Þjóðviljinn - 05.05.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 05.05.1981, Side 5
ÞriOjudagur 5. mai'i981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 r Astandið á Norður- Irlandi: FRÉTTASKÝRING Þegar þessar linur eru skrifaðar er Bobby Sands, þingmaður IRA, i dauðadái. Fyrirbænir páfa, málamiðlunartil- raunir irskra þing- manna, bandariskra íra, mannréttinda- nefnda, hafa ekki hnik- Ungur lýðveldissinni meft bensinsprengju og breskir hermenn: nú hafa 2100 fallið og 22 þúsundir manna hafa særst. Bobby Sands og rádabrugg tveggja forsætisráðherra að þeirri ákvörðun bresku stjórnarinnar, að heldur skuli forystu- maður IRA-fanganna i Mazefangelsi i Belfast deyja en að látið verði undan kröfum þeirra um stöðu pólitiskra fanga. IRA. írski lýðveldisherinn, hefurboðað að Bobby Sands verði hefnt grimmilega og reyndar hefur ekki linnt stærri og smærri árekstrum, sprengingum, ikveikjum og mótmælagöngum á Norður-Irlandi siðustu daga. Hvernig sem framvindan verður eru allar lausnir jafn langt undan og fyrr: hvort sem spurt er um það misrétti sem kaþólski minni- hlutinn á Norður-írlandi hefur sætt og er upphaf þeirrar borgarastyrjaldar sem þar hefur geisað,eða þá um framtiðarsam- band við írska lýðveldið og Stóra- Bretland. Sérkennilegt samspil Það sem nú hefur verið að ger- ast á Irlandi hefur að likindum tekið fyrir framhald á sérkenni- legu samspili forsætisráðherra Irska lýðveldisins, Haugheys, og Margaret Thatcher, sem komu saman i Dublin á fund „æðstu manna” i desember og gáfu til kynna, að þeim hefði miðað spottakorn á áttina að þvi er varðar lausn Irlandsmála. ætti að ræða „samanlögð sam- skipti eyjanna tveggja” (Bret- lands og írlands). Þess vegna hefði verið komið á fót starfs- nefndum til að kanna margvisleg mál „meðal annars möguleika á nýrri uppbyggingu stofnana, borgararéttindi, öryggismái, samvinnu um efnahagsmál og ráðstafanir til að efla gagn- kvæman skilning”. Fréttaskýrendur hafa reyndar átt i nokkrum vanda með að út- skýra hvað hafi i raun og veru verið samið um. Sumir telja, að forsætisráðherrarnir hafi blátt áfram verið að rétta hvor öðrum hjálparhönd: Haughey hafði aukið varðgæslu á landamærum lýðveldisins og Norður-lrlands og þar með lagt fram sinn skerf til að hjálpa breska hernum i barátt- þetta gæti með tið og tima skapað forsendur fyrir pólitiskri lausn á Irlandi, sem tengdist svo við sér- staktsamband lra allra við Bret- land, jafnvel einskonar rikja- bandalag. Thatcher hefur hinsvegar svarað Ian Paisley og öðrum þeim herskáu mótmælendum á Norður-lrlandi, sem telja að i desember hafi verið byrjað á að selja rétt þeirra andskotans páfa- villumönnum, með þvi, að Dublinarsamþykktir skerði i engu rétt ibúa Norður-Irlands til að vera breskir þegnar svo lengi sem þeim sýnist. Margt bendir svo til þess, að frú Thatcher sé i reynd harður sambandssinni, eins og mótmælendur á Norður- Irlandi og sjái ekki fram á sam- einingu Irlands með neinum þeim hætti sem hún vilji sætta sig við. Hún ætli sér fyrst og fremst að sigrast á Irska lýðveldishernum og æðstumannafundir með Haug- hey séu fyrst og fremst til að hafa hann góðan svo og til að forðast vandræði i Efnahagsbandalaginu ogkæla áhuga irskra Bandarikja- manna á að aðstoða lýðveldis- sinna og IRA með peningum og vopnum. Allra veðra von Kannski eru allir að „blöffa” alla,segir Peter Jenkins. En hvað um það: það var þegar ljóst þegar Bobby Sands var kosinn á breska þingið i aukakosningum i Fermanagh og Suður Tyrone, að þau Haughey og Thatcher áttu erfitt með að halda þvi til streitu að baráttuaðferðir IRA nytu litils stuðnings meðal kaþólsks al- mennings á Norður-Irlandi. Um 30 þúsundir manna voru reiðu- búnir til að kjósa dæmdan byssu- mann. Þær kosningar sem og sú hreyfing sem hungurverkfallið og yfirvofandi dauði Bobby Sands hefur eflt sýndu og vel hve veikar stoðir runnu undir Dublingaryfir- lýsingar og hve óleysanlegt Norður-lrlandsmálið er enn i dag. Sjálf hefur Margaret Thatcher og stjórn hennar með stifni sinni i fangamálum gert að engu þann litla árangur sem leynast kunni i Dublinarviðræðum fyrr i vetur. IRA hefur spáð grimmri hefnd. Pólitiskir foringjar kaþólskra manna eins og Bernadetta Devlin hafa hvatt til að menn íorðist of- beldisverk — en hún hefur um leið hvatt til þeirrar pólitiskrar baráttu sem sópi Bretum endan- lega út úr landinu Sú barátta gæti farið fram með ýmsum hætti.eins og reynsla sið- ustu ára sannar. Þegar er um það rætt að breyta hinum kaþólsku borgarhlutum i einskonar sjálfstjórnarvirki, sem hafi sagt sig úr allri samvinnu við borgar- stjórnir og yfirvöld á hverjum stað og neiti m.a. að greiða húsa- leigu og skatta. Saga breska heimsveldisins hófst á trlandi, og þar voru framin „afbrot mörg og stór” eins og Steinn Steinarr kemst að orði i frægu kvæði um þetta heimsveldi. Þar viröist og ætla að rætast önnur lina úr sama ljóði: „að lokum borgast allt i sömu mynt”.... áb í»i HL Börn i Belfast veifa spjöldum sem á stendur: Við styöjum þá sem eru i hungurverkfalli. Eins og Peter Jenkins bendir á i nýlegri grein i Guardian, þá veit enginn hvað svona orðalag þýðir. Það sýnist gefa forsætisráðherra Islands möguleika á að segjast hafa stigið fyrsta skref til að binda endir á aðskilnað rikjanna. Má vera hann vilji vekja aftur til lifsins írlandsráð sem færi með samskipti milli stjórnvalda i London, Dublin og Belfast. Hann telur einnig að sagan sé Irum hliðholl: Norður-trland fái ekki staðist, þar hefur, eins og hann hefur að orði komist, orðið efna- hagshrun meira en dæmi eru til. unni við IRA. Auk þess hafði hann litt tekið undir mótmæli og hungurverkföll Bobby Sands og samfanga hans. 1 staðinn ætlaði frú Thatcher síðan að láta Haug- hey fá eitthvað sem sýndist vera áfangi til sameiningar Ira, en Haughey þarf mjög á sliku að halda vegna kosninga sem verða i sumar. Margt óljóst Þvi var eftir Dublinarfundinn gefin út yfirlýsing þar sem sagði m.a. að á næsta fundi i London annarsstaðar i Evrópu — og allt Bobby Sands sjálfur: Við stöndum með þér, sonur sæll” Bobby Sands, sem hafði I gær verið I hungurverkfalli i meira en tvo mánuði, á sér sögu, sem segir margt um ástandið á Norður-írlandi. Hann er aðeins 27 ára gamall. Fjölskylda hans átti heima i Rathcoole, sem er hverfi i Bel- fast, þar sem mótmælendur eru i algjörum meirihluta. Bobby Sands gekk þar i skóla og stóð sig vel i iþróttum. Árið 1972 var ástandið i borginni orðið þannig að kaþólskri fjölskyldu var ekki lengur vært i mótmælenda- hverfi. Ruslatunnu var hent inn um stofugluggann eina nótt og skotið að húsinu. Sands- fjölskyldan sem hafði átt heima ihverfinu i 21 ár skildi á hverju var von, og sömuleiðis, að lög- regla mótmælenda mundi ekki veita henni neina vernd. Hún flutti til kaþólsks hverfis, Twin- brook, sem byggt er tekjulitlu fólki: þar eru og uppeldis- stöðvar fyrir herskáa lýðveldi^- sinna. Sama ár varð Bobby Sands fyrir annarri reynslu af mót- mælendum og yfirgangi þeirra: hann hafði i rösklega tvö ár verið lærlingur i byggingar- vinnu, en var hótað lifláti ef hann hypjaði sig ekki á brott úr þeirri vinnu. Mótmælendur hafa beitt yfirráðum slnum til að mismuna kaþólskum herfilega á vinnumarkaði og má heita að margar starfsgreinar séu þeim fullkomlega lokaöar. Skömmu siðar gekk hann i IRA, Irska lýðveldisherinn. Um það segir hann: „Ég hefi séð of mörg heimili lögð i rúst, ná- granna meidda, vini myrta, of mikið af táragasi, skothrið og blóði”. Arið 1973 var hann dæmdur i fimm ára fangelsi fyrir aðild að tveim vopnuðum ránum (siðan 1969 hafa vopnaðar sveitir ka- þólskra og mótmælenda framið 9400 vopnuð rán til að fjár- magna starfsemi sina). Hann var og dæmdur fyrir að hafa fjögur skotvopn i fórum sinum. Hann var þá 19 ára gamall. Hann slapp út 1976 en var hand- Bobby Sands áöur en hungur- verkfallið hófst. tekinn aftur og dæmdur fyrir vopnaeign eftir þvi sérstaka og mjög umdeilda réttarfari sem gilthefurá Norður-lrlandi siðan 1975, til fjórtán ára fangelsis- vistar. I fangelsinu varð Bobby Sands fljótlega einskonar „fjöl- miölafulltrúi” fyrir ÍRA-fanga, en i þvi hlutverki fólst það meðal annars að hann smyglaði út ýmislegum yfirlýsingum fanganna. Hann fékk á sig orð snemma fyrir firnamikinn viljastyrk,Einn af fyrrverandi samföngum hans hefur komist svo að orði, að Bobby Sands . hafi ekki verið neinum frábær- I um hæfileikum búinn öðrum en I þessum: ef hann hafði einsett ] sér að gera eitthvað, þá stóð ■ hann viðþað. Hvort sem það var að læra að leika á gitar eða tala I irsku. 1 grein sem Bobby Sands ■ hefur skrifað segir meðal ann- I ars: „Ég er pólitiskur fangi, baráttumaður fyrir frelsi... Ég [ hefi verið sviptur fötum og . læstur inni i óþrifalegum auðum klefa, þar sem ég hefi verið I sveltur, barinn og pyntaður... , En i mér býr sá frelsisandi sem ■ ekki verður kæfður:* 1 annarri grein sem heitir „Ég I barðist við skrýmsli” segir , Bobby Sands: „Likami minn er ■ kaldur og brotinn. Ég er ein- I mana og 'z þarfnast huggunar. I Einhversstaðar úr fjarska heyri | ég þe sar kunnuglegu raddir ■ sem halda mér uppi: Við stönd- I um með þér sonur... láttu þá ekki sigra þig. Ég þarf að heyra þessar raddir. Þær espa ■ skrýmslið. Þaö hopar á hæli.. I Ég veit að ef þær kalla hærra, þá flæma þau skrýmslið á brott | og þjáningar minar verða á • enda...” I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.