Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Side 16
DWÐVIUINN Fimmtudagur 2. júll 1981. Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 m ... _ ' Útlendingum bent á að taka með sér grjót í gamalli landkynningarmynd Erum ekki land- níðingar — segir Lúðvik Hjálmtýsson hjá Ferðamálaráði „Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Þaö var á slnum tlma áöur en nú- starfandi feröamálaráð var skip- aö, fenginn bandariskur kvik- myndageröarmaöur til aö útbúa kynningarmvnd um tsland á veg- um ráösins og Flugleiöa. t þeirri mynd sést uppstillt borö þar sem menn eru aö selja viö veginn grjot. En þaö er aöeins venjulegt grjót, eins og „liggur i götunni steinn” eins og þar stendur, en ekkert af tegundum umfram þaö aö vera uröargrjót”, sagöi Lud- vig H jálmtýsson ferðamáiastjóri. Þjóðviljinn haföi fregnir af þvi, að i' kynningarmynd sem Ferða- málaráð og Flugleiðir létu gera á sinum tima til landkynningar fyr- ir erlenda ferðamenn, væri ferðamönnum bent á, aö taka með sér grjót til minja um veru sina i landinu. Ludvig tók fram að þessi mynd væri orðinilrelt vegna aldurs, og ekki lengur sjínd sem kynningar- mynd fyrir ferðamenn, og i nýj- ustu myndunum væri ekkert minnst á steinasöfnun. Þjóðviljinn hefur þó fregnað að ferðaskrifstofur i borginni sýni erlendum ferðahópum enn þessa sömu mynd. „Ég vil bara leggja áherslu á það að við erum engir landniðing- ar hjá ferðamálaráði, það fer fjarri því, og það er einnig regin- misskilningur hjá fólki að halda að við séum einungis í þvi að toga útlendinga til landsins. Við erum einnig aö reyna að búa i haginn fyrir okkar eigið fólk.” Aðspurður um þá gagnrýni Ama Reynissonar framkvæmda- stjóra Náttúruverndarráös á ferðamálayfirvöld, um að þau beindu erlendu ferðafólki I allt of miklum mæli inn á viðkvæma gróðurbletti á hálendinu, sagði Ludvig, að tiltölulega litið væri um það að erlendir ferðamenn færu á eigin vegum inn á hálend- ið. Flestir þeirra færu i hópferð- um með Úlfari Jakobsen eða Guðmúndi Jónassyni og hann vissi ekki um meiri náttúru- verndarmenn en einmitt þá. -lg. Útflytjendur eru nú 124 Raunverulegir útflytjendur eru nú 124 segir i skýrslu um 10 ára afmæli útflutningsmiöstöövar iðnaðarins og hefur fjölgaö um 51 á áratug. Fimm stærstu útflytjendur landsins fluttu Ut 64% af iðnaðar- vöru og er það nokkru minna en fyrir tíu árum. Aðilar þessir eru Sölumiðstöðir^SIS, Alfélagið, SÍF og SíldarUtvegsnefnd. Kvennasögusafniö: / Urklippur um kjör Vigdísar Kvennasögusafninu barst góö gjöf siðast liðinn þriðjudag. Þær Gerður Steinþórsdóttir cand. mag. og Sigríður H. Jónsdóttir fjölmiölafræöingur afhentu úr- klippusafn i þremur bindum um kjör Vigdisar Finnbogadóttur til embættis Forseta tslands. Þriðjud. 30. júni var ár liðið frá þeim merka atburði er Vigdis var kjörinn, en svo sem menn minnast vakti viðburðurinn mikla athygli utan lands sem innan. Þær Gerður og Sigriður hafa safnað öllu sem birtist i islensk- um blöðum og tekið sýnishorn af þvi sem birtist erlendis. Safnið nær yfir timabilið frá ársbyrjun 1980 og þar til Vigdis tók við em- bættinu sl. ágúst 1980. Safnið er allt 350 blaðsiður. Afhendingin fór fram að heimili únnu Sigurðardóttur, þar sem Kvennasögusafnið er til húsa. Vigdis Finnbogadóttir var við- stödd, en Gerður Steinþórsdóttir flutti ávarp. Hún ræddi um hve mikilsverður áfangi og táknrænn sigur i réttindabaráttu kvenna hefði falist i forsetakjörinu og væri vel við hæfi að halda heimildum um atburðinn til haga i Kvennasögusafninu. Anna Sigurðardóttir tók við bókunum og þakkaði fyrir hönd Kvennasðgusafnsins. 1 safninu er nú að finna mikið safn úrklippa um kvennaárið 1975 og þá atburði sem gerðust það ár og þetta mikla safn sem inniheldur allt frá aug- lýsingum til greina stuðnings- manna og almenna umfjöllun um kosningabaráttuna 1980. —ká „Loks sömu megin” „Loksins hittumst viö án þess aö slást”, sagöi Jens Evensen, sendiherra og helsti þjóöréttar- fræöingur Norömanna, viö Ólaf Ragnar Grimsson, alþingismann, er fundum þeirra bar saman á Friöarfundinum sem haldinn var á Alandseyjum I sl. viku. ,,Nú sitjum við sömu megin viö boröið og berjumst fyrir sama mál- staö”, sagöi Evensen. „Þaö var kominn timi til”. Jens Evensen og Ólafur Ragnar Grimsson hafa hingaö til oftast eldað grátt silfur saman við samn ingaborðið i landhelgis- og Jan Mayen deilum, og hörð orð farið þeirra í millum við þau tækifæri. A Alandseyjum var annað upp á teningnum, þvi að Evensen hefur á tæpu ári tekist að vinna stóran hluta Verkamannaflokksins norska á sitt band I umræðum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Segjamá aðsam- starf hans og nokkurra af helstu verkalýðsforingjum Noregs i þessu máli hafi fært umræðuna á nýtt stig þar i landi, og sett kröfuna um kjarnorkuvopnalaust svæði fyrir alvöru á verkefnaskrá Röksemdafærsla Evensens fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum á norræna friðar- fundinum á Álandseyjunum vakti mikla hrifningu, og fram kom i einkasamtölum að ekki er hann neinn „andskoti” Islendinga i þessu máli, enda þótt i Noregi séu uppi þær skoðanir að tsland sé ekki tækt i slikt svæði vegna Bandarikjatengsla. Olafur Ragnar Grimsson flutti einnig er- indi á fundinum og ræddi þar ýtarlega um þátttöku NATÓ-rikj- anna á Norðurlöndum i kjarn- orkuvopnakerfi Bandarikjanna, og um aðild Grænlendinga, Is- laidinga og Færeyinga að kjarn- orkuvopnalausu svæöi á Norður- löndum. —ekh. Helgi fær 2ja ára leyfi — og heldur stööunni Fréttastofa útvarpsins er vin- sælt fréttaefni, enda dregur þar oft til tíðinda. Hið nýjasta er að Helgi Pétursson hefur fengið tveggja ára leyfi frá störfum, til þess að leggja stund á fjölmiölanám. Hann heldur stöðu sini eftir sem áður, en það er algjört einsdæmi um fréttamenn sem farið hafa til náms. Steinunn Sigurðardóttir varð að sleppa sinni stöðu þrátt fyrir margra ára störf við út- varpið (reyndar lengi i lausa- mennsku) og sama gilti um ólaf Sigurðsson og Halldór Halldórs- son, en hinn siðar nefndi stóð i ströngu við að komast aftur til starfa á fréttastofunni. Helgi hefur aðeins unnið eitt ár hjá útvarpinu en hinsvegar er hann FRIMÚRARI. Nú geng ég meö á stúkuiund Jens Evensen sendiherra, Einar Karl Haraldsson og Ólafur Ragnar Grlmsson alþingismaöur á Friöar- fundinum á Alandseyjum i fyrri viku. / / Jens Evensen og Olafur Ragnar á Alandseyjum Sigriöur H. Jótisdöiíir íjöiiiiióiairæölitgur, vigdis Einnbogadóttir Steinþórsdóttir fletta úrklippusafninu sem er i þremur bindum. Ljósm:gel.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.