Þjóðviljinn - 05.05.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.05.1981, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. mal 1981 Stjórnarfrumvarp um sjóefnavinnslu á Reykjanesi Framkvæmdir hefjast Afkastageta 40 þús. tonn. — Veitir 50 manns atvinnu Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að beita sér fyrir stofnun Sjóefnavinnslunn- ar h.f., er reisi og reki 40 þús. tonna saltverksmiðju á Reykjanesi og vinni önn- ur saltefni, er til falla við þá vinnslu. Einnig yrði hlutafélaginu heimilt að hefja undirbúning að framleiðslu á natríum- kldríði til útflutnings. 1 gær var Utbýtt á Alþingi stjörnarfrumvarpi frá Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra um stofnun sióefnavinnslu á Reykjanesi. í frumvarpinu leitar Þingsjá rikisstjórnin eftir heimild Alþingis til að stofnsetja þessa verksmiðju, en þessi verksmiðja mun taka við rekstri undirbúriin ingsféiags saltverksmiðju á Reykjanesi h.f. sem stofnsett var i tilraunaskyni á árinu 1978. I fyrsta áfanga, sem hefja á á þessu ári, er reiknað með að byggð verði verksmiðja er afkasti 8000 tonnum áári, en ef markaðs- horfur reynast jákvæðar þá er fyrirhuguð stækkun þannig að verksmiðjan framleiði 40 þúsund tonn á ári og veröi svo eigi siðar en á á árinu 1985. ÁæUaður stofnkostnaður við verksmiðjuna fullgerða er 157.7 milljónir króna. Arlegar tekjur eru áætlaðar 34,7 m.kr. og rekstrarkostnaður án vaxta og afskrifta 17,1 m.kr. A þessu ári Tíminn i dag Nýtt útlit — Nýtt efni Nýr Timi Tíminn er örugglega i takt við þig. Hefurðu séð hann eftir breytinguna Er Tímaskortur vandamál hjá þér. t>að leysirðu með þvi að gerast áskrifandi að Tímanum. siminn er 86300 Ertu orðinn áskrifandi Náðu þér i eintak Nýr og betri Timi á næsta blaðsölustað Tíminn í nýjum búningi Áskrif tar síminn 86300 <$> í ár væri æskilegt að verja til framkvæmda 18 m.kr., 20 m .kr. á árinu 1982, 70 m.kr. á árinu 1983 og 50 m.kr. á árinu 1984. Við saltverksmiðjuna er gert ráð fyrirað starfi 50 manns þegar verksmiðjan er fullbUin. — Þig Hjörleifur Guttormsson Stjómarfrumvarp um þátttöku í stálverksmiðju I gagnið 1983 Riki sstjórnin hyggst gerast eignaraðili að Stálfclaginu h.f. og leggja i þvi skyni fram allt að 40% af hlutafc félagsins. Afgangurinn 00% vcrður hins vcgar i eigu ei nst aklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Rikisstjómin lagði i gær fram frumvarp á Alþingi þar sem leit- að er eftir heimild til að gerast eignaraðili að Stálfélaginu h.f. sem stofnað er til að reisa og reka stálbræðslu til framleiðslu á steypustyrktarjárni hérlendis. Frumvarp þetta hefur Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra látið semja i iðnaðarráðuneytinu. Aðdragandinn að stofnun stál- bræðslu hér á landi er nU orðinn rUmlegaáratugs gamall. 1970 var Stálféiagið h.f. stofnaö og hefur það allar götur siðan reynt að fá fyrirgreiðslu stjórnvalda til stofnunar stálbræðslu, en talað fyrir daufum eyrum. Það var siðan i' ráðherratið Hjörleifs Guttormssonar, sem iðnaðarráð- herra 1978—1979 að alvarleg athugun hófst á málinu, en töf komst á það við þingrof og kosn- ingar. Siðast liðið sumar setti ráðherra á fót sérstakan vinnuhóp til að hafa umsjón með gerð framkvæmnisathugunar um byggingu og rekstur slikrar verk- smiðju. 1 greinargerð með þessu frumvarpi er gert ráö fyrir að verksmiðjan taki til starfa 1983 og yrði framleiðslumagnið um 12700 tonn á ári eingöngu fyrir innlendan markað. Rikisstjórnin hyggst leggja fram 12 milljónir króna sem hlutafé, veita rikisábyrgð fyrir lánum að upphæð 17,5 milljónum kr. og fella niður aðflutningsgjöld af vélum og tækjum til verk- smiðjunnar. — Þig Stjómarfrumvarp um steinullarverksmiðju Ríkið eigi 40% Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér heimild til handa hennitil að taka þátt i stofnun hlutafélags er reisi og reki steinullar- verksmiðju og leggja f ram í því skyni allt að 40% af hlutafé þess. I gær var Utbýtt á Alþingi stjórnarfrumvarpi, sem iðnaðar- ráðherra hefur látið UtbUa er heimilar rikisst jórninni þátttöku I stofnun steinullarverksmiðju á Islandi. Til greina koma tvær verksmiöjustæröir, annars vegar verksmiðja með um 15000 tonna afkastagetu á ári og er þá miðað við verulegan Utflutning. Hins vegar kemur til greina bygging verksmiðju með um 5000 tonna afkastagetu og er hUn fyrst og fremst hugsuð fyrir innanlands- markað. Ekki er tekið fram i frumvarpinu hvorn valkostinn æskilegast væri að taka og ekki er tekin afstaða til þess hvar stein- ullarverksmiöjuna beri að reisa. Hins vegar hafa þrir staðir verið skoðaðir, Sauðárkrókur, en þar yrði fyrst og fremst reist minni verksmiðjan, Þorlákshöfn, sem hýsti þá stærri verksmiðjuna og loks Reykjavik. 1 greinargerð er gerður samanburður á flutnings- kostnaði milli þessara þriggja valkosta og er þá miðað við 12200 tonna ársframleiðslu. Kemur i ljós að flutningskostnaður er lægstur fyrir Reykjavik, en sá fyrirvari hafður á að kostnaður við strandlóð i Reykjavik er mun hærri en t.d. i Þorlákshöfn. 1 frumvarpinu er rikisstjórn jafnframt heimilað að leggja fram 14 milljónir kr. af fé rikis- sjóðs sem hlutafé, að veita rikis- ábyrgð fyrir lánum að upphæð 21 milljón kr. og fella niður aðflutn- ings- og sölugjöld af tækjum og vélum til verksmiðjunnar. — Þig Faðir okkar Guðgeir Jónasson Smáragötu 5 andaðist á Landspitalanum aðfaranótt sunnudagsins 3. mal. Jarðarförin verður auglýst siðar. Geir Guðgeirsson Hreggviður Guðgeirsson Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför móöur minnar, systur, tengdamóöur og ömmu, Svanhildar Steinþórsdóttur, Hjaröarhaga 26, Reykjavik. Hrefna Kristmannsdóttir Helgi Björnsson Asdis Steinþórsdóttir Svanhildur Helgadóttir Haraidur Steinþórsson Biörn Helgason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.