Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.07.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Miövikudagur 8. júli 1981 Frá Kennaraháskóla / Islands Kennarar með kennarapróf frá Kennara- skóla íslands þ.e. fyrir 1974, sem lokið hafa háskólaprófi eða sambærilegu prófi i kennslugrein eða kennslugreinum sem veita þeim réttindi til kennslu á fram- haldsskólastigi samkvæmt lögum um em- bættisgengi kennara og skólastjóra en vantar tilskilið nám i uppeldis- og kennslufræði til að öðlast skipun i starf sitt eiga kost á að ljúka þvi námi við Kennara- háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að námið skiptist i heimavinnu að vetri og sumarnámskeið sumarið 1982. Umsækjendur skulu vera undir það búnir að þurfa að mæta i skól- anum i nálægt vikutima eftir næstu ára- mót. Þeir sem áhuga hafa á umræddu námi eru beðnir að senda afrit af prófum sinum og gera grein fyrir starfsferli að loknu kennaraprófi ásamt öðrum þeim upplýsingum sem þeir telja að gildi hafi fyrir 1. sept. og verður haft samband við þá siðar i sumar eða haust. Vogar — lóðaúthlutun Úthlutað verður nokkrum einbýlishúsa- lóðum i Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrif- stofu Vatnsleysustrandarhrepps. Upplýs- ingar á skrifstofunni i sima 92-6541. Sveitarstjóri A Laus staða Staða deildartæknifræðings á fram- kvæmda- og rekstrardeild hjá bæjarverk- fræðingi Kópavogskaupstaðar er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur. Umsóknarfrestur er til 15. júli nk. Bæjarverkfræðingur Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar yUMFERÐAR RÁO Auglýsinga- og áskriftarsimi 81333 uomiuiNN Þátttakendur á islenskunámskeiði. F.v. Hannes NergSrd sérkennari, Britt Aune nemi frá Noregi, Pirkko Sartoneva kennari frá Finnlandi og Harald Solbu tónlistarmaður frá Narvik i Noregi. Litla daman heitir Anna Westin. Ljósm: gel. Norræn samvinna í reynd: Norðurbúar á íslensku maður frá Rovaniemi einnig i Finnlandi, létu vel yfir sér og sögðust hafa haft bæði gagn og gaman af ferðinni. Þó töldu þær árangur islenskunámsins ekki eins góðan og æskilegt hefði verið og þótti undirritaðri ekki erfitt að skilja það, enda ekki heiglum hent að læra ástkæra ylhýra málið. Berit Dahlblom félagsráðgjafi frá Sviþjóð sagðist vera himinlif- andi, hún hefði auk kynna af Is- landi og islensku notað tækifærið til að heimsækja stofnanir i þeim tiigangi að kynna sér aðstoð við að koma fólki aftur út á vinnu- markaðinn eftir sjúkrahúsvist. Ekki varð heimsókn okkar Gunnars ljósmyndara svo löng að námskeiði I glæsilegum húsakynn- um Húsmæöraskólans í Reykjavík heyrist klingja í bollum/ það er skrafað saman á sænsku og Finn- lands-sænsku. Hádegis- verði er nýlokið# hinum síðasta sem þátttakendur á islenskunámskeiði taka þátt í. Þarna eru staddir 15 manns frá norðurhéruðum Sviþjóðar, Noregs og Finn- iands hinum svokallaða Nordkalotten-svæði. Um nokkurra ára bil hafa ts- lendingar farið á námskeið til skólans að Framnesi i öjebyn i Norrbottenhéraði i Sviþjóð. Þannig var mál með vexti að landshöfðingi þess héraðs Ragnar Lassinantti var hér á ferð og datt i hug að tslendingar ættu erindi á námskeið sem haldin voru fyrir Finna þar á skólanum. Þetta var árið 1973, en 1978 var samþykkt á aukaþingi Nordkallotten sem haldið var hér á Islandi að koma á fót sams konar námskeiðum hér fyrir aðra Norðurbúa. Fjórða námskeiðinu lauk nú fyrir helgina og það var einmitt á lokadegi þess sem blaðamaður leit inn i Húsmæðraskólann til að spjalla við nemendur og aðstand- endur námskeiðsins. Anna Einarsdóttir hefur um árabil sinnt málefnum Nordkall- otten af miklum áhuga og á sæti i nefnd sem starfar á vegum Norræna félagsins og mennta- málaráðuneytisins að samstarf- inu, en norræna félagið i Nord- botten er þriðji aðili samstarfs- ins. Anna sagði að þessi námskeið hefðu tekist hið besta og væru þátttakendur hinir hressustu yfir móttökunum. Þegar farið er héðan til Svi- þjóöar er reynt að velja þátttak- endur með það fyrir augum að þekking sú sem þeir afla sér komi þeim að notum i starfi, en það er meira tilviljanakennt hverjir koma hingað. Þó voru nokkrir blaðamenn með i hópnum nú sem munu eflaust skrifa um reynslu sina og kynni af landanum þegar heim kemur. A námskeiðinu var auk kennslu i islensku boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra um islenska list, stjórnmálaflokkana og bók- menntir auk heimsókna út á land, i söfn, skóla og fyrirtæki. Þær Helcna Juncssem er ritari frá bænum Tornio i Finnlandi og Anna Maria Takolander blaða- Berit Dahlblom frá Sviþjóð hafði margháttuð not af heimsókninni til tsiands. Ljósm: gel. tækifæri gæfist til að ræða við fleiri, enda voru þátttakendur námskeiðsins á hlaupum út i bæ til að nota siðustu dagana i skoð- anaferðir og innkaup. —ká Helena Junes og Anna Maria Takolander frá Finnlandi voru hér á is- ienskunámskeiði. Þessi glæsilegi stigi er i Húsmæðraskólanum i Reykjavik og grunur leikur á að á veggjunum geti að líta handverk Astu málara. Ljósm: gei

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.