Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 2
2 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 2. júlí 1981. KÆRLEIKSHEIMÍLIÐ „Af hverju er þessi bátur með gardínur?" Myndin sýnir f.v. Kunio Kasamoto, fulltrúa Bridgestone-fyrirtækis- ins, Rolf Johansen, Þóri Jensen og Michael Prior frá Mitsui-fyrir- tækinu, sem er einn dreifingaraöili Bridgestone. Bridgestone fær nýjan umboðsmann Rolf snýr sér að öðru sem ekki snýst jafn hratt! Rolf Johansen heildsaii i Reykjavik boöaöi til blaöa- mannafundar i Þingholti s.l. föstudag til aö staðfesta þá á- kvörðun sina, sem þegar hefur komiö fram i fréttum, að hann hafi hætt sem umboösmaöur Bridgestone-hjólbaröa á islandi eftir 25 ár og Þórir Jensen for- stjóri Bilaborgar h.f. tekiö viö. Á fundinum var staddur Kunio Kasamoto fulltrúi Bridge Bridgestone-fyrirtækisins i Japan, en hann er forstjóri ir dollara siöan 1957 miðað við núverandi verð. Siðan sagði hann að fyrirtækið vænti sér góðs af komandi sam- starfi við hinn nýja umboðs- aðila, a.m.k. næsta aldarfjórð- unginn. Rolf Johansen, sem er spaug- samur maður eins og flestir vita, gaf þá skýringu á á- kvörðun sinni aö hann ætlaði að snúa sér aö öðrum hlutum sem snerust ekki svona hratt. Rætt við Jóhann Albertsson, Skógum Nýjung í sambandi | við kapp- reiðar 1 dag hefst hestamannamót á Hellu á Rangárvöllum og stendur þaö til sunnudagskvölds. Aö mót- inu standa Landssamband hesta- manna og hestamannafélögin á Suöurlandi. Hiö nýstárlega viö þetta mót er, aö þar fer fram veö- málastarfsemi. Til þess aö fá nánari upplýsingar um hana átt- um viötalaviö Jóhann Albertsson i Skógum. — Eru svona kappreiðaveömál ekki nýjung hér á landi, Jóhann’' — Jú, þau eru það.en eru hins- vegar vel þekkt erlendis en þó með nokkuð öðrum hætti þvi hér er þetta i formi getrauna. Snúast þær um tvær keppnisgreinar: 250 m. skeið og 350 m. stökk. — Viltu segja okkur eitthvað um þessa getraunamiöa? — Já, geta á upp á þvi, hvaða 3 hestar verði efstir i þessum tveimur keppnisgreinum. Hverjum seldum miða fylgja ýmsar upplýsingar um hvern hest: hvaða árangri hefur hann náð, hvernig þjálfun hans og undirbúningi er varið nú o.fl. Þess má t.d. geta, að frá þvi i vor hefur Fannar, sem er einhver þekktasti skeiðhestur landsins, notið sins gamla knapa, Aðal- steins Aðalsteinssonar, og er þvi liklegur til afreka. Verð miðans er kr. 20.00. Eru þeir til sölu hjá hestamannafélög- unum, i flestum söluturnum á Suðurlandi og svo að sjálfsögöu á mótsstað. Tekið er og á móti mið- um á sölustöðunum. Athuga ber, að miöunum þarf að skila fyrir kl. 3 (15) á sunnudag þvi þá verða þeir innsiglaðir. Þeir miðar, sem siöar berast, eru ógildir. — Hvernig verður hlaupunum raðað niöur? — Undanrásir i kappreiöum fara fram á föstudag, i milliriðl um á laugardag og úrslitin koma : ljós á sunnudag. 1 útvarpi i laugargskvöld og um háegi á sunnudag verður skýrt frá þvl hvaöa hestar hafi náð bestum á rangri i undanrásum á föstudaf og laugardag. Getur það oröif vidtali nokkur visbending þeim, sem ekki sjá hlaupin. Skrifstofa Landssambandsins mun og veita upplýsingar fram á sunnudag. 20% af andviröi seldra miða gengur til greiðslu á vinningum þannig aö þvi fleiri miðar, sem seljast, þeim mun hærri verður vinningsupphæðin. - Nú' hafa menn verið að spá um úrslitin og þeir spádómar hafa birst i blööum. Veistu um útkom- una úr þeim spám? — Tiu „spámenn” hafa spáð i auglýsingum Kappreiðaveðmáls. 1 efstu sætin i 250 m. skeiði hafa 10 nefnt Skjóna og Villing, 5 Frama, 3 Fannar, 2 Trausta og Þór og 1 As. í 350 m. stökki hafa 6 nefnt Hauk, 5 Gjálp, Storm og Óla, 4 Glóu og Kdng, færri Irpu, Sneglu, Léttfeta og Blakk. En nú hefur það gert strik i reikninginn að þrjár af þekktustu hlaupahryss- um landsins taka ekki þátt i mót- inu, eins og þó var fyrirhugað. Gjálp og Lyfting meiddust og Glóa reyndist „ófrisk”. Þetta eykur mjög á óvissuna um úrslit- in, ekki sist i 350 m. stökkinu. Þá eru að koma fram nýir og óþekktir hestar, sem ekki er vitað hvers vænta má af. Og svo er það auðvitað alltaf tilviljun háð hvort hestur „liggur” skeiðsprettinn á enda og hversu til tekst á rás- markinu. óvissuþættir eru þvi ýmsir en það eykur aðeins á spennuna. — Og aðstaðan fyrir svona mót er orðin góð á Hellu? — Já, aöstaðan, sem hesta- mannafélagið Geysir hefur komið þarna upp, er til mikillar fyrir- myndar. I fyrra var reist stórt og vandað veitingahús, skeiövöllur- inn bættur enn og er nú ágætur og græddur upp sandurinn fyrir austan mótssvæðið. — Eitthvað, sem þú vilt leggja áherslu á að endingu? — Eg vil þá benda á að þessi getraunastarfsemi er frumraun hjá Landssambandinu og tilgang- urinn með henni er að gera til- raun til að skapa þvi tekjustofn. Hið opinbera styrkir okkur litið og þvi væri það þýðingarmikið að þessi tilraun tækist vel og að þarna fyndist tekjuöflunarleið fyrir hestamannafélögin, sem öll eru meira og minna fjárvana. —mhg deildarinnar sem sér um sölu og dreifingu i Evrópu. Hann þakkaöi Rolf Johansen frábæra samvinnu þennan aldarfjórðung og tók sérstaklega fram að þessi breyting væri gerð eftir ósk Rolfs sjálfs. Sagði hann útflutri- ing á hjólbörðum þeirra til ls- lands hafa verið fyrir 25 miljón- Drykkjusakpurinn hjá fína fólk- inu er alls ekki hættulegur. Hann skaðar bara lifrina en ekki mannorðið. Enn eitt kirkjuvandamálið: Karlkyns makar! Þá má benda á, ef það eru tið- indi á jafnréttistimum, að (prestsmakar, ekki aöeins prestskonur, eru boðnir til Biskupsgarðs 2. júli. Yfirieitt koma aðeins kvenkyns makar. Margar þeirra eru konur sem lifa við óvenjulegar aöstæöur — tvær eru oddvitar, margar skólastjórar — þar sem staða prestskonunnar er mjög til endurskoöunar sem stendur. Prstsmaddaman er horfin segja sumir en aörir segja aö krafan til eiginkonu eða manns prests- ins sé önnur en til flestra ann- arra. ((Cr frétt frá Biskupsskrif- stofu) Gunnar Valdimarsson með laxinn væna sem hann dró á handfæri. Lax á handfæri t siðustu viku gerðist sá ein- stæði atburður, að lax veiddist á handfæri á Vestfjarðamiöum. Feögarnir Gunnar Valdi- marsson og Páll sonur hans frá Flateyri voru á veiðum á bát sinum Sigurbjörgu Helgadóttur 1S 411 rúmar 12 milur norðvest- ur af deild. Setti þá Gunnar i fisk mikinn og hugaði þaö stór- ufsa, en undrun mikil varð er hann sá að þaö var iax, sem vóg 15 pund og 40 gr. Laxinn var 91 cm aö lengd og að ummáli 51 cm. Þess má geta einnig að þeir feðgar hafa aflað sæmilega miðað við aðstæöur og munu þeir vera hlutarhæstir nú á Flateyri, en bátur þeirra er sá minnsti sem rær héðan aðeins 3 tonn. Guðm. Oddsson Flateyri c Q u O Þegar eitthvert ríki er orðiö rotið, hvert er því þá ■w- kastað? mm *íSg?5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.