Þjóðviljinn - 02.07.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. júlí 1981. Kleifarvegur Framhald af bls. 10. tima aö öll vistbörnin falli i annanhvorn flokkinn. bað ber þvi brýna nauðsyn til þess að auka fjármagn heimil- isins svo mikið að hægt sé aö manna heimilið allar helgar og manna það þaö vel að mögu- leiki sé á að vista öll sex börnin yfir helgi. Hitt er annað mál, að tiltölulega oft eru kynnt börn á meðferðar- heimilinu, sem heimilið getur alls ekki tekið við, og er þar um enn þyngri enda aö ræða, sem þyrfti, við núverandi aðstæður, enn meiri verndun en veitt er á meðferöarheimilinu. Eru þetta börn, sem ekki þola það að þurfa að fara út af heimilinu i skóla, eða þola ekki það frelsi, sem þarna er, eins og t.d. að geta farið út að leika sér. bessi börn nota kvert tækifæri til þess að láta sig hverfa og timi starfsfólksins með börnunum er of dýrmætur til þess að hægt sé að eyða stórum hluta hans i að eltast við börnin út um allan bæ, auk þess sem starfsfólk er of fátt til þess. Fyrir þessi börn þarf annað heimili, sem þá gjarnan getur verið fyrir utan Stór-Reykja- vikursvæðið. Við viljum sérstaklega taka það fram, að ekki er um fráhvarf frá „integreringu” til „segre- geringar” að ræða. Við leggjum að lokum til eftir- farandi: 1. Launakröfur uppeldisfulltrúa skulu ræddar sérstaklega við þá og reynt að ná þar sam- komulagi, 2. meðferðarlegt gildi heimilis- ins skal rætt við okkur, sem forsvarsmenn fyrir þvi, og 3. að nú þegar verði skipuð nefnd til þess að ræða framtið- arrekstur heimilisins og aðra valkosti svo og önnur sér- kennslumál og sálfræðiþjón- ustu Reykjavikur. Greinargerð: 1. Nefndin telur brýna nauðsyn á þvi að reykvisk börn með al- varlega geöræna erfiðleika eigi kost á vandaöri meðferð á meö- ferðarheimili með fjölskyldu- sniði. Eftir ýtarlegar umræður um ýmsar tegundir slikra með- ferðarheimila, bæöi i borginni og uppi i sveit, hefur nefndin orðið sammála um að gera til- lögu um að á næsta starfsári veröi rekið meðferðarheimili með fjölskyldu sniði handa 4 börnum hér i borginni. Nefndin leggur til að reynt verði að finna stærra og heppilegra hús- næði en Kleifarveg 15, en takist það ekki veröi meðferðar- heimilið rekið áfram þar. bá leggur nefndin til að reynt verði að fá til starfa og búsetu á heimilinu tvenn vel menntuð og hæfhjón (og séu forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður þá ekki hjón) ef þess er nokkur kostur til þess að tryggja sem best fjölskyldusnið starfsins. 2. Nefndin er sammála um að leggja til, aö stefnt verði að þvi að koma á laggirnar meöferð- arheimili i sveit, t.d. að Úlfljótsvatni, handa 6 börnum, sumarið 1981. Gert er ráö fyrir þvi að starfs- skipan sliks heimilis verði i stórum dráttum svipuð þvi sem er á heimilinu i Smáratúni i Fljótshliö. 3. Nefndin leggur til að athugað verði gaumgæfilega að byggja upp meðferðarheimili á Bjark- arhliðarlóðinni meö hugsanleg- um tengslum við Bústaðaskóla og sérdeildina i Breiðagerðis- skóla. 4. Enn leggur nefndin til að Fræðsluráð f.h. borgarstjórnar kanni viðhorf Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna og Hvitabandsins til eftirfarandi hugmyndar og vinni aö slikri lausn verði undirtektir jákvæð- ar: 1) Reykjavikurborg hætti rekstri meðferðarheimilisins að Kleif- arvegi 15. Eignin verði seld, svo og ibúðin i Norðurmýri og andvirðinu, ásamt hugsanleg- um viðbótarframlögum, varið til að fá hentugra húsnæði til starfseminnar. 2) Teknir verði upp samningar við svæðisstjórn aðstoðar við þroskahefta i Reykjavik um að börnum hér i borginni. Nefndin rekstur meðferðarheimilisins skv. eftirfarandi skilmálum: a) — Aðilar Kleifarvegsheimilis- ins leggi til húsnæði og búnað fyrir meðferðarheimili ætlað taugaveikluðum börnum. b) — Reykvisk börn hafi ein rétt til vistunar og skulu tilvisanir koma frá sálfræðiþjónustu skóla i Reykjavik. c) — Heimilið skal rekið i tengsl- um við Geðdeild barnaspitala Hringsins. d —Kennsla vistbarna skal fara fram i sérdeild við einn af grunnskólum borgarinnar, þar sem möguleikar eru á blöndun nemenda i almenna bekki. 5. Forsendur tillagnanna um breytingar á rekstri meðferð- arheimilisins á Kleifarvegi 15 eru þessar: a) — Ekki hefur tekist vegna bágra launakjara að fá nægi- lega menntað og hæft starfslið til stofnunarinnar, auk þess eru mannaskipti tið. b) — Stofnunin hefur ekki yfir- standandi starfsár nægilega margt starfslið til þess aö tryggja vistbörnunum sam- fellda dvalarmöguleika. Fjórðu hverja helgi (frá föstudagseft- irmiðdegi til sunnudagskvölds) verður heimilið að „loka”. Ennfremur eiga aðeins tvö af sex vistbörnum kost á helgar- vistun þær 3 helgar af 4 sem þó er opið. Arlega leggst vistun niður 3—4 sumarmánuðina, sömuleiðis um stórhátíðar. c) — Húsnæðið á Kleifarvegi 15 er of litið og óhentugt til starf semi af þessu tagi. d) — Heimilið hefur ekki bíl til umráða, sem rúmar öll vist- börnin ásamt t.d. tveimur starfsmönnum. Helgarvistun i borg án slikra möguleika er ekki forsvaranleg. Til þess að bæta úr ofannefnd- um göllum og færa starfsemina i það horf að hún sé faglega verjan. leg er gerð tillaga um 4ra barna heimili (sjá meðfylgjandi kostn- aðar- og starfskipunaryfirlit ásamt vaktatöflu). Til samanburðar fylgir afar lausleg áætlun um kostnað við 6 vistbarna meðferðarheimili.” Heildarkostnaðurinn var áætl- aður 53.338.988,- g.kr., og var launakostnaðurinn (g.kr. 35.638.988.-) miðaður við mars- laun 1980. Nýir liðir voru rekstur bifreiðar og lausafjármagn til ráðstöfunar. Til viðmiöunar var gerð áætlun um heimili með 6 börn i sólar- hringsvistun og var heildarkostn- aðurinn þá áætlaður g.kr. 74.831.288.-. Fræðsluráðið fjallaði um þessa tillögu nefndarinnar á 2—3 fund- um i april og mai. Forstöðumaður Kleifarvegsheimilisins, Stefania Sörheller, og sálfræðiráðgjafi þess, Sigtryggur Jónsson, óskuðu eftir að ræða málin við Fræðslu- ráöið og lýstu á fundi með ráðinu þ. 12. mai, vantrú sinni á tillögu nefndarinnar. Þau töldu hana óraunhæfa og óframkvæmanlega, en býsna dýra og töldu vel gerlegt ALÞÝÐUBANDALAGIP Happdrætti sumarferðar Alþýðubandalagsins i Reykjavik ósóttir vinningar Ekki var vitjaö allra vinninga i sumarferð ABR i Þórsmörk um siðustu helgi. Vinningar á eftirtalin númer eru ósóttir: 230, 470, 571,621, 658, 688 Og 995. Vinsamlegast vitjið vinninga á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. að reka 6 barna heimili fyrir sömu heildarupphæð. Fræðsluráðið fellst a.m.k. að nokkru á rök Sigtryggs og Stefániu en hafnaði tillögu nefnd- arinnar um fjögurra barna heim- ilið. Akveðið var að halda áfram rekstri 6 barna heimilis eins og áður. A þessum sama fundi kaus Fræðsluráðið Kristján Benedikts- son, Elinu Pálmadóttur, Geir Gunnarsson og Braga Jósepsson I nefnd til að: — gefa þeim börnum kost á helg- arvistun sem talin eru hafa mesta þörf fyrir hana. — bæta möguleika heimilisins til að hafa afnot af bfl, einkum um helgar. Fræðsluráð fellst á að gerðar verði þær athuganir á framtiðar- fyrirkomulagi rekstrar af þvi tagi sem hér um ræðir sem lagöar eru til i 3. og 4. lið E-kafla i tillögum nefndar um skipan sérkennslu, sérstofnana og sálfræðiþjónustu. Til að framkvæma þær athug- anir og það sem áður er nefnt varðandi rekstur næsta vetur samþykkir fræðsluráð að kjósa nefnd þriggja fulltrúa i fræðslu- ráði.” Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Það kom á daginn þegar farið var að vinna að undirbúningi starfsins 1980—1981 að ekki var unnt að gera neinar breytingar til bóta frá árinu áður. Reynslan af starfinu i vetur hefur einnig sýnt, að til þess þó að halda i horfinu hefur þurft að auka starfsmagnið á heimilinu upp i u.þ.b. 8 starfs- gildi. Nefnd fræðsluráðsins um Kleif- arvegsheimilið hélt sinn fyrsta fund 12. júni 1980. Fyrsta verk hennar var að ganga frá skipuiagi starfsins sl. vetur ásamt for- stöðumanni og sálfræðiráðgjafa heimilisins, ræða við fulltrúa Hvi'tabandsins og Heimilissjóðs taugaveiklaöra barna og gera þeim grein fyrir ástandi og horf- um. Þá var fariö að Ieita hófanna um nýjan rekstraraðila, m.a. könnuð afstaða Stjórnarnefndar aöstoðar við þroskahefta. Næst gerist það að i „Yfirliti um afgreiöslu menntamálaráðu- neytisins á tillögum vegna fjár- laga 1981”, dags. 5. ágúst 1980, gerir ráðuneytið „fyrirvara um kostnaðarþátttöku i meðferðar- heimilinu að Kleifarvegi.” Af þessu tilefni beindi Fræðsluskrif- stofan eftirfarandi til ráðuneytis- ins i bréfi dags. 3. nóv. 1980: „Fræðsluskrifstofan vill hér með beina þvi til ráðuneytisins að gera afdráttarlaust grein fyrir af- stöðu sinni til starfsemi þeirrar er hér um ræðir: a) Fellur rekstur meðferðar- heimilis fyrir taugaveiklaða nemendur i grunnskóla ekki undir verksvið fræðsluskrif- stofu samkvæmt lögum um grunnskóla frá 1974? b) Ætti rekstur sliks meðferðar- heimilis fremur að vera á veg- um annars aðila en fræðslu- skrifstofu, að mati ráðuneytis- ins, og þá hvers? c) Eru aðrar ástæður en þær sem tilgreindareruiliða) hér að of- an grundvöllur fyrirvarans um kostnaðarþátttöku rikissjóös, og ef svo kynni að vera, hverjar eru þær? Þar sem nefnd á vegum fræðsluráðsins i Reykjavik vinn- ur um þessar mundir að tillögum um endurbætur á starfsemi með- ferðarheimilisins, m.a. hugsan- legri uppbyggingu þess annars staðar i borginni, er óskað skjótra svara við ofannefndum spurning- um, þar sem þau kunna að hafa veruleg áhrif á tillögur nefndar- innar og alla framtiðarþróun þessara mála. Virðingarfyllst Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi” Ráðuneytiö svaraði bréfi Fræðslúskrifstofunnar 13. apr. 1981. Þar segir svo: ..Vegna bréfs yðar dags. 3. nóv. 1980 tekur menntamálaráðuneyt- ið fram eftirfarandi: Þegar um vistun vegna skóla- sóknar i sérskóla er að ræða sem orsakast af fjarlægð skólans frá heimili nemenda, sér mennta- málaráðuneytið um allan kostnaö af slikum vistunum, hvort heldur er vistaö á einkaheimilum eða i heimasveit. Meðferðarheimili taugaveikl- aðra barna Kleifarvegi 15, er, eins og nafnið ber meö sér, stofn- að og starfrækt til að annast lækningu og meðferð tauga- veiklaðra barna, en ekki vistun vegna skólasóknar af ofangreind- um ástæðum. Ljóst er að einhverjir aðrir en menntamálaráðuneytið eiga að bera kostnað af þessari stofnun. Ráðuneytið vill hins vegar ekki ákvarða hverjir þeir aðilar eru. fhr. Knútur Hallsson Magnús Magnússon” Þetta svar ráðuneytisins kom ekki á óvart þeim starfsmönnum Fræðeluskrifstofunnar sem um unglinga yrði komið á fót á Kleif- vegsnefnd fræðsluráösins hafði undirritaður þá þegar reifað hug- myndir um samvinnu Fræðslu- skrifstofu og Félagsmálastofnun- ar um úrræði er tæki við hlutverki Kleifarvegsheimilisins, en dagskóla fyrir taugaveiklaða unglinga yrði komið á fót á Kleif- arvegi. Með þeim hætti voru sterkar lilcur á, að menntamála- ráðuneytið féllist á að halda áfram sömu greiðslum til starf- semi á Kleifarvegi og áður. Sam- bærilegum fjárhæðum og borgin lagði til starfseminnar var i þeim hugmyndum ætlaö að verja til þess að ráða sérhæft starfslið (sálfræðing, félagsráögjafa, sósialpedagóga, alls 4 starfsgildi) til þess að styrkja meðferðarþátt- inn i Kleifarvegsdagskólanum, koma þar upp visi að göngudeild fyrir bráðatilvik og styrkja með- ferðarstarfið á öðrum stofnunum fræðslukerfisins fyrir taugaveikl- uð börn. Þessar hugmyndir hlutu ekki lokaafgreiðslu i nefndinni, möguleikarnir á framkvæmd hugmyndanna voru þó kannaðir. Einn liðurinn i þeirri könnun var sá að formaður heimilissióðs taugaveiklaðra barna, Sigurjón Björnsson prófessor, var boðaður á fund til nefndarinnar og þykir mér rétt að birta fundargerð mina frá fundinum. 7.fundur nefndar Fræösluráðsins um Kleif- arvegsheimilið, fimmtu- daginn 30. april 1981. Mættir voru úr nefndinni Krist- ján Benediktsson og Bragi Jósepsson, auk þess ritari nefnd- arinnar Þorsteinn Sigurðsson og Sigurjón Björnsson pröfessor, formaður heimilissjóðs tauga- veiklaöra barna. Þetta geröist: Formanni heimilissjóðsins var gerð grein fyrir stöðu mála varð- andi áframhaldandi rekstur með- ferðarheimilis að Kleifarvegi 15, en hún er i stuttu máli þessi: a) Menntamálaráðuneytið hefur i bréfi dags.13. ap.1981 látið svo um mælt að ljóst sé „að ein- hverjir aðrir en menntamála- ráðuneytiðeigi að bera kostnað af þessari stofnun.” b) Leit nefndarinnar að öðrum rekstraraðila hefur ekki borið árangur. c) Nefndin telur engar likur á að Reykjavikurborg taki ein á sig þær fjárhagsskuldbindingar sem eru samfara viðunandi rekstri sólarhringsmeðferöar- heimilis handa taugaveikluð- um börnum. d) Nefndin telur að þá ályktun verði að draga af nefndum staðreyndum að grundvöllur að rekstri sólarhringsmeðferðar- heimilis sé brostinn. Formaður heimilissjóösins var spurður um viðhorf sjóðsstjórn- arinnar til þeirra hugmynda að breyta starfseminni á Kleifarvegi i dagskóla fyrir taugaveikluð börn, en jafnframt yrði þar göngudeild fyrir bráðatilvik (nemendur sem brotið hafa brýr að baki sér I heimaskóla vegna atferlistruflana). Sigurjón taldi slika breytingu á rekstrinum ekki brjóta i bága við ákvæði gjafa- bréfsins og lýsti þeirri skoöun sinni að i stöðunni kynni þetta að vera heppilegasta lausnin. Þd var rætt um möguleikana á að koma aftur á fót meöferðarheim- ili meö sólarhringsvistun, m.a. barst i tal hugmyndin um með- ferðarheimili i sveit af slikri gerö og Smáratúnsheimilið. Sigurjón gat þess í j)vi samhengi að heim- ilissjóðurinn ætti talsverða fjár- muni sem engan veginn væri úti- lokað að fengjust i stofnkostnað við slikt meðferðarheimili. Hvatti hann til þess að það mál yrði tekið til athugunar hið allra fyrsta.” Hugmyndir minar um breyt- ingar á starfinu á Kleifarvegi voru viðar ræddar, m.a. á reglu- legum fundum fræðslustjóra, for- stöðumanna sálfræöideilda og undirritaðs. Þegar liða tók á maimánuð, sýnt var að Kleifarvegsnefndin lyki ekki störfum og ekki varð lengur undan þvi vikist að taka ákvörðun um skipan mála næsta vetur lagði ég fram tillögu þá um breytingu á starfseminni á Kleif- arvegi sem samþykkt var af fræðsluráðinu þann 1. júni sl. að loknum miklum umræðum. Siðan það gerðist hefur komið i ljós að tveir af stjórnarmönnum Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna, þeir Sigurjón Björnsson prófessor og Kristinn Björnsson forstöðumaður geta ekki sætt sig við niðurstöðu fræðsluráðsins. Þá hefur dr. Matthias Jónasson, stofnandi Barnaverndarfélagsins beint þvi til borgarstjórnar að standa við gerða samninga og hlita skilyrðum gefendianna. Til þessara mótmæla er skylt að taka fullt tillit. Meö þessari af- stöðu sinni hafa hinir þrir valin- kunnu sálfræðingar i raun og veru sett borgarstjórn tvo kosti. Annar er sá að halda uppi starfsemi i húsinu við Kleifarveg samkvæmt hinum upphaflegu hugmyndum gefendanna, hinn er sá að reiöa af hendi helming húsverðsins og hafa siðan frjálsar hendur um val meðferðarúrræða fyrir tauga- veikluð börn i borginni. Eins og ég hefi rakið hér að framan hefur Reykjavikurborg hingaö til ekki tekist að reka „meðferðar- og skólaheimili fyr- ir taugaveikluð börn „sem starfi allan sólarhringinn og allt árið og sé stjórnað af sálfræðilega eða uppeldisfræðilega menntuöum forstöðumanni” eins og gefendur ætlast til. Orsakirnar eru margar: 1) Erfiðleikar við að fá foreldra til að samþykkja vistun barna sinna á sliku heimili i borginni — og að þvi er virðist ógerning- ur þá 3—4 mánuði ársins sem skólar starfa ekki. 2) Knappar fjárveitingar, sem hafa leitt af sér: a) — meiri eða minni lokun um helgar þrjú siðustu starfsárin. b) — að ómögulegt hefur verið aö ráða til starfa fagmenntað fólk (svo rammt hefur kveðið að þessum erfiðleikum að starfslið sálfræðiþjónustunnar, sem gerst má til þekkja, telur að það sé „ábyrgðarhluti af Fræðsluskrifstofu Reykjavikur að láta ómenntað starfsfólk bera ábyrgð á meðferð barna, sem talin eru i þörf fyrir sér- fræðiaðstoð.” Or áliti sál- fræðideilda um sérkennslumál, vorið 1981.) c) — skort á sæmilegum búnaði. Borgaryfirvöldum er innan handar að bæta úr lið 2) með þvi að auka fjárveitingu til heimilis- ins upp i ca. 1.9 miljónir króna. Borgin yrði þó að bera allan kostnaðinn ein, þar sem rikið hef- ur hafnaö helmingsþátttöku sinni i kostnaðinum. Or lið 1) verður erfiöara að bæta, ef marka má reynsluna til þess* ’Vera má að þarna sé vand- inn sem ekki verður leystur meðan fagleg stjórn heimilisins er i höndum Sálfræðideilda skóla i Reykjavik. Hinn kosturinn er sá að leysa sig frá skuldbindingum um að reka um alla framtið stofnun með skipulagi sem i dag a.m.k. er umdeilt, þó svo hafi ekki verið fyrir mörgum árum þegar skil- yrði gefendanna voru sett, og öðlast aftur sjálfræði til ákvarð- ana um valkosti á þessu þjónustu- sviði sem öðrum. Þeir valkostir eru svo sannarlega margir, en fæstir þeirra hafa fengist ræddir i alvöru sakir sjálfheldunnar i Kleifarvegsmálinu. Mitt ráð til borgarstjórnar Reykjavikur er þvi einfaldlega bað. að endurheimta siálfstæðið. Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.