Þjóðviljinn - 20.06.1981, Qupperneq 2
ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981
Helgin 20.-21, júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN
1
leikhús
Þjóðleikhúsið
Sittustusýningar leikársins verða nú
um helgina. og i næstu viku.
I kvöld laugardag er La Bdiéme á
fjölunum með þeim Garðari Cortes og
ólöfu K. Harðardóttur i hlutverkum
elskendanna Rudolfo og Mimi. Þessi
ópera er einkar ljúf, með hæfilegri
blöndu af léttleika, gleði og sorg og
tónlistin er fyrsta flokks eins og
Puccini var von og visa.
A sunnudagskvöld verður sýning á
„Sölumaður deyr” eftir Arthur Miller,
en þessi sýning hefur fengið fádæma
góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýn-
enda.
iÆÍkfélag Reykjavikur
Siðustu sýningar á Skornum
skömmtum og Rommy veröa nú um
helgina. Skornir skammtar . annað
kvöld en þar er þjóðlifiö eins og
þaö leggur sig dregið inn á veitinga-
húsið Frón, sem eins og þjóðarbúið er
alltaf á hausnum. Jón Sigurðsson
áhugavert reynir hvað hann getur til
að auka gróðanna og það gengur á
ýmsu. Það eru þeir Þórarinn Eldjárn
og Jón Hjartarson settu saman þessa
skammta sem fólk hefur skemmt sér
við í vetur. Rommy er á laugardags-
kvöld en þar sjá þau Sigriður Hagalin
og Gisli Halldórsson um hituna. Þar
meö lokar Iðnó fram á haust.
sýningar
Kjarvalsstaðir:
1 vestursal sýna 13 listamenn leir-
list, gler, textil, silfur og gull. Þessi
sýning var áður i Hásselbyhöll i Svi-
þjóð og fékk þar afar góða dóma. Sýn-
ingin er geysifalleg og f jölbreytt og i
fyrsta sinn getur að lita blásið gler
meðal islenskrar nytjalistar.
í Austursalnum hefur verkum
meistara Kjarvals verið komið fyrir.
Norræna húsið
Um helgina lýkur sýningu á hug-
myndum danska skopteiknarans
Storm P. Hann sýnir þar á sinn hátt
hvernig hægt er að auðvelda mönnum
lifið með hugkvæmni. Einnig eru á
sýningunni myndir sem kallast'.börn
og dýr. f anddyrinu sýnir Náttúru-
fræðistofnun islenska steina. Norræna
húsið er opið daglega frá kl. 11—19, og
kjallarinn frá kl. 14—19.
Nvlistasafnið v. Vatnsstip
Þeir Arni Ingólfsson, Helgi Þ. Frið-
jónsson og Niels Hafstein sýna verk
sin sem árið 1980 voru á alþjóðlegri
sýningu i Paris.
Galleii Langbrók
Guðbergur Auðunsson sýnir verk
sin. Galleriið er opið virka daga frá kl.
12—18 og um helgar frá kl. 14—18.
Torfan
í veitingahúsinu Torfunni stendur
yfir sýning á leikmyndum eftir Messi-
önu Tómasdóttur. Messiana hefur gert
búninga og leikmyndir við fjölda
verka, má þar siðast nefna Gust sem
sýndur er i þjóðleikhúsinu.
Djúpið
í kjallara Hornsins á mörkum
Hafnarstrætis og Pósthússtrætis sýna
þeir Björn Ardal Jónsson og Gestur
Friðrik Guðmundsson verk sin.
1
Stuck*chr«ib«r F«**bí
Háskólabió
Mánudagsmyndin er eftir Reiner
Werner Fassbinder og nefnist á is-
lensku þriðja kynslóðin. Hún er nýleg
og fjallar um ungmenni af borgara-
stétt sem gerast hryðjuverkamenn.
Þegar dregur að lokum myndarinnar
vaknar sú spurning hver þaö sé sem
raunverulega stendur að baki þeirra
hryðjuverka sem framin hafa verið i
Þýskalandi og viðar. Fassbinder hefur
sinar skoðanir á þvi og þær falla vald-
höfum ekki beinliinis i geö. Fassbinder
byggir myndina á raunverulegum at-
burðum, en fer nú sem áður sinar eigin
leiðir. Þetta er mynd sem enginn ætti
að m issa af. HUn er i ekta Fassbinder-
stíl.
um helgina
Menningarvaka
Strandamanna
A morgun, sunnudag, hefst
Menningarvaka i Strandasýslu
og stendur út vikuna til sunnu-
dagsins 28. júni.
Þetta er i annað sinn sém slik
vaka er haldin og verður hún
með fjölbreyttu efni sem áður.
Forseti íslands Vigdis Finn-
bogadóttirsetur vökuna kl. 16.30
i Grunnskólanum i Hólmavik
með opnun sýningar á verkum
Isleifs heitins Konráössonar, en
hann var borinn og barnfæddur
Strandamaður. Kirkjukór
Hólmavikur syngur.
Þjóðleikhúsið kemur i heim-
sókn meö sýningu á leikriti
Jökuls Jakobssonar „I öruggri
borg” á sunnudagskvöld og á
föstudag koma listamennirnir
Sigriður Ella Magnúsdóttir,
Simon Vaughan og Jónas Ingi-
mundarson og halda söng-
skemmtun.
Af heimatilbúnu efni má
nefna skemmtikvöld sem leik-
félag Hólmavikur, kirkjukór
Hólmavikur og hinn vinsæli
söngflokkur Hvítabandið úr
Bjarnarfirði standa að.
Þriðjudag i Arnesi og miðviku-
dag i Sævangi. Þar veröur flutt
leikritið Ruddinn eftir Tsékoff
og er þetta frumraun leikfélags-
ins. Þá verða á vökunni sýndar
kvikmyndirnar Frændi og
frænka eftir Jean—Claude
Tacella og hin merka mynd
Fassbinders, Hjónaband Mariu
Braun. Héröasmót HSS verður
haldið á laugardag 27. júni og
dansleikur i Sævangi um
kvöldið.
Menningarvökunefnd
Strandamanna skipa þau Hjör-
dis Hákonardóttir, Matthias
Lýðsson og Guðfinnur Finn-
bogason.
Islandsmótið 1. deild
7.umferð um helgina
Heil umferð veröur leikin i 1.
deild islandsmótsins i knatt-
spyrnu um helgina. i dag laug-
ardag, eru fjórir leikir á dag-
skrá. Á Akranesi ieika Skaga-
menn við Viking, á Kaplakrika-
velli leika FH-ingar við Fram, á
Akureyri leikur KA við ÍBV og á
Laugardalsvelli leikur KR við
Þór frá Akureyri.
A sunnudeginum er svo mikil-
vægasti leikur umferðarinnar
þvi þá leika tvö af toppliðum
deildarinnar, Valur og Breiða-
blik á Laugardalsvellinum.
A laugardaginn hefjast allir
leikirnir kl. 14 nema leikur IA og
Vikings sem hefst kl. 15. Vals-
menn og Blikar hefja sinn leik
klukkan 20.
12. deild fer 6. umferöin fram.
A laugardag leika Völsungar við
IBt, IBK leikur við Þrótt frá
Neskaupstaö og Skallagrimur
mætir Þróttifrá Reykjavik.
A sur.nudaginn er einn leikur
á dagskrá. Þá leika Haukar við
lið Selfoss og á mánudaginn fer
svo fram siðasti leikur 6. um-
feröar. Þá leika Fylkismenn við
Reyni frá Sandgerði. Leikirnir á
laugardaginn hefjast allir kl. 14
en hinir leikirnir tveir kl. 20.
Samhygð með út-
breiðsluherferð
Arstföarfundir Samhygðar,
félags sem vinnur að jafnvægi
og þróun mannsins verða á
morgun inánudag með svipuöu
sniði og venjulegir vikufundir
Samhygðar. Fluttir verða
stuttir fyrirlestrar um megin
viðfangsefnin og fólki gefst
kostur á reynslu af hugaræfing-
um.
A fundinum fer fram inn-
ganga virkra félaga og að
lokum verða kaffiveitingar og
imræður. Fundirnir eru tileink-
aðir útbreiðsiuherferö Sam-
hygöar i sumar þar sem lands-
mönnum verður gefinn kostur á
að kynna sér kenningar og hafa
reynslu af aðferðum sem hjálpa
mönnum að auka trú á sjálfa
sig, aðra og lifið, að brjótast út
úr skel sinni og gefa það besta
af sjálfum sér segir i fréttatil-
kynningu.
Fundirnir verða haldnir I
Reykjavik i Siðumúla 23 og
Skipholti 70 kl. 20.30, Brautar-
holti 4 og Siðumúla 31 kl. 21 og i
Safnaöarheimilinu i Garðabæ
kl. 20.30.
Myndir á sýningu Helga.
Sýning í Hveragerði
V opnf iröingu rinn Helgi
Jósefsson myndlistarmaður
opnari'dag, laugardag,sýningu i
Eden i Hverageröi. Þetta er
þriðja einkasýning Helga; hinar
tvær fyrri hefur hann haldið á
Vopnafirði.
y’” v
tjtíi ím0 $■ Á fjm Víctn 1
i\m c$ fuojf tji itta Jtmhn
i rtfrm it>$ títjfn^odfL nfc 1)h
tlft Jm íff tjatlínjtr epf f
Handritasýning í Árnagarði:
Jónsbók 700 ára
Stofnun Árna Magnússonar
hefur opnað nýja handritasýn-
ingu f Árnagaröi. Sýningin er í
senn helguð 10 ára afmæli hand-
ritaheimtar og 700 ára afmæli
Jónsbókar. A sýningunni eru
handritin tvö sem heim komu
21. aprll 1971: Konungsbók
eddukvæða og Flateyjarbók, og
einnig mörg handrit Jónsbókar,
auk litmynda og veggspjalda
með skreytingum úr handritum.
Jónsbók nefnistlögbók sú sem
gerð var að frumkvæði Magn-
úsar konungs lagabætis og lög-
tekin á Alþingi árið 1281. Hún er
kennd við Jón lögmann Einars-
son sem átti þátt i gerö hennar
og flutti hana til Islands. Deilur
voru um Jónsbók í öndveröu, og
voru tslendingar tregir til að
samþykkja ýmis nýmæli
hennar, en siðan varð hún mjög
vinsæl og undirstaöa islensks
réttarfars i margar aldir. Hún
er varöveitt i fleiri handritum
en nokkurt annað islenskt mið-
aldarit. Mörg Jónsbókarhandrit
eru fagurlega myndskreytt, svo
sem mönnum gefur að h'ta á
sýningunni i Arnagarði.
Handritasýningin veröur opin
i sumar á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum
kl. 2—4.
BOCCTRHOBJIE
rEPOHHECKOr
TftnMHrpj
a,lc» I'IEUIH
tr
40 ár frá innrás nasista í Sovét
Heimildarkvik;
myndir hjá MÍR
Kvikmyndasýning verður í
MlR-salnum, Lindargötu 48, 2.
hæð, mánudagskvöldiö 22. júní
kl. 20.30 i tilefni þess að rétt 40
ár eru liðin frá innrás þýsku
nasistaherjanna i Sovétrikin.
Sýndar veröa nýjar sovéskar
heimildarkvikmyndir með
ensku tali, tvær fyrstu mynd-
irnar úr nýrri myndaröö um
ógnir stríðsins og endurreisn og
uppbyggingu i Sovétríkjunum
eftir að sigur vannst. Mynda
flokkurinn i heild nefnist „Það
sem okkur er kærast”.
1 kvikmyndinni lýsa margir
eigin reynslu og sagt er frá þvi,
hvernig endurreisnarstarfið
hófst viöa jafnskjótt og inn-
rásarliðið hafði verið hrakið á
brott. Myndirnar eru settar
saman úr gömlum og nýjum
fréttamyndum. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
1 Eden eru verk unnin
pastel, og oli'u.
leir,
Sýning Storm P. að ljúka
Sýningu Norræna hússins á
skopteikningum danska
teiknarans STORM P, sem
veriö hefur i sýningarsölum frá
30.mai lýkur nú um helgina. Hún
hefur verið vel sótt og áhorf
endur skemmt sér yfir kostu
legum teikningum og upp
finningum Storm P.
Rokk-
tónleik-
ar
í Háskólabíói
Rokktónleikar verða haldnir i
Háskólabiói i dag, laugardag kl.
2 e.h. Þar koma fram þrjár
hljómsveitir og kynna væntan-
legar smáski'fur sinar, Tauga-
deildin, Þungarokkshljómsveit-
in Tivoli með plötuna ..Þrumu-
vagninn” og Fræbbblarnir með
„Bjór”.
Sólstöðu-
tónleikar
í Háskólabíói
Sólstöðutónleikar veröa I Há-
skólabiói sunnudagskvöldið 21.
júnfkl. 23.30. Þar veröa flutttvö
verk eftir Snorra Sigfús Birgis-
Frumflutt verður verk sem
kallast Æfingar fyrir pianó og
flytur höfundurinn það sjálfur.
Hitt verkið sem er á efnis-
skránni er Tontundum og er það
einleiksverk fyrir klarinett. Þaö
leikur Óskar Ingólfsson.
Bæöi þessi verk eru ný af nál-
inni. Rontundum var samið
haustiö 1978 og var frumflutt i
Anísterdam. Orðið þýðir sér-
staka kristöllun sem verður i til-
raunaglösum þegar stunduð er
gullgeröarlist. Æfingar fyrir
pianó voru samdar 1980 og i
byrjun þessa árs.
Norskur
kór á
ferðinni
St. Laurentinuskórinn frá
Lörenskog i Noregi er nú
staddur hér i boði Tónlistar-
skóla Rangæinga og mun halda
ferna lónleika, fyrst i Skálholts-
kirkju á inorgun, sunnudag, kl.
16, þá að Ilvoli 22. júni kl. 21, i
Leikskálum Vik rniðvikudaginn
24. júní kl. 8.30 og að lokum i Há-
teigskirkju fimmtudaginn 25.
júnf kl. 20.
St. Laurentiuskórinn hefur á
16 ára starfsferli sinum farið
viða um lönd i tónleikaferðir,
sungið í útvarp og sjónvarp og á
hljómplötur. Söngskráin i ts-
landsferðinni er fjölbreytt og
spannar yfir bæði andlegt og
veraldlegt efni. 1 kórnum eru
yfir 80 manns, einsöngvari er
Elisabeth Misvær Jahr og
stjórnandi Kjell W. Christensen,
undirleikari Robert Robertsen.
Söngdagar ’81
Tónleikar
í Skálholti
Söngdögum i Skálholti'81 sem
staðiö hafa siðan á fimmtudag-
inn sl. lýkur annað kvöld,
sunnudaginn 21. júni, með
óformlegum tónléikum i Skál-
holtskirkju. Auk þess tekur
hópurinn sem staðið hefur að
söngdögunum þátt i guðsþjón
ustu i kirkjunni kl. 2 sd.
Þaö er Missa Brevis eftir
John Speight sem hópurinn
hefur glimt við að þessu sinni,
svo og hluti úr Requiem eftir
Maurice Duruflee og fleiri
smærri verk.
Forráðamenn Rafmagnsveitu Reykjavlkur á svölum félagsheimilis fyrirtækisins.
Rafmagnsveita Reykjavíkur 60 ára
Þann 27. júni n.k. verða liðin
60 ár frá þvi að rafveitan við
Elliðaár var formlega vigö af
sjálfum kónginum yfir Islandi,
Kristjáni ti'unda. Telst þvi Raf-
magnsveita Reykjavikur sextug
þann dag. 1921 var stærð virkj-
unarinnar viö Elliðaár 1032 kw
og heimtaugafjöldi 773. Siðan
hefur viða verið viritjað af Raf-
veitunni, næst á eftir Elliðaár-
virkjuninni kom Ljósafossvirkj-
un sem var tekin i notkun 1937,
1953 var trafossvirkjun tekin i
notkun, Steingrimsstöð var svo
vigð 1960.
Ýmsar framkvæmdir eru á
döfinni hjá rafveitunni nú við
þessi ti'mamót. Byggingafram-
kvæmdir standa yfir viö eigiö
húsnæði fyrirtækisins og i
undirbúningi eru framkvæmdir
við lagningu 132 kw jarð-
strengja með oryggi aðveitu-
kerfisins fyrir augum. Þá er i
undirbúningi uppsetning nýs
tölvubúnaöar. 1 árslok 1980 voru
starfsmenn Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 239. Orkuveitu
svæöið nær yfir Reykjavik,
Kópavog ogSeltjarnarnes, Mos-
fellshrepp, mestallan Kjalar-
neshrepp, og meirihluta Garða-
bæjar. Notendur voru 108.000 i
árslok 1980.
Byggingaframkvæmdir borgarinnar 1980:
Eðlllegar skýringar
á drætti framkvæmda
Reikningar borgarsjóðs og
stofnana borgarinnar fyrir árið
1980 voru samþykktir á borgar-
stjórnarfundi á fimmtudag.
Meðal þeirra athugasemda,
sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins gerðu við reikningana, voru
ásakanir um dulinn niðurskurö
a byggingaframkvæmdum og
sagöi Birgir tsl. Gunnarsson að
reikningarnir sýndu aö ekki
hefði allt verið framkvæmt á
siðasta ári sem til hefði staöið
samkvæmt fjárhagsáællun.
Sagði hann að ekki hcfði verið
tekiu formleg ákvörðun um slik-
an niðurskurð og rifjaði upp að
fyirverandi minnihluti álasaði
Sjálfstæðisflokknum gjarnan
fyrir slik vinnubrögð.
Adda Bára Sigfúsdóttir, full-
trúii framkvæmdaráði, svaraði
Birgi og benti honum á að nú-
verandi meirihluti hefði stofnað
sérstaka nefnd til þess að fylgj-
ast með framkvæmdum borgar-
innar. Þessi nefnd heitir fram-
kvæmdaráð, sagði Adda, og það
fær allt áriö reglulegar skýrslur
um allar framkvæmdir svo og
skýringar embættismanna ef
þær gagna ekki. Kjörnir fulltrú-
ar hefðu hins vegar ekki haft
neina aðild aö eiginlegum fram-
kvæmdum i tið Sjálfstæöis-
flokksins og á það heföi verið
réttilega deilt. Til þess hefði
framkvæmdaráð veriö stofnaö.
Búningsaðstaða i
Laugardal
Síðan svaraði Adda athuga-
semdum Birgis um fjórar bygg-
ingar sem ekki stóðust áætlun
1980. Hin fyrsta var bygging
búningsklefa viö Sundlaugarnar
i Laugardal sem áætlaö var aö
hefja á siðasta ári. Astæðan fyr-
ir þvi að það tókst ekki, sagði
Adda, var sú aö þegar teikning-
ar lágu fyrir, hafnaði borgarráð
þeim. Þaö varð þvi að byrja að
teikna upp á nýtt og þó það sé
slæmt að framkvæmdir dragist
er þó verra að hefja byggingu
eftirslæmum teikningum, sagði
hún. Teikningarnar hafa nú ver-
ið samþykktar og eru fram-
kvæmdir að hefjast.
tþróttamiðstöð i Blá-
fjöllum
1 öðru lagi benti Birgir á að
framkvæmdir viö iþróttamið-
stöð í Bláfjöllum hefðu tafist.
Adda sagði að borgarráð heföi
lengi velt þvi fyrir sér hvort
byggja ætti eftir fyrirliggjandi
teikningum eöa hvort flytja ætti
inn tilbúið hús frá Noregi. Þetta
hefði tafið málið en eftir að
ákvörðun var tekin um að
byggja eftir innlendum teikn-
ingum hefðu framkvæmdir haf-
ist strax.
Menningarmiðstöðin
1 þriðja lagi nefndi Birgir
Menningarmiðstööina við
Gerðuberg og benti Adda Bára á
að það væri ekki borgin, heldur
Framkvæmdanefnd byggingaá-
ætlunar sem byggði það hús.
Ekki hefði staðiðá borginnimeð
að uppfylla sinn hlut.
B-álman
1 fjórað lagi nefndi Birgir B-
álmu Borgarspitalans og sagði
Adda að það nægði ekki að borg-
insamþykkti að byggja sjúkra-
hús. Rikið sem samkvæmt lög-
um ætti aö greiða 85% bygg-
ingakostnaðar þyrfti lika aö
samþykkja það. Það tók of lang-
an tima að fá rikið til að sam-
þykkjaútboð á uppsteypu húss-
ins, sagði hún. Skýringin er sú
að ekki var aðeins um að ræða
bindingu fjármagns úr rikis-
sjóði fyrirárið 1981 heldur einn-
ig fyrir áriö 1982. Þegar sam-
þykki varfengið gat uppsteypan
hafist og nú er áætlað að henni
ljúki i febrúar 1982. Þá sagöi
Adda að nú væri borgin aftur
farin af stað með beiðni um út-
boð sem myndi skuldbinda rikið
1982 á lögnum og innanhúss-
múrun. Astæðan fyrir þvi að
byggingin dróst á siðasta ári
hefði verið sú aö ekki hefði feng-
ist heimild til að fara af staö á
réttum tíma.
Dagheimilin
Aö lokum benti Adda á að
áætlanir um byggingu dagvist-
arheimila hefðu staðist að fullu
árið 1980.
— AI
Rauðsokkahreyfingin
Allir í friðargönguna
Rauðsokkahreyf-
ingin lýsir yfir stuðn-
ingi sinum við friðar-
göngu Herstöðvaand-
stæðinga 20. júni 1981.
Vigbúnaðarkapphlaup risa-
veldanna hlýtur aö vekja ugg i
brjósti allra sem á annað borð
þora að fylgjast með þróun
þessara mála. Rauðsokkahreyf-
ingin fagnar þeirri vakningu i
friðarmálum sem nú verður
vart víða um heim, en vill um
leið benda á hvernig þessi
friðarbarátta snertir Island.
Fjölmargir friðarhópar berjast
nú fyrir afvopnun undir kjör-
oröinu „Kjarorkulaus Evrópa
frá Póllandi til Portúgal”. Allt
sem vinnst i þeirri baráttu
skapar aukinn þrýsting á Island
á meöan NATO fær afnot af
landinu i hernaðarskyni. Krafan
er þvi ekki bara „Kjarnorku-
laus Evrópa frá Póllandi til
Portúgal”, heldur einnig ,,ls-
land úr NATO — herinn burt.
,,19. júní” komið:
Helgað
menntun
kvenna
19. JÚNI ársrit Kvenréttinda-
félags Islands, er komið út og er
aðalefni þess i þetta sinn helgað
menntun kvenna.
Sigriður Erlendsdóttir sagn-
fræðingur skrifar fróölega grein
um upphaf skólagöngu is-
lenskra kvenna. Siðan er reynt
að kynna stööu þessara mála
eins og hún er i dag, athugaö
hvernig til hefur tekist aö koma
á jafnrétti i grunnskólanum, lit-
iö á aðsókn kvenna að fram-
haldsskólum og Háskóla tslands
og rætt við konur, sem hafa lagt
fyrir sig aörar fiámsgreinar en
þær, sem hingað til hafa verið
taldar við þsefi fcvenna.
Þá eruibl^inu viðtöl við Vig-
disi Finnbogadóttur forseta Is-
lands og verkalýðsleiötogann
Jóhönnu JSgjisdóttur auk
margskonar afcaars efnis. Rit-
stjóri er Jóniflafct. Guönadóttir.
Blaðiö verfcar tjí sölu i bóka-
verslunum og rireift til aðildar-
félaga KRFt.
Nýtt hum-
ar- og
rækjuverð
Yfirnefnd verölagsráðs
sjávarútvegsins hefur ákveðiö
nýtt lágmarksverð á hörpudiski
og rækju frá 1. júni til 30,
september n.k.
Samkomulag var i nefndinni
um verð á hörpudisk. Hörpu-
diskur 7 cm á hæð og hærri
kostar nú 2,18 kr. en hörpu-
diskur 6—7 cm kostar 1.79 kr.
Verö á rækju var ákveðið af
oddamanni og kaupendum gegn
atkvæðum seljenda.
Rækja óskelflett i vinnsluhæfu
ástandi, þar sem 160 stk. eöa
færri fara i kg. kostar nú 7.23 kr
og rækja af stæröinni 341 stk,
eöa fleiri i kg. kostar 2.29 kr, en
alls er um 8 verðflokka af rækju
að ræða.
Stjórn SÁÁ:
Ekki stofn-
andi Átaks
Stjórn SAA, Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvandamálið
sendi i gær frá sér yfirlýsingu
þar sem tekið er fram, að gefnu
tilefni vegna fyrirhugaðrar
starfrækslu Ataks i samvinnu
við Útvegsbankann, aö stofnun
og starfsemi Ataks sé ekki á
vegum SAA og stjórn samtak-
anna hafi engin afskipti haft af
þeim málum. Hinsvegar sé
ljóst, að fjölmargir einstakl-
ingar, jafnt innan SAA sem
utan, hafi lagt málefni Átaks
liðsinni.
Sýning í
Þrastarlundi
Um þessar mundir heldur Ás-
geir Valdemarsson sýningu i
Veitingastofunni Þrastalundi
v/Sog. A sýningunni eru vatns-
lita-, kritar- og oliumyndir. As-
geir er félagi i myndlistaklúbbi
Seltjarnarness og Hvassaleitis.
Hannhefur tekið þátt i nokkrum
samsýningum. Sýningin
stendur til 23. júni.