Þjóðviljinn - 26.03.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 26. mars 1981
Aðal-
fundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur verður haldinn að
Hótel Esju í kvöld
26. mars kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
LÖGMENN
Munið aðalfund Lögmannafélags íslands
að Hótel Sögu, Hliðarsal, 2. hæð, á
morgun föstudag. Fundurinn hefst kl.
14.00.
Árshóf félagsins að kvöldi sama dags, að
Hótel Sögu Átthagasal.
Stjórnin.
V erkak vennaf élagið
Framsókn
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og
önnur trúnaðarstörf i félaginu fyrir árið
1981 og er hér með auglýst eftir tillögum
um félagsmenn i þau störf.
Frestur til að skila listum er til kl. 12 á
hádegi mánudaginn 30. mars 1981.
Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli
100 fullgildra félagsmanna. Listunum ber
að skila i skrifstofu félagsins, Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu.
Stjórnin.
Allur akstur
krefst
varkárni
Ytum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
EROAR
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI53468
Tryggingarfélagið
Ábyrgð hf,20 ára
Slðastliöinn miðvikudag
minntist tryggingarfélagið
Ábyrgð þess að 20 ár voru þá lið-
in frá þvi að félagiö opnaði
skrifstofu slna að Laugavegi 133
og hóf sölu bifreiðatrygginga.
Hlutafélagiö Abyrgð hafði þó
veriðstofnaðnokkrufyrreða 16.
ágúst 1960.
Stjórnarmenn Abyrgðar hf., frá v.: Guðmundur Jónsson, Indriði
Indriðason, Helgi Hannesson, formaður félagsstjórnar, Leifur Hall-
dórsson. Sitjandi: Jóhann E. Björnsson, framkvæmdastjóri félags-
ins. Mynd:Ella.
Veitir
margþætta þjónustu
Aðalhvatamaður að stofnun
félagsins voru stjórnarmenn
Bindindisfélags ökumanna.
Höfðu þeir náð samvinnu við
Ansvar International i Sviþjóð
um stofnun umboðsfélags fyrir
Ansvar hérlendis i þvi skyni að
tryggja félagsmönnum BFO og
öðrum bindindismönnum hag-
stæðari bifreiðatryggingakjör
en fengust á almennum mark-
aði. Strax á fyrsta ári voru
tryggðir hjá félaginu tæpir 500
bílar. Nú eru þeir um 5000.
Stærstu áfangar i starfi fé-
lagsins hafa verið þeir, sem nú
skal greina:
Arið 1971 var tekin upp ný
heimilistrygging, Altrygging,
fyrirheimili og fjölskyldu. Veit-
ir Altryggingin mun betri og
fjölbreyttari tryggingarvernd
en aðrar heimilistryggingar og
gildir um heim allan.
Arið 1978 var tekinn upp nýr
bónusflokkur i ábyrgðartrygg-
ingu bfla, Heiðursbónus. Er
hann veittur þeim viðskiptavin-
um Abyrgðar, sem tryggt hafa
bfla sina hjá félaginu i 10 ár eða
lengur, án þess að hafa valdið
bótaskyldu ábyrgðartrygg-
ingartjóni siðasta áratuginn.
Arið 1979 samdi Ábyrgð við
SOS-International a/s i Kaup-
mannahöfn um þjónustu við
ferðamenn vegna veikinda eða
slysa. Er þessi þjónusta ákaf-
lega viðtæk. Lendi viðskiptavin-
ir Ábyrgðar sem tryggðir eru i
Altryggingu eða Ferðatrygg-
ingu Abyrgðar t.d. i slysi eða
verði fyrir alvarlegum veikind-
um á ferðalagi erlendis sér SOS
um allar nauðsynlegar ráð-
stafanir, annast heimflutning,
greiðir allan kostnað og veitir
ráð og aðstoð eftir þörfum.
Arið 1980 var tekin upp ný
heimilistrygging i stað þeirrar
fyrri. Tekur hún til tjóna á inn-
búi af völdum eldsvoða, vatns,
þjófnaðar, óveðurs o.fl. Jlún nær
og til skaðabótaábyrgðar, rétt-
arverndar, skaðabótaréttar og
læknis- og sjúkrahússkostnaðar
vegna veikinda eða slysa
erlendis. Sama ár var einnig
tekin upp ný ferðatrygging. Eru
þar sameinaðir sjö tryggingar-
þættir: ferðaslys, læknis- og
ferðakostnaður, farangur,
ferðarof, ferðaskaðabóta-
skylda, skaðabótaábyrgð og
réttarvernd.
Um siðustu áramót knm »«'/>
til endurbætt AUry£|m4. Bæt;
ir hún tjón eða missi á persónu-
legum lausafjármunum, sem
verða af skyndilegum og ófyrir-
oiánnifieum orsökum hvar sem
ÍF} heiminum, Þá tekur trygg-
ingin og til örorkuslysa, er
ferðasjúkratrygging, bætir
sumarleyfisrof vegna utan-
landsferðar o.fh.Veittur er bón-
us eftir 3 tjónalaus ár og vá-
tryggðir njóta SOS-þjónustu á
ferðalagi erlendis.
— Með stofnun þessa félags
vildum við sýna, að bindindi
væri einhvers metið, sögðu for-
ráðamenn félagsins á fundi með
fréttamönnum. Það hefur og
sýnt sig að bindindismenn eru
minni tjónavaldar en aðrir öku-
menn. Bindindið borgar sig
þannig bæði fjárhagslega og
heilsufarslega.
Abyrgð hefur nú flutt i eigið
húsnæði að Lágmúla 5. Er það
hið glæsilegasta I alla staði.
Framkvæmdastjóri Abyrgðar
er Jóhann E. Björnsson en
stjórnarformaður Helgi
Hannesson. —mhg
Forsvarsmenn FtB, ferðaskrifstofunnar Otsýnar og Hafskipa kynna
ferðir þær sem félögum FtB eru boðnar til meginlandsins. — Ljósm.:
—eik.
Ódýrar feröir til meginlandsins:
Fyrir félaga FÍB
Félag islenskra bifreiðaeig-
enda, Hafskip og ferðaskrifstofan
Útsýn munu I ár bjóða félögum
FtB upp á ódýrar ferðir til megin-
lands Evrópu.
Ferðaskrifstofan Otsýn sér um
alla þjónustu varðandi
flutningana, sem eru hugsaðir
þannig að fólk sendi bila sina með
Selánni og Skaftánni til Antwerp-
en og fljúgi utan til Luxemborg
eða Amsterdam sama dag og
skipið kemur á áfangastað. Útsýn
sér um að panta gistingu og
annað það sem óskað er.
Félagar FIB hafa einir kost á
þessum ferðum og þeir eru um
leið tryggðir fyrir tjóni eða
óhöppum sem kunna að henda.
Allar upplýsingar veita fyrr-
nefndir aðilar.
Fulltrúaráð verkalýðs-
félaga Hafnarfjarðar:
/ ■
Afram sama
aðalstjómin
1 stjórn fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna I Hafnarfirði til næstu
tveggja ára hafa verið kjörin þau
Hermann Guðmundsson formað-
ur, Hallgrímur Pétursson vara-
formaöur, Guðriður Eliasdóttir
gjaldkeri og Bjarni Jónsson rit-
ari. M eðstjórnendur: Ólafur
Ólafsson, Dagbjört Sigurjóns-
dóttir og Hörður Hjatarson.
Aðalfundurinn var haldinn 19
mars sl. og auk ofanritaðra voru
kosin I varastjórn: Guðni
Kristjánsson, Helga Guðjónsdótt-
ir og Kristján Jónsson. Endur-
skoðendur: Grétar Þorleifsson og
Guðlaugur Pétursson.
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna i Hafnarfirði hefur aðsetur I
Hafnarfirði, en starfsvæði þess
auk Hafnarfjarðar er Garðabær
og Bessastaðahreppur. Aðildar-
félög eru: Verkamannafélagið
Hlif, Verkakvennafélagið Fram-
Framhald á bls. 13
Fjölskyldiiráðstefha um
málefni þroskaheftra
verður haldin í Danmörku í sumar
Dagana 18.—25. júli I sumar
verður haldin samnorræn fjöl-
skylduráðstefna um vandamál
þroskaheftra bama og unglinga, I
Pindstrup-centret á Jótlandi. Það
eru foreldrasaintök innan lands-
sambands öryrkja I Danmörku
sem standa fyrir ráðstefnunni I
samvinnu við Pindstrup-centret,
sem er byggt upp af dönsku
skátahreyfingunni.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er:
„Framtiðarmöguleikar þroska-
heftra barna og unglinga i sam-
félaginu einsog það er nú”. Þarna
verða flutt erindi og skipst á
skoðunum. Skipulögð dagskrá er
alla dagana, sem börn og full-
orðnir geta tekið þátt I.
Kostnaðurinn er mismunandi
eftir þvi hvort fólk vill búa inni i
Pindstrup-húsunum (745 dkr. á
mann, allt innifalið), eða i eigin
tjaldi og útvega sér mat sjálft (85
kr á mann), eða leigja hjdlhýsi og
útvega sér mat sjálft (210 dkr. á
mann). ökeypis er fyrir börn
yngri en fjögurra ára.
I fréttatilkynningu frá Banda-
lagi Islenskra skáta um ráðstefn-
una segir, aö hér gefist gott tæki-
færi fyrir foreldrafélög og klúbba
sem vilji láta gott af sér leiða, að
styrkja fjölskyldur til þátttöku i
I þessari ráðstefnu.
Ráðstefnan er öllum opin, en
frestur til að skila umsóknum
rennurút l.april.Þeir semáhuga
hafa ættu sem allra fyrst að hafa
samband viö Eddu Jónsdóttur,
Asenda 10, sími 32325, kl. 9—11 og
eftir kl. 19.
—ih