima hjá f jölskyldu einni í New Jersey í Bandaríkjunum. Á heimilinu eru þrír krakkar, og þeim finnst auðvitað gaman að eiga svona stórt gæludýr, en þau kvíða fyrir þeim degi, þegar Mignon — en svo heitir f íllinn— fer f rá þeim. Vitiö þið hvaö Mignon fær i morgunmat? Hann kemur á hverjum morgni fram i eldhús og borðar brauð, epli, kartöflur, gulrætur, lauk, salathöfuð — og svo skolar hann þessu niður með átta litrum af mjólk. A kvöldin situr hann inni i stofu meö fjölskyldunni og horf- ir á sjónvarpiö. Hann kann meira að segja að kveikja á sjónvarpinu sjálfur, með ranan- um. Hvernig litist ykkur á aö hafa svona filsunga heima hjá ykkur, •einsog einn af fjölskyldunni? Björgunar- laun, nafn leynd og matur i Fréttaspegli I kvöld verða umræður um björgunarlaun varðskipanna, scm mjög hafa verið i fjölmiðlum að undan- förnuvegna Heimaeyjarslyss- ins. Að sögn Guðjóns Einarssonar fréttamanns verður þó ekki rætt um slysið sem slikt, heldur um þessi mál almennt, t.d. hvort ástæða sé til að breyta þeim reglum sem i gildi eru. Rætt verður við Kristján Ragnarsson hjá LIO, Jón Magnússon lögfræðing Land- helgisgæslunnar og Gunnar Felixson hjá Trygginga- miðstöðinni. Þá verður tekin fyrir nafn- leynd heimildamanna i starfi fjölmiðla, sem er annað hita- mál um þessar mundir. i þvi sambandi verður rætt við þá Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og Hauk Helgason aðstoðarritstjóra Dagblaðsins. Þriðja málið af innlendum vettvangi er svo niðurstöður könnunar á mataræði Islendinga, og verður rætt við Jón Óttar Ragnarsson matvælafræðing af þvi tilefni. triðið i E1 Salvador kemur ið sögu i Fréttaspegli Sjónvarp 'CF kl. 21.20 Af erlendum vettvangi veröa tvö mál á dagskrá þáttarins, að sögn Boga Agústssonar fréttamanns. Það fyrra er samskipti islend- inga og Grænlendinga, og verður rætt við Matthias Bjarnason alþingismann, sem ásamt fleiri þingmönnum lagði fram frumvarp um stofnun sjóðs til eflingar þessum samskiptum, og er frum varpið nú orðið að lögum. Seinna málið er borgara- striöið i E1 Salvador, og eink- um sú hlið þess sem snýr að stórveldunum, afskiptum þeirra og afstöðu til þess sem er að gerast i E1 Salvador. — ih Nýlega er komið hér á markað nýtt spil, svonefndur Landnámsleikur. Þar er börn- um kennt að leika landnáms- menn, sem flytjast til islands frá Noregi og gera ýmislegt á leið sinni hingað. Meðal þess sem þátttakendur i leiknum geta gert á leiðinni er að kaupa þræla, selja þá, taka þræla, ræna klaustur, taka herfang. Með þessu er þeim kennt að setja sig gagnrýnislaust i spor þeirra er slik illvirki frömdu. Hvergi er þeim kennt að setja Listamanna- laun — fyrir hvað? Mig langar til að spyrja út- hlutunarnefnd listamannalauna einnar spurningar. Ég hef spurt marga að þessu, en enginn hefur getað svarað mér. Spurningin er svona: Fyrir hvað fékk Björgvin Halldórsson listamannalaun? Reynir Sigurðsson sig í spor þrælanna, sem voru teknir, seldir og keyptir, né munkanna i klaustrunum, sem rænd voru, né fólksins, sem her- fangið var tekið af. Þeim er kennt að setja sig i spor kdgar- anna gegn hinum kúguðu, að taka afstöðu með sigurvegurun- um gegn hinum sigruðu. Þetta er ósvffin tilraun til að réttlæta I augum barnanna atferli hinna norrænu landnámsmanna og vikinga. En þetta er að sjálfsögöu aðeins hluti af þeirri innræt- ingu, sem hér fer fram. Okkur er kennt aö vera stolt af að vera komin af hinum norrænu land- námsmönnum, en enginn kennir okkur að vera stolt af aö vera komin af hinum irsku þrælum. Og það fylgir gjarnan meö að hinir norrænu landnámsmenn hafi verið ljóshærðir og blá- eygðir, og gefiö i skyn að þannig eigi sannir Islendingar að vera. Kynþáttastefnan er aldrei langt i burtu i þessari innrætingu. Islendingar stæra sig mjög af menningu sinni og telja hana réttlæta tilveru sina sem sjálf- stæðrar þjóöar. Á timum land- námsins voru írar miklu meiri menningarþjóð en norrænar þjöðir. beir skrifuðu bók- menntir, stunduðu listir, visindi og fræðimennsku, meðan nor*- rænir menn kunnu hvorki að lesa né skrifa. Halldór Laxness kemst svo að orði i íslendinga- spjalli um germanskar þjóðir: „Bókmenningu var upphaflega troðið upp á þetta fólk sunnan- frá i jesúnafni, og einskorðuð við klerka. Ef þessar þjóðir hefðu mátt sjálfar ráða, mundu þær aldrei hafa lært að lesa”. Það má þvi viröast undarlegt aö íslendingar séu stoltir af að vera komnir af Norðmönnum, en ekki af Irum. Astæðan er þó augljós fyrir afstöðunni meö hinum norrænu landnámsmönnum. Þeir voru hin drottnandi stétt á islandi, írarnir voru aðallegu þrælar, og þeir landnámsmenn irskir sem hér voru, uröu að búa viö ofriki hinna norrænu. Þetta er þvi stéttarleg afstaða, stéttarleg innræting i þágu ráöandi stéttar. Sósialistar, verkalýðssinnar! Gefið börnum ykkar þvi ekki Landnámsleikinn. Þegar þau læra Islandssögu, kenniö þeim þvert á móti að taka stéttarlega afstöðu meö irskum þrælum gegn hinum norrænu kúgurum þeirra. Ingibjörg Ingadóttir Njálsgötu 75, R. t morgunstund barnanna i dag les Nanna Ingibjörg Jónsdóttir þýöingu Hallgrims Jónssonar á sögunni ' „Eigingjarni risinn” eftir Oscar Wilde. Oscar Wilde hét fullu nafni Oscar Fingal O’Flahertie Wills, og fæddist i Dublin árið 1854. Hann var við nám i Ox- ford og gerðist þar forsprakki „Fagurfræðihreyfingar- innar”, sem dýrkaði listina listarinnai; vegna. Hann var gáfumaöur mikill og meinfyndinn, og fara af hon- um margar sögur. M.a. á hann aö hafa sagt að íslendingar væru gáfaðasta þjóö I heimi, af þvi aö þeir hefðu fundið Ameriku og forðað sér strax i Oscar Wilde. burtu án þess aö láta nokkurn vita. Oscar Wilde samdi mörg leikrit og aragrúa af ljóöum, og einnig undurfagrar barnasögur, einsog t.d. ævintýrin um Hamingjusama prinsinn og Eigingjarna risann. Árið 1895 var hann dæmdur i fangelsi fyrir kynvillu og varð það honum gifurlegt áfall. Eftir að hann kom úr fangelsinu liföi hann við sult og seyru i Paris og dó þar blásnauður árið 1900. — ih haust Föstudagsmynd sjónvarps- ins heitir Hann fór um haust (Out of Season) og er bresk, árgerö 1975. Hún mun hafa verið sýnd hér sem mánudagsmynd I Háskólabiói fyrir nokkrum árum. Þaö sem gefur þessari mynd gildi eru fyrst og fremst leikararnir: Vanessa Red- grave, Cliff Robertson og Susan George. Myndin gerist i gistihúsi á afskekktum stað. Á sumrin er þar margt um Vanessa Redgrave leikur hótelstýruna sem fær óvænta heimsókn. manninn, en á veturna er hótelstýran þar oftast ein með dóttur sinni gjafvaxta. Og þaö er einmitt aö vetrarlagi, sem gest ber aö garði og sagan gerist, sem sögö er i myndinni. Ef ég man rétt er þetta þokkaleg mynd, nokkuð angurvær og alls ekki mann- skemmandi. — ih lcscndum Gefið ekki böraum Landnámsleikinn! Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eöa skrifið Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.