Þjóðviljinn - 26.03.1981, Blaðsíða 1
r
Pentagon og Olafi Jóhannessyni ber ekki saman:
UOÐVIUINN
Fimmtudagur 26. mars 1981 —71. tbl. 46. árg.
Samningur gerður
átjánda júlí 1979?
„Kannast ekkert viö neina samninga
frá þeim tima”, segir utanrikisráöherra
„Það voru engir
samningar undirritaðir
i júli 1979”, sagði Ólafur
Jóhannesson utanríkis-
ráðherra i samtali við
blaðamannÞjóðviljans i
gær. „Ummælj Iselin
aðmiráls hljóta að vera
á misskilningi byggð”.
Eigi þessi orð utan-
rikisráðherra við rök að
styðjast er ljóst að þessi
misskilningur er út-
breiddur i Bandarikjun-
um. Þjóðviljinn hefur
aflað sér heimilda fyrir
þvi að i opinberum
plöggum frá Pentagon,
varnarmálaráðuneyti
Bandarikjanna standi
skýrum stöfum að sam-
komulag hafi verið gert
18. júli 1979 við islensku
rikisstjórnina um 20
milljón dollara framlag
i flugstöð i tvennum til-
gangi á Keflavikurflug-
sonar þáverandi utanrikisráð-
herra og bandariska sendiherr-
ans i Reykjavik i mai ’78, en þar
hafi ekki verið fjallað um kostn-
aðarþáttinn.
Hér stendur þvi fullyrðing
aðmiráls og Pentagon gegn stað-
hæfingu ölafs Jóhannessonar,
utanrikisráðherra. Nauðsynlegt
sýnist að greitt sé úr þessum mis-
skilningi, ef hann er til staðar, og
málið sé skyrt af opinberri hálfu.
— ekh
Gamlaraðferðir við þurrkun þorskhaUsa tíðkast enn. Mvndin var tckin
i Vestmannaeyjum sl. sunnudag þar sem hausar þöktu gamla hraunið
og mynduðu skemmtilcgt mynstur i hraungrýtinu. Ljósm: H.G.
Ekkcrt
Ólafur.
júlisamkomulag, segir
velli og um kvaðir sem
þvi fylgja.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá i
gær vitnaði Iselin aðmiráll orð-
rétt i þetta samkomulag rikis-
stjórna Islands og Bandarikj-
anna, sem hann kvað hafa verið
formlega undirritað i júli 1979.
Undirritað eða ekki virðist það
þvi almælt i Bandarikjunum að
samkomulag sé til frá þessum
tima um bandariska l'ramlagið i
flugstöðina. ólafur Jóhannesson
kannast hinsvegar ekki við að svo
sé. Hinsvegar vitnar hann til
nótuskipta milli Einars Agústs-
Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1981:
Lánsfjárþörfin er
um 1333 miljónir
Fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlun fyrir árið 1981 var lögð
fram á Álþingi i gær, en bráöa-
hirgðaáætlunin um sama efni var
lögð fram fyrir áramót. Sam-
kvæmt áætluninni þarf að afla
lánsfjár að upphæö rúmar 1333
miljónir króna til opinberra aðila
og skiptist þannig: Uikissjóður
rúmar B2(> miljónir króna, fyrir-
tæki með eignaraðild rikissjóðs
rúmar 503 miljónir króna og
bæjar- og sveitarfélög rúmar 203
miljónir króna.
Gert er ráð fyrir að afla þessa
fjármagns með innlendum og
erlendum lánum og nema innlend
lán rúmum 338 miljónum króna
en erlend lán nema rúmum 995
miljónum króna. Hin erlenda lán-
taka skiptist þannig að lántaka
rikissjóðs nemur rúmum 288
miljónum króna, lántaka fyrir-
tækja með eignaraðild rikissjóðs
nemur rúmum 503 miljónum
króna og erlendar lántökur
sveitarfélaga nema 203 miljónum
króna.
Húsnœöisstofiiun ríkisins leiðréttir Morgunblaðið:
Skipting lánsfjár eftir fram-
kvæmdaþáttum er i megin-
atriðum þessi: Raforkuver og
rafveitur rúmar 747 miljönir
króna, hita- og vatnsveitur rúmar
219 miljónir, samgöngumann-
virki rúmar 155 miljónir,
byggingar hins opinbera rúmar
177 miljönir króna. Auk þeirra
1333 miljóna sem gert er ráð fyrir
i lánsf járáætlun þá er um að ræða
fjárveitingu á fjárlögum sem og
fjáröflun sveitarfélaga og fyrir-
tækja til þessara framkvæmda-
þátta þ'annig að opinberar fram-
kvæmdir eru áætlaðar á þessu ári
rúmar 2000 miljónir og er það
2,8% magnaukning frá siðasta
Lánin hækka hjá flestum
1 gær mátti lesa á baksiðu
Morgunblaðsins meiriháttar
„frétt” um það á ákveðið hafi
verið að lækka lán Húsnæðis-
stofnunar ríkisins til ibúðabygg-
inga á þessu ári um 15% þegar i
hlut ættu tveggja til fjögurra
manna fjölskyldur.
i tilefni af þessari ,,‘frétt”
Morgunblaösins hcfur Húsnæðis-
stofnun rikisins sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem fram
kemur að samkvæmt hinum nýju
úthlutunarrcglum, þá munu lán
til tveggja til fjögurra manna
fjölskyldna halda fyllilega sinu
verðgildi miðað við eldri reglur*
lán til 5 manna fjölskyldna og
stærri munu hækka aö raungildi,
en lán til einhleypinga lækka
nokkuð.
Þetta gildir um áriö i heild.
Hins vegar leiðir það af sjálfu
sér, að nú þegar ákveðið hefur
verið að lánin hækki ekki ein-
göngu einu sinni á ári eins og
áður, heldur ársfjórðungslega, þá
verða lánin lægri á fyrstu mán-
uðum ársins, en hærri á þeim
siðari, eins og sjá má á töflu sem
við birtum á blaðsiðu 3 i Þjóðvilj-
anum i' dag.
1 fréttatilkynningu Húsnæðis-
stofnunar rikisins segir:
1) Á þessu ári og héðan i frá
hækka öll lán stofnunarinnar
til nýbygginga og til kaupa á
eldri íbúðum ársfjórðungslega
i samræmi við hækkun bygg-
ingarkostnaðar staðalibúða.
Innan hvers ársfjórðungs
verða lánin mishá eftir fjöl-
skyldustærðum. Er þar um 4
fjölskyldustærðir að ræða.
2) I meöfylgjandi töflum má sjá
áætlun stofnunarinnar um þró-
un byggingarlána hennar á
árinu 1981, serp byggð er á
verðbólguspá fjárlaga fyrir
þetta ár. Gerir hún ráð fyrir
40% verðbólgu frá ársbyrjun
til ársloka. Verði hún meiri
munu lánin hækka til sam-
ræmis við það. Samkvæmt
áætluninni er glöggt, að þegar
á miðju ári og úr þvi munu
allar f jölskyldustærðir, að ein-
hleypingum undanskildum, fá
hærri lán en verið hef ði ef lánin
hefðu verið veitt skv. þeim lög-
um, sem i gildi voru til 1. júli
sl. Benda má á, að langflestar
ibúðir veröa fokheldar á 3.
ársfjórðungi.
3) í fyrrnefndri fréttagrein
(Morgunblaðsins) segir, að
hefðu eldri lög gilt hefðu ný-
byggingarlánin hækkað um
57.3% og er þá miðað við
hækkun byggingarvisitölu 1.
janúar 1980 — 1. janúar 1981.
Hér er um misskilning að
ræða. Útreikningstimabil
nýbyggingarlána hefur verið
um langt skeið l.'Október—l.
október. Samkvæmt þvi hefði
hækkunin a timabilinu
1.10.1979—1. 10. 1980 orðið
51.83% cg lánið orðið
samkvæmt þvi kr. 121.464,00.
4) t lokin má minna á, að væru
fyrri lög enn i gildi myndi eitt
og sama byggingarlániö gilda
fyrir allar fjölskyldustærðir
allt árið. Af áætluninni má
glöggt sjá hve miklu óhag-
stæðara það væri fyrir allar
fjölskyldustærðir, nema ein-
hleypinga.
Sjá töflu á síðu 3
ári.
1 þeim kafla áætlunarinnar er
nefnist þjóðhagshorfur kemur
fram að gert er ráð fyrir að fram-
leiðsla sjávarafurða dragist
saman um 2,5% á árinu 1981.
Jafnframt segir að horfurnar
fyrir árið 1981 er varðar ál og
kisiljárn séu nú dekkri en áður
vegna orkuskortsins. Talið er þvi
að útflutningsframleiðslan i heild
dragist saman i heild um tæplega
1% á þessu ári samanborið við
10% aukningu á árinu 1980.
Aætlað er að viðskiptakjör verði
1—2% lakari á þessu ári en i
fyrra. Vegna rýrnandi viðskipta-
kjara er áætlað að þjóðartekjur
dragist litilsháttar saman eða um
0,5% en um 1,5% á mann.
Þjóðarframleiðsla er hinsvegar
áætluð óbreytt á þessu ári frá
þvisem var i fyrra.
Áætlunin gerir ráð fyrir að
kaupmáttur ráðstöfunartekna i
heild verði um 1% meiri á þessu
ári en í fyrra, eða sá sami og i
fyrra. Gert er ráð fyrir 1%
aukningu einkaneyslu og 2%
aukningu samneyslu. —þ
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR!
Hittumst í Háskólabiói á sunnudaginn — Sjá bls. 7