Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 3
Helgin 5. — 6. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 mérer spurn Guðlaugur Arason svarar Þorsteini frá Hamri: Nýtur hið svonefnda dreifbýli sannmælis gagnvart Reykjavík í menningarlegum efnum? Sæll og blessaður Þorsteinn minn! Eins og þú veist þá dvaldist ég norður i landi i sumar. Eftir rúm- lega tveggja mánaða fjarvist frá höfuðborgarsvæðinu er ég aftur á gángi niður Laugaveginn, nú fyr- ir nokkrum dögum. Allt i einu heyri ég að nafn mitt er kallað og sé hvar vinkona min ein æðir út i umferðina, þvert yfir götuna með útbreiddan faðminn. Ég næ ekki að koma upp einu orði áöur en hún slaungvar handleggjunum utan um mig og þrýstir mér svo fast að sér að loftið pressast upp úr lúngunum. Ég stend á öndinni. „Velkominn i menninguna vinur minn”! hrópaði konan svo hátt að vegfarendur litu á okkur. Hún vissi að ég hafði verið á Akureyri. Áður en ég svara spurningu þinni er ekki úr vegi að ég spyrji sjálfan mig hvað menning sé. Þetta er einkennilegt orð. Hvað sjálfan mig áhrærir er það nokk- uð öruggt mál að hafi ég hlýtt á umræöur og ekki skilið þær, fæ ég seinna að heyra að þær hafi verið ákaflega menningarlegar. Lesi ég bækur sem mér leiðast, er allt- af til nóg af fólki, sem telur sömu bók sérstaklega skemmtilega og umfram allt þjóna menningar- legu hlutverki. Er menning bara orö sem þeir nota fyrir sunnan til að rima á móti þrenning, eins og Steinn Steinarr lærði fyrir vestan i gamla daga? Eöa er það eitthvað annað? Dagur Sigurðarson hefur þetta að segja um menningu i einu ljóða sinna: „Mér er nær að halda að menning sé meöal annars það hvernig maður tekur i hönd góðum félaga og lætur brodd- borgara snæða sem mestan skit”. Eöa er það menning að klæða sig uppá, fara á Hótel Holt og snæða dýra rétti, dreypa á vini og ræða um stöðu dollarans, fara á barinn og ræða um stöðu krón- unnar, þar til maður sofnar fram á borðið? Eða er það kannski menning að standa uppá endann i fiskvinnu átján tima á sólarhring og tala um það hvenær maður kemst i rúmið? Er það menning að selja land sitt undir erlendar herstöðvar og fóðra broddborgara á gulli? Ein- hverstaðar finnst mér vera hvislað já. A öörum stað er hrópað nei! Hugtakið menning er ákaflega teygjanlegt og einstaklingsbundið hvað fólk vill setja undir þann hatt. Eingu að siður hafa verið og eru skrifaðar margar bækur um fyrirbæriö. Óteljandi greinar i blöðum og timaritum eru helgað- ar menningunni.... og þetta þykir fint. Mikil ósköp! Þeir sem vitið þykjast hafa, setja á sig vængi og skeggræða menninguna. Það er talað um menningarstofnanir, menningartengsl, menningar- sambönd og ég veit ekki hvað og hvað. Svo er lika til hámenníng, lág- menning, dry kkjumenning, bændamenning, leikhúsmenning, umferðarmenning, siðmenning. Það er meira að segja til Mál og menning! Siðan þetta orö var fundiö upp hefur okkur verið kennt að menn- ingin væri af hinu góöa. Þjóöfélög i hinum vestræna heimi eru sögð menni'ngarþjóðfélög af þeim sem þar búa. En konan i Kambódiu er á allt annarri skoðun. Hún álitur okkar menningu jafnvel vera sókn eftir vindi. Hún vill heldur vakna á morgnana og gánga til vinnu á sinum jarðskika, heldur en ferðast meö neðanjarðarlest i verksmiðjuna. Það sem einn telur vera menni'ngu, er annar tilbúinn að stimpla sem ómenningu. Hér á landi sem viða annarstaðar þykir það bæði fint og merkilegt að vera menningar- legur og tilheyra þeim hópi fólks sem telur sig halda merki menningarinnar á lofti, þó svo þessi hópur geti verið ákaflega þraungsýnn og illa að sér i þeim hugmyndum sem annað fólk hef- ur um gildi menningar. Þvi miöur viröist sú skoðun vera rikjandi, að menning sem er sprottin af þvi góða og á aö vera undirstaða allrar velferðar, að hún sé staðsett i Reykjavik og hvergi annarstaðar á landinu. Andstæðan við þetta er hugtakið dreifbýlismenning, sem er af hinu vonda, er á eftir timanum, snýtir sér með fingrunum og skolar lambasteikinni niöur með landa. Þessa skoðun hefur vinkona min sem tók mig i hryggspennu á Laugaveginum um daginn. Ef hún ætlar sér að aka norður i Skagafjörð, finnst henni hún fara aftur á bak um leið og hún er komin upp i Kjós. — og spyr Vilborgu Dagbjartsdóttu r: Er ástin af hinu góða eða illa? I vetur leið sá dagsins ljós alveg ný skilgreining á ástinni: „Astin er eins og sinueldur. Astin er segul- stál.” Ég verð að játa að ég er ekki vel að mér i segulstál- um. Hinsvegar veit ég að sinueldur getur verið ákaf- lega hættulegur; geyst yfir holt og hæöir og lagt aö velli allt sem fyrir verður. Þessvegna lángar mig til aö spyrja Vilborgu Dag- bjartsdóttur: Er ástin af hinu góða eða illa? Hvað seg- irðu um það Vilborg min? Þorsteinn minn. Ef ég reyni að svara spurningu þinni i sem stystu máli, þá er svarið bæði já og nei. En þar sem ég veit að þú ert ekki ánægður meö þaö, ætla ég að gera tilraun til að útlista þaö nánar. Ég einskorða mig við þann hluta menningar sem allir geta verið sammála um að sé, eða ætti að vera af hinu góða og allir að hafa sömu möguleika á að njóta. Viö getum kallað það stofnanamenningu svona til hægðarauka. Fyrst skulum við lita á örfáa þætti þar sem dreifbýlinu er mismunað. Það er geingið út frá þvi sem visu að allt vald, öll stjórnun eigi að vera i Reykjavik og landsbyggðinni beri að taka við boðum þaðan, hvort sem þau koma sér vel eða ekki. Það er taliö sjálfsagt mál að strákarnir fyrir sunnan ráði þvi hvort Grimseyingar fái leyfi til að reisa skólahúsnæði, eða hvort ibúar i Svinadal eigi að búa við það um ó- komna framtiö að geta hvorki hlýtt á útvarp né horft á sjónvarp vegna truflana svo dögum skiptir. Þó er útvarpiö sögð menningar- stofnun og sameign okkar allra, hvort sem við búum i Svinadal eða Sogamýri. Allir eiga sama rétt á aö njóta. En þvi miður vantar mikiö á að svo sé. Það fer ekki framhjá neinum sem hlustar á fréttir og tilkynningar i hljóðvarpi, að i Reykjavik er miðpunktur lands- ins. A hverjum degi fer lángur timi i að þjóna lund kaupenda og seljenda i Reykjavik. Auglýsing- ar og tilkynningar af ýmsu tagi flæða yfir fóik sem ekki hefur nokkur tök á að hagnýta sér öll þau tilboö sem á boðstólnum eru fyrir sunnan. Hvern sjálfan and- skotann heldurðu að Skagfirðinga varði um þótt gulur páfagaukur hafi tapast i Hliðunum? Og ögn held ég að ísfiröingum komi það viö þótt Tómas selji nýjan lax eöa steinalausar melónur. Ha, ha. Bölvuö vitleysa! Fréttaflutningur útvarps er ángi af þvi menningarlega hlut- verki sem þvi er ætlað að gegna... og vissulega er margt gott um út- varpið aö segja. En litum aðeins á, um hvað fréttirnar eru. Hvað vita Reykvikingar um það sem er aö gerast austur á Fáskrúðsfirði, að ég tali nú ekki um Dalvik? Vita postularnir i Háskóla Islands að landburður hefur verið af ufsa á Þórshöfn undanfarnar vikur? Nei, ónei. Hinsvegar vita allir Þórs- hafnarbúar að þessa dagana er veriö að grafa sundur öskju- hlíðina i Reykjavik svo að hægt sé að leggja þar nýjan og mal- bikaðan veg. Sú naflaskoðun á höfuðborgar- svæðinu sem hér um ræöir, kem- ur einkar vel fram þegar veður- fræðingar útlista veðurkortið i sjónvarpinu. Taktu bara eftir þvi Þorsteinn, hvernig þeir nudda prikinu sýnkt og heilagt utan i suðvesturhornið á landinu, hvernig allar lægðir og hæðir ber- ast að þessum sleikipinna hermángs og auövalds, sem öllu vill ráða, hvernig blessuö norðan- áttin fær sólina til að skina svo að allt verði bjart og fagurt. Um daginn gekk þetta svo lángt að einn fræðíngurinn sagðist ekki vera alveg viss um, hvort við mættum vonast eftir norðanátt, en allt benti þó til þess. Þetta gerðist eftir þriggja daga rigningar i Reykjavík. Skitt með það þótt kartöflugrös féllu kannski i Ölafsfirði og bátar kæmust ekki á sjó fyrir öllu norð- urlandi. Nei, við áttum að vonast eftir noröanátt, þvi hún táknaði sól fyrir sunnan. Finnst þér þetta ekki magelöst? Þannig hefur hið sunnlenska ráðriki náð inn I raöir veðurfræð- inga. Fyrir rúmu ári gerðu þeir sér lítið fyrir og skiptu noröur- landi i tvennt. Bara rétt si svona. Þeir bútuðu það i sundur i miðju og nú eigum við orðiö tvö noröur- lönd hér á tslandi. Norðurland vestra og Norðurland eystra. Þessi dæmalausa ósvifni og málleysa er látin óátalin i þeirri menningarstofnun sem Rikisút- varpið er. Af hverju er ekki hægt aö láta landið i friði og tala um Norðvesturland og Norðaustur- landi eins og i gamla daga? Hver gaf veðurfræðíngum leyfi til að léna niðurlandið eftir eigin geð- þótta? Ekki voru Húsvikingar spuröir álits á þvi! Og hvernig er það ekki með Þjóðleikhúsið? Ég veit ekki betur en það sé staðsett i Reykjavik og rekiö þar fyrir almannafé. Vin- kona min á Laugaveginum getur brugðið sér I leikhús þjóðarinnar — hvort sem viö teljum það vera Alþingi eða Þjóðleikhúsið — án mikillar fyrirhafnar. En frænka hennar á Vopnafirði þarf að taka sér fri frá vinnu, spara matar- peningana, koma börnunum i gæslu og kaupa sér flugmiða ef hana lángar til að gera hið sama. Og eftir allt þetta umstáng á hún það á hættu að sjá leikrit sem hún hvorki skilur né hefur gaman af. „...En hún sá bæði Róbert og Rúrik ránghvolfa i sér augunum”. Talandi um Þjóðleikhús hefur það reynt að sinna skyldu sinni og fara með leiksýningar út á land yfir há bjargræðistimann og sýna vinnulúnu fólki á kvöldin. Með þessu er verið að gera lands- byggðinni jafn hátt undir höfði og Reykjavik. Ja, svei þvi! Já Þorsteinn minn, það er viða pottur brotinn. Sú stofnanamenn- ing sem höfuðborgin á aö miðla landsmönnum og allir eiga sama rétt á að njóta, lætur dreifbýliö alltaf sitja á hakanum. Og þaö sem verra er: Það er beinlinis gert ráð fyrir þvi. Ætli ég verði ekki að fara að hætta þessu. Ég hef alveg sleppt þvi að minnast á hluti eins og heilbrigðisþjónustu, menntun, skóbúðir og kirkjur. Það biöur betri tima. En I lokin þetta: Ef viö gaung- um út frá þvi að menning sé ekki einvörðúngu bundin stofnunum, heldur sé hún þroski andlegra eiginleika mannsins, gott hjarta- lag mannkærleikur og þjálfun hugans til andlegs lifs, þá er sannfæring min sú aö dreifbýli landsins sé hvorki eftirbátur Reykjavikur né Rómar. Jæja vinur, ég kveð þig að sinni. Kannski eru allar vánga- veltur um menninguna út i hött. Kannski er menningin fólgini þvi einu að vakna viö vekjaraklukk- una á morgnana. Þinn einlægur. E.S. GA' Astarkveðjur til hennar Guörún- ar minnar með þakklæti fyrir jólakökuna. VORUR SEM VANDAÐ ER TEL SKÁIABÚÐIN 1 SKRVERSl.UN FYRIR FJALLA- OG 1 FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SÍMl 12045 Rekin af 00 Hjálparsveit Skáta Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.