Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur IX. mars 1981 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: E:öur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaður: lngólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Gúðvarðardóttir, Jóhannes Harðar^on. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavik, sími 8 13 33. Prcntun: Blaðaprent hf.. Hafréttarmál í uppnámi • Stórfyrirtækjavaldiðer aööllum jafnaði feimnismál í bandarískum stjórnmálum. Þó hafa ýmsir bandarískir stjórnmálamenn, aðallega úr röðum demókrata og frjálslyndra af ýmsum toga, reynt að taka upp baráttu gegn ofurvaldi auðhringanna á ýmsum sviðum. Slíkt er bó dæmt til þess að mistakast veana bess að mikill hluti þingmanna og öldungadeildarmanna í Bandaríkjunum er með einhverjum hætti á framfæri fyrirtækja og auð- hringa. • Enginn þurfti að efast um það að með Ronald Reagan i Hvíta húsinu fengju bandarískir auðhringa- hagsmunir opinskárri málsvara en áður. Því sem þeir áður réðu bak við tjöldin stjórna þeir nú opinskátt gegn- um republikana í æðstu stöðum, sem leggja enga dul á hverra hagsmuna þeir eru að gæta. • Vegna þrýstings frá bandarískum samsteypum eru nú horf ur á því að ekkert verði úr undirritun Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem að var stefnt í Cara- cas í Venezuela með haustinu. Tíðindi af stefnu- breytingu Bandaríkjastjórnar berast í þann mund sem tíundi fundur Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er að hef jast í New York. Áætlað var að gengið yrði frá endanlegum samningsdrögum á þeim sex vikna fundi sem nú er að hef jast. • l megindráttum hafa drögin að hafréttarsáttmála verið til reiðu um skeið. Síðasta þrætueplið var vinnsla málma á hafsbotni, en Carter-stjórnin hafði fallist á það orðaiag sem samkomulag varð um á fundinum sl. sum- ar._Þá lýsti Elliot Richardsson, formaður bandarísku sendinefndarinnar á Carter-tímanum, yfir því, að haf- réttarsáttmáli yrði reiðubúinn til undirritunar að loknum tíunda fundi Hafréttarráðstefnunnar. • Alexander Haig utanríkisráðherra hefur ekki út- nef nt nýjan formann f yrir bandarísku sendinef ndina, en fyrirskipað henni að sjá svo um að ekki verði gengið að samkomulagi á yfirstandandi fundi. New York Times hefur það eftir embættismönnum í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu að bandarísk námufyrirtæki séu þeirr- ar skoðunar að núverandi samningsdrög skerði mögu- leika þeirra til þess að nýta sér auðlindir á hafsbotni, t.d. málmtegundir sem þar finnast í miklu magni. I sama streng var tekiðá kjörþingi republikana í Detroit í sum- ar. • Stríðið stendur um málmvölurnar sem liggja djúpt á hafsbotni, aðallega í Kyrrahafinu, langt utan 200 mílna efnahagslögsögu, og innihalda verðmæta málma svo sem magnesium, kobolt, nikkel og kopar. Stórar málm- vinnslusamsteypur alþjóðlegra auðhringa vil ja ná í þessi auðæfi hvaðsem það kostar og hafa taf ið framgang haf- réttarsáttmálans í mörg ár. Þau ein hafa tæknilega möguleika til þess að hagnýta þessa auðlind, en alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst hana sam- eign mannkyns. • Andstæðurnar milli ,,suðurs" og norðurs" hafa endurspeglast í deilunum um hafsbotninn. í þeim drög- um sem fyrir liggja var m.a. reynt að ná fram mála- miðlun þar sem gert er ráð fyrir að gróða af málm- vinnslu sé skipt milli vinnsluaðila og allra landa heims, og að þróunarlönd fái úthlutað vinnslusvæðum til jafns við iðnríki. Þróunarríkin gátu f yrir sitt leyti sætt sig við niðurstöðuna, en þær sex samsteypur sem hyggja á stór- fellda málmvinnslu af hafsbotni, og aðallega saman- standa af bandarískum, breskum, frönskum, japönskum, vestur-þýskum, kanadískum og hollenskum auðhringum, vilja fá tryggingu fyrir því að þær geti óhindrað þróað vinnsluaðferðir og hagnýtingarleiðir næstu 30 árin hvar sem er. • Það hefur heldur betur slegið í bakseglin á Haf- réttarráðstefnunni í sama mund og menn ætluðu al- menntaðsenn yrði öllum f lóknum deilumálum siglt inn í friðarhöfn alþjóðlegs hafréttarsáttmála. Þess í stað er nú líklegt að Bretar og Frakkar fylgi fordæmi Banda- ríkjamanna og Vestur-Þjóðverja og setji einhliða lög um nýtingu hafsbotnsins. Þar með yrði Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna úr sögunni áður en hann hefði verið undirritaður, og framundan stjórnlaus sjóhernaður um auðlindir á hafsbotni. Efnahags- og fiskveiðilögsaga út að 200 mílum er þegar viðurkenndur alþjóðaréttur, en í þeim drögum að Hafréttarsáttmála sem fyrir liggja eru mikilvæg ákvæði sem snerta hagsmuni islands og varða mörk landgrunnsins, og að því hefur verið stefnt að setja gleggri ákvæði um rétt strandrikja til þess að tryggja vernd fiskistofna utan fiskveiðilögsögu. Sé það í alvöru ætlun Bandaríkjastjórnaraðtaka alfarið upp auðhringa- sjónarmið i hafréttarmálum eru þessi hagsmunamál í hættu. —ekh L \SjáIfstœðií>flokksins Sambandsráösfundur SUS 7. marz 1981 sus <0 ?0 Slaða Siailttanéis Reytia.* P*iu, P Vasiu'land VmthrOií HalkJó, No/Ouilanð .asira Ctkii Palisor niaugm Magr atinpan og kosmngarétlu, CramsOgumanr rn.iOarson Jón Ormur Halldíxsson i og Vilh|álmur Þ Vilh|álmsson umraöu. SiáilsissOislioki rölkior ungs siáilstaOrsfóllM isogumann ólalur Hatgi Umraður og algrarósla 16 40 SambandsráOslun 17 00- 19 00 K.eöiuhól 19 00 Lagi al slaO lil Ráöstefna um ástand og horfur í atvinnumálum VaráalýOwáO SiállslwOrtllokksms ákvaOrO aö hakJa ráOslalnu um atvmnumál i ValhOH laugardaginn 7 mar, 1981 Verkalýösréó Sjélfstæöisllokksins klíppt Fáir mættir Félagsstarf Sjálfstæöisflokks- ins stendur meö misjöfnum blóma. Heldur á flokksforysta Geirs og Morgunblaðsins erfitt uppdráttar innan þess og eru andstæðingar Geirs-armsins iðnir við að koma þvi á framfæri að fundaaðsókn, þar sem Geirs- mönnum er teflt fram, sé heldur dræm. Mörg dæmi mætti um þetta nefna. Þannig var haldin ráð- stefna um ástand og horfur i at- vinnumálum á vegum Verka- lýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokks- ins i Valhöll sl. laugardag. Þar voru mættir 9 auglýstir frum- mælendur og átta fundarmenn, og var þó bæði boðið upp á Styrmi og Geir. A meðan voru Albert og Magnús L. Sveinsson að messa yfir fullu húsi á Hótel Sögu á vegum Verslunarmannafélags Reykjavikur um málefni aldr- aðra. Það vekur heldur ekki litla óánægju meðal ýmissa Sjálfstæðismanna að opinberir fundir á vegum VR og auglýs- ingar á vegum Viðskipti og verslun virðist vera undirbún- ingur undir prófkjör hjá ihald- inu: MagnúsL. vinnurfyrir þig. 18 á móti forystunni Einu fundirnir sem sóttir eru að marki hjá ihaldinu eru þeir þar sem auglýst er að ræða eigi innanflokksmálin og deilurnar um flokksforystuna. Svo var um Sambandsráðsfund ungra Sjálf- stæðismanna sem haldinn var i Hveragerði á laugardaginn. Þar bar það helst til tiðinda að sögn að 18 ræðumenn stigu i stólinn og lýstu yfir nauðsyn þess að skipta um forystu i Sjálfstæöis- flokknum. Klofningur skömminni skárri Um það standa miklar deilur i Sjálfstæðisflokknum, hvort stefna eigi að sættum eöa endanlegum klofningi. Meðal þeirra sem telja aö mála- mvndasættir séu verri en hreinsandi klofningur er Hall- dór Blöndal. í viðtali við Helgar- Visir segir Halldór: ,,En, gamaniaust, ég býst ekki við þvi að það Káfi verið gaman að vera blaðamaður á Vísi meðan Dagblaðið var að kljúfa sig frá. Svo — þegar allt er um garö gengið — þá breytist andrúmsloftiö og menn fara að kunna vel viö sig.” Eftir þessa samlikingu spyr blaðamaður hvort Halldór sé með þessu aö spá endanieg- um klofningi I Sjálfstæöis- flokknum. ,,Já, ég á erfitt með að skilja sum ummæli ráðherranna þannig að þeir séu enn sömu góðu Sjálfstæðismennirnir. Sjáðu til, þeir eiga erfitt meö að sætta sig við hversu litið fylgi þeir hafa í flokksráöinu og þeir vita um leið að þeir hafa gert hluti sem þeir hefðu ekki fyrir- gefið okkum hinum.”... Cr»m»ögu»,lndi 1 Áhfll varObólgu 4 l|á,magnwlr*ymi i atvmnullllnu GuOmunOur H Garówwon v«>»l.lpt.t,»oingur ? SiálfatwOtsHofclrurinn og istonsio, »tvinnuv«glr Styrrmr Gunnars- »on rilstgxi 3 Aatand og horfur i (Ivlnnumólum lOnaówmanna og v«rtc»miOtu- lólk» Bto'hl Jakobsson lormaOur 10/u Gunna, S B)Orn»»on tormaOur Malsiaraaamb bygglngarmanna Halgi Sl Karlaaon lormaOur MúraratMags ftoykfavfcur Víglundur Porstamason framkvssmdasttón 4 AtvtnnumóJ draMbýtlsins SlgurOur ösfcarsaon lormaOur vwkaMos riO» S|iltstaOisllokksin» Kl 13:30 Panal-umrwOur úrnr»»öust)ón Haiidór Biönda/ alfxn Pétttakandur Framsögumann Akl »*4ltsttoOI»lólk valkomlO é maOan húsnim layttr að niðast á samherjum sinum en að hætta á að aðrir settust i þá. Nú, hvort þeir hafa manndóm i sér tii að koma aftur, það get ég ekki dæmt um. Það mætti segja mér að það yrðu erfiö spor.” „Ég á erfitt með að sjá að ráð- herrarnir séu ennþá sömu góðu Sjálfstæðismennirnir”. Loksins, loksins, still Heldur er hrifningin yfir kjöri Ronalds Reagans farin að dofna hér á íslandi. Veldur þar mestu að Bandaríkjaforseti sýnist ætla að gana út i hættuspil I efna- hags- og hermálum, brytja niður félagslegtréttlæti hafi það einhversstaðar fyrirfundist i Bandarikjunum og leika sér að kjarnorkutólum meira en góðu hófi gegnir. íslendingar, sem jafnan eru sjálfum sér næstir, taka þó fyrst að hafa alvarlegar efasemdir um kúrekann i Hvita húsinu, þegar hann hefst handa við að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þó er hægt að gleðjast yfir þeim valdaskiptum sem orðið hafa i Bandarikjunum á einu tilteknu sviði eins og Heimilis- Timinn bendir réttilega á. Mikiö huggunarefni er það sannarlega að til valda i bandarisku samkvæmislifi skuli nú hefjast Atturnar hennar Nancy Reagans. „Mér fellur ekki jafnréttislög- gjöfin”, segir Martha Lyles hreinskilnislega. „Ég er kona, og ég hef náð eins langt og mig langar til þess að ná.” Og enn fræðir Heimilis- Timinn okkur: „Eiginmennirnir hafa fengið að helga sig stjórnmálunum án ihiutunar kvenna sinna, en Nancy og Atturnar hafa þess i stað lagt alla áherslu á glæsi- leika og góðan smekk i klæða- burði, gestamóttöku og veislu- höldum.” Það er ekki nema von að Bengtson hárgreiðslumeistari Áttanna hrópi upp: „Loksins eigum við að fá að sjá raunverulegan stil i Washington”. Það er still peninganna, góð- gerðarklúbbanna og ihalds- snobbsins sem á að undirstrika uppreisn hinna riku. Hann segir meira en mörg orð um hið nýja stjórnarfar i Bandarikjunum. — ekh Erfiö spor „Engar sættir? Hvað áttu við? MiIIi mín og ráðherranna? Ég get sagt þér að almennir Sjálfstæöismenn hafa aidrei verið ósáttir. Vandamálið kem- ur ekki að neðan. Þessi stjórn- armyndun var einskonar siys. Það voru þrir einstaklingar í minum flokki sem vildu heidur næla sér í ráöherrastóia með því ©g skoriði

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.