Þjóðviljinn - 13.06.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. júni 1981 Framboðsflokkurinn 10 ára Gunnlaugur Ástgeirsson fyrrv. stýrimaöur: Það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í Hvað segja forsvarsmenn Framboðsflokksins á 10 ára af- mæli flokksins? Hvað er þeim efst i huga og hvar er þaö fólk niður- komið sem vorið 1971 fórnaði framboöshugsjóninni ölium sin- um tima? Stýrimaður flokksins Gunn- laugur Astgeirsson starfar nú scm kennari við Menntaskólann i Hamrahlið. Hann var spuröur hvernig hann liti á hið stutta ævi- skeið flokksins og hvort hann teldi hann hafa liaft einhver áhrif? — Kosningabaráttan vorið 1971 er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef tekiö þátt i og ég á ljúfar minningar frá þeim tima. Hvort framboðið hafði einhver áhrif er erfitt aö segja. Þessi uppákoma rótaði upp á sinum tima og gerði kosningablaðrið i hinum flokkunum hjárænulegt. Það er þó erfitt að sjá að áhrifin hafi verið varanleg, kannski hugsa stjórnmálamenn sig aðeins betur um og þaö fólk sem man þennan kosningaslag er dreiðan- lega meðvitaðra um að tak# ekki of hátiðlega það sem sagt er. — Hafði Framboösflokkurinn einhver áhrif á þitt lif og þina stefnu? Nei ekki get ég sagt það. Við urðum auðvitað þekkt sem stóðum i þessu, ég kynntist fullt af fólki og það mynduðust vin- áttubönd, enda vorum við að nán- ast allan sólarhringinn. — Hafið þið O-flokksmenn haldiö einhvcrju sainbandi eftir aö flokkurinn var lagður niður? Nei ekki öðruvisi en með sam- bandi við kunningjana. — Hvað er þér minnistæöast úr kosningabaráttunni? Ætli það sé ekki framboðs- fundurínn i sjónvarpssal og fyrsta viðtalið sem var haft við mig i sjónvarpinu. Reyndar eru fram- boðsfundirnir i Suöurlandskjör- dæmi lika eftirminnilegir. — ká Ásta R. Jóhannesdóttir. fyrrv. plötusnúður O-flokkurinn hrissti upp í fólki Asta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir sem flestir kannast eflaust við sem gamalreyndan útvarpsmann, var i framboði fyrir Framboðsflokkinn vorið 1971. Hún var i þriðja sæti i Reykjavik og var þar titluð sem plötusnúöur! — Vakti þetta stööuheiti ekki athygli á þér? Jú, það voru margir sem vissu ekkert hvað það táknaði. Sumir héldu að það væri eitthvað sem tengdist járnsmiði, að smiða járnplötur eða eitthvað i þá veru. — Hvað er þér minnisstæðast úr kosningunum? Ég gleymi aldrei fram- boðsfundunum úti á landi. Ég mætti á fundunum i Suðurlands- kjördæmi, þó að ég væri sjálf i framboði i Reykjavik. Það var svo skemmtilegt viö þetta allt að hinir frambjóöendurnir vissu ekkert hvernig þeir ættu að taka okkur. Eins var kosningasjón- varpið eftirminnilegt. Ég var eina konan sem fram kom úr okk- ar flokki og reyndi eins og ég gat að stæla kvenframbjóðendur hinna flokkanna. — Haföi Framboðsflokkurinn einhver áhrif á lif þitt að öðru leyti? Já, ekki er nú laust við það. Ég kvnntist manninum minum ,,i flokknum”, svo segja má að framboðið hafi verið afdrifarikt. Hvað varðar vinnu, þá gekk mér beturað komast að i útvarpinu og sjónvarpinu eftir þetta og ég rek það beint til O-flokksins. Við sem stóðum i þessu urðum nokkuð þekkt. — Heldur þú að O-flokkurinn liafi haft cinhver áhrif? Ég held að fólk hafi farið að lita á kosningar og stjórnmálin öðrum augum eftir þetta fram- boð. Það er ekki nokkur vafi á að það hristi upp i fólki. t öllum kosn- ingum sem haldnar hafa verið siðan, hefur fólk minnst O-flokks- ins og talað um þetta frábæra framtak. Fólk vissi ekki hvaöan á sig stóð veðrið, en hitt er svo annað mál að það verður aldrei hægt að endurtaka þennan leik. — Hvað uin afmæliö nú, finnst þér að það ætti að minnast þess á cinhvern hátt? Þvi ekki það, en það þýöir ekk- ert að auglýsa eftir flokksmönn- um, þvi þá kemur öll þjóðin. Það var jú öll þjóðin i flokknum —ká Hallgrímur Guömundsson fyrrv. framkvæmdastj.: Skatta- pg útsvarsskrár Reykj anesumdæmis fyrir árið 1980 Skatta- og útsvarsskrár allra sveitarfé- laga i Reykjanesumdæmi og Keflavikur- flugvallar fyrir árið 1980 liggja frammi frá 15. júni til 29. júni að báðum dögum meðtöldum á eftirgreindum stöðum: í Kópavogi, Garðakaupstað og Njarðtfk- um: Á bæjarskrifstofunum. í Hafnarfirði: Á Skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10-16 alla virka daga, nema laugar- daga. i Keflavik: Hjá ,,Járn og Skip” við Vikurbraut. í Mosfells-, Miðnes-, Vatnsleysustrandar- og Hafnarhreppi: Á skrifstofu sveitarstjórnar. Á Keflavíkurflugvelli: Hjá umboðsmanni skattstjóra, Guðmundi Gunnlaugssyni, á skrifstofu Flugmála- stjórnar. í hreppum og öðrum kaupstöðum: Hjá umboðsmönnum skattstjóra. Athygli er vakin á þvi að engin kærurétt- ur myndast þótt hin álögðu gjöld séu birt með þessum hætti. Hafnarfirði, 13. júni 1981 Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi. Sveinn Þórðarson. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarf jarðar ósk- ar eftir tilboðum i virkjun við Deildar- tungu-Safnæðar-Dælustöð. útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi og Verkfræði- og teiknistofunni Heiðarbraut 40, Akranesi, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveitunnar, Heiðar- braut 40, Akranesi, þriðjudaginn 30. júni kl. 11,30. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Skemmtilegt grín, ■ en fátt hefur breyst Hallgrimur Guðmundsson stundar nú kennslu við Fjölbrautaskólann i Breiðholti, en hann er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann var á sinum tima framkvæmdastjóri Framboðs- flokksins og kom töluvert fram á vegum flokksins. Hvað segir hann um áhrif O—flokksins? Framboðið haföi áhrif til að byrja með. Okkur tókst vel að skopstæla stjórnmálaflokkana með framboöinu. Fólk man von- andi a6 það er til önnur hlið á stjórnmálunum en sú sem oftast blasir viö. Það tókst að fá fram holgóm ahljóðið i pólitikusunum, stefnuleysið og blaöriö. Við þurftum oft ekki annaö en að taka þeirra eigin texta og flytja hann meö réttum áherslum svo að fólk veltist um af hlátri. Þetta var skemmtilegt grin, en þvi miöur hefur fátt breyst. — Hvað er þér minnistæðast frá þessu vori? Liklega það aö þarna sáum við hvernig hlutirnir geröust, hvers konar leikrit stjórnmálabaráttan var. Það var allt æft i bak og fyr- ir, það var spurning hver væri að flflast, þeir eöa viö. Þaö sem við uppliföum styrkti okkur i triínni á þaö sem viö vorum að reyna að segja með framboöinu. — Sigur hinna framboðsflokk- anna er lika minnisstæöur og best var þó að viö skyldum ekki fá fleiri atkvæði en viö fengum. Atkvæðamagnið sýndi vissa óánægju. Það rifjast upp fyrir mér viðbrögð stjórnmálamann- anna, þeir voru skithræddir. Það komst einhvernveginn á kreik sú saga aö viö æthiðum að tala ensku i kosningasjónvarpinu og Ot- varpsráö setti bann við þvi. Við höfðum aldrei minnst á slikt og þetta dæmi sýnir hvernig sögurn- ar gengu. — Hvað er orðið um O—flokks- menn? Þeireru histog her. Ætli flestir fáist ekki viö kennslu. — Ætlið þiö ekki að minnast af- mælisins? ÞU segir nokkuð. Þaö væri við hæfi að efna til samkvæmis i al- þingisgartánum! —ká AÐALFUNDUR Aðalfundur Byggingasamvinnufélagsins VINNUNNAR verður haldinn þriðjudag- inn 16. júni n.k. að Hamragörðum, Há- vallagötu 24, kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Sigurður Harðarson, arkitekt, fjalla um næstu lóðaúthlutanir Reykjavikurborgar. STJÓRNIN Ritari óskast i hálfsdagsstarf. Góð vélritunar- og islenskukunnátta áskil- in. Endurhæfingarráð Hátúni 12, simi 29292.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.