Þjóðviljinn - 05.05.1981, Side 10

Þjóðviljinn - 05.05.1981, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 5. mal 1981 Viimuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavikur tekur til starfa um mánaðamótin mai—júni n.k.. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1966 og 1967 og/eða voru nemendur i 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavikur skólaár- ið 1980—1981. Umsóknareyðublöð fást i Ráðningarstofu Reykjavikurborgar Borgartúni 1, simi: 18000, og skal umsóknum skilað þangað eigi siðar en 21. mai n.k.. Nemendum, sem siðar sækja unqt, er ekki hægt að tryggja skólavist. Vinnuskóli Reykjavikur. KAMMERTÓNLEIKAR þriðjudaginn 5. maí kl. 20:30 Okko Kamu fiðluleikari og Eero Heinonen pianóleikari Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Einar Englund og Beethoven (Kreutzersónat- an). Aðgöngumiðar við innganginn og á skrif- stofu NH. Verið velkomin NORRÆNA HUSIO ORÐSENDING TIL FORELDRA í þessari viku fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1981“, með upplýsingum um framboö á sumarstarfi neöangreindra stofnana. Foreldrar eru hvattir til þess aö skoöa bæklinginn vandlega meö börnum sínum. íþróttaráð Reykjavíkur Tjarnargötu 20 s. 28544 Leikvallanefnd Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Skólagarðar Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Vinnuskóli Reykjavíkur Borgartúni 1 s. 18000 Æskulýðsráð Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 11 s. 15937 Nýr umboðsmaður ísafirði Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður Þjóðviljans á ísafirði. Hann heitir Ingi- björg Sveinsdóttir, Hliðarvegi 23, simi 3403. þlOÐVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. K rístinn og Guðmundur fremstir í hópi söngvara við framkall á frumsýningu ,,La Boheme” Hátiðasýning til heiðurs Kristni og Guðmundi 30 ára óperuafmæli Annað kvöld verður sýning til heiðurs ópcrusöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Kristni HalLssyni á La Boheme I Þjóð- leikhdsinu, en þeir eiga báðir 30 ára afmæli sem óperusöngvarar á þessu voru. Er þetta lengsti ferill islenskra óperusöngvara hér heima, en báðir voru þeir með i fyrstu óperusýningu leikhússins, Rigolctto, fyrir réttum 30 árum. Þetta er i fyrsta skipti að haldið er upp á starfsafmæli söngvara I ÞjóöleikhUsinu, en það hefur hins vegar oft verið gert þegar leikarar eiga i hlut, svo sem kunnugt er. Eftir að Guðmundur ,,sló i gegn” i Rigoletto, hefur hann farið með fleiri hlutverk i Þjóð- leikhdsinu en nokkur annar söngvari, fyrst og fremst i óper- um, en einnig i óperettum söng- leikjum og öðrum sjónleikjum. Hann hefur verið fremsti bariton- söngvari okkar i mannsaldur og farið með ýmis veigamestu óperuhlutverk sem til eru, þar á meðal föðurinn i La Traviata, Luna greifa i II Trovatore, dr. Falke i Leðurblökunni (i báðum uppfærslunum), Tonio i I Pagliacci, Scarpia i Tosca, Marcel i La Boheme, Sharpless i Madame Butterfly, Lindorf/dr. Copperlius/dr. Mirakel/Daper- tutto i' Ævintýrum Hofmanns, Zeta i' Kátu ekkjunni, Ollendorf I BetlistUdentinum, Malatesta i Don Pasquale, Szupan i Sigauna- baróninum, Plumkett i Mörtu, greifann i BrUðkaupi Figaros, að ógleymdum Figaro i Rakaranum frá Sevilla og Þór i Þrymskviðu Jóns Asgeirssonar. Kristinn Ha'lsson söng hlutverk Sparafuciles i Rigolettosýning- unni vorið 1951, en fór síðan utan tilnáms. Eftirheimkomuna hefur hann verið i fararbroddi islenskra bassasöngvara, farið með fjölda hlutverka i Þjóðleikhúsinu, t.d. Papageno i Töfraflautunni, djáknann i Tosca, Bartolo i Rakaranum frá Sevilla, Wangen- heim i' Betlistúdentinum, Monterone i Rigolettó, Tristan i Mörtu, Figaro i BrUðkaupi Figaros, Frank i Leðurblökunni, Dancaire i Carmen, Ajax i Helenu fögru, og siðast en ekki sist Don Pasquale i samnenfndri óperu. Þá lék hann einnig annan stUdentanna, Grim, i Skugga- Sveini. I La Boheme fara þeir Kristinn og Guðmundur með hlutverk Alcindoros, fylgdarmanns Musettu, og húseigandans Benoits. Besta skákin Á skákþingi tslands á dögunum tók Skáksamband tslands upp þá nýbreytni að veita fcguröarverð- laun fyrir f ailegustu skák hverrar umferðar. t sumum tilvikum var Ur vöndu að ráöa fyrir dóm- nefndina, bæði vegna þess að glanspartiin iágu ekki á lausu, margar skákir voru ansi langar og í sumum umferðunum var mikið um fremur tiðindalltil jafn- tefli. Þá voru umferðir þar sem margar góðar skákir voru tefldar og dómnefndarmenn jafnvel ekki á eitt sáttir um bestu skákina. Þannig var málum háttað I 7. umferð. Tvær skákir skáru sig nokkuð úr hvað gæði snertu, annarsvegar sigurskák greinar- höfundar yfir Braga Kirstjáns- syni og hinsvegar vinningsskák Jóns L. Arnasonar yfir Jóhanni Hjartarsyni. Greinarhöfundur fékk verðlaunin, en ekki voru menn þó á eitt sáttir með þá ráð- stöfun þvi vissuiega var skák Jóns L. og Jóhanns eitthvað fyrir augað. HUn fylgir hér: Hvítt: Jón L. Arnason. Svart: Jóhann Hjartarson. Kóngsbragð. 1. e4-e5 2. f4 (!) (Jón heldur tryggð viö kóngs- bragðið jafnvel þó menn geti gengið að þvi nokkuð visu. Með hæfilegu millibili leikur hann þó 2. Rf3 þannig að undirbúningur kóngspeðsmanna verður I flókn- ara lagi. Hér hafði Jóhann búist við 2. Rf3 ... ). 2. .. -exf4 3. Rf3 (Fischer mælir með 3. Bc4. Það er einnig mjög athyglisverður leikur.) 3. ..-de 4. Bc4-Be6 (Larsen stakk einhverju sinni uppá þessum leik. Framvinda máia sýnir þó að hann er vart Hmabær.) Jón L. Arnason. skák Umsjón: Helgi Ólafeeon 5. Bxe6-fxe6 6. d4-D f6 7. Rc3 (Hvitur má alls ekki leyfa 7. -e5. Sá leikur strandar nú á 8. Rd5 o.s.frv.) 7. ..-Rc7 8. De2! (Hótar 9. Db5+.) 8. . .“36 (Hvað annað? 8. -Rc6 má svara með 9. d5, 8. -Rd7 má svara með 9. Rb5, í báðum tilvikum á svartur Ur mjög svo vöndu aö ráða.) 9. e5! (Hvitur þarf að tefla hvasst. Að öðrum kosti kemur svartur reglu á lið sitt.) 9. ,.-dxe5 10. dxe5-Df5 11. Rh4! (Jón teflir mjög nákvæmt. Eftir 11. Rd4-Dg6 nær svartur að rétta úr kútnum með -Rbc6.) 11. ..-Dg5 (Ekki er staðan beysin eftir 11. - Df7 12. Re4.) 12. g3 (Hótar 12. Bxf4 og drottningin fellur. Jóhann fær ekki andartaks frið.) 12. ..-Rg6 14- Rxg6-hxg6 13. Re4-Dxe5 15. Bxf4-Dxb2 (E.t.v. var betra að leika 15. -Dd5 enUrsliHn hefðu orðið þau sömu.) 16. 0-0-Db6+ 17. Be3-Bc6 abcdefgh 18. Dg4! (Þaö er ömurlegt að horfa uppá svörtu stöðuna. Drottningin er eini maðurinn sem hefur náð að hreyfa sig.) 21. Hxf8+!-Hxf8 18. ..-Kd8 22. Hdl-Hf6 19. Rg5-Kc8 23. Hxd7-Rxd7 20. Rxe6-Dd7 24. Bd4 — önnur leið var 24. Rc5-Hd6, 25. Dh3 o.s.frv.. En þetta er lika aíveg nóg þvi Jóhann sá ekki ástæðu til aðhalda áfram og gafst upp. A morgun er svo meiningin að leyfa mönnum að dæma um hvort þessi skák hafi á réttmætan hátt verið lögð til hliöar. hól.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.