Þjóðviljinn - 09.04.1981, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Qupperneq 1
UOmiUINN Fimmtudagur 9. april 1981,83. tbl. 46. árg. Tillaga stjómarandstöðu um lántökuheimild vegna flugstöðvarbyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli: Felld á jöfnu Þrátt fyrir stuðning Olafs Jóhannessonar Sementshækkanimar: Tómas: 10% hækkun eðlileg Sjá 7. siöu Upp og niöur. Starfsmenn sementafgreiðslunnar f Artiinshöfða héldu sinu verki dfram I gær og skiptu sér ekki af hvort verðiö hækkaði eða iækkaði. — Ljósm. —gel— „Þegar Sementsverk- smiðjan vill fá fram breyt- ingar á verðlagsmálum sínum þá sækir hún um það til verðlagsstjóra, sem leggur málið fyrir verð- lagsráð"/ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í gær þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann vegna þeirrar fréttar að r íkisstjórnin hefði heimilað hækkun á sementi en verðlagsstjóri síðan krafist þess að hækkunin yrði afturkölluð og neitað að fallast á meira en 6—8%. Verðlagsráð leggur svo málið fyrir ríkisstjórn- ina. „Ég sem verölagsmálaráð- herra er þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt, að Sementsverk- smiðjan fái að hækka sina vöru um 10% I samræmi við þá 10% hækkun sem önnur rfkisfyrirtæki fengu fyrir áramót”, sagði Tómas. Hann sagöi einnig að eng- inn ágreiningur væri milli sin og verðlagsráös; einhver mistök kynnu að hafa átt sér stað, en það væri ekki meiningin að brjóta neinar reglur um þá boðleið, sem málið skyldi fara. „Rikisstjórnin tekur engar ákvarðanir fyrr en verðlagsráö hefur fjallað um máliö”, sagöi viöskiptaráöherra. — í Frystihús Kaldbaks á Grenivík: — Ég leyfi mér aö kalla þetta farsa, segir Jónas Arnason rithöfundur um hið nýja leikrit sitt, Haieliija”, sem frumsýnt var á Húsavik um siöustu helgi, i viötali við Þjóðviljann sem birt er á 7. slðu blaðsins i dag. Ólafi Jóhannessyni utan- ríkisráðherra er studdi til- lögu stjórnarandstöðunn- ar. Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra sagði er hann gerði grein fyrir atkvæði sinu að hann hefði I rikisstjórn látiö bóka að hann áskildi sér rétt til að fylgja slikri tillögu,enda væri hér aðeins um heimild að ræöa. Þrátt fyrir aö tillagan yrði samþykkt þá myndi ákvæði stjórnarsáttmála gilda áfram og framkvæmdir gætu ekkihafist fyrr en samþykki allrar rikisstjórnarinnar lægi fyrir. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sagði að þegar Ólafur hefði gert bókun sina i rikisstjórn þá hefði hann lýst þvi yfir I rikis- stjórninni að vegna ákvæða stjórnarsáttmálans um þetta mál þá liti hann svo á, að það væri skýlaust brot á sáttmálanum ef einn ráðherra gengi i liö með stjórnarandstöðunni til að knýja fram miljarða útgjöld sem rikis- stjórnin hefði ekki samþykkt. Utanrikisráðherra sagði að með þvi að samþykkja lántökutil- löguna væri þingið að sýna áhuga og vilja sinn i málinu. Þetta væri sérlega mikilvægt vegna þess að fjárveiting Bandarlkjaþings til byggingarinnar myndi falla niður ef ekki væri farið að hefja ein- hverjar framkvæmdir fyrir okt. 1982. Sagðist Ólafur vilja sjá framan i þá þingmenn er greiddu atkvæöi gegn tillögunni og með þvi var hann að brýna samflokks- moin slna I deildinni til að styðja sig. Framsóknarmennirnir studdu þó ekki Ólaij en þeir voru Davið Aðalsteinsson, Guðmundur Bjarnason, Jón Helgason, Stefán Guðmundsson og Jón Kristjáns- son varamaður Tómasar Arna- sonar. Sögðu þeir aö undirbúningi framkvæmda væri ekki það langt komið að framkvæmdir gætu haf- ist i ár og þvi eigi ástæöa til að bæta við lánsfjárlögin. 1 umræðu um tillöguna gerði Ragnar Arnalds grein fyrir af- stöðu Alþýðubandalagsins til flugstöövarbyggingarinnar. Hann lagði áherslu á að hér ætti að vera um að ræöa islenska framkvæmd er væri i eigu lslend- inga sjálfra og þvi væri ekki rétt að fjármögnun byggingarinnar væri tengd hernaðarframkvæmd- um Bandarikjamanna, né að að- staða okkar I byggingunni væri skert þegar Bandarikjamenn teldu sér henta. Þá sagöi hann að ekki væri rétt að taka ákvörðun um jafn stórn byggingu og þessa meðan framtið Atlantshafsflugs- ins væri i ovissu. Ragnar Amalds ræddi einnig þá fullyröingu að þessi flugstöð myndi samkvæmt núverandi hugmyndum um stærö skila til baka þvi fjármagni sem I hana væri lagt og vera þannig arðbær fjárfesting. Ragnar sagði þessa fullyrðingu ranga þvi samkvæmt þeim útreikningum er hann hefði þá yrði beinn rekstrarhalli flug- stöðvarinnar nær 2 miljarðar gamalla krðna á ári. Auk þeirra er hér hafa verið nefndir gerðu þeir Eiður Guðna- son, Geir Gunnarsson og Stefán Jónssongrein fyrir atkvæði sínu. Effiur minnti Framsóknarmenn á samþykkt miðstjórnar flokks þeirra um flugstöðvarbygging- una og sagöist geta gert þá sam- þykkt að sinni. Geir Gunnarsson sagði aö tillaga stjórnarandstöð- unnar gengi gegn samþykkt rikis- stjórnarinnar um afgreiðslu láns- fjárlaga og undir þaö tók Stefán Jónsson, en Stefán benti jafn- framt á að með þeirri lántöku er tillagan fæli i sér mætti bæta all- nokkuö öryggi flugvalla viða um land og með þeirri heildarfjárhæð er flugstöðvarbyggingin kostaði mætti gera flugvelli landsins prýðilega úr garði. Leyfi mér aö kalla þetta farsa horfíð á vertið til Grindavikur og þar að auki hafa tveir verið seldir burtu af staðnum nú á sl. tveimur árum. Þrjá fyrstu mánuði þessa árs hefur frystihúsinu borist mun minni afli en á sama tima i fyrra svo að þar skakkar hvorki meira né minna en 260 tonnum. En nú tekur steininn úr við brottför bátanna. Jón Helgason, form. Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sagði aö unniö yrði aö þvi að Utvega frystihúsinu hrá- efni. Súlan væri að skipta yfir á troll og hyggöist leggja upp i Grenivik og Otgerðarfélag Akur- eyrar mundi e.t.v. leggja þar eitt- hvað upp ef þvi bærist meiri afli en unnt yrði að vinna i venjuleg- um vinnutima. Vonandi rætist þvi betur Ur en á horfist i augnablik- inu. — mhg í opnu Þjóöviljans í dag er viðtal við Richard Þórólfsson verksmiðjustjóra skó verksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri um vandamál það sem þessi eina skó- verksmiðja landsins á við að glima Tillaga stjórnarandstöð- unnar um að setja í láns- fjárlög heimild til lántöku til að greiða byrjunar- kostnað við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurf lugvelli var felld á jöfnum atkvæðum í efri deild Alþingis í gær. Þingmenn stjórnarinnar greiddu atkvæði gegn til- lögunni að undanskildum |------......... | Púlað og j pælt á | Þjókkanum I" Þessi friði flokkur hcfur verið í starfskynningu hjá okkur á Þjóð- J viljanum undanfarna daga og að I sjálfsögðu veriö látinn púla rétt ■ einsog hinir blaðamennirnir. öll I nema ein eru þau úr Mennta- J skólanum á Akureyri, og heita, Italiö frá vinstri: Sif Kjartansdótt- ir, Agústa FriöriksdótUr, sem * kemur úr grunnskólanum á Akra- | nesi, Kristján Kristjánsson, Sig- ■ mundur Ernir Rúnarsson, Guö- | mundur Sigurösson og Eysteinn ■ Arason. — Ljósm.: Ella. I__________________ Atv innuásta ndið á Grenivík er alvarlegt um þessar mundir og hefur starfsfólki frystihússins Kaldbaks hf., um 60 talsins, verið sagt upp störfum frá næstu helgi. Astæðan fyrir uppsögnunum er hráefnisleysi. Þrir bátar, sem lagt hafa upp á Grenivik, hafa nú J 60 manns sagt upp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.