Þjóðviljinn - 05.05.1981, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. mal 1981
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
vidtalid
Helgi f
gegn \
lesendum
Þó ég verði átta ára mun ég aldrei skilja fullorðna
fólkið.
Rætt við Ólöfu
Eldjárn, verslunar
stjóra Bóksölu
stúdenta
Uni mér
vel hjá
skruddum
Eitt þeirra fyrirtækja, eða
eigum við kannski að segja
stofnana, sem Félagsstofnun
stúdenta rekur, er Bóksala
stúdenta. Verslunarstjóri henn-
ar er Ólöf Eldjárn. Við höfðum
samband við hana og spurðum
fyrst hvenær Bóksalan hefði
tekið til starfa.
— Það er nú kannski dálitið
erfitt að segja nákvæmlega til
um það, en Félagsstofnun
stúdenta tók við rekstri Bóksöl-
unnar 1969 og hún flutti hingað i
Félagsheimilið þegar það var
tekið i notkun 1971. En áratug-
um saman hafði Bóksalan verið
ieinu herbergi i Háskólakjallar-
anum. Svo þegar Félagsstofn-
unin tók til starfa þá runnu eign-
ir Bóksölunnar til hennar.
— Og megin tilgangurinn er
náttúrulega sá að útvega
stúdentum nauðsynlegar bæk-
ur?
— Já.hún kostar kapps um að
útvega stúdentum þær bækur,
sem þeim eru nauðsynlegar við
námið. Bókatitlum, sem við
erum með, fjölgar stöðugt bæði
vegna þess að námsgreinum
fjölgar og svo eykst valfrelsi
stúdenta um námskeið og bækur
þvi hægt er að velja á milli bóka
i ýmsum námsgreinum.
— Eru það eingöngu stúdent-
ar, sem skipta við Bóksöluna?
— Nei, það gera ýmsir utan
raða þeirra, við visum engum á
braut, sem hingað kemur. Og
það er þónokkuð um að fólk ,,ut-
an úr bæ” komi hingað til að
versla. Einkum eru það þó
kannski þeir, sem hafa verið i
Háskólanum og vita þvi af okk-
ur. Og svo kiemur það enn til, að
viö erum með mikið af bókum,
sem ekki fást annarsstaðar hér-
lendis, einkum allskonar fræði-
rit. Þá má og nefna, að við höf-
um á boðstólnum allskonar
„aukabækur”, ef svo má segja,
— af ýmsum tegundum og svo
bókmenntaverk.
— Hvernig er það með þetta
húsnæði, sem þið eruð i núna,
nægir það ykkur til langframa?
— Nei, þvi fer fjarri. Bóksal-
an hefur vaxið m jög mikið og er
alltaf að aukast og við erum i
raun og veru að sprengja utan
af okkur þetta húsnæði. Okkar
stóri draumur er að komast i
stærra húsnæði.
— Áttu von á að sá draumur
rætist á næstunni?
— Ekki i nánustu framtið, er
ég hrædd um. Og á meðan get-
um við ekki fært út kviarnar
umfram það, sem orðið er. Við
getum t.d. ekki bætt við okkur
islenskum bókum, sem við vild-
um þó gjarna gera, þvi af þeim
höfum við litið. Hér eru fáan-
leg öll algengustu ritföng en þó
vildum við hafa meira úrval af
þeim. En húsnæðið setur okkur^
stól fyrir dyr.
Íshokkí á Arabíuskaga
Arabiskir ollufurstar finna
peningum sinum undarlegustu
brúkun. Til dæmis hefur Mana,
sjeik I Dubai, einsett sér að
komariki sinu á íþróttakortið. 1
þvi skvni hefur hann komið sér
upp skautahöll og Isknattleiks-
liðum tveim, sem Kanadamenn
þjáifa.
Af sjálfu ieiðir, að það er
dýrt spaug að reka skautahöll i
Dubai, þar sem lofthiti er einatt
um 50stig. Enda þarf heilt orku-
ver til að kæla leikvöll ishokki-
liðanna tveggia. Þau heita mjög
„köldum nöfnum”. Annaö heitir
Vikingur og er skipað Kanada-
mönnum. Hitt heitir Mörgæsir,
og er fyrsta isknattleiksliðið i
heimi sem Arabar einir spila i.
Höfðingi Dubai vill einnig láta
að sér kveða i knattspyrnu.
Hann hefur leigt sér þýskan
þjálfara og ætlast til að hann
þjálfi landslið sem gjaldgengt
sé i heimi atvinnuknattspyrnu.
Vatn er torfengið I Dubai og þvi
var ekki gripið til þess ráðs að
rækta þar upp grasvöll. Þess i
stað var búið til griðarmikið
teppi þykkt og grænt, i réttum
knattspyrnustærðum, og breitt
á eyðimerkursandinn.
Myndin synir Mörgæsirnar i
Dubai.
Síðustu forvöð eru nú á fimmtudaginn aö sjá leikþættina tvo eftir
tckknesku andófsrithöfundana Václav Havel og Pavel Kohout, sem
sýndir eru á Litla sviði Þjóðleikhússins og fengið hafa samheitið
Ilaustið í Prag. Báðir þættirnir, Mótmæli eftir Havel og Vottorð
eftir Kohout, fjalla um sömu persónu, andófsmanninn Vanek, og
báðar lýsingar eru gerðar af alþekktri tékkneskri kimni.
Leikstjóri er Helgi Skúlason, Vanek er leikinn af Rúrik Haralds-
syni og ErlingurGislason sem sést meö honum á myndinni fer með
stórt hlutverk i Mótmælum..
Það er eins og hann Karl Marx
sagöi: fyst er sagan harm-
leikur, svo er hún grin. Fyrst
rak Stalin Trotski úr flokknum.
Svo kom Matthias Bjarnason og
vildi reka Gunnar Thor...
Leikur ykkar frá i gær var
15.7—Rgfiog þvi svarar Helgi
með 16. Bc3 og þá er staðan
þannig:
Ólöf Eldjárn
— Hvernig er fjárhagsaf-
koman?
— Jú, ætli megi ekki segja að
við séum bjargálna, svona þeg-
ar litið er yfir árið i heild. En á
vissum árstimum, þegar sala er
hvað minnst, gætir nokkurs
skorts á rekstrarfé. Bóksalan
hefur séð um og fjármagnað
útgáfu fjölritaðra kennslubóka
fyrir Háskólann, svona 2ja—3ja
ára birgðir I senn, og það bindur
okkur nokkurn fjárhagsbagga.
En það er til þess ætlast að Bók-
salan standi undir sér og hún
gerir það raunar. Jú, ætli við
getum ekki sagt að fjárhagsaf-
koman sé svona þokkaleg.
— Er Bóksalan opin alla
virka daga?
— Já, hún er opin frá kl. 9—6
alla virka daga, eins og aðrar
verslanir, en lokað er á laugar-
dögum. Að sumrinu lokum við
kl. 5
— Hvað vinna margir við
verslunina? — Við vinnum
þar 7 en i raun og veru eru þetta
5 1/2—6 stöðugildi þvi sumir eru
ekki i fullri vinnu.
— Hvað hefur þú unnið þarna
lengi?
— Siðan 1973.
— Og kannt vel við þig?
— Já, ég uni mér vel innan
um skruddurnar.
— Eitthvað fleira Ólöf?
— Er þetta ekki orðið alltof
mikið, er ekki svo þröngt hjá
ykkur þarna i horninu?
— Jú, drepandi þrengsli. En
þó er nú ekki hægt að rigbinda
sig við linufjöldann.
— Nei, ætli þaðsé nú fleira, —
og þó, — maður hefur orðið var
við það, að fólk veit ekki að
þessi búð er til eða halda þá að
hún sé ennþá i Háskólakjallar-
anum. A það má lika minna, að
við gerum mikið af þvi, eins og
aðrar bókabúðir, að sérpanta
bækur, ef óskað er.
Þetta er nú að smá fest-
ast betur i sessi og svo vona ég
bara að það rýmist um okkur
áður en við drukknum hér alveg
i bókum.
— mhg
Þið eigiö leikinn. Hringiö i
dag á milli kl. 9 og 18, i sima
81333.
—eik—
© Bvll's
ðákveðið... Og nú er ég búinn að
gleyma tilefninu!