Þjóðviljinn - 01.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1981, Blaðsíða 3
Helgin 1, —2. ágúst 1981 Þ.lóDVlLJINN — SÍDA 3 Á meðal erlendra ferða- manna á Islandi er oft að finna ýmsa andans menn sem einhverra hluta vegna velja Island umfram önnur lönd til að eyða í sumarf ríi sínu. Hefur verið haft á orði í framhaldi af þessu að vísindamenn og lista- menn sæki ísland heim öðrum fremur. I þeirra hópi er ungur breskur rithöfundur, Louise Page, sem undanfariö hefur ferðast um landið, auk þess sem hún hefur farið til Grænlands i þessari ferð sinni um norðurslóðir. Louise er leikritahöfundur og hefur undan- farin tvö ár verið ráðin hjá breska sjónvarpinu til að skrifa sjón- varpsleikrit, auk þess sem Royal Court leikhúsið i London, sem er eitt þekktasta leikhúsiö þar, hyggst taka til sýninga verk eftir hana n.k. vor. Hún er menntuð frá leiklistardeild Háskólans i London og fór til Cardiff i fram- haldsnám. Hún hlaut alþjóðleg verðlaun leikritahöfunda árið 1977 fyrir leikrit sitt ,,Want -Ad”, en það er fyrsta leikrit hennar sem sett hefur verið á svið. „Það varð mikil hvatning fyrir mig að fá þessi verðlaun, þvi ég var svo ung. í framhaldi af þvi réði Royal Court mig til að skrifa leikrit, sem ég gerði en það hefur ekki verið sviðsett ennþá. 1 Bret- landi er mikið um að rithöfundar séu ráðnir til að skrifa verk, þótt þau séu ekki endilega sýnd. Verk mitt fjailaði um heims- valdastefnuna og var geysilega mannmargt og dýrt i uppsetn- ingu. Ég var aðeins 22ja ára og nú veit ég að það er ekki verulega hagkvæmt að skrifa slik verk, hvorki fyrir höfundinn né leik- húsin, þvi þau eru einfaldlega of dýr i uppsetningu.” ,,Og siðan ertu ráðin að sjón- varpinu?” ,,Já, ég hef skrifað fyrir þá i tvö ár, auk þess sem ég hef skrifað sviðsverk og útvarpsleikrit. Breska sjónvarpiðhefur fastráðið mikið af listamönnum úr hinum ýmsu greinum og það gerði mér kleift að helga mig skriftum og sækja mér einnig reynslu við ýmiss konar störf i leikhúsi, sem voru mér áður ókunn.” „Hvernig er aðstaða leikrita- höfunda i Bretlandi i dag?” „Hún er óneitanlega ansi slæm. Fjárveitingar til menningarmála hafa fylgt f járveitingum til heilsugæslu niður úr öllu valdi og jafnframt er mikil alda ihalds- semi og kjarkleysis. Það er ekki aðeins mjög erfitt fyrir höfunda að skrifa, heldur er erfitt fyrir þá að skrifa um það sem þeir vilja. Sjálf hef ég t.d. mikinn áhuga á að skrifa um kvennabaráttu, en það er eins og að áhuginn á þeim málum sé aðdofna. Þegarég kom fyrst fram með verk, höfðu allir mikinn áhuga á kornungum kven- rithöfundi, sem skrifaði um jafn- réttismál, en nú er eins og að ihaidsemin sé að ganga að öllum hugmyndum dauðum.” „Um hvað skrifarðu þá helst?” „Ég hef auðvitað skrifað heil- mikið um jafnréttismál en einnig um ýmiss konar fyrirbæri i nú- Vil helst skrifa um lífs- lygina segir breski rit- höfundurinn, Louise Page, sem eyöir sumarleyfmu á íslandi timaþjóðfélagi félagsleg, sálræn og tilfinningaleg. Vinir minir segja að ég skrifi helst um sjúk- dóma, og satt er að það verk mitt sem hvað mest hefur verið leikið, bæði á sviði og i útvarpi er um brjóstkrabbamein.” „En um hvaö er verkið sem „Royal Court” hyggst sýna?” „Það er eiginlega um ellina. Það fjallar um mæðgur 63ja ára og 82ja ára gamlar, sem eru i sumarfrii i Grikklandi. Mig langaði til að fjalla um ellina þótt ég sé ekki nema 26 ára gömul og þá frá nýjum sjónarhól. Ég vona að það hafi tekist. Að minnsta kosti gerist leikritið ekki á elli- heimili” og nú skellihlær Louise, en bætir svo við alvarleg. „Annars hef ég mestan áhuga á lifslyginni þessa stundina og leik- rit min fjalla ekki lengur um eitt einangrað vandamál. Mig langar að fara að glima við stærri verk- efni og „dýpri” ef ég get orðað það svo.” — Við þökkum Louise fyrir spjallið. Hver veit nema við eigum eftir að sjá eitthvert verka hennar hér á skjánum eða fjölunum. þs ©St. Jósefsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðingar með eða án B.S. gráðu óskast. Deildarstjóra vantar nú þegar eða eftir samkomulagi, á barnadeild. Sérnám i barnahjúkrun æskilegt, en ekki skilyrði. Fræðslustjóra vantar frá 1. sept. eða eftir samkomulagi. Hlutavinna kemur til greina. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri i sima 19600 kl. 11—12 og 13—15. Reykjavik 1.8.1981 St. Jósepsspitalinn „Nýjasta leikrit mitt fjallar um mæðgur 63ja og 82ja ára gamlar” segir Louise Page. ^ Tækni- væðing íEddu Á aðalfundi Prentsmiðj- unnar Eddu h.f., sem hald- inn var nýlega, kom m.a. fram, að afkoma fyrir- tækisins var góð á sl. ári. Jukust tekjur í krónutölu um 52% milli ára. Prent- smiðjan flutti í nýtt hús- næði í Kópavogi í byrjun ársins og unnið hef ur verið ötullega að því að endur- bæta allan tækjakost hennar og að aðlaga nýjustu kröfum um prent- tækni. Fram kom m.a. að keypt hefur verið ný offsetprentvél fyrir sam- hangandi prentun og hefur hún verið tekin i notkun. Einnig var sett upp filmu- og plötugerö fyrir offsetprentun og öll nauðsynleg tæki keypt til þeirra hluta. Ráðinn hefur veriö sérhæfur maður til þessara verka og er starfsemin hafin. Nauösynlegt var talið að prentsmiðjan tileinkaði sér nýjustu tækni i setningu og i þvi skyni keyptar tvær ljóssetningar- vélar af nýjustu gerð. Eru þessar vélar með umbroti og hentugar til ýmiss konar uppsetningar á formum, auk venjulegrar setn- ingar. Þá hefur veriö ráðinn teiknari að prentsmiðjunni. Að þessum iækjum fengnum getur prentsmiðjan þvi annast alla þætti offsetprentunar. fyrir utan litgreiningu, sem ekki er tal- ið raunhæft aö fara út i að svo stöddu. — mhg j ! J L JDLÍlfUl Útvarp meö LB/MB og kassettu ásamt tveim hátölurum — Otrúlega lágt verö, aðeins kr. 1.620 • Þetta er aóeins eitt af mörgum • Fagmenn sjá um isetningu tæk|um, sem við bjoöum i bflinn á staönum. Komið þar sem asamt miklu úrvali af hatölur- urvaliðer og ver'ðið er hag- um, mögnurum og loftnetum. stætt. Alft tíl hljómfíutnings fyrír: HEIMILIÐ - BÍLINN OG DISK0TEKW Póstsendum D ' íran'i KdQIO ARMULA 38 (Selmúla megin) " 105REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177- POSTHÓLF 1366

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.