Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — fréttrir Hafnfirsk menningarvaka Síðasti dagurinn Hafnfirsku menningarvökunni lýkur i kvöld. A dagskránni i dag eru kvikmyndasýning i Bæjarbiöi kl. 14.00 og tónleikar I Hafnar- fjaröarkirkju kl. 17.00. Kvik- myndin sem sýnd veröur er „Þú hýri Hafnarfjörður” og tónleik- ana heldur Kór öldutúnsskóla, stjórnandi Egili Friöleifsson. Þrjár myndlistarsýningar eru i gangi. Eirikur Arni Sigtryggsson sýnir málverk að Reykjavikur- vegi 66, Gunniaugur S. Gislason sýnir vatnslitamyndir i húsi Bjarna riddara, og fimm ungir myndlistarmenn sýna i æskulýðs- heimilinu við Flatahraun. Þau heita: Gestur F. Guömundsson, Guðmundur ómar Svavarsson, Jón Þór Gisiason, Kristbergur ó. Pétursson og Svava Björg Einarsdóttir. Frönsk nútímalist Franski listamaöurinn Claude Verdier flytur fyrirlestur um nú- timalist I franska bókasafninu Laufásvegi 12, mánudaginn 12. april kl. 20.30. Fyrirlesturinn flytur hann á frönsku og nefnir „Regards sur la peinture mod- erne”. Fjallað verður um nokkrar helstu stefnur I nútima- myndlist, þ.á m. impressjón- isma, kúbisma, súrrealisma og abstraktlist. Claude Verdier fæddist i Paris 1932 og stundaði þar nám i málun, grafik og listasögu. Asgeir S. Einarsson og ein af myndum hans.—Ljósm.:Ella. Ásgeir í Djúpinu Ungur listamaöur, Asgeir S. Einarsson, opnar I dag sýningu I Galleri Djúpinu viö Hverfis: götu og sýnir þar myndir unnar I blek og pastel og skúlptúra úr islenskum steini. öll verkin eru til sölu. Asgeir stundaöi nám viö Myndlista- og handiöaskóla Islands og lauk grafiknámi þaðan 1980. 1977—78 var hann við Kunstakademi i Stuttgart, en ntl er hann nemandi i mynd- mótunardeild MHl. Náttúrugripasafnið á Akureyri V ísindakynning 1 tilefni af 30 ára afmæli Náttiirugripasafnsins á Akureyri hefst á morgun, sunnudaginn 12. april Visindakynning á vegum safnsins. Veröa haldin erindi i húsakynnum safnsins og Tónlistarskólans. A morgun flytur Agúst Guðmundsson jarðfræðingur erindi um reikistjörnur og sýnir nýjustu myndir frá geimflaugum Bandarikjamanna. A mánudag flytur Þórir Sigurðsson menntaskólakennari erindi um sólstjörnur og vetrar- brautir og ræöir kenningar um uppruna alheimsins. Oddur Sigurðsson jaröfræðing- ur talar á þriðjudag um Kröflu- elda og landrek og ræöir spurn- inguna um hvort umbrotin við Kröflu geti stafað af borunum. A miðvikudag ræðir svo Hörður Kristinsson prófessor um gróður og gróðurþróun á heiöunum viö Blöndu. Fyrirlesturinn á morgun hefst klukkan 16.00 en aðrir fyrir- lestrarkl. 20.30. A fimmtudaginn 16. april verður svo næsta umhverfi Akureyrar kynnt með litskugga- myndum af landslagi og gróðri og rætt um m ögleika á verndun þess og umsköpun. kl. 2-6 í dag Matvörukvnninu á páskamatnum, Emmess-ís, Kaaber-kaffi, Egils-djás o.fl. o.fl. á hlaöboröi. Gestum gefst kostur á aö smakka. Sýning á nýjum barnafatnaði og barnaskóm. Börn ár Model 79 sýna. Hornajlokkur Kópavogs leikur. Nýjarhásgagnasendingar á 1200 fermetrum, m.a. allar fermingargjafirnar. Electrolux, Rowenta og Gaggenau-heimilistœki svnd í kjallara Gjörið svo vel að líta inn Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1 A, simi 86111. Borgarspítalinn Lausar stöður Röntgenhjúkrunarfræðinga/röntgen- tækna vantar nú þegar til starfa á röntgendeild. Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á ýmsar deildir spitalans og einnig til sumarafleysinga. Sjúkraliða vantar til sumarafleysinga á allar deildir spitalans. Nánari upplýsing- ar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra i sima 81200 (210 og 207) Starf ritara á skrifstofu Borgarspitalans er laust til umsóknar. Staðgóð menntun, svo og góð vélritunarkunnátta, nauðsyn- leg. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum skulu sendar á skrifstofuna fyrir 16. april n.k. Staða iðjuþjálfa við Geðdeild Borgar- spitalans. Umsóknarfrestur til 22. april n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima 81200 (240). Reykjavik, 10. april 1981. BORGARSPÍTALINN. Blaðberabíó! Á hestbaki, heitir kúrekamyndin sem blaðberum Þjóðviljans er boðið að sjá i Regnboganum, sal A, kl. 1 eh. i dag, laugardag. Góða skemmtun! UODVIUINN s. 81333. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN SVÆFINGAHJOKRUNARFRÆÐING- UR óskast nú þegar á svæfingadeild. SKURÐHJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á skurðstofu Kvennadeildar frá 1. júni 1981. Til sumarafleysinga óskast HJtiKR- UNARFRÆÐINGUR MEÐ LJÓS- MÆÐRAMENNTUN, SKURÐ- H JOKRUN ARFRÆÐINGUR, SVÆFINGARHJUKRUNARFRÆÐ- INGUR til starfa við recovery, HJOKRUNARFRÆÐINGAR, LJÓS- MÆÐURog SJUKRALIÐAR. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. KÓPAVOGSHÆLI HJOKRUNARSTJÓRI óskast til sum- arafleysinga. Upplýsingar veitir yfir- læknir Kópavogshælis i sima 41500. Reykjavik, 12. april 1981. Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.