Þjóðviljinn - 15.05.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 1 — mhg ræðir við Ásgeir Jóhannesson um byggingu Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi Suöur I Kópavogi eru þeir aö reisa hjúkrunarheimili fyrir aldr- aö fólk og vinna aö því meö þeim hætti, að vert er aö vekja á þvi athygli. Viö brugöum okkur þvi á fund Asgeirs Jóhannesson- ar, formanns stjórnar Hjúkrunarheimilisins, i þvi skyni, aö fá nánari fregnir af þessu merkilega og sérstæöa framtaki þeirra Kópavogsbúa. Þannig gerast „kraftaverk” Uggvænlegt ástand — Upphaf þessa máls er eigin- lega þaö, sagði Asgeir, — aö áriö 1977 gekkst Félagsmálastofnun Kópavogs fyrir könnun á þvi, hvernig háttað væri aöbúnaöi aldraös fólks i kaupstaönum. Þessi athugun leiddi i ljós, aö ástandiö I þessum efnum var þannig, aö ekki varö meö neinu móti viö unaö. Um þaö bil 30 aldraöir sjúklingar lágu þá á heimilum i Kópavogi og fengu hvergi sjúkrahúsvist, þrátt fyrir brýna þörf, en i Kópavogi er ekkert almennt sjúkrahús. 1 stuttu máli má segja, aö i þessum efnum rikti viöa hreint neyöar- ástand. Annaö orö er ekki hægt aö hafa yfir þaö. Samtök um úrbætur — Og hvaö varö til ráöa? — I framhaldi af þessari könn- un, sem viö höfum drepiö hér á, geröist svo þaö, aö i aprilmánuöi 1978 komu saman fulltrúar frá niu félagasamtökum i Kópavogi til þess aö ræöa um meö hverjum hætti yröi hér skjótast og best úr bætt. Þessi félög voru: Junior Chambers, Sorptimistaklúbbur- inn, Kiwanisklúbburinn Eldey, Lionsklúbbarnir, Rotaryklúbbur- inn, Rauöa krossdeildin, Kven- félagiö, og Kirkjufélag Digranes- prestakalls. Voru allir á einu máli um aö brýnasta verkefniö á þessu sviöi væri aö ýta úr vör og koma i höfn byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraö fólk I kaupstaönum. Þaö mundi leiöa til skjótrasta og varanlegastra úrbóta. Ljóst þótti, aö hvorki riki né bær eöa þessir aöilar sameiginlega myndu viö þvi búnir, aö leysa þetta vanda- mál i bráö. Og hvaö var þá til ráöa? Jú, hér sýndist aöeins eitt fyrir hendi: þaö var aö treysta á fólkiö sjálft, skilning þess og fórnarvilja. Hvaö vildi þaö á sig leggja til þess aö hjálpa þeim, sem mestrar hjálpar þurftu viö og, aö veita sjálfu sér um leiö einskonar „ellitryggingu”, þvi allt heilbrigt fólk vill gjarna ná háum aldri. Þvi var ákveöiö aö bindast samtökum um aö hrinda af staö almennri fjársöfnun meö- al bæjarbúa. Myndaö var 18 manna fulltrúaráö, tveir frá hverju framannefndra félaga, og bvi kosin stjórn. Hana skipa: As- geir Jóhannesson, formaöur, Hildur Hálfdánardóttir, Guö- steinn Þengilsson, Soffia Eygló Jónsdóttir og Páll Bjarnason. Söfnun hafin — Og svo hafiö þiö hafist handa um söfnunina? — Já, aö lokinni ýmislegri nauösynlegri undirbúningsvinnu hófum viö fjársöfnunina, siöast- liöiö sumar. Þá var söfnunar- baukum dreift inn á hvert heimili i Kópavogi. Auövitaö réöi hver og einn sinu framlagi en viö miöuö- um viö þaö, að hvert heimili legöi fram upphæð, sem næmi eins og einu strætisvagna-fargjaldi á dag á meöan veriö væri aö koma byggingunni upp. Viö væntum okkur ekki stórra upphæöa frá hverjum og einum,en byggöum á þvi, aö þátttaka yröi sem almenn- ust. Ragnhildur Guöbrandsdóttir tók fyrstu skóflustunguna aö Hjúkrunarheimilinu 26. jan. 1980. Hún lést 24. aept. sama ár, 102 ára. Jafnframt söfnuninni var svo farið aö vinna aö teikningum og öörum undirbúningi. Stundum er sagt aö kerfið okkar blessaö sé seinvirkt og sjálfsagt er eitthvað til i þvi. Þó var þaö nú svo, aö viö fengum skipulagsskrá okkar samþykkta sex vikum eftir aö viö sóttum um þaö. Lóö fengum viö við Kópavogsbraut skammt frá Hafnarfjarðarvegi, á mjög hent- ugum og fallegum stað. Þaö er engan veginn sama hvar svona bygging ris. Heimild fékkst frá rikisskattstjóra til frádráttar gjafa og styrkja á skattframtöl- um. Og ég vil bæta þvi viö, i sam- bandi viö staösetningu hússins, aö fyrir utan þaö aö vera reist á fögrum staö, þá er þaö einnig aö öðru leyti mjög vel sett. Það ‘Stendur _ á mörkum Austur- og Vesturbæjar Kópavogs, steinsnar frá skiptistöö strætisvagnanna. A skiptistööinni mætast i sifellu vagnar úr báðum bæjarhlutunum og Reykjavik. Þannig geta aö- standendur dvalargesta náö fundi þeirra án mikillar fyrirhafnar eða ferðalaga. Vel úr garði gert — Hvenær var svo hafist handa um bygginguna? — A henni var byrjað 26. janúar 1980. Gerum viö okkur vonir um aö hún veröi fokheld oröin i vor. — Viltu kannski lýsa bygging- unni eitthvað nánar? — Húsiö veröur 1410 ferm, aö flatarmáli, ein hæö og kjallari og er ætlað aö rúma 38 vistmenn. Herbergi veröa 24, þar af 10 eins manns og 14 tveggja. Baö fylgir öllum herbergjum nema þremur, en þau eru ætluð sjúklingum, sem þungt eru haldnir. t kjallaranum verður aðstaöa fyrir félagsstarf- semi starfsfólks og vistmanna. Húsiö er hannaö i samvinnu viö hóp af hjúkrunarfræöingum, sem lagt hafa fram reynslu sina og þekkingu til þess aö gera þaö sem hentugast og best úr garði. Hefur stjórn og fulltrúaráö lagt á þaö rika áherslu, aö allur útbúnaöur veröi sem fullkomnastur og aö heimiliö geti á allan hátt gegnt sem best þvi hlutverki, sem þaö á aö þjóna. Umhverfis húsiö veröur fallegur garöur svo aö vistmenn geti komist i snertingu við gras og annan gróöur. Aöstaöa til sjúkra- og iöjuþjálfunar veröur fyrir hendi og mun rekin i samvinnu viö Heilsugæslustöö Kópavogs. — Hvaö áætliö þiö aö byggingin muni kosta? — Aætlaður byggingarkostnaö- ur er 300 milj. kr. og takist aö koma húsinu upp fyrir þaö, má þaö teljast hreint afrek. En út lit- ur fyrir að okkur ætli aö takast aö vinna þaö afrek. Aö þvi var stefnt i upphafi aö ljúka byggingarframkvæmdum á tveimur árum. Og þótt ýmsum þætti sem sú áætlun byggöist á ævintýralegri bjartsýni bendir allt til þess aö hún standist, svo frábærar hafa undirtektir bæjar- búa veriö. Sjálfsagt er aö geta þess, aö á siöasta ári fengum viö stuðning frá rikinu I formi afnáms sölu- skatts og tolla af byggingarefni og svo er einnig i ár. Bærinn hefur og styrkt okkur myndarlega meö ýmsu móti. Hver er galdurinn? — Mér er sagt, aö þetta fram- tak ykkar Kópavogsbúa hafi viöa vakiö athygli og menn hafi komið frá öörum byggðarlögum til þess aö kynna sér hvernig þiö fariö aö þvi aö gera kraftaverk. — Það er rétt aö viö höfum fengið bæöi heimsóknir og fyrir- spurnir, t.d. frá Selfossi, Siglu- firði og Sauöárkróki. Menn undr- ast þaö, aö viö skulum gera ráö fyrir aö geta komiö upp slikri byggingu á svo skömmum tima og, — væntanlega, — fyrir ekki meira fé, og vilja gjarnan kynn- ast „galdrinum” viö það. En þegar allt kemur til alls er ekkert dularfullt viö þetta. Viö geröum okkur grein fyrir þvi þeg- ar i upphafi aö viö gætum ekki sótt nógu mikiö og nógu fljótt fé til opinberra aðila. Þörfin fyrir úr- bætur á hinn bóginn svo brenn- andi og brýn, að viö gátum ekki beðiö. Þvi uröum viö aö leita til og treysta á fólkiö sjálft. Og þaö hef- ur ekki brugöist. Um máliö hefur myndast geisilega sterk og viö- tæk samstaöa. Allir leggjast á eitt: einstaklingar, heimili, skólanemendur, verkalýösfélag og jafnvel ýmis félagasamtök ut- an Kópavogs. Allir eru reiöubúnir að veita þessu liösinni. Og svo er þaö ekki hvaö sist gamia fólkið sjálft. Þaö kemur ótilkvatt. Legg- ur alla sina krafta fram, reitir af sjálfu sér allt það sem þaö má. Þaö finnur, aö þaö á ennþá terindi viö þjóöfélagiö, nú er þaö sjálft aö byggja og þó kannski ekki fyrst og fremst fyrir sjálft sig, þvi þannig hugsar ekki þetta fólk, heldur öllu fremur fyrir framtíð- ina, fyrir þá, sem enn eru ýmist ungir eöa á góöum aldri en eiga fyrir sér aö eldast og þurfa þá aö eiga gott og hlýlegt athvarf, sem þetta fólk sjálft, margt hvert, hef- ur hingaö til fariö á mis viö. Og kannski er gildi þessarar söfnun- ar ekki hvaö sist fólgiö I þvi, aö hún hefur fært aldraöa fólkinu aö höndum verkefni, til þess aö starfa aö. Þú minntist áöan á kraftaverk. Kannski. En kraftaverkiö er þá i þvi einu fólgiö, aö trúa á hið góöa i manninum og beina þvi máttuga afli, sem býr I almennum sam- tökum, I einn og sama farveg. Þá er ekkert ómögulegt. —mgh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.