Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. júli 1981 UOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Citgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Frarakvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Úlafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraidsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. lþróttafréttamaöur: ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf.. Útiloka ísland • Flest bendir til þess að Islendingar séu að verða við- skila við f rændur sína í umræðunni um formlega stof nun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Víðtæk samstaða hefur á sfðustu mánuðum myndast annars- staðar á Norðurlöndum meðal stjórnmálaf lokka, friðar- hreyfinga, kvennasamtaka, kirkjunnar manna og verkalýðssamtaka í þessu máli. Krafan um kjarnorku- vopnaleysi Norðurlanda er að vísu sett fram í mismun- andi samhengi og áherslurnar eru ólíkar eftir því hver í hlut á. Engu að síður er það staðreynd að lögformleg stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis og samningagerð við atómveldin þar um er nú komin í brennidepil stjórn- málaumræðu annarsstaðar á Norðurlöndum. • I raun má segja að krafan um kjarnorkuvopnaleysi fari eins og eldur í sinu um alla Vestur-Evrópu. Ástæðan er ákvörðun NATÓ, um að koma fyrir nýjum Evrópu- atómvopnum og endurnýjun Sovétmanna á svokölluðum SS-20 atómeldflaugum. Nýjar hernaðarkenningar sem gera ráð fyrir möguleika á Evrópustríði eða Norður- landastríði með beitingu atómvopna hafa vakið upp djúpstæðan ugg meðal almennings. Sérstakt áhyggju- efni í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru hug- myndir um að hinum nýju Evrópuvopnum verði skotið yfir þessi lönd, komi til uppgjörs milli stórveldanna. • Norska Alþýðusambandið hefur sett kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum formlega á stefnu- skrá sína, svo og norski Verkamannaf lokkurinn. l síð- asta mánuði samþykkti sænska þingið einróma ályktun um þetta efni. Utanríkismálanefnd sænska þingsins skoraði á sænsku ríkisstjórnina að hafa frumkvæði að viðræðum milli rikisstjórna Norðurlanda um stofnun atómvopnafrís svæðis á Norðurlöndum sem áfanga að því marki að Evrópa yrði öll slíkt svæði. í Danmörku hefur verið sett á laggirnar nefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka og f jölmiðla sem með aðstoð sérfræð- inga á að vinna greinargerð um þessi mál. Loks skal þess getið að stef nt er að því að saf na miljón undirskriftum í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku undir áskorun til ríkisstjórna viðkomandi landa um að beita sér fyrir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis. • Á fundi með blaðamönnum í vikunni skýrði Ólafur Ragnar Grimsson formaður Alþýðubandalagsins frá því að fjölmargir aðilar, sem staðið hefðu framarlega i þessari norrænu umræðu, teldu, að ísland gæti ekki orðið aðili aðsamningi um kjarnorkuvopnalaust svæði. Ástæð- urnar sem eru tilgreindar, þegar eftir er gengið, eru ým- ist taldar þær, að á Islandi sé bandarískur her, að ísland sé of tengt kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna, eða að íslendingar hafi ekki látið i Ijós áhuga á að verða sam- ferða öðrum Norðurlöndum í þessu máli. • Ástæða er til þess að taka undir þá hvatningu ólafs Ragnars að stjórnmálaflokkar og málgögn þeirra hef ji umræðu um þessa þróun i því skyni að ná sameiginlegri afstöðu, og geri í framhaldi af því kröfu um að Islend- ingar verði aðilar að gerð samnings um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. —ekh Á ööru svœði? • Rétter að geta þess, að í umræðum um kjarnorkufrí Norðurlönd er Island yfirleitt ekki talið með, enda tíI- heyrir það í þessu tilliti öðru svæði en hin löndin". Þessi niðurlagsorð Þórarins Þórarinssonar í Tímagrein í gær, þriðjudaginn 7. þ.m., vekja athygli. Sérstaklega þegar þau eru borin saman við ummæli Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra í Tímanum 20. júni sl. Þar segir hann aðhugmyndin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum sé athyglisverð, en „að vísu telja þeir, sem þeirri umræðu stjórna, Island ekki á því svæði, sem þeir hafa í huga". • Er Þórarinn Þórarinsson þá sammála þeim mönn- um, sem „umræðunni stjórna", annarsstaðar á Norður- löndum? Og með hvaða rökum má halda því fram að „ísland sé á öðru svæði"? Er ísland öðruvísi sett en önn- ur norræn NATO-ríki? Við þessum spurningum væri fróðlegtaðfá svör. —ekh Frelsiö er fiókið i praksis. Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður og Sigfinnur Sigurösson, hagfræömgur VR deila ihita dagsins og slagsins i Mosfellssveit. 1 ■ I Sjúkdóms j greining Hvaöa sjUkdómur lýsir sér ■ þannig: innvortis kvalir og ógleði, riða til höfuðsins og kýli útvortis, er springa með hvelli | og óþef ööru hverju? Svar: * , Flokksfár Alþýðuflokksins. I ' Innan-ogutankvalirþessarmá I daglega sjá á siðum Alþýðu- I blaðsins, og annara blaða * reyndar lika. Tökum sem dæmi I það makalausa mál, er Sjöfn Sigurbjörnsdóttir leggur fram i I borgarstjórn tillögu, sem er i 1 raun ekkert annað en van- traustsyfirlýsing á flokksbróður hennar Björgvin Guðmundsson. I Til verksins fær hún stuöning 1 Bjarna P. Magnússonar, en I hann er einnig úr hinum ný- kratiska armi. Og með stuðn- I ingi skoðanabræðra sinna i * Sjálfstæðisflokknum fá þau I vantraustið samþykkt. Björgvin verst vantraustinu I sem best hann getur og afgreið- 1 irSjöfná þann neyðarlega hátt, að hUn hafi nú ekki hundsvit á þvi sem hUn er aö gera: „Mín skoðun er sú að tillaga * Sjafnarsé byggð á misskilningi. Hún gerði sér ekki grein fyrir áhrifum tillögunnar”, segir I Björgvin i samtali við Alþýðu- 1 blaðið. „Hún vissi ekki betur”, sagði hinn sami Björgvin I við- I tali við Þjóðviljann um helgina. Ekki hefur tekist að ná tali af ISjöfn sjálfri, til að fá upplýst hvort tillaga hennar var verk , óvita, eða hvort hún treystir ekki Björgvin til að halda uppi málstað Alþýðuflokksins. En Vilmundur Gylfason tekur hanskann upp fyrir Sjöfn i leið- ■ ara Alþýöublaðsins i gær, og lætur „skitapakk” Björgvins Guðmundssonar heldur betur fá gúmorinn. Um „misskilningstillögu” Sjafnar, sem íhaldið og Bjarni P. leiddu til samþykktar segir Vilmundur: „Borgarstjórn Reykjavikur hefur gert skynsamlega sam- þykkt, sem styrkir lýðræöislega , innviði Reykjavíkurborgar, og ■ kemur i veg fyrir glundroöa og þær einræðistilhneigingar, sem eru arfur frá tið ihaldsins. Það , er kjarni þessa máls.” ■ Þar fær Björgvin Utlegging- una. Glundroði og einræöi. Upp á það hljóðar texti dagsins. Og þaö er bara vel við hæfi aö ■ leiðtogi „hreinsunardeildarinn- ar’M Alþýöuflokknum skuli nú I vera hættur búktali i gegnum , Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, og Slagurinn milli „hreinsunar- deildarinnar” og „skítapakks- ins” kostar Reykvíkinga pen- inga. stjórni f eigin nafni krossförinni gegn „skftapakkinu” sem um- lykur Björgvin Guðmundsson. Frelsið í praksís Hin óhefta frjálshyggja á greinilega öllu betri daga i bók- um Félags frjálshyggjumanna, heldur en Uti á vfgvelli hins dag- lega lífs. Ekki er það bara að Bretland sé að fara i bál og brand undir stjórn frjálshyggju- manna, heldur er hér uppi á litla Fróni kominn i gang slagur um ,Jrelsið”, og snýst um frelsi til aö hafa opið á laugardögum. Að öllu eðlilegu væri Hannes Hólmsteinn nú búinn að leggja út af þvf að hér væri á ferðinni barátta milli „frjálshyggju- manna” og „samhyggjusinna”. En málin eru bara ekki svo edn- föld. Fylkingar hafa riðlast á þann hátt að Félag frjálshyggjumanna ma eKKi tungu hræra (og segi menn svo að ti'mi kraftaverkanna sé lið- inn). Þannig hefur Vfsir tekið undir sjónarmið Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, að nokkru, en það eru „samhyggjusjónar- mið”, og skammar Visir þá jafnframt Alþýðublaðið fyrir frjálshyggju. t leiðara Visis fyr- ir nokkru má t.d. lesa: „Á hinn bóginn er það mikil einföldun og ósanngjörn að skella allri skuldinni á samtök verslunarmanna. Það er skilj- anleg afstaða af þeirra hálfu aö vilja setja takmarkanir á vinnu- tima rétt eins og f öðrum starfs- greinum. Vinnuþrælkun I versl- un er engu betri en i öðrum at- vinnugreinum. En Morgunblaðið bregst ekki málstað frelsisins. Það frábiður sér opinberum afskiptum af opnunartima verslana, en gerir það á harla kostulegan hátt i forystugrein: „Það er röng stefna að treysta á opinbert vald i slikum málum og hæfir illa þeim sem hlynntir eru frjálsri verslun og frjálsum markaðsbúskap. Hvernig litist mönnum á, ef kaupmenn yrðu helstu málsvarar verðlagshafta og verðlagseftirlits af þvi höftin og eftirlitið losa þá undan þunga frjálsrar samkeppni”. Mikil er rökfimi Moggans. En allavega hefur þó Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi þeirra „sem hlynntir eru frjálsri versl- un” fengið að heyra, að rníver- andi athæfi hans „hæfir illa”. Skiptiopnun Svona eru málin semsé flækt. Mogginn, Dagblaðið og Alþýðu- blaðið eru frjálshyggjumegin. Visir hinsvegar hálf hallur und- ir samhyggju verslunarmanna- félagsins. Timanum kemur svo málið ekkert við — enda þétt- býlismál. Svo hart er gengið fram aö við liggur að ýmsir þeir „sem hlynntir eru frjálsri verslun” lendi i' „frjálsum” handalög- málum Ut af öllu saman, og það jafnvel virðulegirþingmenn. Og kannski væri það sú lausn sem „frjálshyggjulegust” væri, aö hnefarétturinn yrði látinn ráða. Við hér á Þjóðvilja höfum svo bent á þá lausn að samið veröi um skiptiopnun verslana á laug- ardögum, t.d. gegn þvl að við- komandi starfsmenn hafi þá fri mánudaginn á eftir. Þannig ætti nokkurn veginn að vera hægt að samræma sjónarmið verslunar- manna og neytenda. — eng. •9 shorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.