Þjóðviljinn - 16.05.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Page 2
ÞJÓÐVILJINN — Helgin 16.— 17. mai, 1981 Helgin 16, — 17. mai, 1981 -ÞJÓÐVILJINN 2 um helgina sýningar Kjarvalsstaðir Björn Rúriksson sýnir ljósmyndir I vestursal, Katrin Ágústsdóttir opnar sýningu á batik-myndverkum og Steinunn Marteinsdóttir leirlistarsýn- ingu á göngunum. Galleri Suðurgötu 7 Halldór Ásgeirsson myndlistamaður sýnir. Verkin eru unnin úr margvis- legum efnum. Sýningin er opin frá kl. 16.00—20.00 alla daga. Norræna húsið: Anne-Lise Knoff sýnir I anddyrinu grafiskar myndskreytingar við Sólar- ljóð, Lilju og Dronning sagaen. Jónas Guömundsson opnar I dag (laugar- dag) sýningu i kjallarasal. Rauða húsið, Akureyri: Sýning Guðjóns Ketilssonar. Myndlista- og handiðaskól- inn: Nemendasýning opnuö á laugardag. Icikhús Alþýðuleikhúsið: Stjórnleysingi ferst af slysförum sunnudag kl. 20.30 Leikfélag Reykjavíkur: Ofvitinn laugardag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Barn í garðinum sunnudag kl. 20.30 Þjóðleikhúsið: Sölumaður deyr laugardag kl. 20 Litla sviöiö: Haustið I Prag sunnudag kl. 20.30 Nemendaleikhúsið: Marat/Sade sunnudagskvöld i Lindarbæ Leikfélag Akureyrar: Við gerum verkfali um helgina. bíó MÍR-salurinn: Hiýja handa þinna, Grúsia film 1972. Leikstjórar: Sjota og Nodar Mamagadeze. Aðgangur ókeypis- Fjalakötturinn: Alexander Nefský — hin fræga mynd Sergei Eisenstein. Háskólabió (Mánudagsmynd) In einem Jahr mit 13 Monden, v-þýsk, 1978. Leikstjóri: Rainer Werner Fass- binder og annaðist hann kvikmynda- tökuna lika. Leikendur: Volker Speng- ler, Ingrid Caven. Sagt er frá sföustu vii unni I lifi Erwins sem hefur látiö breyta sér i konu og kallar sig Elviru. — Siðustu sýningar. Katrín Agústsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum Katrin Agústsdóttir opnar sýningu sina I vestursal Kjarvalsstaða þann 16. mai kl. 14. Verk Katrinar eru öll unnin I batik og mun sýningin standa til 31. mai. 6-tettinn I æfingaplássinu (f.v.): Birgir Haraldsson, söngur, Karl Tómasson, trommur, Þórhallur Arnason, bassi, Hákon Möller, git- ar, Heimir Sigurðsson, pianó, Hjalti Arnason, hljómborð. Ný hljómsveit í Aratungu i kvöld: 6-TETTINN Hinn mikli fjörkippur á sviði rokksins i Reykjavik sem er hvað blómlegast á Hótel Borg, virðist vera að teygja sig til ná- grannabyggða. 1 Mosfellssveit er vaxin upp af rótum Cosinusar ný hljómsveit — 6-tettinn — og hyggjast þeir félagar m.a. „rifa upp” Hlégarð. 6-tettinn fer „vestur um land i hringferð” i sumar ogbyrjar i Aratungu I kvöld (laugardaginn 16.), en á þjóðhátiðardaginn veröa þeir þé á heimaslóðum, þ.e. I Hlégaröi. 6-tettinn er með létt, sigilt rokk á dansleikjapró- gramminu, en með haustinu koma þeir með frumsamið efni og töldu liklegt að það yrði i þyngri kantinum. A Dinnerhljómsveit: Árstíðirnar A morgun, sunnudag, kemur fram i fyrsta sinn nýstofnuö Dinnerhljómsveit á Hliðarenda með fiðlu, selló og lágfiðlu. Leikin verður Dinnermúsik svokölluð og er þar um að ræða djass, blús og klassisk iög úr kvikmyndum og fl. Hljómsveit- in kallar sig Arshátiðirnar og mun leika næstu 3 sunnudaga á Hliðarenda. Þeyr heldur tónleika Hljómsveitin Þeyr heldur tón- leika í Bæjarbiói Hafnarfirði laugardaginn kl. 2.30. Tilefnið er m.a. það, að tveir hljóm- sveitarmeðlimir bresku hljóm- sveitarinnar „Killing Joke” eru staddir hér á landi um helgina og ætla aö kynna sér hvaö land- inn er að fást viö I músik. Hljómsveitin „Killing Joke” eiga sér sitt eigið hljómplötu- fyrirtæki og gæti jafnvel komið til greina að þeir byðu einhverri íslenskri hljómsveit út eða þá að þeirkæmuog héldu hljómleika. Ókeypis rútuferNr verða frá Hótel Borg og veröi á aögöngu- miðanum að sjálfsögöu stillt i hóf. Textíl- sýning í Nes- kaupstað I dag, laugardag, kl. 18 opnar Textilfélagiö samsýningu i Egilsbúö á Neskaupstaö. Sýn- ingin stendur til sunnudags 24. maí. Sýningin er haldin að tilhlutan Menningarráðs Neskaupstaðar. Frá sýningu Textilfélagsins f Listasafni alþýðu nýlega. 20. maí hald- inn hátíðleg- ur á Siglúf. Eins og undanfarin ár verður 20. mai haldinn hátiðlegur á Siglufirði. Þvi að þann dag 1918 hlaut bærinn kaupstaðaréttindi. Hátlðahöld verða með svipuðu sniði og áöur, Sigurður Gunnarsson fyrrverandi bæjar- ritari, borinn og barnfæddur Siglfirðingur mun halda sýn- ingu á verkum sinum sem unnin eru af miklum hagleik og fjöl- breytni. Sýningin verður i sýningarsal hins nýja ráðhús Siglfirðinga og verður opnuð kl. 17 þann 20. mai með leik lúðrasveitar Siglu- fjarðar. Um kvöldið eða kl. 20 verður hátiðarsamkoma i Nýja bió. Dagskrá: Ingimundur Einarsson bæjarstjóri setur hátiðina. Alfreð Jónsson oddviti Breiðholts- leikhúsið: Siglufjörður i Grimsey flytur hátiöarræöu. Lúðrasveit Siglufjarðar leikur undir stjórn Atla Guölaugs- sonar. Karlakórinn Visir syngur undir st jórn Guðjóns Pálssonar, Jón óskar rithöfundur les úr verkum sinum. Dixeland hljóm- sveitin leikur nokkur lög. Framkvæmdastjóri 20. mai nefndar er Elias Þcrvaldsson. 20. mai nefndin. Skýtur á sjónvarpið í Fellaskóla Enn sýnir Breiðholtsleikhúsið hið nýja Islenska barnaleikrit „Segðu PANGH” i Fellaskóla viö Norðurfell. Leikritið hefur nú verið sýnt nær tiu sinnum við ágætar undirtektir áhorfenda, aö sögn Haraldar Haraldssonar, framkvæmdarstjóra sýningar- innar. Hann sagði jafnframt, að það hefði komið þeim hjá Breið- holtsleikhúsinu ánægjulega á óvart, hve sýningin hefði hlotið góða dóma, en hins vegar færi nú sýningum i Fellaskóla eitt- hvaö að fækka, þegar liði á sum- arið, enda væri ætlunin að bregða sér i leikferðir um ná- grenni Reykjavikur og jafnvel viðar innan skamms. En næstu sýningar verða i Fellaskóla laugardag og sunnu- dag klukkan þrjú, og verður Þdrunn Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson i hlutverkum sin- um ISegöu PANG!!, sem Breiö- holtsleikhdsið sýnir I Fellaskóla. miðasala opin sömudaga frá kl. eitt, en þangað er jafnframt hægt að hringja i sima 73838. Að lokum sagði Haraldur, að þetta væri tvimælalaust sýning fyrir alla fjölskylduna, enda væri miðaverðið hið sama fyrir börn og fullorðna. Æskilegt væri einnig, að foreldrar sæju þessa sýningu með börnum sinum — i henni væri ýmislegt umhugsun- ar- og umræðuvert fyrir báðar kynslóðir. íslandsmót í hárgreiðslu A morgun, sunnudag, verður haldið tslandsmót i hárgreiðslu og hárskurði i tþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppt verður I hárgreiðslu og hárskurði með þátttöku um 30 meistara, sveina og nema. Keppnisgreinar I hárgreiðslu eru hátiðargreiðsla, daggreiösla, klipping og blást- ur. t hárskurði verður keppt i hátiðarklippingu (skúlptúr), tískuklippingu og greiðslu ásamt klippingu og blæstri. Keppnin verður haldin með alþjóðlegu sniði og veröa tveir dómarar frá Danmörku, Jytte Gunnersen og Jens Erik Be- hrendz og tveir frá Noregi Gunnar Aaseröd og Steinar Forsberg. 3—5 efstu sætin i hvoru fagi veita rétt til þátttöku i Norðurlandamótinu i hárgreiðslu og hárskurði, sem haldið verður i Helsinki I haust. Mótið hefst kl. 11.30 árdegis meö undirbúningi, þe rúllu- isetningu og þh., en veröur formlega sett kl. 13. Siðar hefst hin eiginlega keppni með hátfðargreiðslun og frjálsri klippingu og greiðslu herra og tekur svo hver liður viö af öðrum til loka með stigagjöf og verðlaunaafhendingu kl. 18. Keppnin er opin almennum áhorfendum, sem undanfarin ár hafa sýnt mikinn áhuga. Kvik mynd frá Kvikmyndasýning verður I MIR-salnum, Lindargötu 48, 2. hæð, I dag, laugardag, kl. 15 og er það slöasta reglu- lega laugardagssýning MIR á þessu vori. Sýnd verður sovéska kvikmyndin „Hlýja handa þinna” — frá Grúsia-film 1972, leikstjórar Sjota Mamagadze og Nodar Mamagadze. 1 þessari mynd er sagt frá konunni Sidonju og hvernig æviferill hennar fléttast inn i sögulega þróun mála i Grúsiu. I upphafi er eigin- maður Sidonju kvaddur til herþjónustu og verður hún þá að annast börn þeirra ein, en siðar strýkur maðurinn úr hernum og snýr aftur heim. Lýst er afdrifarikum pólitískum atburðum, hatrammri baráttu bolsévika og mensevika, erfiðleikum i endurreisnar- starfinu eftir borgarastrlðið og siðan innrás þýsku nasistanherjanna I Sovétrik- in. Skýringatextar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis. Samkoma fyrir norsk-islensk börn 17. maí 1 tilefni þjóðhátiðardags Norðmanna sem er á morgun, 17. mai, hefur stjórn Nordmannslaget tekið saman dagskrá, er hefst með þvi að kl. 9.30 verður lagöur biómsveigur á leiði fallinna Norðmanna, er hvila i Foss- vogskirk jugaröinum. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Kl. 10.30 er haldin sam- koma fyrir norsk-Islensk börn, þar sem boöið veröur uppá veitingar og fleira. Um kvöldið verða hátiðahöld i Þjóðleíkhúskjallaranum kl. 19.30. frétiir 1 ljóðskáld i heimsókn í dag, laugardag, flytur breski rithöfundurinn og Ijóðskáldið Kevin Cross- Íey-Holland fyrirlestur um bresk nútimaljóð I boði hcimspekideildar Háskólans. Fyrirlesturinn verður I kennsluhúsnæði enskudeild- ar að Aragötu 14 kl. 14 og að honum loknum mun skáldiö lesa úr ljóðum sinum. Ollum er heimill aðgangur. Kevin Crossley-Holland er fæddur 1941, hefur unnið hjá B.B.C. og bókaútgáfunum Collancz og Macmillan i Lundúnum. Hann hlaut menntun sina i Oxford og er sérgrein hans fornenskar bókmenntir. Hann hefur þýtt fornensku kvæöin The Battie of Maldon og Beowulfog auk þess Storm og fleiri fornenskar gátur en um þær flutti hann fyrirlestur hér fyrr I vikunni. Sem barna bókahöfundur er hann m.a. þekktur fyrir bókina The Green Children, sem fékk Arts Council verölaunin sem besta barnabókin 1966—1968. Einnig hafa komið út eftir hann tvær ljóöabækur The Dream og The Rain Giver, hann var og ritstjóri tveggja bóka sem Faber gaf út nýlega um norræna goða- fræði og þjóðsögur. RAÐSTEFNA UM BARNAVERND: Vinnuþrælkun foreldra kemur niður á bömum Auka þarf foreldrafræðslu og raðgjof Fjölskyldan i dag þjónar aðeins þeim tilgangi að vera neyslueining. Hún hefur engan tima til þess vegna að vera saman nema til þess að borða og framleiða vinnuafl. Börnin dveljast á dagvistarstofnunum daglangt og foreldrarnir vinna að meðaltali 60 tima vinnuviku. Rannsóknir sem gerðar hafa verið I Danmörku sýna að meðalsamverutimi barna með báðum foreidrum er um 7 minútur á dag. — Eitthvað á þe ssa leið fórust Guðrúnu Kristinsdóttur, framkvæmda- stjóra fjölskyldudeiidar Félags- málastofnunar Reykjavikur- borgar orð á ráðstefnu um barnavernd sem haldin var i gær á Hótel Esju á vegum Sam- bands islenskra sveitarfélaga. Ef þetta á að breytast þarf að taka meira tillit til fjölskyld- unnar og gera fólki sem á börn yngri en 16 ára kleyft að vinna hálfan vinnudag, bæta um- hverfið og fjölga leiguibúðum, sagði Guörún ennfremur. A meðan fólk þarf aö slita sér út fyrir aldur fram til þess að eignast þak yfir höfuðið veröur engin breyting á lifsskilyröum þess. I máli Guðrúnar kom einnig fram að aöstaðan sem við byðum börnum okkar væri nánast engin. Dagvistarstofn- anir þjónuðu engan veginn þeim tilgangi sem þeim væri ætluð, þær væru geymslustaðir þar sem börnin fengju frumþörfum sinum varla sinnt. Um væri að kenna skorti á menntuöu starfs- fólki og þvi hversu fáliðaðar þessar stofnanir eru. Foreldraráðgjöf Guðfinna Eydai, barnasál- fræðingur, sagði aö þaö væri sérstaklega brýnt aö veita for- eldrum meiri stuðning I hlut- verki þeirra við að ala upp börn. tslenskar fjölskyldur byggju við einstaklega mikið vinnuálag og hefðu litinn tima til að sinna börnum sinum Litill timi væri til Læknadeilan: Fyrstu uppsagnirnar taka gildi á mánudag A mánudaginn taka gildi fyrstu uppsagnir sér- fræðinganna fjá rikisspitölun- um og láta þá tveir iæknar af störfum. Aö sögn Daviös Gunnarssonar framkvæmda- stjóra rikisspitalanna verða flestir sérfræðinganna hættir störfum um mánaðamót ef ekki næst samkomulag i deilunni. Þröstur Ólafsson aðstoðar- ráðherra fjármálaráöuneytis sagði i gær að óformlegar við- ræðufundir hefðu verið haldnir með fulltrúum lækna, þar sem leitað hefði verið eftir leiöum til samkomulags án breytinga á launastigum, en litið hefði kom- ið Ut Ur þvi sem hönd á festi. Formlegur samningafundur hefur ekki veriö boðaöur um málið. —j Borgarspítalinn: Aöeins yfirlæknarnir verða eftir 1. júni Þetta er ákafiega hörð að- gerð, sem ég sem formaður stjórnar s júkrastofnana Reykjavikur hlýt aö harma, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi I gær, en allir aö- stoðarlæknarog sérfræðingar á Borgarspitalanum hafa sagt stöðum sinum lausum. Fyrstu læknarnir ganga út á mánudag- inn og eftir mánaðamótin verða einungis yfirlæknarnir eftir. Við munum reyna að draga saman seglin eftir þvi sem ger- legt er og ákveða frá degi til dags hvernig brugðist verður við I hverjum vanda, sagöi Adda. öll bráðatilfelli verða auðvitað aö fá sina afgreiðslu og sérstaklega vil ég nefna slysa- varðstofuna i þvi sambandi, en i raun verður spitalinn óstarfhæf- ur ef svo heldur fram sem horf- ir. — Hafið þiö rætt við lækn- ana? Stjórn sjúkrastofnana er ekki samningsaöili heldur eru samn- ingar i höndum fjármálaráðu- neytisins og Læknafélagsins. Hins vegar er hér um afbrigði- legt mál að ræða að þvi leyti að engum samningum hefur verið sagt upp og ekki er gripið til verkfalls heldur tilkynna Hörð aðgerð, sem ég hiýt að harma, segir Adda Bára Sigfús- dóttir, formaður stjórnar sjúkrastofnana. læknarnir hver fyrir sig aö þeir vilji hætta vegna óánægju meö kjör sin og segja stöðum sinum lausum. Stjórn sjúkrastofnana getur auövitaö ekki brugðist þannig við að borga bara það sem upp er sett og þvi munum við reyna aö draga saman frá degi til dags eftir þvi sem hægt er og full samráð verða milli allra sjúkrahúsanna i Reykja- vik, sagði Adda að lokum. —AI að leysa þau vandamál sem upp koma I mannlegum sam- skiptum og væri fólk þvi oft illa statt þegar þaö leitaöi eftir fjöl- skylduráögjöf. Guðfinna sagði aö það væri undarlegt að meöan flest störf I þjóðfélaginu krefðust sérþekkingar og menntunar væri litið á það sem náttúrulögmál að ala upp börn og á þvi bæru foreldrar einir ábyrgð. Þeir fengju litinn stuðn- ing frá utanaökomandi aðilum og væri kennt um ef illa færi. Guöfinna benti á að börn fara oft illa út úr skilnaðarmálum, oft vegna þess að fólk skilur ekki fyrr en öll tilfinningatengsl eru brostin og biturleikinn einn eftir. Þá veröa börnin oft þrætu- epli foreldra og þau fengju ekki aöstoö til þess að skilja hvað um væri að vera. Þá veldur fæðing barns oft sambúöarerfiðleikum og nýbökuð foreldri eiga oft erfitt með að aölaga sig breyttum heimilisháttum viö tilkomu nýs einstaklings. Nauðsynlegt er aö leggja mikla áherslu á fyrirbyggjandi starf i sambandi við fjölskyldu- ráðgjöf sagði Guðfinna, þvi mörgum f jölskylduharm- leikjum er hægt aö afstýra ef aðeins væri gripið fyrr I taum- ana. Það tekst þó aðeins ef fjöl- skyldan fær meiri tima til að vera saman og þjóðfélagsleg aðstaða fólks verði bætt. —eg M.MAGNUSS: 1 Noregskvœði í tilefni af þjóðhátiðardegi Norðmanna Heimsstyrjöldin siöari hófst i september 1939 og Iauk i mal 1945. Hinn 9. aprfl 1940 hertóku Þjóðverjar Danmörku og gerðu árás á Noreg. En Norðmenn gripu til vopna og vörðust, kon- ungur þeirra flýði úr landi, en barist var við Þjóðverja viða um landið, þar til Þjóðverjar höfðu kúgað Noreg undir sig og mynd- að leppstjórn. Mánuði siðar, hinn 10. mai 1940,hernámu Bretar island. Þegar Þjóöverjar réðust inn i Noreg orti Gunnar M. Magnúss eftirfarandi kvæði og birti i Þjóðviljanum á þjóðhátiðardegi Norðmanna 17. mai 1940. Þii svafst i náðum, þreklundaöa þjóö. — t þinum æðum rennur friðarblóð. — A svæflum hvildu vangar værðarrjóðir og vindar aprilnætur sváfu hljóðir, — og gyðja vorsins kvað sin Ijóðaljóð. Og sérhvert barn, er svefnsins þáði gjöf, nú sigldi björtum voðum draumsins höf. Og þeyrinn lék viðmjúka mold idölum, en myrkri svipti geisli f vorlofts sölum, þvi válegum skal vetri búin gröf. Og allt var kyrrt og enn var draumanótt, — en undarlega dulmagnað og hljótt, — þvi svartur floti fór með leynd að landi. — En lymskulegir fjendur riðu gandi um himin Noregs hreinan, — leifturskjótt. En fyrr en varði dundi dómsins gnýr. — Og draumsins voru horfin ævintýr. — Þrumar nú skruggan Þórs á reið i loftum? Nei! Þúsundfaldað hvæs úr vélahvoptum, þvi komnir voru vargar, — villidýr. Og dýr hvert fór meðógnir elds og stáls og eitri spjó i krafti sprengibáls. — Glumdi i hlekkjum gegnum drunu þunga — Gráar loppur kreistu slofninn unga. — Þú skyldir aldrei framar verða frjáls. Þá reistu, norska þjóð, og hófst þig hátt, i hjarta þinu fannstu dulinn mátt. Og frelsið sveif of fjaila háum hliðum, og fáni þinn varð tákn á himni viðum um ósigrandi norskan manndóms mátt. Og synir Noregs gripu vopn I vörn. — Vösk erifog tigin f jallalandsins börn. — En dýr er fórn og dagsins þraut er löng, nú dynur þungt af annarlegum söng, — en hátt I lofti sveimar svartur örn. Hvers geldur þú, sem elskar frelsi og frið og færir mannkyn hærra og fram á við? Ibsens þjóð með bjarma á brúna skör! Björnsons þjóð með hvassan andans hjör! Og Nansens frægu friðar sjónarmið. I_________ Þú sigra skalt! Þinn andi er ennþá frjáls. Og aldrei læsist fjötur þér um háls. Þitt strið er strið um hæstu hugsjón manns þin hetjuvörn er kraftur sannleikans. Og sigur þinn er sigur heilags máls. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.