Þjóðviljinn - 02.07.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Page 3
Alþingishúsið 100 ára Fimmtudagur 2. júll 1981. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3 „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa” um skipulag bygginga Alþingis á þvi svæði, sem afmarkast af Templarasundi, Kirkjustræti, Tjarnargötu og Tjörninni, en þessar lóðir hefur Alþingi tryggt sér allar nema Oddfellow- bygginguna. Þess má geta, að Alþingi var boðin Hótel Borg til sölu, en þeim kaupum strax hafn- að, og kunna eflaust margir Borgarvinir þingi þökk fyrir. Alþingi hefur i tilefni afmælis- ins látið þrykkja tvo pésa. Er annar ætlaður skólum og al- menningi, og inniheldur útvarps- erindi Benedikts Gröndal frá i vetur: „Alþingi að tjaldabaki”, en hinn myndskreyttur glæsipési um uppruna, starfshætti og húsa- kynni stofnunarinnar. Um höf- unda texta og mynda er ekki get- ið, en bæklingurinn mun ætlaður gestum Alþingis. Presta- stefnan sett í dag Biskupinn yfir tslandi, hr. Sig- urbjörn Einarsson setur sina sið- ustu prestastefnu i dag kl. 14.00 i Hátiðasal Háskólans. Aðalefni prestastefnunnar að þessu sinni er Kirkjan i dag og á morgun. Framsögumenn eru sex, allir úr hópi yngstu prestanna þeir sr. Jakob Hjálmarsson á tsafirði, sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi, sr. Svavars Stefánsson á Neskaup- stað, sr. Sigfinnur Þorleifsson úr Stóra-Núpsprestakalli i Arnes- þingi, sr. Olafur Oddur Jónsson i Keflavik og sr. Valgeir Ástráðs- son i Seljasókn i Reykjavik. Prestastefnunni verður slitið að Bessastöðum á föstudagskvöld 3. júli. Forseti tslands Vig- dis Finnbogadóttir hefur boðið fundarmönnum heim. Að lokinni móttöku verður gengið til kirkju og mun biskup ávarpa þar presta sina i siðasta sinn. Prestastefn- unni lýkur með altarisgöngu þar i kirkjunni. Að venju verða tvö synoduser- indi flutt i útvarp. Páll Skúlason prófessor talar um kristna trú og hugsun sam- timans en sr. Bolli Gústavsson fjallar um kristniboðshugsjón sr. Gunnars Gunnarssonar i Laufási. Ilundrað ár voru i gær 1. júli siðan Alþingi kom fyrst saman við Austurvöil i þvi húsi sem siðan hefur verið við það kennt. Hornsteinn þess geymir m.a. þessi orð frelsarans: „Sannleik- urinn mun gera yður frjálsa”. Bygging hússins tók tæpa þrettán mánuði, og þætti afrek nú i opinberum framkvæmdum. Húsameistari og bygginga- meistari voru báðir danskir, þeir Meldahl og Bald, og höfðu þeir lokaáhrif um staðarval, en áður voru uppi áæltanir um að reisa húsið á Arnarhóli, eða þar sem nú mætast Bankastræti og Ingólfs- stræti. Alþingi hefur æ siðan haldið þar fundi sina, að undanteknum há- tiðarfundum á Þingvöllum 1930, 1944 og 1974. Aður var hið endur- reista Alþingi háð i húsi Lærða skólans, sem nú er Menntaskólinn i Reykjavik. Við setningu Alþingis i haust verður þessara timamóta minst á viðeigandi hátt. Þrátt fyrir stórhug nitjándaldarmanna við byggingu hússins hafa nú skapast griðar- leg þrengsl i húsakynnum Alþingis, og kveða forsetar þings- ins aðstöðu alla óviðunandi einsog nú er, einkanlega aðstoðarmönn- um þingsins við skrifstofuhald, skjalavörslu og útgáfu þingtið- inda, en starfsmenn þingsins, aðrir en þingmenn munu fylla sjötta tuginn þegar allt er talið. Nokkur hreyfing er komin á undirbúning frekari bygginga- framkvæmda Alþingis i fram- haldi af tillögu þess efnis, sem samþykkt var á siðasta þingi. Á fundi með blaðamönnum i gær i tilefni afmælisins skýrði forseti þingsins frá þvi aö um og eftir næstu áramót mætti vænta sam- keppnisgagna frá húsameistara Niðurstöður fundar fjármála- ráðherra Norðurlandanna 1 Fyrirmenn á afmælisdegi: Ilelgi Seljan, forseti efri deildar, Jón Helga- son, forseti sameinaðs Alþingis, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri, Jóhannes llalldórsson, deildarstjóri. —Ljósm. — gel - Samræmt fram- lag til OECD Á fundi f jármálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var á Iiöfn i Hornafirði i siðustu viku urðu ráðherrarnir sammála um að samræma efnisframlag Norð- urlandanna á komandi ráðherra- fundum OECD og á öðrum alþjóð- legum vettvangi. Rætt var á fundinum um að- gerðir til sparnaðar i útgjöldum hins opinbera á Norðurlöndum og breytta nýtingu fjármagns i þvi sambandi, en fyrir fundinum lá skýrsla um efnið, samin af em- bættismönnum, er sérstaklega fjalla um fjárlögin. Þá var gefin skýrsla um starf- semi Norræna hagrannsóknar- ráðsins, sem var sett á fót á fundi fjármálaráðherranna i Stokk- hólmi 1979. Kom fram að fram til þessa hefðu verið veittir styrkir til sex rannsóknarverkefna. Loks var skipst á skoðunum um verð- bólguskattlagningu og reynsluna i þeim efnum. Næsti fundur norrænu fjár- málaráðherranna var ákveðinn i Kaupmannahöfn dagana 16. og 17. nóvember 1981. Saumastofan Prýði h.f. á Húsavík 30% launauppbót Undanfarið hafa sauma- og prjónastofur nokkuð verið i sviðs- ljósinu vegna endurskipulagn- ingará rekstri. Bera margir fata- framleiðendur sig heldur illa og telja íslenskan fataiðnað ekki þola háar launagreiðslur. I Vikurblaðinu, sem gefið er út á Húsavik, má þó lesa gleðilegar fréttir af rekstri saumastofunnar Rrýði h.f. þar á staðnum. Hefur reksturinn gengið svo vel það sem af er árinu að starfsfólkið hefur fengið 30% launauppbót fyrir 6 fyrstu mánuði ársins. 1 fréttinni segir að ástæðurnar fyrirsvo góðri afkomu fyrirtækis- ins séu þær að framleiðslan hefði tvöfaldast á einu ári og að fram- leiðslan frá i fyrra hefði selst mjög vel. Eru það jakkar sem njóta mikilla vinsælda að sögn Guðmundar Hákonarsonar, framkvæmdastjóra. Hluthafar i Prýði h.f. eru 28 og hlutaféð 5500 kr. Stærsti hluthaf- inn er Húsavikurkaupstaður með 2500 kr., tveir einstaklingar eiga 350 kr. hvor og Verkalýðsfélagið á 250 kr. Starfsmenn i Prýði h.f. eru 23 i 17 heilsdagsstörfum. —hs Ilúsiðer reisulegt, en veðrun heillar aldar hefur haft sitt að segja. —Ljósm. — gel- Steingrímur Hermannsson og Karl Hjortnæs i upphafi viðræðna I gær. Ljósm: Eik. næstu árin Sjávarútvegsráðherra Dana: EBE ákvarðar um nýtingu Grænlandsmiða t gær ræddust Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra og Karl Hjórtnæs starfsbróðir hans i Danmörku við i sjávarút- vegsráðuneytinu. 1 örstuttu sam- taii viö Þjóðviljann sagði Hjort- næs, að viöræðurnar hefðu snúist um markaðsmái, verðlagsmál i sambandi við sjávarútvegsmál, svo og um alþjóðieg mál á sviði fiskveiða, þar sem tslendingar og Danir hefðu hagsmuna að gæta, og hvernig tsland fengi samið viö EBE um þau mál. Ráðherrann var spurður um þau vandamál sem að Grænlandi og fiskveiðum við Grænland sneru; stór meirihluti Græn- lendinga var andvigur aðild að EBE, þegar þeir greiddu atkvæði þar um, áður en þeir fengu heimastjórn; hvernig stæðu þessi mál nú þegar þjóðaratkvæða- greiðsla stendur fyrir dyrum i Grænlandi. Hann sagði, að hvað sem gerðist i þvi máli yrði EBE næstu árin sá aðili sem væri ákvarðandi i fiskveiðimálum við Grænland. Ef svo færi að Grænlendingar höfnuðu aðild á nýjan leik tækju viö langir og flóknir samningar milli Grænlands og EBE og það yrði i fyrsta lagi 1984, sem EBE hyrfi út úr myndinni sem samningsaðili. Islendingar yrðu þvi áfram að setja sin sjónarmið i sambandi við nýtingu fiskistofna við Grænland fram við EBE og ná þannig fram samningum. Þaö yröi áfram ráðherranefnd EBE sem ákvarðaði hvaða magn yrði leyfilegt að veiða á Grænlands- miðum og hvernig það skiptist. Hann sagði að EBE viðurkenndi að Grænland hefði sérstöðu innan bandalagsins og að tryggt væri að Grænlendingar fengju að nýta miðin kringum landið eftir þvi sem geta þeirra leyfði. Aðeins væri til skipta sá hluti aflans sem Grænlendingar gætu ekki nýtt sjálfir. Hjortnæs kvaðst áhugasamur um samstarf danskra og islenskra fiskifræðinga varðandi athuganir á ástandi fiskistofna á Grænlandsmiðum. Hann kvaðst hafa kynnt sér skoðanir íslenskra fiskifræðinga varðandi þau mál og sagöi jafnframt að Danir ættu ný rannsóknaskip sem þeir hefðu i huga að senda á Grænlandsmið til slikra rannsókna. Taldi hann að slikt samstarf gæti haft mikla þýðingu fyrir Grænlendinga, en kvað Dani sjálfa litilla hagsmuna hafa að gæta i sambandi við nýt- ingu Grænlandsmiða; þó stunda þeir töluveröa rækjuveiði þar,—j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.