Þjóðviljinn - 09.04.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Qupperneq 5
Fimmtudagur 9. aprn 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Norræna félagid: Hví ekki til Grænlands? 1 dag, fimmtudag 9. aprfl n.k. kl. 20:30 efnir Norræna félagið til kynningar á ferðum sinum á þessu ári, i Norræna húsinu. Auk frétta af hinum föstu ferð- um til höfuðborga Norðurlanda verður rætt um leiguflug til Norðurkollusvæðanna og Fær- eyjaferðir. Einar Guðjohnsen ferðafröm- uður kynnir fýsilegar ferðir til vesturstrandar Grænlands og sýnir litskyggnur. Allir eru velkomnir. Kosningaslagur í ísrael Kj ósendamútur nýlendu ævintýri Begin; söluskattsbrellur og fleiri þorp á Vesturbakkanum. Þegar stjóm Men- achems Begins i ísrael féll á ágreiningi um þær leiftursóknarað- gerðir i peninga- málum, sem höfðu leikið efnaminnsta fólkið i landinu grátt, var þvi spáð, að hægri- blökkin, Likud, sem Begin hefur stýrt, mundi i væntanlegum kosningum biða herfi- legan ósigur fyrir Verkamannaflokknum, sem lengst af hefur far- ið með stjórn rikisins frá þvi það varð til 1948. Skoðanakannanir herma, þó að Likud sé að rétta við hjá kjós endum, þótt ekki muni sú þróun duga til aö halda völdum. Astæöan er fólgin i" þeim blygðunarlausu kosningatöfrum sem hinn nýi fjármálaráð- herra, Joram Aridor, hefur I frammi. Hann beitir fyrir kjós- endur með þvi að lækka verð á bflum og litsjónvarpstækjum um 10—17%, einnig á húsgögn- um og fleiri skyldum vörum. Allir vita að þetta er stutt gaman og kaupa eins og óðir menn. Til dæmis um það, hve ósvifnar kosningabrellurnar eru má nefna, að söluskattur á sæt- um vinum hefur verið lækkaður um helming fram til fyrsta júli — en kosið er daginn áður! Enn eitt ruglar dæmið: Mosje Dajan, sem á sinum tima hljóp og úr Verkamannaflokknum til að gerast utanrikisráðherra Begins, hefur stofnað um sig framboðsflokk og gæti samkvæmt sumum skoðana- könnunum fengiö allt að 16 þing- sæti (af 120). Stjarna hans hefur þó farið hnignandi siðan, eftir þvi sem á leið kosninga- baráttuna. Hernumdu svæðin Enn sem fyrr eru hernumdu svæðin lykilmál i israelskri pólitik. Stjórn Israels hefur að nokkru leyti staöið betur að vigi en stundum áður i glimu við arabiska granna — en einkum vegna þess að helstu and- stæöingarnir — Sýrland, Irak og Libýa, hafa verið önnum kafnir við innanlandserjur, eöa land- vinninga i Iran og Chard. A meöan hefur stjórn Begins flýtt sem mest stofnun gyðingaþorpa á hernumdu svæðunum. Fyrir utan austurhluta Jerúsalem eru nú um 17 þúsundir israelskir „landnemar” búsettir i hervæddum þorpum á vestur- bakka Jórdan, en það eru helmingi fleiri en þar voru þegar Begin tók viö stjórnar- taumunum fyrir fjórum árum. Ariel Sharon landbúnaðarráð- herra, sem er einn þeirra sem ákafastur er i landráninu telur Framhald á bls. 13 Sextug í gær: Rakel Sigurðardóttir Hinn þekkti belgíski hag- fræðingur/ Ernest Mandel, er á leið til íslands. Hann er einna nafnkenndastur þeirra manna sem fara með marxíska hagfræði á okkar dögum og um árabil helstur stýrimaður trotsk- ista f heiminum. Mandel hlýtur erindi á vegum félagsvisindadeildar háskólans á laugardag og kemur fram á opn- um fundi i Félagsstofnun stúdentaá sunnudagskvöld. Aðal- umræðuefni hans er kreppa og verkalýður i auövaldsheimi sam- timans. Mandel er fæddur 1923. Hann slóst i för með trostskistum skömmu fyrir strið, tók þátt i belgi'sku andspyrnuhreyfingunni og sat i fangabúöum Þjóðverja fyrir bragðið. Skömmu eftir strið var hann kosinn i forystu alþjóöa- sambands trotskista og einnig vann hann um skeið i vinstra armi sósialistaflokks Belgiu og ritstýrði blaði þess arms, La Gauche. Mandel hefur marga hildi háð i ritdeilum um marxisma, sovét- kerfi og þróun kapitalisma. Hann er eins og annar þekktur hag- fræðingur, Hayek, sem hingað kom að hressa upp á frjálshyggj- una, óralangt frá miðjumoði. Ef aö Hayek sér allsstaðar laumu- sösialisma skriða upp valdahlið- arnar — meira segja i þeirri truflun markaðslögmála sem rekstur þjóðleikhúsa er — þá er Mandel iðinn við að vara 'við þvi að verkafólk ánetjist umbóta- stefnu, stalinisma, evrópu- kommúnisma, vinstrisósial- istum, anarkistum draumum um verkamannasjálfstjórn innan kapitalisma (framleiðslusam- vinnufélög) og þar fram eftir göt- um. Hann mun ekki fallast á neitt annað en það sem undirbýr að „borgarastéttin verði gerð eigna- laus og pólitisku valdi hennar steypt” — m.ö.o. byltinguna. Og þá kemur hinn sanni lýðræöislegi ráðasósialismi, sem enginn hefur til þessa upp byggt, þvi miður. Mandel sakar aðra sósialista, aðra marxista^gjarna um stað- leysurómantfk, en á þaö vel til að falla í svipaða gryfju sjálfur (á einum staö mælir hann meö þvi að strax eftir byltingu sé vinnu- vikan stytt um helming til að verkamenn hafi nógan tima til að sitja á fundum). En hann er eins og margir langt til vinstri, einatt skarpur i gagnrýninni og ber fram margar ögrandi spurn- ingar, til dæmis um kreppuráð- stafanir samtimans, um gildrur hins blandaöa hagkerfis, um drauma um „sósialisma i einni verksmiöju” og þar fram eftir götum. — áb. Þegar ég sá hana fyrst, þá spurði ég ekki: — Hver er þetta — heldur sagði ég viið sjálfam mig: — Þetta er Rakel! Ég hafði heyrt hennar getið þessarar makalausu konu af Laxamýrarætt, sem hafði ótak- markað yndi af fögrum listum. Leikhús, hljómleikar, myndlista- sýningar, það var hennar hljóð- pipuleikur, hennar lifsnautn. En til þess að seðja þetta hungur sitt þurftihún lika að sjóða kæfu. Hún ferðaöist landshornanna á milli og smiðaði tennur af meira list- fengi en annað fólk. Lagði á sig ómælda vinnu og vökur til að sjóða þá kæfu, sem hægt var að skipta fyrir fegurð og reisn. Og brátt var hún aftur i sýningasöl- um, konserthöllum og leikhúsum, stolt og fasmikil, eins og sá lifs- kúnstner sem veit hvers hann leitar, hvað hann vill. Heimili Rakelar á Melabraut var prýtt hverskonar listaverkum og fögrum munum sem voru i órjúfandi samræmi við persónu- leika hennar og lifsstil, og þeim sem þar komu munu aldrei gleymast gleðistundirnar. hvort sem um var að ræða litið matar- boð með uppfinningasömum rétt- um og dýrum vinum, eða fjöl- mennar kvöldveislur, sem sæmt hefðu hverri hirð. Nú er Melabrautin ekki lengur samkomustaður vinahópsins hennar Rakelar. Hún hefur eignast nýjan vin, sem henni er öllum kærari, gengið i hjónaband og flutt búferlum. Eiginmaður- inn, dr. juris Esbjörn Rosenblatt, hefur einnig slegist i vinahópinn, og enn hittast menn hjá Rakel og Esbjörn og eiga saman ógleym- anlegar stundir. Það skyldi enginn trúa þvi að Rakel sé sextug, en samt er það svo. Og auðvitað gerði hún það, eins og allt annað, presto grazi - osúú- Gestur Þorgrimsson. j// Mandel, stýrimaður trotskista, Þekktur marxiskur hagfrœðingur: Mandel kemur til Islands STÓRMARKAÐS VERÐ Strásykur kr. 15,00 Robinhood hveiti 25 kg. kr. 104,80 Rekord kakó 1/2 kg. kr. 16.95 Ky Blandaðir ávextir 1/1 d. kr. 16,80 KyPerur 1/1 d. kr. 14,95 Ky Ferskjur 1/1 d. kr. 14,45 Aprikósur kr. 11,65 Jarðarber 1/1 d. kr. 18,90 Kjúklingar, 5 i pk Amerisk handklæði frá kr. 24.85 Amerisk þvottastykki frá kr. 5.50 Drengjanærföt frá kr. 28,75 Herraskyrtur frá kr. 49,90 Nokia stigvél, allar stærðir. Opið tíl kl. 22 föstudaga og til hádegis laugardaga STÓRMARKAÐURINN Skemmuvegi 4 A, Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.