Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 6
6 stÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. júli 1981 Tryggvi Þór Aöalsteinsson: Nýjar bækur og tímarit á dagskrá Sannleikurinn er sá, að nær allir þeir, sem starfa á „vernduðum,, vinnustöðum hafa ekki notið þess réttar að vera félagsmenn í stéttarfélagi, og þar með ekki notið þeirra margháttuðu réttinda, sem slíkri félagsaðild fylgja. ASÍ og málefni fatlaðra Nii á ári fatiaðra hafa ymsir tekiö viö sér, sem áöur höföu litiö eða ekkert sinnt hagsmunamál- um þeirra, sem fatlaðir eru. Einn þeirra aðila, sem unnið hefur beint aö málum fatlaðra siðustu mánuði, er Alþýðusam- band íslands, en að sjálfsögðu snerta baráttumál ASI á hverjum tima fatlað fólk, eins og flesta landsmenn aðra. Upphaf þessa starfs nií má einkum rekja til þings ASÍ í nóvember s.l. en þar voru málefni fatlaðra á dagskrá, ályktanir gerðar og formaður Sjálfsbjargar, Theódór A. Jóns- son flutti merkt og eftirminnilegt ávarp. Þegar stærstu stéttarsamtök á tslandi taka málefni fatlaöra á verkefnaskrd sina, er óneitanlega af mörgu að taka. Sem dæmi hér um má nefna: Lifeyrismál, tryggingar, ástand vinnustaða með tilliti til fatlaöra, aðild og þátttaka þeirra i starfi stéttar- félaganna, sérstaklega þeirra, sem starfa á svokölluöum „vernduðum vinnustöðum ”, ástand orlofshúsa verkalýðs- félaganna og starf á sviöi fræðslu- og menningarmála. Til þess að vinna að framgangi hagsmunamála fatlaöra skipaöi ASl sérstaka nefnd, sem ásamt fulltrúum Sjálfsbjargar hefur fjallað um einstaka þætti. Sér- staklega binda menn vonir við, að i næstu samningum takist að þoka þeim málum fram á við, sem brynust eru. Þegar eru komin fram drög að kröfum i þessu sam- bandi. Sumt af þvi, sem rætt hefur veriö um, er þess eðlis að semja þarf um Urlausn við at- vinnurekendur og rikisvald, en annað hægt aö leysa innan vébanda verkalýðssamtakanna sjálfrar. Hiö fyrra á við um mál eins og lifeyrisréttindi, skattamál og tryggingar og veröur ekki gert aö sérstöku umfjöllunarefni hér, en hið sfðara um aðild þeirra, sem t.a.m. starfa á „vernduöum vinnustööum” aö stéttarfélögun- um. Sannleikurinn er sá, að nær allir þeir, sem starfa á slikum vinnustöðum hafa ekki notið þess réttar að vera félagsmenn I stéttarfélagi, og þar með ekki notiö þeirra margháttuðu rétt- inda, sem slikri félagsaöild fylgir. Hér er um alvarlega brotalöm að ræða, sem verður að lagfæra hið fyrsta. Þeir, sem hér eiga hlut að máli, hafa ekki heldur greitt ið- gjsdd til lifeyrissjóös og viðkom- andi fyrirtæki ekki heldur greitt sinn hluta vegna þeirra. Það er hreint brot á landslögum, þvi til lifeyrissjóða skal greiða iðgjald af öllum skattskyldum tekjum. Það hefur talist einn hornsteinn verkalyðssamtakanna, að allir þeir, sem vinnu stunda og selja sitt vinnuafl geti átt aðild að stéttarfélagi og barist og haft áhrif á hagsmunamál sin með virkri þátttöku I starfi stéttar- félaganna. Hér hefur starfsfólk „verndaöra vinnustaða” verið aifskipt. Ennfremur má nefna greiöslur Ur sjUkrasjóðum stéttarfélaganna, rétt til dvalar i orlofshUsum og fleira mætti til taka. Þess skal þó getið að á Akureyri mun starfsfólk „verndaðra vinnustaða” njóta fullra réttinda i verkalýðsfélagi. Eitt þeirra viðfangsefna, sem fjallað hefur verið um i sam- starfsnefnd ASÍ og Sjálfsbjargar er ástand orlofshUsa verkalýðs- félaganna með tilliti til fatlaöra. Menn standa nefnilega frammi fyrir þvi, að ekkert þeirra nokkur hundruö orlofshúsa, sem risiö hafa I öllum landshlutum á veg- um verkaiyðssamtakanna á undanförnum 10—15 árum, er þannig gert, að þar geti fatlaður maöur, t.d. bundinn við hjólastól notiö dvalar án sérstakrar aö- stoöar. I hverri orlofsbyggð þarf að vera eitt eða tvö hús þannig Ut- búin aö henti fötluðum. Það er til- tölulega auövelt aö gera þær breytingar, sem þarf i þessu skyni og ættu forsvarsmenn or-» lofsbyggðanna að setja metnað sinn i að árið 1981 liði ekki án framkvæmda i þessu sambandi. Reyndar eru slikar framkvæmdir aðeins hafnar a.m.k. i ölfusborg- um. I ályktun siöasta ASl-þings um fræðslu- og menningarmál segir m.a. orðrétt: „Þingið beinir þvi til verkalýðsfélaganna og MFA að stuöla aö þvi eftir getu, að fólk með skerta starfsorku fái á sem flestum sviðum notið þess fræðslu-og menningarstarfs, sem verkalýðshreyfingin hefur upp á að bjóða”. A þessu sviði eru margir ónýttir möguleikar, sem sinna þarf, en þó hefur þegar verið hafist handa. A 1. önn Félagsmáiaskóla alþýðu nU i vor var einn þátttakandi frá Sjálfs- björg. Von er á áframhaldandi þátttöku félagsmanna Sjálfs- bjargar, þvi ljóst er að það nám, sem þar fer fram getur orðið þeim, sem starfa aö félags- og fræðslustarfi innan samtaka fatl- aðra að góðu liði, rétt eins og félagsmönnum verkalýðsfélag- anna. Sérstaklega á þetta við um námsefni 1. annar skólans. Svo sem hér kemur fram er nU unnið að hagsmunamálum fatl- aðra á vettvangi ASI. Þá vinnu má fyrst og fremst rekja til Al- þjóðaárs fatlaðra, eins og svo margt annaö, sem sagt er og gert þessa mánuðina. En hér er stööugt verkefni að fást viö og er hollt að hafa i huga I þvi sam- bandi eftirfarandi orð Ur Stefnu- yfirlýsingu Alþýðusambands Is- lands: „Kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar um jöfnuð og réttlæti eiga fremur ööru við um þá sem búa við skerta starfsorku og aðra hópa, sem af ýmsum öðrum ástæöum hafa dregist afturúr i lfföbaráttunni. A verkalýðshreyf- ingunni hvilir sérstök skylda til að berjast fyrir hagsmunum slikra þjóöfélagshópa”. David Brierley: Big Bear, Little Bear. Faber and Faber 1981. A siðast liönu ári kom Ut hjá Faber reyfari eftir David Brierley „Blood Group O”. Það var ágætur reyfari og þessi er ekki sfðri. Reyfarar eiga helst að vera þannig, að lesandinn hætti ekki fyrr en hann hefur lesiö bók- ina i einni lotu og þessi saga er þess kyns. Sviðiö er Berlin 1948, Tékkóslóvakia á sama ári og London. Sagan hefst i Prag, þar sem breskt njósnanet er rofið og allir starfsmennirnir hverfa nema einn, Grris. Orris er aðal- persónan og hann grunar að svikarar hafi komiö upp um njósnanetið og leit hans hefst að svikaranum. Hann kemst með naumindum frá Tékkóslóvakiu sem var einmitt þá aö um- breytast i „alþýðulýðveldi”, kemst til London, þar sem reynt er að ráða hann af dögum. Hann tekur þaö ráð aö hverfa, þar sem hann grunar aö einhver aöili i bresku leyniþjónustunni, einhver af yfirmönnum hans, sé svikar- inn. Næsta svið er Berlin um það leyti sem Stali'n hófst handa um aö einangra Berlin til þess að svelta borgarbúa til uppgjafar og flæma aðra hernámsaöila Ur borginni. Hann kemst á slóð svikarnans og gerir allt til þess að lokka hann til Berlinar. Aðstæöur svikarans voru þannig að hann varö að koma Orris fyrir kattar- nef, þvi að hann vissi að Orris vissi hver væri svikarinn. Höfundurinn lýsir ástandinu i Berlin á þessum timum, tog-rf streitu hernámsveldanna og njósnum og gagnnjósnum; martröðin frá vorinu 1945 lifir enn með ibUunum og fáir þeirra óska beinlinis eftir samskonar „frelsun” aftur. Svikarinn kemur loks til Berlinar i leit að hinu hættulega vitni, Orris. Hann nýtur aðstoðar hUsbænda sinna I leitinni og jafnframt kemur Orris upplýsingum til London um svikarann. Höfundurinn tengir frásögnina þeim atburðum sem áttu sér stað i Berlin, þ.e. tilraun- um til þess að stöðva allar sam- göngur viö borgina og „frelsa” hana undan vestrænu hernámi. Þetta er mjög skemmtilegur og spennandi reyfari og vel skrifaöur og mátulega langur. Samuel Richardson: Pam- ela or Virtue Rewarded. \ Edited by Peter Sabor with an introduction by Margaret A. Doody. Pamela var fyrsta enska met- sölubókin, skáldsagan kom út i tveimur bindum i nóvember 1740. Þetta var nýstárleg skáldsaga, þar sem aðalpersónan var vinnu- kona, sem var á stööugum nálum um meydóm sinn. Mörgum þótti lágt risið á verkinu vegna stéttar aðalpersónunnar. Þessi Utgáfa er byggð á textanum frá 1801, fyrri . hluta. Benjamin Disraeli: Sybil or the Two Nations. Introduced by R.A. Butler. Edit- ed by Thom Braun. Disraeli var meöal snjöllustu forsætisráöherra Englendinga en áður en hann tók aö sinna stjórn- málum skrifaði hann talsvert af skáldsögum og setti saman kvæði. Vivian Grey kom Ut 1826 - 7 og vakti mikla athygli, siöan komu frá honum fleiri skáldsögur og Sybil 1845, en þá var hann kominn á þing. I þessari skáld- sögu lýsir hann hinum tveim þjóöum, sem byggðu England, þeim snauðu og þeim auðugu. Sagan er heiftarleg samfélags- ádeila og heldur gildi sinu sem bókmenntaverk, en sama má segja um sumar aörar skáldsögur Disraelis. Páll Þorsteinsson: ,, Atvinnuhættir Austur-Skaftfellinga” Ct er komin á vegum Austur-Skaftafellssýslu bókin „Atvinnuhættir Austur-Skaft- fellinga”. Ritiö er 155 bls. unniö hjá Prentsmiðjunni Eddu h/f. Bókin er innbundin, meö all- mörgum myndum og á kápu er litmynd Ur öræfasveit. Páll Þorsteinsson, fyrrverandi Al- þingismaður, skráði bókina að beiðni sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu. Hér er um aö ræða mjög vandað heimildarrit og hefur höf- undur.viöa leitað fanga og er auk þess gjörkunnugur þvi efni, sem um er fjallað. Er nafn Páis raunar eitt sér ærin trygging fyrir þvi, að vel sé að verki staðiö. Austur-Skaftafellssýsla hef- ur á siðustu árum staðið að Ut- gáfu timaritsins „Skaftfell- ings”. Eru komnir Ut af þvi tveir árgangar 1978 og 1980. Sýslunefnd þeirra Austur-Skaftfellinga telur það til menningarmála i héraði. að Ut séu gefin rit, skráð af heimamönnum, um hin marg- vislegustu málefni. Má ljóst vera, að með hverju ári, sem liður, glatast fjölmargt, sem ber að varðveita og lýtur að lifsbaráttu kynslóöanna. Meginmarkmiöið er að bjarga frá glötun sem allra flestu, sem fróðir menn þekkja og muna. ( A kápu segir höfunúur um bókina: „1 þessari bók er einkum fjallað um atvinnulif i héraöinu og framleiðslu til lands og sjávar, starfshætti, breytingar á þeim og þróun vinnubragða með aukinni tækni, einnig um húsagerð, aðstööu manna fyrr og nU til að njóta lifsþæginda o.fl. A þessari öld hafa orðið örar breytingar og stórfelldar á at- vinnuháttum og þjóðlifi. Þeir menn, sem nU eru orönir rosknir, muna vissulega tvenna tima. Hinir ungu, sem erfa landið, verða að eiga þess kost að kynna sér aðstöðu, starfshætti og lifsbaráttu manna á liðnum tima. Þá koma einkum að notum minjasöfn og saga atvinnulifs og þjóðhátta. Þessi bók er við það miðuð að hUn geti orðiö framvegis leiðarvisir til nokk- urrar þekkingar á þessu efni”. — mhg Nýtt pólitískt tímarit Ný dagskráheitir nýtt tima- rit, sem samkvæmt formála ritnefndar er „helgað sósial- iskri umræðu fyrst og fremst, umræðu sem miðar að þvi að skýra og færa til betri vegar skilning sósialista á samtim- anum”. Abyrgðarmaður er Helgi M. Sigurðsson. Ritnefndarmenn munu flestir tengdir Fylking- unni (trotskiistum), en ritið kveðst opið öllum sósialistum. 1 ritinu eru fimm greinar. SU lengsta er eftir Má Guö- mundsson og fjallar um yfir- standandi kreppu og kreppu- kenningar marxista. Einar B. Baldursson tekur að sér að mótmæla nýfrjálshyggjunni. Helgi M. Sigurðsson kynnir firringarkenningu Marx. Ein þýdd grein er i ritinu, hUn er eftir Trotski og geymir vanga- veltur frá árinu 1922 um verkalýðsstjórn i Frakklandi. Arni Sverrisson hefur tekið að sér að fjalla i ritinu um þró- un Alþýöubandalagsins á næstliðnum áratug. Hann kemst m.a. aö svofelldri nið- urstöðu: „Alþýöubandalagið er skrif- ræöislegur, borgaralegur um- bótaflokkur, sem byggir fylgi sitt á itökum i verkalýöshreyf- ingunni, starf sitt á grundvelli hins borgaralega rikisvalds. Hugmyndafræöi hans og stefna birta þær mótsagnir sem stafa af mótsagna- þrungnum félagslegum grundvelli hans, verkalýðs- hreyfingunni annars vegar og rikisvélinni hins vegar, og átökum/aðlögun þessara skauta i áþreifanlegri fram- vindu þjóðfélagsins.” — áb Auðar bók Auðuns Auðar bók Auöuns, afmælis- rit til heiðurs Auði Auðuns fv. dómsmálaráðherra og forseta borgarstjórnar mm. kom Ut á kvennadaginn, 19. jUni, og eru Utgefendur samtök Sjálf- stæðiskvenna. Ritið er safn greina, flestra' fræðilegs eölis, eftir 18 höf- unda, 210 síður i Skirnisbroti, auk 16 myndasiðna. Ritnefnd skipuðu þau Elin Pálmadóttir, Hannes Gissur- arson og Ragnhildur Helga- dóttir, sem stýrði verkinu og reit Ragnhildur formála, þar sem gerö er grein fyrir æviog starfi Auöar Auðuns. Ljóðabók Heimis Más: Inn í Undralandið L „Sólin sest og sólin kemur upp" heitir Ijóðakver eftir Heimi Má, ein af sjálfsUt- gáfum þeim sem mjög fer fjölgandi á siðari árum. Heim- ir Már gaf fyrstu bók sina út i fyrra. „Sólin sest” er 35 blaðsiðna kver og i þvi nokkrar myndir eftir Philippe Richard. HUn er um ýmisleg sigild skáld- skaparefni, stillinn „opinn” eins og nU er gjarna aö orði komist, Utleitinn. Kverinu lýkur á kvæöi sem ber þá staðhæfingu að „Það eiga sér fleiri Undraland en Lísa”. Þetta er upphafið: Hleyptu mér inn i undralandiö og leyfðu mér aö gleyma þessum súra heimi staðreynda og vonbrigða.... En þegar undralandiö hefur verið skoðað kemur aö þvi undir lokin að óskinni er snUið við: „og hleyptu mér aftur Ut”. — áb. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.