Þjóðviljinn - 20.06.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Síða 4
J>JópVlLJINN Helgip 20.-21. j|inf l381 - . (ré«ir Þórhallur Sigurðsson segir sig Þórhallur Sigurðsson, fulltrúi AB i Þjóðleikhúsráði, hefur nú sagt sig úr ráðinu, en hann var for- maður þess I fyrra. úr Þjóðleikhúsráði Þórhallur Sigurðsson, leikari og fulltrúi Alþýðubandalagsins I Þjóðleikhúsráði sagði sig úr ráð- inu á fundi þess í fyrradag. Til - kynnti hann formanni þingflokks Alþý ðubandalagsin s þessa ákvörðun sina að loknum fundin- um. Hér fer á eftir yfirlýsing Þór- halls vegna þessa máls, en eins og fram kemur i henni er ástæða úr- sagnar hans fyrst og fremst al- menn óánægja með stjórnunar- fyrirkomulag Þjóðleikhússins. Leikhúsráð— til hvers? Þar sem stjórnun og rekstur ÞjóðleikhUssins hafa nú siðustu misserin gengið þvert á hug- myndir minar um hvernig starfa eigi i leikhUsi, get ég ekki sam- visku minnar vegna tekið lengur þátt i stjórnunarstörfum stofnun- arinnar. Ég hef þvi sagt mig Ur þjóðleikhUsráði. Ég tel fullreynt, að ákvæði gild- andi laga um skipan þjóðleikhús- ráðs séu Urelt og þeim beri að breyta hið fyrsta. Ég minni á, að áður en ný lög um Þjóðleikhús voru samin árið 1978, sendu Starfsmannafélag ÞjóðleikhUssins og þjóðleikhUs- stjóri Sveinn Einarsson öllum þingmönnum tillögur að nýjum lögum. 1 báðum tillögunum kom fram, að þjóðleikhúsráð ætti að vera 5 manna framkvæmdaráð Könnun verðlagsstofnunar Dýrara að kaupa eftir erlendum verðlistum Verðlagsstofnun hefur kannað vcrðmun á vörum sem keyptar eru gegnum póstverslun erlendis Vigdís fer i brúðkaupið Forseti fslands Vigdis Finn- bogadóttir hefur þegið boð um að vera viðstödd brúðkaup Karls Bretaprins og lafði Diönu, sem fram fer i St. Paulskirkju i Lundúnum 29. júli n.k. frá og vörum út úr búð i Reykja- vik. Niðurstaðan er að 78% var- anna voru dýrari ef keypt var eftir pöntunarlista en út úr búð. Kannaðar voru 65 vörutegundir hjá 15 smásöluverslunum og þremur heildsölufyrirtækjum og siðan verðlistar Keys, Freemans og Quelle, sem all mikið hafa verið auglýstir i fjölmiðlum. Verðlistaverðin voru reiknuð samkvæmt leiðbeiningum um- boðsmanna verðlistanna og mið- að við gengi 1. júni, en við bætist svo sendingarkostnaður. 51 vörutegund reyndist vera dýrari frá verðlistunum eða 78%. Fatnaðurerá hagkvæmara verði hér á lándi beint út úr búð og er verðmunurinn allt að 100-200%. Rakvélar og sjónauka er hag- kvæmara að kaupa gegnum verð- lista og er skýringuna að finna i mismun aðflutningsgjalda. Mestur verðmunur er á undir- fötum og sportfatnaði. Verölist- arnir ábyrgjast endurgreiðslu eða skipti á vörum ef efnis- eða verksmiðjugallar koma fram. Tilkynning þarf að berast innan 14 daga, en samkvæmt islenskum lögum hefur kaupandi ársrétt til að skila gallaðri vöru. A LEIÐ UM LANDIÐ Næstu sýningarstaðir: Vik i Mýrdal Kirkjubæjarklaustur Höfn I Hornafirði Djúpivogur Breiðdalsvik Stöðvarfjörður Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður 20.6 20.6 20.6 21.6 21.6 21.6 21.6 22.6 22.6 22.6 kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. 10.00 til 12.00 14.00 til 15.30 19.00til 21.00 11.00 til 12.00 15.00 til 16.30 17.00 til 19.00 21.00 til 22.00 12.00 til 13;00 14.00 til 15.30 17.00 til 19.00 SUZUKI — SA SPARNEYTNASTI Sveinn Egilsson h.f., Skeifan 17 Sími 85100 sem i sætu 4 starfsmenn hússins og einn fulltrúi menntamálaráð- herra. Þjóðleikhússtjóri gerði auk þess tillögu um „þjóðleikhús- nefnd” sem skyldi skipuð af Al- þingi og vera einskonar tengiliður leikhúss og fjarveitingavalds. Skyldi hun koma saman tvisvar á ári. Þvi' miður voru allar þessar tillögur hunsaðar af hæstvirtu Al- þingi. NUverandi ástand er með öllu óverjandi. Það er gjörsamlega ofviða einum manni að hafa á hendi allt framkvæmdavald á svo margbrotnum vinnustað. Þegar við bætist svo veruleg fjarvera leikhússtjórans, sem stundum er óhjákvæmileg, án þess að nokkur framkvæmdastjórn komi i stað- inn, er augljóst hvert stefnir. Eftir 3 ára setu í þjóðleikhús- ráði fullyrði ég, að ráðið er ekki fært um að vera sjálfstæður eftir- litsaðili „með starfssemi og rekstri leikhússins” eins og hin gölluðu lög kveða á um. Þjóðleik- hússtjóri situr fundi ráðsins og kynnir þau mál sem honum þurfa þykirog vegna yfirburðaþekking- ar hans á málefnunum fram yfir meirihluta ráðsmanna, þá mótast umræða ráðsins algerlega af þvi hvernig leikhússtjórinn fjallar um þau. Ég sætti mig heldur ekki við hvernig ýmsar tillögur sem ráðið hefur samþykkt hafa orðið að engu vegna lélegrar fram- kvæmdastjórnar. Það vill svo til að þessa upp- sögn mina ber upp á sömu daga og mikið fjaðrafok er i fjölmiðlum og viðar út af svokölluðu segul- bandsmáli. Sorglegast er að slik gorkúla geti sprottið og dafnað i leikhúsinu. Það sýnir kannski best hvernig jarðvegurinn er. Þegar ég fréttifyrst um þetta mál var ég i læri hjá tveim finnskum listamönnum, sem hingað komu og minntu okkar leikarana á hvað leikhús væri, eöa gæti orðið. Það var góð heimsókn, eins og úr öðr- um leikhúsheimi, þar sem fólk talar saman á máli leikhússins og sameinast i þrotlausri vinnu, þar sem gleðin og sköpunarkraftur ræður rikjum. Ég skora á allt leikhúsfólk að hefja sig upp úr meðalmennsk- unni og lágkúrunni. Hættum að karpa um hluti sem eru svo óra- langt frá sameiginlegu markmiði okkar allra, betra leikhúsi á Is- landi. Omaklega vegið að hljóð- meistara Ekki er hljóðnemamálinu i Þjóðleikhúsinu með öllu lokið, því Sigurður Eggerts- son hljóðmeistari hússins hefur sent frá sér bréf um hijóðnema þann sem nefndur var i frétt Þjóðleikhúsráðs og sagður var vera á litla sviðinu i Þjóðleikhúsinu. Sigurður vitnar til fréttar i Þjóðviljanum þar sem sagt er frá fréttatilkynningu Þjóðleikhúsráðs og segir siðan: Undirrituðum sem gegnir starfi hljóðmeistara Þjóðleikhússins þykir þarna ómaklega að sér vegið, þar sem hljóðnemi á litla sviðinu hefur ekki komið fram við rannsókn eins og látið er að liggja, enda enginn hljóð- nemi þar til staðar. Hins- vegar hefur hljóðnemi verið settur upp til upptöku á litla og stóra sviðinu á frum- sýningum til varðveislu leik- húsverka og það gert sam- kvæmt ákvörðun Þjóðleik- húsráðs og með fullri vitund starfsfólks. Fæ ég ekki séð hvaða til- gangi það þjónar að tengja vinnu mína vegna opinberra sýninga svonefndu „hljóð- nemamáli”. Fer ég þess hér með á leit að hæstvirt Þjóð- leikhúsráð birtián tafar leið- réttingu á áðurnefndri fréttatilkynningu. Að öðrum kosti hef ég falið lögmanni minum Jóni Oddssyni, hrl. að beiðast opinberrar rann- sóknar á máli þessu i heild.” Grundfírðingar fá skuttogara i. gærkvöldi, kl. 6.30, stóð til að sjósetja á Akranesi nýjan togara, sem smiðaður hefur verið i skipa- smibastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, fyrir Grundfirðinga. Eigendur hins nýja skips eru þeir feðgarnir Iljálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson á Grundarfirði. Að þvi er Hallgrimur Magnús- son, verkstjóri i Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts h.f. sagði blaðamanni Þjóðviljans i gær þá er hið nýja skip 450 tonn og 50 m. langt, búið öllum þeim fiskileitar- tækjum, sem best eru talin nú. Hallgrimur Magnússon sagði að skipið hefði verið rúmt ár i smið- um en Skipasmiðastöðin afhenti Tálknfirðingum togara i april- byrjun i fyrra. Endanlegt verö skipsins liggur ekki fyrir þvi það verður næstu f jórar vikur i umsjá Skipasmiðastöðvarinnar og fara þá fram ýmsar prófanir á skipi og veiðarfærum. En það litur hins-- vegar út fyrir að þetta skip verði ekki það dýrt að verð þess standist ekki alveg samanburð við verð sambærilegra skipa, sem smiðuð eru erlendis, sagði Hall- grimur Magnússon. — Hvað liður svo verkefnum hjá ykkur framvegis? — Við erum nú að byggja yfir og setja vél i bát fyrir Harald Böðvarsson. Svo er búið að semja um smiði á 36 m. skipi fyrir Breiðdalsvik og hefst smiði þess nú á næstunni. Samið hefur og veriðum smiði á samskonar skipi fyrir Sildarverksmiðjuna á Akra- nesi. Loks er búið að semja við Grundfirðinga um smiði á þriðja skipinu af þessari gerð, en það er nú raunar ekki enn komið i gegn- um kerfið, sagði Hallgrimur Magnússon. -mhg. Starf dagskrárfulltrúa: Mælt með Atla Magnússyni A fundi útvarpsráðs i gær var samþykkt meö 6 atkvæöum aö mæla meö Atla Magnússyni blaðamanni á Timanum i stööu dagskrárfulltrúa við hljóövarpiö til þriggja ára. Olfur Bragason hlaut eitt atkvæöi,en alls sóttu 16 um stööuna. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri hefur einnig mælt meö Atla i stööu dagskrárfulltrúa, en settur útvarpsstjóri Höröur Vilhjálms- son skipar endanlega i stöðuna eftir helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.