Þjóðviljinn - 01.08.1981, Síða 13

Þjóðviljinn - 01.08.1981, Síða 13
Helgin 1. — 2. ágúst lð81 Þ.lÓÐVIL.nNN — SÍÐA 13 nema 30—40 ára gömul i Evrópu og er það ekki hár aldur. Samt nógu hár til að ljóst er orðið að hún hentar illa fólki. Ef við höld- um okkur við Sviþjóð og þá Gautaborg sérstaklega- er best að athuga nánar hvernig lifsskil- yrðin eru og hverju menn vilja helst breyta. Þrátt fyrir að Angeredhverfi i Gautaborg (stóra borgin i borg- inni sem átti að verða) sé ekki nema 10—15 ára gamalt er þegar farið að verja miklum fjárhæðum til að kanna hvað hafi farið úr- skeiðis, hvers vegna fólk flytur þaðan um leið og annað býðst o.s.frv. Einslik könnun var gerð á hverfinu Gardsten (i Angered) 1977, aðeins átta árum eftir að hverfið átti að heita fullbyggt. Þetta er verkamannahverfi eins og öll hin hverfin i Angered og út- hverfi stórborganna yfirleitt. Viða eru útlendingar/innflytj- endur fjölmennir i hverfum þessum. tslenskir verkamenn i Gautaborg búa margir i Gard- sten, einnig i HjSllbo og Hammarkullen (allt hverfi i Angered). Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að þannig stéttaskipting eftir búsetu eykur á vandann. Cthverfin fá á sig enn verra orð en efni standa til. Rætur vandans í skipulaginu Þegar könnunin var gerð var svo komið að 40% ibúðanna stóðu auðar. Hverfið liktist drauga- borg. Niðurstöður könnunarinnar voru istuttu máli þessar: Það var of langt i vinnuna, 2—3 timar á dag fóru i að komast á milli vinnustaðar og heimilis. Skólar voru slæmir og það vantaði fram- haldsskóla. Fólk taldi sig vera einangrað; menningarlifið og skemmtilegheitin voru i gömlu miðborginni. Umhverfið var kuldalegt. Margir vildu flytja, töldu sér myndi liða betur annars staðar. í greinargerð höfunda könnunarinnar, sem voru félags- menntaðir menn og arkitektar, kemur fram að þeir álita rætur vandans að finna i sjálfri skipu- lagningunni. Þetta mikla um- fang, löngu, beinu linur, mikil steinsteypa, mikið gler ásamt of- stjórnun og ofskipulagningu fyrirfram á lifinu i þessum hverfum valdi mönnum meiri vanliðan en raunin er á i annars konar umhverfi þar sem fólkið hefur sjálft meira til málanna að leggja um fyrirkomulag i sinu nánasta umhverfi. 1 þessum hverfum er búið að skipuleggja svo til allt fyrirfram. Þarna á fólkið að ganga á sunnudögum. t þessum græna reit á gamla fólkið að vera sér á daginn. Þarna eiga stóru börnin að una sér á kvöldin og i þessu hérna horni eiga litlu börnin að róta i sandinum meðan mömmurnarsitja á bekk og horfa á. Engin vandamál. Staður fyrir alla. Þeir gleyma þvi hins vegar, tæknimennirnir, að mannlifð er nú einu sinni svo flókið, marg- breytilegt og spennandi að lifandi fólk verður aldrei fellt inni for- múlurogform. Þetta stóra, kalda ofskipulagða umhverfi úr steypu og glerihentar fáu fólki. Gildir þá einu þó að fjölgað sé grænum blettum og plantað fleiri blómum. Fólki liður eftir sem áður eins og fiskum á þurru landi. Svokölluð félagsleg vandamál þrifast vel og dafna i hverfum þessum, enda langflestir ibúanna þeir sem litils mega sin. Hinir betur settu (menningar- og efnahagslega) forðast úthverfin eins og heitan eldinn. Umrœðuhópur nokkurra Islendinga í Gautaborg: Elín Arnadóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Leifur Rögnvaldsson Sigrún Magnúsdóttir, Unnur Alfreðsdóttir og Þorgeir Jónsson Texti: Helga Sigurjónsdóttir Myndir: Leifur Rögnvaldsson Ekki rétt lausn Það virðist þvi blasa við að lausnin á húsnæðismálum og fleiri mannlegum vandamálum sem sósialistar og sósialdemó- kratar ætluðu sér að leysa eftir strið hefur ekki tekist sem skyldi. Vissulega er það rétt stefna að byggja hlýjar og rúmgóðar ibúðir handa öllum,en það hefði áreiðan- Iega verið hægt að gera uppá önnur býti en raunin varð á. Og hvað er þá til ráða? Þessi miklu steinsteypubákn eru stað- reynd og varla verður farið út i að brjóta þau niður i stórum stil. Raunar mun vera talað um það i alvöru sums staðar, sérstaklega eftir að komið hefur i ljós að mikið af þessum byggingum er illa byggt svo sem við mátti búast um verksmiðjuframleiðslu. Aðrar lausnir sem ræddar eru er að koma upp atvinnufyrirtækjum i hverfunum, auka þjónustu við ibúana, koma af stað og styðja hvers konar menningarstarfsemj, bæta skólana og auka félagslega hjálp. 1 hverfinu Fröiunda i Gauta- borg er talað um að lækka há- hýsin, skera hreinlega nokkrar hæðir ofan af þeim. Þessar til- lögur munu vera komnar frá ibú- unum sjáifum sem eru með i samstarfshóp um það hvernig megi bæta mannlifið i hverfinu. Fólkið leggur á það mikla áherslu að tilvist hinna griðarlega háu húsa, 8—12 hæða, auki beinlinis á vanliðan manna og þess vegna verði að losna við þau úr allri mannahyggð. öll þessi vandamál eru aö verða mönnum æ ljósari, en eins og alltaf hafa hinir betur settu i hverju þjóðfélagi fremur en aðrir tök á að breyta sinu umhverfi. „Öðruvísi mannlíf ’ Fleiri og fleiri reyna lika að lifa samkvæmt hugmyndum siriurn um gott mannlif og „öðruvisi mannlif”, jafn vel þó að þeim hugmyndum hljóti að vera mikil takmörk sett i þessu þjóðfélagi. Menn róma ekki lengur einangr- un fjölskyldunnar, heldur reyna fyrir sér með ýmiss konar sam- býlisform (kollektif), sumir kaupa sér gömul, rómantisk hús, aðrir reyna að rækta grannskap- inn. Allt er þetta viðleitni til að brjótast út úr þeim viðjum sem mannlifi i borgum eru settar og hafa verið taldar nauðsynlegar, sjálfsagðar og eðlilegar um lang- an aldur, eða allt aftur til þess tima að iðn- og tæknivæðing hófst með tilheyrandi byggðaröskun. Virkar hverfa — og „græningja” hreyfingar Tækniguðinn er greinilega far- inn að láta nokkuð á sjá og þeim fjölgar sem ekki treysta honum til að leysa öll vandamál jarðar- búa (enda þótt máttugur sé). Tækniguðinn hefur ekki nema tæknilegar lausnir uppá að bjóða en þær duga manninum skammt. Hann er nú einu sinni andleg vera sem þarfnast bæði andlegs og likamlegs lifsrýmis. Hreyfingar umhverfisverndar- manna („græningja”) og sumar kvennahreyfingar eru viða farnar að láta skipulagsmálin til sin taka og krefjast þess að fleiri en tækni- menn taki um þau ákvarðanir. Algengt er orðiö á Norðurlöndum og viðar að félagsmenntaðir menn séu með i skipulagsnefnd- um og einnig mun hafa orðið hug jrfarsbreyting meðal margra arkitekta. Þá telja þeir sig þjóna fólksins fyrst og fremst en ekki fjármagnsins og heldur ekki eigin metnaðar. Þrátt fyrir dapurlegt útlit á tækni- og kjarnorkuöld telja áhugamannahreyfingar um skipulagsmáKkvenna,- græningja- og hverfasamtök) að ýmisiegt megi gera til að draga úr þeim vanköntum sem eru samfara lifi i nútíma borgum. Það má t.d. þrengja að einkabilnum og auka rýmið fyrir fólkið; það er hægt að vinna meira saman i hverfunum en nú er gert og umfram allt á fólk að krefjast þess að fá sjálft að ráða sem mestu um nánasta umhverfi sitt. Þá duga ekki fræði- kenningar einar, sem litlar líkur eru á að rætist nokkurn tima. Kenningar og framkvæmdir verða að fylgjast að sé mönnum yfirleitt alvara. — hs Mannlíf í steypu og gleri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.