Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN — Helgin 11. og 12. aprfl 1981 Helgin 11. og 12. aprfl 1981 — ÞJÓÐVILJINN 3 % um helgina fréttir sýnínsar Kjarvalsstaðir: Norrænar konur sýna málverk og teikningar. Úr fórum Grete og Ragnars Asgeirssonar i Kjarvalssal. 0pi6 kl. 14—22 um helgar, 16-22 virka daga. Norræna húsið: Málverkasýning Gunnars Hjálta- sonar. Siöasta sýningarhelgi. Opi6 kl. 14—22. Asmundarsalur: Myndir frá KUbu. Ljósmyndir, vegg- spjöld og eftirprentanir. Opi6 kl. 16—22 daglega til 20. april. Djúpið: Asgeir S. Einarsson sýnir blek- og pastelmyndir, og skúlptúra úr islensk- um steini. Opi6 kl. 11—23.30 daglega til 3. mai. Asgrrmssafn: Opiö sunnud., þriöjud. og fimmtud. kl. 13.30—16. Listasafn alþýðu: Textilsýning á vegum Textilfélagsins. Opiö kl. 14.00—22.00. leikhús Alþýðulei khúsið: Kona, laugardag og þriöjudag. Fáar sýningar eftir. Stjdrnleysingi ferst af slysförum, sunnud. og fimmtudag. Siöustu sýningar fyrir páska. Nemendaleikhúsið: Peysufatadagurinn.sunnudag kl. 20.00 i Lindarbæ. Siöasta sýning. Leikfélag Reykjavíkur: Rommi, 60. sýning laugardag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Ofvitinn, sunnud. kl. 20.30. Grettir.aukasýning i Austur- bæjarbiói laugardag kl. 23.30. Garðaleikhúsið: Galdraiand i Kópavogsleikhúsinu laugardag og sunnudag kl. 15. Þjóðleikhúsið: Sölumaöur dcyr, laugard. kl. 20. La Bohéme sunnud. kl. 20. Oliver Twist, sunnud. kl. 15. Haustiö i Prag á Litla sviöinu þriöjud. kl. 20.30. bíó Regnboginn: Lucia.kúbönsk, 1968. Sýningar hefjast á mánudag. Leikstjóri: Humberto Solas. Aöalhlutverk: Raquel Revuelta, Eslinda Nunez, Adela Legrá. Stórbrot- in kvikmynd um konur, ástina og bylt- inguna. Hefur hlotiö fjölda alþjóölegra verölauna. Veröur aöeins sýnd i nokkra daga. Fjalakötturi nn: Aö komast til manns (The Getting of Wisdom), áströlsk 1977. Leikstjóri: Bruce Beresford. Byggö á skáldsögu frá 1910. Þroskasaga stúlku úr af- skekktri sveit, sem fer á heimavistar- skóla. Fyndin og vel leikin. Auka- mynd: Stór rauö blaöra, stutt sænsk mynd eftir Bengt Olsson. Laugarásbíó: Punktur, punktur, komma strik. Myndin sem enginn má missa af. Reykjavik sjötta áratugsins, þroska- saga stráksins Andra. Mjög vel tekin og leikin, gerö eftir metsölubók Péturs Gunnarssonar. Aöalhlutverk: Pétur Björn Jónsson, Hallur Helgason, Erl- ingur Gislason og Kristbjörg Kjeld. Mynd fyrir alla aldurshópa. Skólakór Garðabæjar: V ortónleikar Vortónleikar Skólakórs Garðabæjar verða haldnir i Bæjarbiói, Hafnarfiröi, á morg- un sunnudag, kl, 17.15. Stjórn- andi er Guöfinna Dóra Ólafs- dóttir. Á efnisskránni eru alls 28 lög, mörg þeirra eftir tónskáld frá 16. og 17, öld og nokkur eftir siöari tima tónskáld Þá eru á söngskránni sex Islensk þjóölög i útsetningu Jóns Ásgeirssonar, Róberts A. Ottóssonar og Sigur- sveins D. Kristinssonar. Loks eru á efnisskránni 7 lög frá Noröurlöndum en kórinn fer i söngferðalag til Noregs og Svi- þjóöar i næsta mánuði. t Frá sýningunni á Selfossi. Samsýning á Selfossi Um þessar mundir stendur hiö nystofnaða Myndiistarfélag Arnessýslu fyrir samsýningu félaga I Safnahúsinu á Selfossi. Sýningin veröur opnuö i dag kl. 14, og veröur hún opin kl. 14—22 daglega til 23. april. A sýningunni eru 70 myndir eftir 20 félagsmenn, oliumálverk, pastelmyndir, glermyndir og skúlptúrar. Aögangur er ókeypis og margar myndanna eru til sölu. Lúðrablástur Lúörasveitin Svanur heldur árlega tónleika sina i Háskólabiói i dag kl. 14.00. Efnisskrá veröur mjög fjölbreytt, m.a. lög eftir Arna Björnsson, Sigvalda Kaldalóns, Offenbach og Tschaikowsky. Þá leikur „Big-band” Svansins danslög eftir Ama Björnsson i útsetningu Eyþórs Þorlákssonar. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Sæ- björn Jónsson. Hljóöfæraleikar- ar eru 48. 9 9 2» 9A-9 • 4 Árlegir hljómleikar Karlakórs Reykjavíkur Karlakór Reykjavilur heldur sina árlgu hljómleika fyrir styrktarfélaga og gesti I Há- skólabiói á mánudag, þriðjudag og miövikudag nk. Hljómleik- arnir hefjast kl. 19.00 alla dag- ana. Efnisskráin er aö þessu sinni mjög fjölbreytt, Islensk og er- lend lög, þar á meöal Gesturinn eftir Karl ó. Runólfsson, magn- þrungiö verk sem nú er flutt i fyrsta sinn af kór. Aöalstjórnandi er Páll P. Pálsson, sem stjórnaö hefur kórnum i 19 ár. Aðstoðarstjórn- andi er Oddur Björnsson. Undirleikari er Guörún Krist- insdóttir. Nokkrir kórfélagar koma fram sem einsöngvarar: þeir Hjálmar Kjartansson, Hilmar N. Þorleifsson og Snorri Þóröarson. Raddþjálfarar kórs- ins i vetur hafa verið þau Már Magnússon og Sigurveig Hjaltested. Aögöngumiöar eru seldir viö innganginn i Háskólabiói. Bó Myndir frá Kúbu í Ásmundar- sal 1 dag kl. 16 verður opnuð I As- mundarsal viö Freyjugötu sýn- ing á ljósmyndum, plakötum og eftirprentunum frá Kúbu. Vináttufélag tslands og Kúbu stendur fyrir þessari sýningu, i tilefni af þvi að 20 ár eru nú liðin frá Svinaflóainnrásinni marg- frægu, þar sem kúbanska þjóöin vann frækilegan sigur yfir inn- rásarliöi frá Bandarikjunum. A sýningunni eru ljósmyndir eftir Osvaldo Salas, sem er einn þekktasti ljósmyndari Kúbu og reyndar einskonar „hiröljðs- myndari byltingarinnar” i þeim skilningi aö hann hefur verið á feröinni meö myndavélina alls- staöar þar sem eitthvaö hefur veriö aö gerast á Kúbu undan- farin 30 ár eöa svo. Plakötin eru frá kúbönsku kvikmyndastofn- uninni, og eru auglýsingar fyrir kvikmyndir sem sýndar hafa veriö á Kúbu, innlendar og er- lendar. Kúbumenn hafa náö mjög langt I gerö slikra vegg- spjalda. Loks eru á sýningunni eftirprentanir af verkum René Portocarrero, sem er tæplega sjötugur kúbanskur listmálari, frægastur fyrir skrautlegar myndir og litrikar. Sýning þessi er komin hingað fyrir tilstilli kúbönsku stofn- unarinnar ICAP, sem annast vináttusambönd viö aörar þjóöir. Hún veröur opin kl. 16—22 daglega til 20. aprfl. Stjórnleysinginn: Tvær sýningar fyrir páska Á sunnudagskvöld sýnir Alþýöuleikhúsiö „Stjórnleysingi ferst af slysförum” og er það næst siöasta sýning fyrir páska, en St jórnleysinginn verður einnig sýndur aö kvöldi skir- dags. Þar segir frá dára nokkrum sem villist i hendurnar á lög- reglunni i' Milanó, en brátt má ekki á milli sjá hver hafi lent i höndum hvers, þvi dárinn held- ur uppi sprelli miklu. Hann fær lögregluna til að trúa þvi að hann sé rannsóknardómari, sendur frd höfuðstöðvunum i Róm. Svo slysalega vildi til nokkru áöur, aö stjórnleysingi sem var I yfirheyrslu á lög- reglustöðinni flaug skyndilega út um glugga á fjóröu hæö og lét lifið og varð lögreglan tvi- og jafnvel þrisaga hvernig þetta hafði gerst. Dárinn hefur rannsókn d málinu. Bjarni Ingvarsson hefur nú tekið aftur viö hlutverki sinu, en Borgar Garöarsson hefur leikið þaö, meðan Bjarni var i leikför meö Pældiði. Aðrir leikendur eru Þráinn Karlsson, Viöar Eggertsson, Arnar Jónsson, Björn Karlsson og Elisabet Þór- isdóttir, Rommi í 60. sinn, sýning- um fækkar I kvöld (laugardagskvöld) er 60. sýning á bandariska leikrit- inu Rommi, eftir D.L. Coburn, sem frumsýnt var hjá Leikfálgi Reykjavikur i fyrravor. Leikrit- iö, sem er haganlega gerö blanda af gamni og alvöru, seg- ir frá tveimur öldruöum manneskjum, sem lokið hafa ævistarfinu og hittast á elli- heimili. Sýningin hefur hlotið einstaklega góöar viötökur, og þau Sigriöur Hagalin og Gisli Halldórsson hafa yljað islenskum leikhúsgestum i allan vetur með afburöaleik sin- um I hlutverkum leiksins. Leikstjóri er Jón Sigur- björnsson, en leikmyndina geröi Jón Þórisson. Uppselt er á sýninguna i kvöld, en næsta sýning er á miðvikudagskvöldið. En vegna þess hve aöstaðan er slæm i háunæðismálum Leikfélagsins og margar sýningar á verkefnaskránni um þessar mundir fer sýningum brátt aö fækka. Þorlákur þreytti í Galdralandi Barnaleikrit Garöaleikhúss- ins, „Galdraland” eftir Baldur Georgs, verður sýnt i Kópa- vogsleikhúsinu i dag og á morg- un kl. 15. Þær breytingar hafa nú orðið á hlutverkaskipan aö Magnús ólafsson (Þorlákur þreytti) tekur viö hlutverki Randvers Þorlákssonar. Aðrir Triiöarnir þrir I Galdralandi, f.v. Magnús, Aðalsteinn og Þórir. leikendur eru Þðrir Steingrims- son og Aöalsteinn Bergdal. Leikstjóri er Erlingur Gislason. Húsakostur í Vesturbæ tbúasamtök Vesturbæjar iialda almennan fund um húsa- kost fyrir barnaskóla I Vestur- bænum á Hallveigarstööum þriðjudagskvöld 14. april kl. 8:30. Fræösluráð Reykjavikur stefnir aö þvl að fá betri húsa- kost fyrir barnaskóla i hverfinu og er m.a. spurning, hvort byggja eigi alveg nýtt og þá hvar, hvort bæta eigi viö þar sem nú er kennt viö öldugötu og hvar eigi aö kenna Eiösgranda- börnunum. Til fundarins er boöaö meö vitund foreldra- félaga Vesturbæjarskóla og Hagaskóla og foreldraráðs Melaskóla. Fræöslustjóri mun koma á fundinn og gera grein fyrir þvi sem er til athugunar I þessu efni. Stjórn samtakanna hefur óskaö eftir þvi aö fulltrúar I fræðsluráöi komi á fundinn. Aö loknum umræöum um barnaskólamáliö veröur aöal- fundur samtakanna haldinn á , sama staö. Þjóðminjasafnið Fyrirlestur um danskt silfur I tengslum viö sýningu á verkum Siguröar Þorsteins- sonar 1714—1799 mun danski silfurfræöingurinn Ole Villumsen Krog flytja erindi um danskt silfur á tslandi á vegum Þjóöminjasafns ís- lands I forsal safnsins mánu- daginn 13. april 1981 kl. 20,30. Erindiö veröur flutt á dönsku. öllum er heimill aö- gangur. Tónskóli Sigursveins: Nemenda- tónleikar A morgun, sunnudag heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar sina árlegu vortónleika I sal Mennta- skólans viö Hamrahliö. A þessum tónleikum koma fram nemendur á ýmsum námsstigum og eru tónleikar þessir aö mörgu leyti þver- skuröur af þeirri starfsemi sem farið hefur fram i Tón- skólanum I vetur. Blokkflautukórinn, sem samanstendur af nær öllum nemendum I forskóladeild- um Tónskólans, frumflytur tvö vorlög undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar sem einnig hefur fært lögin i þann búning sem þau birtast i á þessum tónleikum. Þá mun: fjöldi einleikara og hópa koma fram. Tónleikarnir á sunnudag- inn hefjast kl. 14.00. Allir eru velkomnir meöan húsrúm leyfir. Ráðstefna í dag: Áhrif trúar í samfélagi Margvisleg áhrif trúar á þjóðmenningu og samfélag eru til umræöu á opnum fundi sem umhverfissam- tökin Lif og land efna til á Kjarvalsstööum i dag. A fundinum, sem hefst laust eftir 9 og stendur fram eftir degi, eru flutt nær þrjátiu er- indi, sem tengja trú við list, sögu, markaðsmál, sósial- isma, jafnréttismál; einnig eru flutt erindi um einstök trúarbrögö. Meöal þeirra sem til máls taka eru Guörún Jónsdóttir læknir (trú og geöheilsa), Guðmundur Magnússon há- skólarektor (trú og markaðsskipulag) Arni Bergmann (trú og sósial- ismi) og Siguröur A. Magnússon (maður og trú) Gestatórileikar á Akureyri Tónlistarskólinn i Reykja- vik heldur um þessar mundir upp á 50 ára afmæli sitt meö margvislegu móti, m.a. meö Akureyrarferð og tvennum gestatónleikum þar. I kvöld leikur strengja- sveit skólans i Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Flutt veröa verk eftir Handel, Vivaldi, Beethoven og Schönberg. A morgun leikur Friðrik Már Baldursson á fiölu og Snorri Sigfús Birgisson á pianó i sal Tónlistarskólans á Akureyri og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. FuIItrdar Foreldrasamtakanna á blaðamannafundinum: f.v. Nanna Heiðarsdóttir, Hildur J. Agnarsdóttir, Magnús M. Norödahl, Elin Edda Arnadóttir og Þórdfs Gunnarsdóttir. — Ljósm.: — Ella. Foreldrar styðja fóstrur Foreldrasamtök barna á dag- heimilum og leikskólum I Reykjavik hafa lýst yfir stuöningi sínum viö fóstrur, sem hafa sagt upp störfum frá og meö 1. mai n.k. Jafnframt leggja samtökin miklaáherslu á aö samiö veröi viö fóstrur og gengiö aö kröfum þeirra, til þess aö ekki þurfi aö koma til lokunar á dagvistarstofnunum, en viö þaö munu 3052 börn missa dagvistunarpláss. Á blaðamannafundi I vikunni geröu fulltrúar samtakanna grein fyrir ástandinu I dagvist- unarmálum i Reykjavik, og lögöu áherslu á að dagheimili og leikskólar gegndu ekki hlut- verki sinu sem uppeldisstaöir nema þau heföu hæfu og mennt- uöu starfsfólki á aö skipa. A næstu 10 árum er fyrirhugaö aö reisa 3 ný dagvistunarheimili á ári, en i fyrra vantaði fóstrur I 50 stööur I borginni. Nú gegnir ófaglært fólk þeim stööum. Aösókn aö Fóstiuskólanum hef- ur fariö minnkandi, aö sögn for- eldranna, og þar aö auki nýtast aðeins 63% af menntuðum fóstr- um. Úr þessu má bæta meö þvi aö hækka laun fóstra og bæta starfsaðstöðu þeirra. Komi til lokunar 1. mai munu afleiöingarnar ekki láta á sér standa. Foreldrasamtökin hafa reiknaö út eftirfarandi dæmi: Ef einni deild á dagheimili þar sem 18 börn eru og ein fóstra verður lokaö þýðir þaö aö 25 for- eldrar missa dagvistunarpláss fyrir börn sin miöaö viö aö 60% foreldrar séu einstæöir. 18 þyrftu aö vera heima meö börn sin. Viö þaö tapast 144 vinnu- stundir á dag I atvinnulifinu. Fyrir alla Reykjavik þýöir þetta 34.184 klukkustundir. Miöaö viö 25 kr. 45 aura meðal verka- mannakaup gerir þaö 879.982 kr. i tap á dag. A bak viö þessi börn og þessa foreldra og þessa vinnustaði og þetta tap er ein fóstra. — ih Banka- menn þinga 32. þing Sambands islenskra bankamanna hófst i gær I Kristalssal Hótel Loftleiöa og lýkur siödegis i dag. Kjaramál eru höfuö viöfangsefni þingsins svo og fræðslumál. I gær var skipað I nefndir en I dag kl. 9.30 veröa nefndarálit kynnt og rædd. Slðdegis verður svo stjórnarkjör-65 manns frá 14 starfsmannafélögum sitja þingiö. Uppsagnir fóstra taka gildi 1. maí: Stefnt að fundi — segir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur Frá því uppsagnarfrestur fóstra i Reykjavik hófst 1. fe- brúar s.l. hafa Starfsmanna- félagiö og launamálanefnd borgarinnar einungis haldiö einn fund um deilumálið, hinn 23. febrúar. A borgarstjórnar. fundi skömmu siöar upplýsti Björgvin Guðmundsson, for- maður launamálanefndar, aö þá heföi Starfsmannafélagiö óskaö eftir þvi aö annar fundur yröi ekki boöaður nema aö þeirra frumkvæöi. Eyþór Fannberg, formaöur Starfsmannafélagsins sagöi skýringuna þá aö samn- inganefnd hefði ekki veriö til- búin meö svör viö spurningum iaunamáianefndar um þaö hvaö til þyrfti aö koma af borgar- innar hálfu svo uppsagnir fóstra kæmu ekki til framkvæmda. Viö vorum ekki tilbúnir til aö svara þvi á fundinum, sagöi Eyþór, en við munum óska eftir form- legum fundi á næstu dögum, strax eftir páska ef þaö næst ekki fyrr. — En eru kröfur fóstra ekki komnar fram? Jú, þaö liggur ljóst fyrir þingi bankamanna i gær. Ljósm. Gel hverjar þær eru, sagöi Eyþór. Ef vilji heföi veriö fyrir hendi i samningagerðinni heföi veriö hægt aö ná samkomulagi sem fóstrur heföu getaö sætt sig viö, en kröfum þeirra var þá alger- lega hafnaö. Þetta er erfitt mál fyrir félagiö þegar viö erum ný- búnir að loka samningum en I þeim fengu fóstrur nokkra launaflokkahækkun. 1800 manns fengu hins vegar ekkert. — Stendur þá á Starfsmanna- félaginu? Ég hugsa aö fóstrur telji svo vera aö einhverju leyti. Starfs- mannafélagið sem slikt hefur ekki tekiö afstööu til kröfu- geröar fóstranna ný, en þaö er veriö aö vinna i þessum málum. — Sta rfsm annaf élögin á Akureyri og I Kópavogi hafa i svipaöri aöstööu fyrr I vetur stutt viö kröfur fóstra og gengiö frá samningum fyrir þær. Já, en i báöum tilvikum var komiö aö uppsögnum og þær komnar til framkvæmda. — Þarf þá að loka á 3000 börn til þess aö eitthvaö gerist i málunum? Nei, ég vona aö ekki þurfi aö koma til þess og min skoðun er sú aö þaö yröi erfiðari róöur eftir 1. mai en fyrir þann tima aö finna lausn á þessari deilu. Viö vinnum nú að þvi i samn- inganefnd og i samráöi viö fóstrur aö leysa deiluna fyrir þann tima og munum óska eftir fundi á næstu dögum, sagöi Eyþór Fannberg að lokum. — AI Allt eðlllegt í fluginu: Tveir flugmenn veikir í gær Millilandaflugiö hefur gengið vel, en hins vegar voru tveir flugmenn í inn- anlandsflugi veikir í morgun, sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaðaf ulltrúi Flugleiða síðdegis í gær. Ýmsir höfðu óttast að flugmenn F( A gripu til þess að taka út frí, veikjast eða setja í hæga- ganginn vegna lagasetn- ingarinnar frá í fyrra- kvöldsem kom í veg fyrir verkfall þeirra. Sveinn sagði að veik- indi í þessum mæli væru ósköp eðlileg og síst vildi hann gera því skóna að þau væru tilbúningur. Varamaður hefði hlaupið i skarðið fyrir annan flugmannina en vegna þess hve fáir flugmenn væru í störfum þessa dagana hefði ekki verið hægt að f Ijúga fyrir hinn. Þaö eru einir sex flugmenn i samninganefnd, sagöi Sveinn, en einhverjirþeirra eru nú líka i vetrarfrii. Þá standa nú yfir námskeiö sem margir flugmenn sækja og þvi er erfitt um vik aö kalla út aukamannskap. Þá sagöist Sveinn ekki hafa orðiö var við aö menn óskuöu eftir þvi aö taka út fri sin I framhaldi af lagasetningunni. — Al.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.