Þjóðviljinn - 02.07.1981, Page 11

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Page 11
Fimmtudagur 2. júll 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 iþróttir (2 íþróttirg) íþróttir Eitt og annað Þróttar- slagur í kvöld Siðasti leikurinn i 16-liða úr- slitum Bikarkeppni KSÍ verður i kvöld kl. 20 á Laugardalsvelli. Þróttur frá Reykjavik og Þrótt- ur frá Neskaupstað eigast við. Verður fróðlegt að sjá hvernig viðureign nafnanna endar... • Arangurinn vakti mikla athygli Fréttin I Þjv. i gær um árang ur fötluðu barnanna islensku á „Ronneby-leikunum” i Sviþjóf um siðustu helgi vakti athygli iesenda blaðsins. Til þess at bæta um betur eru hér á eftii nöfn allra islensku þátttakend anna: Ásdis Úlfarsdóttir, Geir Sverrisson, Hjalti Eiðsson, Magnús Þórhallsson, Rudolf Torfason, Sigrún Pétursdóttir, Sóley Björk Axelsdóttir, Vignir Pálsson, örn Ómarsson, Hulda Magnúsdóttir, Agústa Eir Gunnarsdóttir, Halldór Sævar Guðbergsson, Eðvarð Ingólfs- son, Rúnar G. Halldórsson, Guðrún A. Jóhannesdóttir, Hanna Grétarsdóttir, Inga Valsdóttir, Kristján G.H. Dani- elsson, Ægir Þór Gislason, Bernharð Guðmundsson, Jó- hann Ágústsson, Ólafur Sig- geirsson, Ragnheiður Þorgils- dóttir og Þröstur Friðjónsson. Keppt í kappgöngu Sumarhátíð UÍA verður nú I júlimánuði og verður þar mikið um dýrðir að vanda. Merkileg nýjung verður þar á boðstólum I iþróttakeppninni, en það er kappganga. Gengnir verða 400 in. Okkur hér á Þjv. er ekki kunnugt um að áður hafi verið keppt i þcssari grein, en ef svo er væri gaman að fræðast nánar um það. Á Sumarhátiðinni munu Norður- og Suður-Múlasýslur senda sina sterkustu menn til keppni i reiptogi og er vist að þar verður ekki gefið eftir. Golfstrákarnir höfðinglegir Við heimkomuna úr hinni fræknu för til Skotlands á Evr- ópumeistaramótiö færðu strák- arnir I golflandsliöinu Friáls- iþróttadeild Armanns að gjöf forkunnarfagran skjöld. Þetta er farandgripur sem veita á þcim meðlimi deildarinnar sem mestar framfarir sýnir á hverju ári. Forsaga þessa máls er sú, að golflandsliðiö æfði með frjáls- iþróttafólki Armanns siðastlið- inn vetur, einkum þrekæfingar. Aður en golfararnir héldu til Skotlands strengdu þeir þess heit að færa Armenningum gjöf. — IngH Þessa skemmtilegu myndaröð tók -eik- af marki Arsæls Kristjánsson- ar í leik Fram og KR i gærkvöldi. Leiftur frá Ólafsfirði veitti 1. deildarliöi Þórs harða keppni þegar liðin mættust i Bikarkeppn- inni i gærkvöldi. Þór sigraði að visu, 1-0. Með marki Arnar Guðmundssonar, en mörgum heimamönnum fannst hálfgerður rangstöðufnykur af markinu. Þórsarar voru mjög ákveðnir í upphafi, en siðan fóru Leiíturs- menn að sækja i sig veðrið og áttu m.a, skot i þverslá, á 25. min skoraði siöan Orn eina mark leiksins. Seinni hálfleikurinn var jafn og mátti vart sjá hvort liðið léki i 1. deild og hvort i þeirri þriðju. ÞÞ/IngH Valsmenn slegnir út á Skaganum 16 liða úrslit Bikarkeppni KSl lafnt hjá KRogFram Fram og KR verða að mætast að nýju til þess að fá úr þvi skorið hvort liðið kemst i 8-Iiöa úrslit Bikarkeppninnar þvi að I gærkvöldi skildu lið- in jöfn, 1-1, eftir framlengdan leik. Aðstæður til knattspyrnu á Laugardalsvellinum i gærkvöldi voru hinar ákjósanlegustu, hlýtt i lofti og stillt. En leikmennirnir virtust ekki vera á þeim buxunum að notfæra sér hinar góðu leikað- stæður og hinn ótrúlegasti þæf- ingur sást oft til þeirra. Fram skoraöi mark sitt þegar um 6 min voru til leikhlés og var þar að verki Arsæll Kristjánsson. Hann fékk knöttinn óvaldaður i vitateig KR og skoraði með föstu skoti i hornið sjá myndaröðina hér til hliðar). Seinni hálfleikurinn var með eindæmum tiðindalitill uns KR jafnaði á 80. min. Óskar snéri lag- lega á vörn Fram, gaf fyrir og El- ias sendi knöttinn i mark. Hnit- miöað skot, 1-1. Óskar lék sama leikinn skömmu seinna, skaut sjálfur, en Guðmundur varöi glæsilega. I framlengingunni tókst hvor- ugu liöinu að skora og veröa þau aö mætast að nýju innan tiðar. -IngH V íkingur Magnús Garðarsson var hetja tbk-liðsins i gærkvöldi þegar það lagöi efsta lið 1. deildar, Viking, að velli I Bikarkeppninni, 4-1, eftir framlengdan leik. Magnús skoraði 3 marka sunnanmanna, „hat-trick”. Magnús náði forystunni fyrir ÍBK þegar á 4. min, en Vikingar jöfnuðu á 42. min og var þar að steinlá verki ómar Torfason. Keflvikingarnir höfðu undirtök- in i fyrri hálfleiknum, en i þeim seinni jafnaðist leikurinn án þess að.til markaskorunar kæmi. 1 framlengingunni skoraði Magnús 2 mörk og Óli Þór Magnússon eitt mark, 4-1, ó- væntur stórsigur IBK i höfn. EJ/IngH Eyjamenn sigruðu 1 stórskemmtilegum baráttu- leik á Akureyri I gærkvöldi sigraði IBV KA með 3 mörkum gegn 2 eftir framlengda viöur- eign. Eyjamenn eru þvl I 8-liða úrslitum. Hinrik Þórhallsson tók for- ystuna fyrir KA en Kári Þorleifs- son jafnaði fyrir IBV, 1-1 i leik- hléi. Gunnar Blöndal skoraði fyrir KA undir lok leiksins, en aft- ur jöfnuðu Eyjamenn 2-2. I framlengingunni skoraði Snorri Rútsson sigurmark Eyja- manna 3-2. Þórsarar rétt mörðu sigur á Ólafsfirði Július Pétur Ingólfsson tryggði 1A áframhaldandi keppni i Bik- arnum með þvl að skora 2 mörk gegn Val. Skagamenn báru sigurorð af erkifjendunum i fótboltanum, Val, þegar liðin mættust i 16-Iiöa úrslitum Bikarkeppninnar á Akranesi i gærkvöldi. 1A sigraði 2-0 og var það framherjinn ungi frá Grindavík, Július Pétur Ing- ólfsson, scm bæði mörkin skoraði. Hann hefur verið iðinn við kolann i markaskoruninni undanfarið, drengurinn sá. IA sótti undan norðangolunni i fyrri hálfleiknum og haföi afger- andi undirtök. Þegar um þriðj- ungur var af fyrri hálfleiknum náði Július forystunni fyrir IA. Hann skoraði af markteigshorn- inu með hnitmiðuöu skoti, 1-0. Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu heimamenn meira, en án þess að skapa sér góð marktæki- færi. I seinni hálfleiknum snérist dæmið við, Valur sótti meira. En um miðjan hálfleikinn kom rot- höggið á Valsarana. Jón Askels- son tók aukaspyrnu við miðlinu. Hann sendi knöttinn hátt i loft upp og virtist svo sem varnarmenn og markvörður Vals hefðu öll tök á þvi aö bægja hættunni frá, en .... eins og elding skaust Július fram, náði til knattarins, vippaði honum snyrtilega yfir Sigurð Valsmark- vörð og i markið, 2-0. Snaggara- lega gert. Valsmennirnir sóttu nú af miklum krafti, en annan neista vantaði i sóknarodda þeirra og þvi fór sem fór. IA sigraði 2-0. Þorgrimur og Njáll áttu mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, voru áberandi bestu menn liðsins. I fremur jöfnu liði IA voru bestir Július Kristján og Sigurður Lár- usson. HJH/IngH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.