Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. aprll 1981' Sex meginbreytingar í skattafrumvarpinu Tryggð 1,5-1,8% kaupmáttaraukning Ragnar Arnalds fjármálaráöherra mælti á þriðjudag fyrir frumvarpi til breytinga á tekju- og eignarskattslögum. I máli hans kom fram að frum- varpið felur í sér sex meginbreytingar. I fyrsta lagi verður lágmark fasts frádráttar 75% hærra hjá einstæðum foreldrum en öðrum einhleypingum. Lágmarkið var 550 þiis. gkr. en verður sam- kvæmt frumvarpinu 1395 þús. gkr. og tekur breytingum árlega eftir skattvisitölu. Eftir álagn- ingu skatta i fyrra kom i ljós aö skattar einstæðra foreldra höföu hækkað óeðlilega mikið og var það afleiðing skattkerfisbreyt- ingarinnar er þá tók gildi. Ofan- greind ráöstöfun á að tryggja úr- bætur I þessum efnum fyrir einstæö foreldri. í öðru Iagi felur frumvarpið i sér að nýta megi persónuafslátt til greiðslu á eignarskatti. Þetta er ætlað til aö bæta hag þess lág- tekjufólks sem býr i skuldlitlu eigin húsnæði. Flestir þeir sem munu njóta þessa ákvæðis eru elli- og örorkulifeyrisþegar. Þá er samkvæmt frumvarpinu einnig heimild tilhanda skattstjórum aö lækka eignarskattsstofn þeirra sem hafa skert gjaldþol, m.a. sækir ellihrörleika, veikinda og slysa. Hér er um að ræða hliðstæðu við ivilnunarákvæði varðandi tekjuskattsstofn i 66. gr. skattalaga. 1 þriðja lagi ier tekin upp heimild til frádráttar á helmingi greiddrar húsaleigu vegna leigu á ibúðarhúsnæði til eigin nota. Þetta ákvæði kemur til fram- kvæmda við álagningu skatta á árinu 1982 vegna tekna ársins 1981 og er ástæðan framkvæmda- örðugleikar þar eð framtalsfrest- ur einstaklinga er ekki stunda rekstur, er löngu liðinn. 1 fjórða lagi er i frumvarpinu lagt til að fellt veröi niður að van- greiðsla á hluta af sköttum valdi þvi að þeir falli allir i eindaga. Gildandi ákvæði getur hæglega leitt til þess að óverulegur dráttur á einni mánaðargreiðslu á siðari hluta ársins leiöi til þess að allar eftirstöðvar álagðra gjalda f alli i eindaga og fari þvi aö bera dráttarvexti. t fimmta lagi er i frumvarpinu lagt til að felld verði niður 59. gr, skattalaganna um reiknuð laun I þingsjá atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Astæða niðurfellingar- innar er fyrstog fremst sú að ekki þykirstætt að skattur sé lagður á tekjur sem aldrei hafa orðið til. Samkvæmt skattaiaga- frumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að iágmark á föst- um skattafrádrætti verði 75% hærra fyrir einstæða foreldra en hjá einhleypingum. Þetta þýðir 1395600 g.króna frádrátt hjá einstæðum foreldrum og 797500 g. króna frádrátt einhleypinga. Aður var þessi frádráttur fyrir báða 550000 g.kr. Þá er gert ráð fyrir að þessi frádráttur breyt- ist árlega i samræmi við skatt- vísitölu. Frumvarpið gerir ráð fyrir hækkun persónuafsláttar i 761000 g.krónur og jafnframt má nýta persónuafslátt til greiðslu sjúkratryggingar- gjalds, Utsvars og eingarskatts. Eignir eru skattfrjálsar samkvæmt frumvarpinu upp að 21750000 g. króna, en skatthlut- Afram verður hins vegar i 97. gr. laganna heimild til skattstjóra að áætla tekjur ef ástæöa er til að ætla að tekjurnar séu vantaldar. Nánar er fjallað um þetta atriði i annarri frétt. t sjötta lagifelur frumvarpið i sér 1,5—1,8% kaupmáttaraukn- ingu hjá þeim sem hafa meðal- tekjur eða minna og er þaö i sam- ræmi viö efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar frá þvi um áramót. Þessi kaupmáttaraukning er fengin með lækkun skatta. Um er að ræða niðurfellingu sjúkra- tryggingargjalds á tekjur undir 6.750.000 gkr. og auk þess er Fastur frádráttur einstœöra foreldra veröur 1395600 g.kr. og er bund~ inn skattvísitölu fallið á eignir umfram það er 1,2%. Skattstigi tekjuskatts verður eftirfarandi samkvæmt frumvarpinu: Af fyrstu 4,7 miljónum gkr. greiðist 25%, af næstu 4,3 miljónum gkr. greiðist 35% og af þvi sem umfram er 9 miljónir gkr. greiðist 50%. Barnabætur verða við næstu álagningu sem hér segir: Hjá hjónum vegna 1. barns 217500 Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra. persónuafsláttur hækkaður i 761.000 gkr. og breytingar gerðar á skattstiganum. Þessi skatta- lækkun kemur þeim til góöa er i fyrra höfðu tekjur á bilinu 4—10 miljónir g.kr. gkr., hjá hjónum vegna annarra | barna 311750 gkr. Barnabætur ■ hjá einstæöum foreldrum vegna l hvers barns 406000 gkr. Viðbót I vegna barna undir 7 ára aldri er | 94250 gkr. . Rikisstjórnin gerir jafnframt I ráð fyrir að sjúkratryggingar- I gjaid falli niður af tekjum undir | 6750000 gkr. en nemi áfram 2% ■ af þeim tekjustofni sem er | umfram þessa fjárhæð. Þessi I niðurfelling sjúkratrygginga- | gjaldsins sem og hækkun ■ persönuafsláttar og breyting á | skattstiga felur i sér 1,5% I skattalækkun hjá framteljend- j um með almennar launatekjur i ■ samræmi við fyrirheit rikis- I stjórnarinnar frá áramótum. I Þessi skattalækkun kemur til | góða launafólki með tekjur á ■ siðasta ári upp að 10 miljón gkr. I li Tölulegar upplýsingar varöandi skattaaðgeröirnar: Persónuafsláttur hœkkar í 761 þús. Lagt til að 59. gr. skattalaga um reiknuð laun verði afnumin vegna vankanta: Ekki tekjuskatt af engum tekjum Eitt þeirra atriða sem felast I skattafrum varpi fjármálaráð- herra er niðurfelling 59. gr. laganna um reiknuð laun I at- vinnurekstri. Þó að greinin sé afnumin samkvæmt frum varpinu þá eru enn rúmar heimildir I 97. gr. skattalaga fyrir skattstjóra til að áætla tekjur i atvinnurekstri ef ástæöa þykir til aö ætla aö tekj- urnar sé vantaldar. Hér á eftir fer sá hluti greinargerðar fjármála- ráöherra er fjallar um 59. gr. I skattafrumvarpinu: „Megintilgangur ákvæðanna i 7.gr. og 59. gr. skattalaganna var aö samræma rekstursuppgjör fyrirtækja óháö rekstrarformi þeirra. Eiganda rekstursins er (Mieimilt aö reikna sér lægra endurgjald fyrir starf sitt en hefði hann innt það af hendi fyrir óskyldan aöila. Annaö aðalmark- mið 59. gr. er aö koma i veg fyrir að þeir sem hafa tekjur sinar af rekstri sleppi með að greiða litla sem enga beina skatta. Fyrir setningu laganna var það mjög gagnrýnt að sjálfstæöir rekstraraöilar, t.d. tannlæknar, lögmenn, verkfræöingar, arkitektar, kaupmenn, útgerðar- menn, eigendur flutningabila og vinnuvéla og bændur, kæmust undan eðlilegum skattgreiðslum með óeðliiegum útgjöldum og afskriftum ásamt lágt áætluðum tekjum. Reiknuðu launin tryggja lágmarksskattgreiðslur allra at- vinnurekenda sem taldir eru hafa stundað fullt starf. Þótt kostir reiknuðu launanna hafa verið ótviræðir þá er ljóst aö ýmsir annmarkar þessa kerfis hafa komiö i ljós. Viömiöunarlaunin hafa ýmist þótt of lág, t.d. hjá ýmsum stétt- um háskólamenntaöra manna, eða þau hafa hins vegar þótt of há, t.d. hjá kvæntum bændum, en ilögunum eru þau beinlinis miðuö viö launaþátt i verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara. -Sem dæmi má taka einhleypan bónda á visitölubúi sek kvænist. Hann fékk vegna ársins 1979 5.657.000 gkr. I reiknuð laun á reksturinn fyrir bæöi hjón I stað '3.344.000 gkr. áður en eiginkonan kom til sögunnar, þótt reksturinn vaari nákvæmlega sá sami. Akvæði 59. gr. hafa ekki verið framkvæmd eins i öllum skatt- umdæmum og auk þess virðist ekki sem nægilegt tillit hafi verið tekið til einstakra aðstæðna framteljenda i öllum tilvikum. Þótt reynsla álagningarársins 1980 sé tæplega marktæk vegna þess hve timi til álagningarinnar var naumur svo og vegna óvenju- legra erfiðleika i bændastétt, þá leiddi sú reynsla samt til þess að ákveðiö var aö afnema reiknuðu launin i skattalögunum. Þvi þykir rétt að gera nokkra grein fyrir niðurstööum athugunar sem gerö var vegna álagningar árið 1980. Þá var endurgjald vegna vinnu við eigin rekstur reiknaö á 2.490 einstaklinga en á 10.941 aðila sem var i hjónabandi. Samtals var þvl reiknað á 13.431 einstakling sem talinn var atvinnurekandi að aöalstarfi. Upphæð reiknaös endurgjalds var að sjálfsögöu ærið mishá. Af fyrrnefndum 2.400 einstaklingum höfðu 1.716 þeirra 3.4 m.kr. eða minna i reiknaö endurgjald en 2.174hjón. Af þeim einstaklingum sem höfbu reiknað endurgjaid voru 1.325 bændur. Höföu þessir Enn heimildir trl að áætla tekjur á menn einstaklingar i bændastétt 40.65% af heildarfjárhæð reiknaðs endurgjalds á einstaklinga. Af þeim hjónum sem höfðu reiknaö endurgjald voru 2.548 i bænda- stétt og báru þau 28.41% af heildarfjárhæð reiknaðs endur- gjalds á hjón. Hins vegar voru það ekki nema 1.352 hjón i bænda- stétt og 526 einstaklingar sem mynduðu tap vegna reiknaðs endurgjalds. Þessi niðurstaða bendir eindregið til þess að með ákvæð- um 59. gr. hafi verið gengið of langt i þá átt að ákveða laun á aðila þótt þeir hafiekki haft nein- ar hreinar tekjur og þeim þar með gert að greiða skatt af tekj- um sem aldrei urðu til. Þvi er lagt tilað leggjaþessiákvæði niður. Niöurfelling ákvæðanna um reiknuð laun hefur i för með sér að nauösynlegt hefur þótt að gera tillögur um nokkrar aörar breyt- ingar i lögunum. Má m.a. nefna reglur um takmörkun á nýtingu persónuafsláttar til greiðslu eingarskatts, útsvars og sjúkra- tryggingargjalds og breyttar reglur um tekjustofn hjóna. Ætla má að þessi breyting kosti rikissjóð 14 m.kr. og sveitarfélög um 18 m .kr. Stafar um helmingur þessa tekjutaps af yfirfæröu tapi vegna reiknaðra launa við álagn- ingu 1980.” Tekjur ríkissjóðs- af eigna- og tekju skatti 1980: 3,5 miljörð- um gkr. lægri en áætlað var Innheimtir tekju- og eigna- skattar fyrir siðasta ár voru 3,5 miljörðum lægri en fjárlög ársins 1980 gerðu ráð fyrir. Samkvæmt fjárlögum hafði verið gert ráð fyrir að tekjur af tekju- og eigna- sköttum yrðu 63,8 miljarðar gkr. en tekjurnar urðu i reynd 60,3 miljarðar gkr. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu fjármálaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpi um breyt- ingar á skattalögum. Fjármála- ráðherra minnti á að þegar skattalögunum var breytt I fyrra þá hefði stjórnarandstaðan full- yrt að breytingarnar á skattalög- unum myndu skila meiri tdtjum en áætlað var i fjárlögum. Nú væri ljóst aö fullyrðingar stjórnarandstöðunnar hefðu reynst rangar. Fjármálaráðherra sagöi að nú virtist stjórnarandstaðan ætla aö hefja sama leikinn aftur með þvi að fullyröa að áformaðar skatta- lækkanirséu tómar blekkingar og tekjur rikisins hækki frekar en hitt. Ráðherra sagði að reynslan myndi siýna aö þetta upphlaup stjórnarandstööunnar væri byggt á sömu röngu forsendunum og málflutningur þeirra á siðasta ári. — Þ Þorbjörg Arnórsdóttir Þingsályktanir samþykktar: Sett verði lög um félagsbú Siðustu daga hafa nokkrar þingsályktanir verið samþykktar á Alþingi og verður hér gerð grein fyrir efni 3ja þeirra: 1) „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að hlutast til um að sett verði i löggjöf ákvæði um stofnun og rekstur félagsbúa”. Flutningsmaður þessarar tillögu var Þorbjörg Amórsdóttir vara- þingmaður Alþýðubandalagsins. I greinargerð með tillögunni segir Þorbjörg að með stefnumarkandi ákvæðum af hálfu rikisvaldsins um eflingu félagsbúskapar og fjölgun félagsbúa væri ótvirætt stigið stórt skref til aukinnar hag- ræöingar og hagkvæmni og bættrar starfsaöstöðu i islenskum landbúnaði á komandi árum. 2) „Alþingi ályktar að félá rikisstjórninni að hlutast til um gerð áætlunar um iðnþróun á Vesturlandi”. FÍutningsmenn voru þingmenn Vestur- landskjördæmis. 3) „Alþingi ályktar aðkjósa sjö manna milliþinganefnd til að kannaá hvern hátt nauðsynlegt sé að efla landhelgisgæsluna svo að hún geti haft sem best eftirlit með 200 milna lögsögusvæöinu og gegnt öðrum hlutverkum sinum á fullnægjandi hátt. Nefndin skal ljúka störfum áöur en þing kemur saman aö hausti”. Tillagan var upphaflega flutt af Benedikt Gröndal og Arna Gunnarssyni en tók nokkrum breytingum i með- förum þingnefndar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.