Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 1

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 1
UOBVIUINN Fimmtudagur 2. júli 1981 146. tbl. 46. árg. í BEGIN ÁFRAM ] Begin, fráfarandi forsætisráðherra Israels tilkynnti i ■ gær að hann hefði náð samkomulagi við Þjóðlega trúar- flokkinn um myndun nýrrar samsteypustjórnar, en þessir flokkar tveir stjórnuðu landinu sl. fjögur ár. Likudbandalag Begins og Verkamannablökkin i stjórn- arandstöðu fengu 48 og 49 þingsæti i kosningunum i fyrra- dag. 23 þingsæti skiptast þá milli smáflokka og mundu þó ■ nokkrir þeirra ekki koma til greina i samstarfi við stóru ■ blakkirnar tvær. m John Lehman flotamálarádherra Bandaríkjanna i viötali viö Defence Week: Flotinn hefiir fengið nýtt árásarhlutverk / ...Ná á aö sækja aö Rássum sunnan Islands og neyöa þá i enn meiri flotaþenslu... Bandariski flotinn hefur nú fengið nýtt sóknarhlutverk, segir John Lehmann flotamálaráð- herra Bandarikjanna I samtali við Defence Week 8. júni s.l. Þessu sóknarhiutverki er honum meðal annars ætlað að gegna á svæðinu norðan linunnar milli Grænlands — islands — og Bret- lands, sem nefnd hefur veriö GIUK-hliðið. Tilgangurinn er að sögn Lehmans að neyða Sovét- menn til þess að leggja meira fé i flota sinn og varnir i tengslum við Murmansk og Kolaskaga, en með þvi telja Bandarikjamenn að So- vétmönnum verði erfiðara um vik að efla vigbúnað sinn i Miö-Evrópu enn frekar. Stefna bandariska flotamálaráðherrans og Reagan stjórnarinnar er þvi i fullu samræmi við þá niðurstöðu greinar Joel S. Wit i febrúarhefti Scientific American, sem Þjóð- viljinn hefur rækilega kynnt, að Bandarikjamenn séu að „neyða Sovétmenn út á.sjó”, þar sem þeir fyrrnefndu hafa yfirburði. Röksemdafærslan er sú að mæti Sovétmenn ekki boðaðri flotaút- þenslu Bandarikjamanna á Norður-Atlantshafi með gagnráð- stöfunum muni þeir siðarnefndu geta grandað helstu flota- og kjarnorkuvopnahreiðrum Sovét- manna i „fyrsta höggi.” Flotinn inn á háspennu- svæðin John Lehman segir i viðtalinu að Carter-stjórnin hafi ekki haft neina stefnu i flotamálum. Hlut- verk flotans hafi verið að vera bakhjarl aðgerða i Mið-Evrópu og hann hafi i höfuðdráttum átt að vera til taks sunnan GIUK-hliðs- ins og mynda þar varnarlinu. Hugmyndir hermála- og flota- málaráðherra Carters hafi verið i þá veru að bandariski flotinn kæmi aö litlu gagni i 30-daga striði eins og nútimastriðum er nú lýst á teikniborðum herstjóra. „Flotamálastefna okkar er fólgin i þvi að stækka flotann að þvi marki að hann verði fær um að fara inn á aöal háspennu- svæðin sem okkur eru mikil- vægust,” segir Lehman i viðtal- inu. „Þetta þýðir ekki að við för- um og ráðumst á Sovétmenn hvar , sem þeir eru fyrir ei.igöngu I vegna þess að okkur verður það j kleift. Bylting í Olíuverslun fslands: • • Onundur rekinn? Eftir 34 ára starf hjá Oliuversl- un islands, þar af 15 ár sem for- stjóri félagsins, lætur önundur Ásgeirsson af störfum samkvæmt eigin ósk, að þvi er segir i frétta- tilkynningu sem félagið sendi frá sér i gær. t sömu fréttatilkynningu þakk- ar önundur samstarfsmönnum fyrir ánægjulegt samstarf á liðn- um árum og lætur i ljós þá ósk að áfram verði góð samstaða um málefni Oliuverslunarinnar og að félaginu megi vel farnast i fram- tiöinni. Kunnugir segja hins vegar að ekki sé allt eins slétt og fellt og látiö er að liggja i fréttatilkynn- ingu félagsins, heldur hafi önundur i raun veriö rekinn. Ástæður þess eru einkum taldar þær, aö hagur Olis hefur verið nokkuð lakari á siöustu árum en hjá hinum oliufélögunum tveim- ur. Slæmt samband hafi verið milli önundar og stjórnarmanna fyrirtækisins, en útslagið hafi gert, að á siðasta aöalfundi fé- lagsins sem haldinn var nýlega urðu miklar breytingar á hluta- fjáreign félagsins, og samfara þvi var Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari kjörinn nýr stjórnarfor- maður i stað Jóns ólafssonar lög- fræðings sem gegnt hefur þvi embætti tvö s.l. ár. Ný stjórn félagsins hafi siðan gert önundi að segja upp störf- um. Starfsfólki félagsins var ekki kunnugt um uppsögn önundar fyrr en i gærmorgun og vildu margir ganga út með fyrrverandi forstjóra, en önundur réð fólki frá sliku. Fundur var i stjórn Olis i gær, en enn hefur ekki verið ákveðið hver verður eftirmaöur Önundar. önundur mun áfram sinna sér- stökum verkefnum fyrir Olis einkum varðandi ráðgjöf i samn- ingum viö kaup á oliuvörum. —lg F agnaðarboðskapur úr Varðbergsferð Það hefur vakið athygli út- varpshlustenda að Helgi Péturs- son fréttamaöur útvarps hefur flutt i tvigang fagnaðarboðskap frá Brussell um hernaðarbanda- lagið NATO. 1 fyrra skiptið var rætt við islenskan sendifulltrúa þar i borg og hann spurður meðal annarshvort nokkuðbenti til þess að NATO væri ónauðsynlegt? 1 hið annað sinni var fjallað um visindastyrki NATO, sem eru eitt þarfaþing að mati NATOsinna og verðiþeim aðgóðu sem vilja vera á styrkjum hernaðarbandalags. Það sem vekur þó mesta furðu er það að Helgi var i BrUssell i boði Varðbergs, félags um vest- ræna samvinnu, en ekki á vegum útvarpsins. En með tilliti til Evrópu til dæmis, hversvegna ættum við að halda okkur sunnan GIUK-hliös- ins? Hversvegna skyldum við hafa þá stefnu að draga flotann aftur I bakvarðarstöðu, þegar á- vinningurinn af þvi að halda norður fyrir GIUK-linuna og sækja að Sovétmönnum og stöðv- unarmöguleikum þeirra er eins mikill og ’raun ber vitni? Þar er lega lands og sjávar okkur i hag, • og þar gætu sameinaðar flug- sveitir okkar og bandamanna ásamt flotastyrk okkar haft yfir- höndina á öllum sviðum og norðurvængnum. Slik ógnun um að viö séum reiðubúnir til árása á Sovét á þessusvæði mun hafa áhrif á mat Sovétmanna á þvi hvaö þeir þurfi að gera til þess að mæta ógnun- inni. Þetta hefði að sinu leyti heil- mikil áhrif á jafnvægið á aöalvig- stöðvunum i Mið-Evrópu svo ekki sé minnst á hve miklu auðveldara yröi að verja skipaleiðir um Norður-Atlantshaf. Viö myndum neyöa þá til þess að verjast fyrir norðan GIUK-hliöið (Græn- land-tsland-Færeyjar), vegna þess aö þeir eiga allt undir þvi að geta varið sjálfan heilann i flota sinum, það er að segja KOLA-skagann.” segir Lehman m.a. i viötalinu viö Defense Week. Eins og margoft hefur komið fram i Þjóöviljanum er herstöðin i Keflavik, ásamt söðvunum i Grindavik og á Hornafirði, lykil- þáttur i stjórn og samskiptum innan kjarnorkuvopnakerfis Bandarikjamanna á Norður-At- lantshafi. Fyrst og fremst þjóna tæknimannvirkin hér á íandi bandariska flotanum og eru þvi liöur i þvi árásarhlutverki sem Lehmann flotamálaráðherra lýsir i Defense Week. —ekh Frá friöarfundinum i þingsai ajáifstjórnarhússins á Alandseyjum, séð yfir hluta fundarmanna. 1 fremstu röð eru fr. v. fyrirlesararnir Jytte Hilden, þingmaður sósialdcmókrata i Danmörku, ólafur Ragnar Grimsson, Harald Ofstad prófessor i Stokkhólmi, Jens Evensen sendiherra, Eva Nordland, einn þriggja upphafsmanna að Friðargöngunni ’81 frá Khöfn til Parisar, Maj-Britt-Theorin þingmaður jafnaðarmanna i Sviþjóð, Hilkka Pietilö formaður Sambands Sameinuðu þjóða félaga i Finniandi og Ilannes Alfvén, Nóbelsverðlaunahafi i eðlisfræði. Ljósm.þjv. s ' 350 manns á norræna friðarfundinum á Alandseyjum Friðarstofnun stofnsett Norræni friðarfundurinn á Alandseyjum, sem haldinn var dagana 24. til 28. júni, var fyrsta tilraun þeirra afla sem á Norður- löndum berjast gegn kjarnorku- vopnum, og fyrir friði og afvopn- un til þess að samstilla krafta sina. Þar komu saman sérfræð- ingar, fulltrúar ólikra hreyfinga og stjórnmálamenn og báru sam- an bækur sinar. Fjölmörg stór- fróðleg erindi voru flutt á fundin- um, en þátttakendur voru um 350, eða þrisvar sinnum fleiri en þeir Alandseyjamcnn höfðu gert ráð fyrir i upphafi, og er það til marks um þá vakningu sem nú fer um Norðurlönd. Norræni friðarfundurinn á Alandseyjum gerði tvær ályktan- ir þar sem þeirri eindregnu ósk er beint til stórveldanna i austri og vestri að gera nauösynlegar ráð- stafanir til þess að tryggja Norð- urlöndunum stöðu sem kjarn- orkuvopnalausu svæði. Þá hvatti fundurinn rikisstjórnir Norður- landanna til þess að vinna að stofnun sliks svæðis i samræmi við skuldbindingar sinar i afvopn- unarmálum á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Friöarfundurinn lagði áherslu á aö slikt kjarnorkuvopnalaust svæöi væri mikilvægt skref i átt til samninga um gagnkvæma af- vopnun. r Askorun til rikisstjórna um kjarnorkulaust svædi á Nordurlöndum I annarri ályktun er Noröur- landaráö hvatt til þess aö veita fjárstuðning til þess að hægt sé að halda norrænan friðarfund næstu tvö árin, og til þess aö unnt megi reynast að koma á fót Norrænni friðarstofnun sem hefði það að hlutverki að vera upplýsinga- og sambandsaðili, og skipuleggja fundi og útgáfur á friöarbók- menntum. Johan Galtung prófessor við Háskóla Sameinuöu þjóðanna I Genf, sem var einn fyrirlesar- anna á fundinum, varpaði fram þeirri hugmynd aö norrænni frið- arstofnun yrði fundinn staður á Alandseyjum, en þær eru sjálf- stjórnarsvæði i Finnlandi sem er friðað með millirikjasamningum af öllum hernaðarumsvifum. Fleiri fyrirlesarar svo sem Jens Evense, Ólafur Ragnar Grimsson og Göran von Bundsdorf tóku undir hugmyndina um norræna friðarstofnun. Upphafsmenn að friðarfundin- um á Alandseyjum var lítill hópur einstaklinga þar. Boltinn sem þeir hrundu af staö safnaöi utaná sig, og að lokum varð um stórfund að ræða sem sprengdi af sér allt húsnæöi sem til reiöu var á Alandseyjum, og byggja menn þar þó stórt og glæsilega. Meðal fyrirlesara voru sér- fræöingar i friöarrannsóknum, Nóbelsverðlaunahafi i eðlisfræöi, sendiherra, þingmenn frá jafnað- armannaflokkunum i Sviþjóð og Danmörku og Alþýðubandalaginu á Islandi, framámenn i kvenna- hreyfingum og Samtökum Sam- einuðu þjóða félaga, upphafs- maöurinn að Friðargöngunni i Evrópu 1981 sem nú er á leið til Parisar og fleiri. Meöal þátttakenda bar mikið á konum sem hvarvetna á Noröur- löndum hafa stofnað nýjar kvennahreyfingar fyrir friðar- baráttuna eða blásið lifi i nýjar, svo og á kirkjunnar mönnum, sem likt og leikmenn og læröir innan kirkjunnar i Hollandi, Belgiu og Vestur-Þýskalandi, láta æ meir aö sér kveða i baráttunni gegn kjarnorkuvigbúnaöinum á norrænum vettvangi. Þá voru og margir fulltrúar frá þeim hreyf- ingum sem sprottiö hafa upp beinlinis til þess að mótmæla kjarnorkuvopnum. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.