Þjóðviljinn - 24.03.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 24.03.1981, Page 2
2 StÐA — ÞJÓDVIL.JINN Þriftjudagur 24. mars 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalið Efri parturinn af þessum spegli er ekki mikið not- aður — nema þegar pabbi og mamma horf a í hann. Viðsjált nöðrukyn Kannski kemur þab ýrasum á óvart en samt er það svo, að vél- knúnar sagir, sem til þess eru notaðar aö fella skógartré „anda” frá sér þrisvar sinnum meiri koltvisýringi en bill á götunni. Að þessari niðurstöðu telja Sviar sig hafa komist. í framhaldi af þessu er svo öryggiseftirlitiö i Umea i Sviþjóð að rannsaka hve mikið blý, koltvisýringur og önnur skaðleg efni séu i útblæstri vélsaga. Þá er og staðfest, að skelli- nöðrur, utanborðshreyflar og aðrir tvigengismótorar blási frá sér skaðsamlega miklu kol- vetni. Og út hefur verið reiknað, að allar skellinöðrur i Sviþjóð blási frá sér 16 þús. tonnum af koltvisýringi á ári. Til þess að jafnast á við skellinöðrurnar að þessu leyti þarf öll mótorhjól, disilknúna fólksbila, rútubila, strætisvagna og vörubila i Sviariki. Vei yður, þér nöðrukyn. — mhg Rætt við Guðmund Hafsteinsson veðurfræðing: Utlit fyrir áfram- haldandi norðanátt Enn er ekkert lát á norðanátt- inni sem i dag hefur staðið heila viku, með samfelldri snjókomu um allt norðanvert landið og stormi og isingu á miðum. Guömundur Hafsteinsson veðurfræöingur var i gær tekinn tali um veöriö og sagöi hann aö enn sæi ekki fyrir endann á norðanáttinni. — Karpov og Kortsnoj? — Þeir voru náttúrulega svo hræddir um að verða sendir til íslands, aö þeir samþykktu möglunarlaust að láta draga um hina staðina. Ég er hér með fjögurra daga spá, sem gildir fyrir fimmtudag i þessari viku, sagði Guðmund- ur, og samkvæmt henni verður þá ennþá norðanátt. Hins vegar verður trúlega ekki alveg eins kalt þvi vindur verður meira austanstæður og þvi heldur mildara. — Er þetta ekki óvenjulega langvarandi kafli i okkar óstöðuga veðurfari? Ég held nú ekki. — ekki svo langvarandi að við getum farið að tala um að það sé óvenjulegt. Hins vegar er það oftar sem noröanáttin stendur ekki nema i einn til tvo daga eins og menn vita. — Hvað er það sem veldur þessu stöðuga veðurfari? Það er ekki sama hvaða leiö lægðirnar fara. Þennan tima hefur verið kröftug hæð fyrir vestan landið yfir Grænlandi og nærri kyrrstæö lægð milli íslands og Noregs. Þetta veldur þvi aö lægðirnar fara langt fyrir sunnan landið yfir Bretlands- eyjar og sameinast lægðinni fyrir austan okkur og styrkja hana. Nú er enn lægð vestur af Bretlandi sem stefnir i austur og engan bilbug að finna á hæðinni yfir Grænlandi þó frekar sé nú að draga úr henni en hitt. — Hefur fannfergi ekki verið óvenju mikið yfir norðan? Crkoma mælist mjög illa i hvassviðri og snjókomu eins og nú hefur verið, — og þvi er litið að marka úrkomumælingar. Af fréttum að dæma hefur hins vegar snjóað nokkuð mikið um allt norðanvert landið, frá norðanverðum Vestfjörðum austur á Austfiröi og reyndar hefur verið nær samfelld snjó- koma á öllu þessu svæði, þó sums staðar hafi rofað til á milli. Ég hef ekki við höndina neinn samanburö milli ára en ég ræddi við mann á Kópaskeri i morgun sem gat nefnt að minnsta kosti þrjá vetur siöan 1965 sem hefðu verið snjóþyngri. Þetta er þvi áreiöanlega ekki einstakt þótt það sé auðvitað mismunandi milli staða. — Fer þessu ekki að slota? Ekki vil ég lofa þér þvi. Það er nú vetur ennþá og útlit er fyrir áframhaldandi norðaustanátt með éljagangi fyrir norðan og vaxandi likur a éljagangi suðvestan lands lika! — Al. Hver togar sinn skækil ... / i Hross- hár strengjum Einu sinni var hrosshárið verðmæt vara. Þá fléttuðu menn úr þvl marglit reipi og hnappheldur, stoppuðu meö þvi aktýgjaklafa og hnakkdinur. Kraftalegir hrosshársrokkar suöuðu á kvöldin og hala- snældur snérust i loftinu. Nú er þessi timi liðinn en hárið heldur áfram að vaxa á hrossunum okkar eins og ekkert hafi i skorist Eigum við þá bara aö henda þvi eöa er hægt að vinna úr þvi verðmæti? Búvörudeild SÍS hefur nú i nokkur ár flutt út dáliti af hross- hári til Þýskalands. Nota Þjóðverjarnir þaö einkum við penslagerð. Nýlegar fréttir herma að eftirspurn sé nú aö aukast og að óskir hafi borist er- lendis frá um að fá meira af hrosshári en undanfarið. — mhg í kulda og orkukreppu — < Q O Fyrir langa löngu uppgötvaöi Kólumbus aö ’jörðin var y—^hnöttótt. Þvi miður kom siöar i ljós aö jörðin var hnöttótt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.